21.6.2015 | 01:34
Merkilega margir spá Grikkland þróist í - misheppnað ríki
Þetta heyrist frá töluverðum hópi hagfræðinga - sérstaklega þeim sem segja að "Grikkland megi alls ekki hlaupa frá skuldunum sínum" - - eina von þess liggi í því að semja, og sætta sig við það sem úr því kemur, þó það verði - - vont, þá sé það samt skárra.
Dæmigerðar fullyrðingar:
- Gríska ríkið geti ekki fengið fjármögnun nokkurs staðar frá.
- Muni ekki geta fjármagnað eigin starfsemi.
- Þurfi því þá að lifa á eigin tekjum.
- Því framkvæma mun harkalegri niðurskurð - en gríska ríkið hefur þurft fram að þessu að framkvæma.
- Afleiðing, gríðarlegur samdráttur - miklu meira atvinnuleysi en nú.
- Kaos á Grikklandi, samfélagshrun jafnvel - hætta á að öfgahópar nái völdum.
- Grikkland þróist í -misheppnað ríki- eða "failed state."
Þetta er allt rökrétt - - ef Grikkland heldur sér við evruna; eftir gjaldþrot
Þá auðvitað - hættir aðgangur að fjármagni frá Seðlabanka Evrópu. Gríska ríkið getur ekki haldið áfram að selja ríkisbréf til grísku bankanna gegn neyðarlánum "ECB." Þannig hættir gríska ríkið að geta fjármagnað eigin halla.
Og í ástandi greiðsluþrots, líklega getur það ekki útvegað einkafjármögnun - óháð verði.
Til þess að forða hruni bankanna, en allar innistæður munu vilja leggja á flótta, þá þarf að setja strangar á hömlur á úttektir - bæði á reikninga í eigu almennings sem fyrirtækja.
Það hefur auðvitað slæmar hliðarverkanir, því þar með er aðgangur fyrirtækja sem og almennings að fjármagni - - skertur.
Það má reikna með að fyrirtæki eigi í vandræðum með að greiða laun a.m.k. að fullu, líklega einungis greidd að hluta - þau lendi í vandræðum með að greiða byrgjum - greiða af lánum, o.s.frv.
Almenningur, sem ekki fær laun greidd að fullu, ekki hefur nema mjög takmarkaðan rétt til að taka af reikningum -launareikningum þar með talið- standi fyrir sambærilegum vandræðum, að geta ekki greitt af lánum, eiga í vandræðum með að standa við skuldbindingar við 3-aðila almennt.
Þetta þíðir auðvitað, að fyrirtæki og almenningur samtímis - mundu skera allt niður sem þau geta í eyðslu - - > Gríðarlegur samdráttur í neyslu og í veltu. Mjög sennilega verði mörgum sagt upp störfum, sem auðvitað víxlverkar og gerir ástandið enn verra.
Þrátt fyrir að höft verði án vafa á fjármagnshreyfingar úr landi, þá mun fjármagni örugglega vera smyglað frá Grikklandi eftir mörgum leiðum - - sem muni gera fjármagnsskortinn verri eftir því sem frá líður.
Og þar með magna ofangreind vandræði.
Ríkið verður þá auðvitað fyrir því, að tekjur þess hrynja saman - sveitarfélög upplifa það sama, og ríkið/hið opinbera almennt, lendir þá í sömu kröggunum - sem hrísli í gegnum starfsemina, hafi lamandi áhrif - - neyði fram "drakonískan niðurskurð" og vegna þess að samdrátturinn haldi áfram, taki sá niðurskurður ekki enda.
- Svo slæmt getur það orðið, að hagkerfið þróist yfir í barter.
- Fyrirtæki sem hafa gjaldeyristekjur, sennilega halda þeim eftir eins og þau geta - - kjósa þess í stað sennilega að eiga bein skipti á gæðum, við önnur.
- Ríkið hættir ekki alveg að hafa tekjur, og gæti leikið sama leikinn - að bjóða skipti.
- Í Argentínu rétt upp úr 2000, þá síðast sást þróun sem þessi, en þar var -peningakerfið- ekki yfirgefið fyrr en peningaþurrð, hafði neytt hluta hagkerfisins í barter.
- Að auki, mynduðust fjöldi ó-opinberra gjaldmiðla, þegar fyrirtæki sem höfðu gjaldeyristekjur, buðu skuldaviðurkenningar til að kaupa vinnu af 3-aðilum, og þeir pappírar síðan gjarnan gengu á milli aðila.
- Innan ríkiskerfisins gætti þess einnig, að gefnar væru út skuldaviðurkenningar, með nokkurs konar veð í þeim skatttekjum er enn voru til staðar.
Argentína var með svokallað -currency bord- kerfi.
Eftir ríkisþrot - eftir að peningaþurrð var kominn á hátt stig - eftir að samdráttur hagkerfisins var búinn að valda gríðarlegri eymd - - þá fyrst var peningakerfið yfirgefið, og tekið upp venjulega gjaldmiðilskerfi að nýju og sá gjaldmiðill látinn falla.
Hagkerfið tók að rétta við sér að nýju - fljótlega eftir það.
- Ályktunin er einföld, að sjálft kerfið var orðið að helsi!
Ef Grikkland endurreisir Drögmuna eins fljótt og auðið er, eftir gjaldþrot
Þá erum við að tala um verulega aðra framvindu - en í því tilviki þá sér Seðlabanki Grikklands um það, að tryggja nægt peningamagn í umferð.
En þegar Argentína lenti í vandræðum með "currency bord" kerfi, en slíkt kerfi virkar í eðli sínu ákaflega svipað og svokallaður -gullfótur- þ.e. í stað gulls er settur gjaldmiðill X sem er settur í sama hlutverk og -gull- hefur í gullfæti.
----------------------------------
Málið er að -currency bord- hefur alveg sömu galla og gullfótarkerfi.
- M.ö.o. þ.s. gjaldmiðillinn er 100% "convertable" þ.e. kerfið byggist á að gjaldmiðillinn sé 100% skiptanlegur yfir í það grunnverðmæti er liggi að baki, hvort sem um er að ræða gull eða t.d. Dollar.
- Þá þarf alltaf að eiga nægilega mikið magn af gulli eða dollar, til að unnt sé að skipta.
Gullfótarkerfið hrundi í kreppunni á 4. áratugnum, vandræði Argentínu voru mjög sambærileg við þau vandræði, er leiddu til falls gullfótarins.
- Fyrirbærið - - viðskiptahalli.
Hann drap gullfótarkerfið - og hann drap "currency bord" kerfi Argentínu.
- Málið er, að viðskiptahallinn veldur því að - - fjármagn nettó streymir úr landi.
- Þar með, minnkar fjármagn innan landsins.
- Og ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við, þá versnar stöðugt það ástand og þróast yfir í - - fjárþurrð.
- Og það ástand er óskaplega samdráttarvaldandi.
Sú hugmynd, að það verði að nema á brott þann möguleika að geta fellt gengi, dúkkar upp öðru hvoru. Þ.e. alltaf sama hugmyndin, að gengisstöðugleiki og lág verðbólga, sé það besta ástand sem unnt sé að hafa. Þessi rökleiðsla hefur ekkert breyst sl. 150 ár.
- Þetta á að leiða fram efnahagsstöðugleika.
- En þ.e. alltaf efnahagssóstöðugleiki er drepur þessar tilraunir.
- M.ö.o. þær tilraunir hafa aldrei læknað efnahagsóstöðugleika.
-------------------Evran er ekkert annað en, nýjasta tilraunin
Grikkland þarf ekki að endurtaka mistakasúpu Argentínu með þetta mikilli nákvæmni.
En með því að taka upp Drögmu um leið og landið verður gjaldþrota, eða mjög fljótlega eftir. Þá um leið er þeim vandræðum sem -fjárþurrð- innan hagkerfisins framkallar, forðað.
En þ.e. ástand fjárþurrðar, er skapar þá samdráttar víxlverkan, sem mundi leiða fram gríðarleg vandræði innan Grikklands - er síðan gæti skilað þeirri endaútkomu að Grikkland gæti þróast yfir í misheppnað ríki.
- Með endurreisn Drögmu, getur Seðlabankinn tryggt nægt fjármagn innan bankakerfisins.
- Þá er engin ástæða til að takmarka aðgang að reikningum, eftir að öllu fé hefur verið umbreytt yfir í drögmur á þeim reikningum - og sama gert við skuldir innan Grikklands í eigu grískra fjármálastofnana.
- Þá fá allir sín laun greidd.
- Fyrirtæki geta greitt birgjum.
- Og almenningur sem og fyrirtæki, geta greitt af skuldum.
- Og þ.e. engin ástæða til að ætla að það verði stórfelldur samdráttur í gríska hagkerfinu, og þar með ekki ástæða til að ætla að skatttekjur þess hrynji saman með stórfelldum hætti - - svo að ekki er þá ástæða til að ríkið standi fyrir stórfelldum niðurskurði sinnar starfsemi. Sama um sveitafélög.
- Og ríkið getur fjármagnað sig áfram með þeim hætti, að gefa út ríkisbréf -nú í Drögmum- og þ.e. engin ástæða að ætla að verðlagið á þeim verði óhóflegt.
Auðvitað mun gríska ríkið - ekki getað fengið lán erlendis frá.
En þ.e. alveg unnt að lifa við slíkt ástand.
Unnt er að stilla gengið þannig af, að alltaf sé a.m.k. smávægilegur viðskipta-afgangur.
Þá er unnt að fylgja sambærilegri reglu og viðhöfð hefur verið í haftakerfinu hér, að gjaldeyri þuri að skila í Seðlabankann. Þannig er smám saman unnt að safna gjaldeyrissjóði og samtímis tryggj innflutning brýnna nauðsynja.
Um leið og lágmarks forði er til staðar, getur verið fullt innflutningsfrelsi. Gengið tryggi áfram að forðinn haldi áfram að byggjast upp.
Eðlilega verður 1-stykki stórt gengisfall, en eftir að það er um garð gengið, þá hverfur sú verðbólga úr hagerfinu þegar kostnaðarhækkanir á innfluttu hafa gengið yfir.
Engin ástæða er að ætla annað en að unnt sé að koma á sæmilegum stöðugleika í hagkerfinu, þrátt fyrir ástand greiðsluþrots gagnvart opinberum aðilum á Evrusvæði og AGS.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að halda því fram að það verði gósentími á Grikklandi eftir gjaldþrot og upptöku Drögmu. En á sama tíma, hafna ég þeim fullyrðingum - að það sé óhjákvæmileg útkoma að landið lendi í alvarlegri efnahagslegri ringulreið, enn alvarlegra atvinnuleysi en nú, og hætta á samfélagshruni blasi við.
Ég er frekar að segja, að ástandið verði ekki stórfellt verra en það ástand sem til staðar er í dag.
En samtímis er ég að segja, að gríðarleg mistök væri af Grikklandi að halda sér við evruna, eftir að ástand gjaldþrots er orðin staðreynd. En ég get ekki séð það sem mögulegt fyrir Grikkland að ná fram efnahagslegu jafnvægi eftir gjaldþrot - ef Grikkland eftir gjaldþrot reynir að halda sér innan evrunnar.
En ég sé þ.s. vel mögulegt en að sjálfsögðu ekki óhjákvæmilegt, að Grikkland skapi sér ástands sæmilegs efnahagslegs jafnvægi innan 3-ára frá endurupptöku Drögmu. En þ.e. að sjálfsögðu unnt að klúðra hagstjórn, og framkalla slæmt ástand í þeirri sviðsmynd.
En ef við gerum ráð fyrir því, að sæmilega skynsamar ákvarðanir séu teknar eftir Drögmu upptöku, þá sé ég ekkert ómögulegt við það að hagkerfi Grikklands nái jafnvægi eftir upptöku Drögmu - - þrátt fyrir ástand gjaldþrots.
- Stjórn Syriza gæti reynst fullkomlega óhæf, og öllu klúðrað - - eða, kannski ekki.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með eftirfarandi þætti
1. Hvað ef greidd laun duga ekki til að láta enda ná saman eftir að búið er að breyta þeim í annan gjaldeyri og fella gengið?
2. Hvað með fyrirtæki sem þurfa að greiða erlendum birgjum?
3. Hvað með fyrirtæki og einstaklinga með lán erlendis?
4. Mun raunvirði skatttekja ekki falla miðað við erlenda aðila og þar með torvelda ríkinu að kaupa hluti á borð við lyf og önnur tæki?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 13:30
Fer eftir hvort þú ert að horfa til ríkisins eða einstaklinga, en ef þú hefur áhyggjur af getu ríkisins til að standa undir greiðslum launa - - þá mun gengislækkun Drögmunnar líklega leysa slíkan vanda.
Síðan skilst mér, að svo mikið hafi verið fært af fjármagni frá Grikklandi, af einka-aðilum fyrirtækjum sem einstaklingum - - að bæði meðalfyrirtækið og meðalfjölskyldan eigi í dag, meir í formi peninga erlendis en í formi skulda.
Svo nettó staða fyrirtækja og heimila, sennilega batnar frekar en hitt ef við miðum eingöngu við skuldbindingar vs. eignir erlendis.
Mér skilst að hækkun erlendra fjármagnseigna miðað við 30% gengisfall, sé ca. 5% af þjóðarframleiðslu.
Mér skilst að ca. 60% af innistæðufé grískra fyrirtækja, sé í dag á erlendum reikningum - - það sé verulega meira að vöxtum en nemur erlendum skuldbindingum þeirra.
Það má segja að þau hafi þar með - varið sig gegn þessari hættu.
Einstaklingar og fyrirtæki, virðast vera stórum hluta - búin að girða fyrir það áfall.
Það hefur þau merkilegu áhrif - - að gera það minna óaðlaðandi fyrir ríkið, að velja greiðslufall.
Mér skilst að 80% skulda grískra fyrirtækja - - sé innan Grikklands í fjármálaherfinu þar - - svo að verulega sé ólíklegt miðað við það mikla fé sem þau hafa fært úr landi.
Að einka-aðilar lendi í vanda.
Það verði a.m.k. ekki algengt.
Þær tekjur sem skipa máli þegar keypt er -innflutt- eru gjaldeyristekjur.
Þær verða áfram í sömu gjaldmiðlum.
Ég kem ekki auga á nokkra röskun í því samhengi.
Og þá er engin gengissveifla til staðar!
Þ.s. verið er að kaupa þann varning fyrir gjaldeyri - sem aflað er af verslun við útlönd, í gjaldmiðlum sem hafa þá ekki sveiflast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.6.2015 kl. 02:01
Ég held að það sé kominn tími fyrir grikki til að fara í þrot og taka upp drögmu.
Hörður Þórðarson, 22.6.2015 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning