Vinstri stjórn hefði einnig sett lög á vekfall BHM og hjúkrunarfræðinga

Um þetta atriði er eg 100% viss, m.ö.o. að gagnrýni formmanna Samfylkingar og VG sé fyrst og fremst klassísk pólitísk tækifærismennska. En ég reikna með því að flestir viti af því með hvaða hætti félögin á almenna vinnumarkaðnum - - settu ríkisstjórninni úrslitakosti.

Lagasetning á verkföll BHM og FÍH samþykkt :Alþingi samþykkti nú undir kvöld lagasetningu á verkfallsaðgerðir 17 aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 30 atkvæðum gegn 19. Sigurður Ingi Jóhannsson, flutningsmaður frumvarpsins, sagði það alltaf erfitt og þungbært að setja...

Vitna aftur í orð Ólafía Rafnsdóttur, formanns Verslunarmanna fyrir 2-vikum:

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

  1. Menn verða að átta sig á því, að félögin á almenna vinnumarkaðnum, með 75þ. félagsmenn ca. samtals.
  2. Geta nokkurn veginn, stöðvað alla verðmætasköpun í íslenska hagkerfinu.
  • Og ef ríkið ætlaði að setja lög á þeirra verkföll, eru þetta það fjölmenn félög - - að ef þau standa fyrir skipulögðum mótmæla-aðgerðum, þá eru þau um leið ógn við ríkið.
  • En við höfum orðið vitni að því bæði hér og erlendis, að ríkisstjórnum sé ýtt frá völdum, fyrir tilstuðlan fjölmennra mótmæla.

Ef við aftur á móti berum þetta afl félaganna á almenna vinnumarkaðnum við afl félaga í BHM og hjúkrunarfræðinga. Þá sannarlega valda verkföll þar - vandræðum innan stjórnkerfis sveitafélaga sem og ríkis, og innan heilbrigðiskerfisins.

  1. En þau skaða lítt verðmætasköpun samfélagsins.
  2. Og Þeir hópar eru ekki nægilega fjölmennir, til að geta ógnað ríkinu með beinum hætti.

Ég er því ekki í nokkrum vafa, að útkoman hefði orðið sú hin sama, ef vinstristjórn VG og Samfylkingar hefði haldið áfram eftir kosningarnar 2013.

Setja Gerðardómi of þröng skilyrði :Þingmenn Samfylkingarinnar segja að lög á verkfall hjúkrunarfræðinga og BHM setji Gerðardómi of þröng skilyrði. Því sé ekki hægt að ætla að niðurstaðan verði réttlát eða skapi vinnufrið.

Eðlilega setur ríkisstjórnin ekki þau skilirði, sem mundu leiða til þess að Gerðardómur hleypti upp samningum á almenna vinnumarkaðnum.

Og ég er handviss um, að Árni Páll mundi bregðast nákvæmlega eins við ef hann væri í ráðherrastól í þetta sinn.

BHM í mál við ríkið vegna laga á verkföll :BHM ætlar að reyna að fá lögum um bann við verkföllum hnekkt fyrir dómstólum. Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Alþingi samþykkti í gærkvöldi lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Ég væri mjög hissa ef dómstólar dæmdu gegn ríkinu, enda frekar auðvelt að sýna fram á - - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, voru og eru nú fullkomlega vonlausri stöðu. Samtímis því að verkföll þeirra - skaða sjúklinga, þó þann skaða sé ekki auðvelt að sanna til skamms tíma, þíða verkföll þeirra að sjúklingar undir eftirliti fara ekki í skoðanir tímanlega eða í annað eftirlit tímanlega - - það þíðir að hvort það hefur orðið tjón kemur ekki í ljós fyrr en heilbrigðiskerfið vinnur niður biðlistana sem eru komnir.

Hálf deildin segir upp strax á morgun :Að minnsta kosti ellefu af um það bil tuttugu hjúkrunarfræðingum á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans ætla að segja upp strax í fyrramálið. Allt stefnir því í að fjöldi hjúkrunarfræðinga segi upp störfum eftir að lög voru sett á verkfall...

Og ég sé enga möguleika í stöðunni - - sem ekki skilar landflótta hjúkrunarfræðinga.

Eins og ég sagði - kröfur þeirra eru í fullkomlega vonlausri stöðu.

  1. En ljóst er, fyrst að samningar á almenna vinnumarkaðnum - eru ekki einu sinni nærri því að uppfylla þeirra kröfur, og sama gildir um kröfur BHM.
  2. Að þá hlýtur það að sprengja samninga á almenna vinnumarkaðnum, ef ríkið hefði gengið að kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.
  • Ríkið stóð frammi fyrir úrslitakostum.

Félögin á almenna vinnumarkaðnum hafa afl í sameiningu einmitt til þess, að setja ríkinu stólinn fyrir dyrnar.

Á sama tíma, munu þau einnig -ef samningar þeirra eru sprengdir- tryggja með því að framkalla nægilega mikla verðbólgu - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM næðu fram prósentu launahækkunum skv. þeirra kröfum - - > Þá mundi það ekki leiða til kaupmáttaraukningar umfram samninga þá sem félögin á almenna vinnumarkaðnum samþykktu fyrir 2-vikum.

Þannig að það sé virkilega svo - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, séu í vonlausri stöðu.

Þannig að ekkert komi í veg fyrir landflótta úr þeim stéttum - þeirra sem eru óánægðastir.

Ríkið hafi því ekki haft þ.s. raunhæfan kost, að ganga að þeirra kröfum. Það sé skárri kostur fyrir þjóðfélagið, að ríkið leitist við að -verja samningana á almenna vinnumarkaðnum- sem þíðir að setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga.

 

Niðurstaða

Það er búið og gert, lögin hafa verið sett. Og verkföllum BHM og hjúkrunarfræðinga frestað. Það var fyrirfram vitað að hluti félaga í þessum hópum, mundi fara í kjölfarið af landi brott. Á hinn bóginn, eins og ég hef áður bent á, tel ég enga leið hvort sem er að forða þeim landflótta - þ.s. félögin á almenna vinnumarkaðnum mundu tryggja að hann yrði einnig í því tilviki að BHM og hjúkrunarfræðingar næðu kröfum sínum fram; með því að keyra sömu kröfur í gegn fyrir sína félaga og þannig skapa það mikla verðbólgu í þjóðfélaginu að enginn, þar með ekki BHM né hjúkrunarfræðingar, mundu enda með umtalsverða nettó kaupmáttaraukningu.

Þannig að landflótti úr stéttunum tveim, hafi legið í loftinu burtséð frá því hvort ríkið mundi samþykkja kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga eða ekki.

Þannig að eina skynsama í stöðunni, hafi verið af hálfu ríkisins, að binda endi á þau verkföll í ljósi þess, hve fullkomlega vonlaust er að félögin 2-nái fram kaupmáttaraukningar kröfu sinni til sinna félagsmanna fram að sinni.

  • Ef þau vilja samt halda kröfu sinni til streitu.
  • Þá þurfa þeir hópar -rökrétt séð- að ræða þær kröfur við félögin á almenna vinnumarkaðnum.

Því þau félög -de facto- hafa vald til þess að hindra að kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga nái fram að ganga. Og félögin á almenna vinnumarkaðnum einmitt beittu því valdi sínu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 858797

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband