Ég reikna með því að lagasetning bindi endi á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga

Þegar ég leit á fréttir þá stóðu umræður enn yfir á Alþingi, og því frumvarp ríkisstjórnar um að fresta verkföllum - ekki enn orðið lög.

  • Það er sannarlega rétt, að slík lagasetning - er viss atlaga að samningsrétti félaganna tveggja.
  • Á hinn bóginn, virðist þessi deila í gersamlega óleysanlegum hnút.
  • Á sama tíma, virðast þeir sem standa fyrir þeim verkföllum - - hreinlega ekki til í að samþykkja það sem við blasir, að ekki sé nokkur leið að ná kröfum félagsmanna fram.

En það hefur blasað við síðan samningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir, að ríkið ætti ekki það sem raunhæfan valkost - að mæta kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.

Skv. því sem Ólafía Rafnsdóttir, formaður Verslunarmanna sagði:

Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. „Þá er bara búið að rjúfa samninginn.“ Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.

Þá stilltu félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum ríkinu upp við vegg:

  1. Þannig að ríkið er þvingað til að velja hvort það mætir kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga, og þar með rýfur samninga við samtals 75þ. félagsmenn 15 félaga á almenna vinnumarkaðnum.
  2. Eða setur lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga, ef félögin 2-neita að sætta sig við sambærilega samninga þeim samningi sem félögin 15 gerðu.

Ég lít þannig á, að með því að gefa BHM og hjúkrunarfræðingum - 2 vikur til að hugsa málið, átta sig á að þau félög ættu í reynd engan valkost annan í stöðunni.

Hafi ríkið í reynd sýnt samningssrétti þeirra félaga, eins mikla virðingu og því var fært.

Ef ríkið hefði strax fyrir 2-vikum sett lög á verkföll BHM, og hjúkrunarfræðinga, þá hefði mátt segja - - að þeim félögum væri sýnt lítilsvirðing.

En nú 2-vikum seinna, þá virðist ljóst af viðbrögðum félaganna 2-ja, að þau félög hafa engan áhuga á því að taka tillit til þessarar stöðu; þegar þau halda kröfu sinni til streytu - - > Sem er algerlega ljóst að mundi sprengja samninginn við félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum.

  • Félagsmenn félaganna 2-ja hafa vísað allri ábyrgð á bug.
  • Sakað ríkið um skilningsleysi.
  • Talið sig ekki hafa ástæðu til að taka nokkuð hið minnsta tillit til stöðunnar sem varð til, þegar ljóst var hvernig samningur félaganna á almenna vinnumarkaðnum leit út.

Það verður einfaldlega að álykta að - - þeir sem fara fyrir þessum 2-verkföllum, séu sjálfir ekki að sýna þá eðlilegu ábyrgð, sem fólk sem gegnir svo mikilvægum störfum ætti að auðsýna.

Þetta ágæta fólk, virðist haldið - - veruleikabrenglan á umtalsvert háu stigi.

Þegar þau heimta, og það ítrekað - - að ríkið sprengi samninginn á almenna vinnumarkaðnum.

 

Vandi ekki síst sá, að vonlaust er að BHM og hjúkrunarfræðingar nái fram þeirri kjarabót sem þeirra félög heimta

En það kemur til af því, að félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum - hafa látið það í skína að þau mundu sækja sambærilegar launahækkanir til sinna félagsmanna - - ef samningurinn sem þau félög undirrituðu fyrir 2-vikum er sprengdur.

Það þíðir að þá ganga sambærilegar hækkanir í prósentum talið til 75þ. meðlima þeirra samtaka - - og ég hreinlega trúi því ekki að landið hafi efni á það mikilli launahækkun fyrir þetta fjölmenna hópa, þegar félagar í BHM og hjúkrunarfræðingar bætast þar við.

Þannig að - - gengisfelling væri örugg útkoma.

  • Það þíði eiginlega að nú 2-vikum liðnum.
  • Og ekkert bendi til þess að félögin 2-séu að átta sig á þvi hve vonlaus staða krafna þeirra er.

Þá virðist ljóst, að það eina rökrétta sem eftir sé í stöðunni - sé að setja lög á verkföll þeirra.

 

Niðurstaða

Það að almenni vinnumarkaðurinn setti það ákvæði inn í sinn kjarasamning, að ef ríkið mundi semja um meira við aðra hópa - - þá mundi samningur þeirra vera sprunginn. Sýnir að auki fram á, að ljóst er að félagsmenn þeirra félaga séu sennilega ekki mikið haldnir af samúð þegar kemur að kröfum um launahækkanir - - verulega umfram þ.s. þau félög hafa samþykkt fyrir 2-vikum.

En ljóst er að viðbrögðum talsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga, að kröfur þeirra félaga eru umtalsvert meiri.

Það má vel vera að í kjölfarið verði flótti út hópi hjúkrunarfræðinga og þeim sem undir hatt BHM falla - til Noregs t.d.

Það verður þá að taka á því þegar það gerist - - t.d. auglýsa þær stöður á evrópska efnahagssvæðinu. En ég held það sé vel unnt að fá fólk til að gegna þeim störfum t.d. bjóða útlendingum ríkisfang á Íslandi eftir 6 ára starf.

Það hlýtur að vera nóg af fólki sem getur sinnt þeim störfum, þó það séu ekki endilega íslenskt. Ef Noregur getur sókt sé fólk að utan, getur Ísland það einnig gert, og á þeim kjörum sem hér bjóðast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má ekki gleyma þeirri staðreynd Einar, að þó skrifað hafi verið undir kjarasamninga á almennum markaði fyrir tveim vikum eru launþegar ekki enn búnir að samþykkja þá. Kosning um þessa samninga er rétt að hefjast.

Það er alveg klárt mál að ef ríkið gerir kjarasamning við sitt fólk upp á mun hærri hækkanir en á almenna markaðnum, er útséð með að samþykkt þeirra fáist.

Það sem ég óttast þó meir er að þeir verði felldir. Útspil Seðlabankans um hækkun stýrivaxta og boðun enn frekari hækkun, er ekki beinlýnis til þess fallið að liðka til um samþykkt þessara samninga.

Það er virkilega spurning fyrir hvern Már er að vinna. Meðan stjórnvöld standa fast fyrir svo kjarasamningur á almennum markaði haldi, kemur þessi kommúnisti og hleypir öllu í bál og brand!

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2015 kl. 01:26

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kommúnisti er soldið sterkt orðalag þó hann hafi verið það sem unglingur, eins og hann kemur mér fyrir sjónir - þá er það fyrirbæri sem fyrrum kommar stundum verða er þeir söðla um "að verða eiginlega kaþólskari en páfinn" í áherslu sinni á markaðstengda hugmyndafræði.

Ég held það sé hreinlega að hann taki fræðin eins og þau eru kennd erlendis, þ.e. vaxahækkanir sannarlega gjarnan virka.

Án þess að átta sig á því að ísl. veruleiki virkar ekki alveg með sama hætti - þ.e. verðtryggingin lamar verulega áhrif vaxtatækisins; þess í stað verði megin áhrif þess - að auka verðbólgu.

Erlendir seðlabankar gera þetta gjarnan, að hækka vexti til að berjast við "vætningar" - - en það hefur alveg öfug áhrif hérlendis að beita stýrivöxtum til að berja á væntingum um verðbólgu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2015 kl. 18:51

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eins og ég skil almennusamningana þá eru í þeim um 3& hækkun á ári fyrir þá sem eru yfir 300 þúsundum. Heldur þú virkilega að fólk sem sér samverkamenn sína hækka um 30% við hliðina á sér sætti sig við það. Þ.e. að byrjunarkaup hjúkrunafræðings hækki þá um 304 þúsund upp í 3012 þúsund krónur. Á meðan að lágmarkslaun í landinu eru að hækka á sama tíma upp í 300 þúsnd. Er framsókanrmennog sjálfstæðismenn að tapa glórunni? Bara afborganir af námslánum valda því að ráðstöfunartekjur nýrra hjúkrunarffræðinga verða lægri en lægstu laun! Hvað halda menn að gerist. Jú það er eins og með leikskólakennara og grunnskólakennarra að fólk fer ekki það nám. Og hjúkrunarfræðingar sem og geislafræðingar fara bara í annað eða til annarra landa sem borga mun betur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2015 kl. 19:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús, það breytir því ekki að -með úrslitakostum sínum- var enginn leið að kaupmáttarkrafa þessara stétta gæti mögulega náð fram að ganga.

Ef þessi félög vilja halda henni til streitu, er rétti aðilinn -de facto- sem þau þurfa að ræða kröfur sínar - - félögin á almenna vinnumarkaðnum.

Því það eru þau sem -de facto- hindra að kröfur þessara hópa nái fram, með hótun sinni að það skapi víðtæk verkföll á almenna vinnumarkaðnum, ef kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM eru samþykktar.

Þetta er staðan eins og hún er - þannig barasta er það.

    • Ég hugsa það sé rétt hjá þér, að það verði landflótti úr þeim stéttum.

    • En það var engin leið að hindra þann flótta.

    Því félögin á almenna markaðnum, ætluðu sér að ónýta þá kaupmáttaraukningu með því - - að keyra sömu hækkanir yfir sína félagsmenn; það liggur allt fyrir.

      • Og þannig tryggja með verðbólgu - að enginn fái verulega kaupmáttaraukningu.

      • Þá yrði einnig flótti hjá læknum.

      Félögin á almenna vinnumarkaðnum einfaldlega - ráða þessu. Þ.e. raunstaðan þó formlega sé valdið hjá ríkinu. Sé samtakamáttur almenna vinnumarkaðarins það öflugur - - að þau geta sett úrslitakosti. Og þannig þvingað ríkið til að fara eftir þeirra vilja.

      Þ.e. einmitt þ.s. er að gerast.

        • Við verðum að ráða fólk hingað frá öðrum löndum.

        • Þ.e. útkoman sem blasir við, að eins og að víða í verslunum er afgreiðslufólk útlent, verði þjónustufólk á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum - einnig útlendingar.

        Hið nýja Ísland sem við blasi. Þ.e. ekki ríkisstjórnin sem er að valda þessu. Heldur stífni félaganna á almenna vinnumarkaðnum.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 14.6.2015 kl. 12:11

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Jan. 2025
        S M Þ M F F L
              1 2 3 4
        5 6 7 8 9 10 11
        12 13 14 15 16 17 18
        19 20 21 22 23 24 25
        26 27 28 29 30 31  

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (10.1.): 3
        • Sl. sólarhring: 12
        • Sl. viku: 95
        • Frá upphafi: 858796

        Annað

        • Innlit í dag: 3
        • Innlit sl. viku: 82
        • Gestir í dag: 3
        • IP-tölur í dag: 1

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband