Það getur vel verið að - greiðsluþrot Grikklands frestist

Það er búin að vera vaxandi spenna vegna Grikklands, því að það er ekki það langt til loka júní, er Grikkland á að greiða AGS 928 milljón evra, en gríska ríkið ákvað að fresta greiðslum í þessum mánuði til mánaðamóta - sem skv. reglum AGS má. Síðan er skammt í greiðsludag í júlí þann 12/7 465 milljón evra.

Fyrir utan þetta, stendur Grikkland frammi fyrir greiðslu af láni í eigu Seðlabanka-Evrópu þann 19/7 upp á 3,45 milljarða evra.

  • Skv. þessu virðist gjaldþrot nær óumflýjanlegt.
  • En þ.e. kannski samt ekki alveg þannig!
  1. Punkturinn er sá, að AGS skv. starfsvenju lætur gjarnan hjá líða að skilgreina alveg strax að lán sé í greiðsluvandræðum - - það hefur komið fyrir áður, að þjóðir hafa verið seinar með greiðslur, og AGS hefur gjarnan áður beðið allt að 3-mánuði með það að framkalla hinn svokallaða "credit event." Að lísa yfir greiðslufalli.
  2. Málið er, að mig grunar að ekki sé ósennilegt að Seðlabanki-Evrópu, afriti þá venju AGS, og geri það sama - að fresta því að lísa lán í vanskilum, þó ekki verði greitt af því þann 19/7.

 

Seðlabanki Evrópu hefur það yfirhlutverk - að tryggja jafnvægi innan peningakerfi evrusvæðis

Með það í huga, virðist mér sennilegt að "ECB" hiki við það að - lísa yfir vanskilum. Kjósi frekar annað af tvennu, að veita viðbótar greiðslufrest eða að bíða með yfirlýsingu um greiðslufall.

Það þíði ekki að nákvæmlega ekki neitt gerist - þegar gríska ríkið stendur ekki við greiðslur gagnvart AGS nk. mánaðamót, eða við "ECB" þann 19/7 nk.

Það má segja að þá við hvorn atburð - - bætist við hættustig.

En "ECB" ber engin skilda til að lísa yfir vanskilum - þann sama dag og ljóst er að greiðsla berst ekki.

Mér virðist afar sennilegt að "ECB" fresti þeirri tilkynningu, vegna þess að starfsmenn "ECB" eru ekkert algerlega vissir um það - að það valdi engum vandræðum á evrusvæði ef Grikkland flosnar úr evrunni.

En ólíkt t.d. ríkisstj. aðildarlandanna, er "ECB" sennilega ekki að einangra skoðun sína á því hvað getur gerst - - einungis við nk. 3-4 ár eða svo.

  • Ef "ECB" lætur hjá líða að lísa strax yfir greiðslufalli - - þá getur "ECB" tæknilega áfram haldið að heimila svokallað "ELA" þ.e. að gríski Seðlabankinn hafi áfram heimild til að veita bönkum í Grikklandi neyðarfjármögnun - fé sem höfuðstöðvar "ECB" skaffa.
  • Þannig að á meðan það ástand er enn til staðar, að "ECB" skaffar lausafé - þá getur Grikkland áfram haldist innan evrunnar.
  1. Það má samt reikna með því, að til staðar verði sjáanlegt rugg á mörkuðum - ekki bara innan Grikklands.
  2. Og önnur teikn um aukna hættu, t.d. aukinn flótti innistæðna frá Grikklandi.

Eftir 19/7 verður það algerlega ákvörðun "ECB" á hvaða punkti Grikkland hrökklast út úr evrunni.

Meðan að starfsmenn þar telja enn einhverja von um samkomulag, getur verið að þeir séu til í að fresta yfirlísingunni um vanskil um nokkurn tíma - - það verði þó erfitt fyrir þá að fresta þeirri yfirlísingu fram yfir greiðsludaginn í ágúst eða 19/8, ef ljóst er að greiðsla berst ekki heldur þann daginn.

 

Niðurstaða

Ég er að segja að ég viti í reynd ekki hvenær Grikkland verði greiðsluþrota "formlega séð." Því að það geti verið mat starfsmanna AGS og starfsm. "ECB" að rétt sé að festa því að lísa skuldir við Grikkland í eigu þeirra stofnana - í vanskilum.

Meðan að hvorug stofnun gefur úr þá yfirlísingu - þá verður væntanlega enginn "credit event."

Það geti því vel verið að samningar milli gríska ríkisins og aðildarlanda, haldi áfram út júní og síðan júlí að auki a.m.k. Það geti verið að það verði þó of stór kaleikur fyrir starfsm. "ECB" að leiða hjá sér greiðsludaginn í ágúst að auki.

Þannig að greiðsluþrots atburðurinn verði þá í ágúst, ekki júlí eins og ég hef talið líklegast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband