Sáttatilraunir í deilunni um skuldir Grikklands, virðast runnar út í sandinn

Þetta virðist niðurstaða fundar Alexis Tripras og fulltrúa kröfuhafa á miðvikudag. En skv. fréttum þá höfnuðu fulltrúar ríkisstjórna evrusvæðis og AGS - sáttaboði ríkisstjórnar Grikklands sem lagt var fram sl. mánudag. Þó höfðu fulltrúar stofnana ESB litið á tilboð ríkisstjórnar Grikklands - - sem samningsgrundvöll.

  • En í staðinn, lögðu kröfuhafa fram móttilboð.
  • Sem afar erfitt er að sjá, að ríkisstjórn Syriza flokksins geti sætt sig við.

Því virðist ljóst að stefni í greiðsluþrot Grikklands!

Greek debt talks stumble before EU leaders gather

Hopes dashed for quick Greek bailout deal

 

Styrr stendur sérstaklega um lífeyriskerfið á Grikklandi

Tsipras bauð að hallinn á kerfinu væri lagaður með því að hækka framlög greiðenda - skipt ca. 50/50 milli einstaklinga er greiða og á mótframlag vinnuveitanda.

Rétt að nefna, að meðalgreiðslur úr kerfinu skv. frétt eru við 700 evrur eða 103.530kr. Skv. sönu frétt, eru fátæktarmörk í Grikklandi við 670 evrur eða 99.093 kr. á mánuði.

Rétt að nefna að greiðslur úr sjóðakerfi Grikklands til lífeyrisþega, hafa þegar verið verulega lækkaðar síðan kreppan á Grikklandi hófst - - þannig að það telst varla lengur vera rausnarlegt miðað við önnur Evrópulönd.

Þó enn sé það svo, að menn hafi heimild til að - fara fremur snemma á lífeyri. En Tsipras bauð að lífeyrisaldur væri hækkaður í skrefum í 67 ár, og að hvatir byggðar inn í kerfið til fólks að hætta snemma - væru afnumdar.

  • Það virðist algert rautt strik hjá Syriza flokknum, við lífeyrismál.

M.ö.o. hafi Tsipras ekki treyst sér til að - bjóða lækkun greiðsla.

En það sé einmitt þ.s. kröfuhafar heimta!

"“We are not much further along than we were on Monday,” said Wolfgang Schäuble, the German finance minister..."

  • Fjölmennur þinghópur meðal hægri manna á þýska þinginu, krefst þess að Grikkland leiði í lög - allar kröfur kröfuhafa óþynntar, áður en til greina komi að afhenda síðustu greiðslu úr neyðarlánapakka Grikklands.
  • Og Angela Merkel, hefur útilokað - - afskriftir skulda Grikklands.

Meira að segja AGS - bendir á þörf fyrir afskrift.

En á móti, viðhefur AGS harðlínuafstöðu í deilunni um lífeyriskerfið.

Miðað við þetta - - virðast líkur á samkomulagi minnka!

  1. En Syriza flokkurinn, var þegar í uppþoti innbyrðis, vegna tillagna forsætisráðherra sl. mánudag, sem mörgum innan flokksins fannst ganga of langt.
  2. Það virðist nánast útilokað, að Tsipras geti boðið meira.
  3. Á sama tíma, sé ég ekki hvernig hann á að geta - - gefið eftir kröfuna um "afskrift skulda." Sem Merkel hafnar alfarið. Sum önnur lönd, hafa einungis gefið það út, að íhuga málið - - eftir að Grikkland hafi uppfyllt allar kröfur kröfuhafa.

 

Niðurstaða

Mér virðist líkur á samkomulagi vera að fjara út, en þær virtust nokkrar á mánudag. Þegar fulltrúar stofnana ESB höfðu tekið vel í tillögur Alexis Tsipras.

En fulltrúar aðildarríkja, og AGS - - hafa alfarið hafnað þeim. Og lagt sínar fyrri kröfur fram að nýju.

Miðað við afstöðu kröfuhafa, virðast litlar líkur á eftirgjöf skulda.

Þannig að eins og staðan lítur út - - virðist mér afar fátt fyrir Grikkland að semja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband