11.6.2015 | 23:11
Sala Arionbanka og Íslandsbanka til útlendinga fer sennilega fram án þess að hugmyndir Frosta verði að veruleika
Frosti Sigurjónsson - - eins og kom fram fyrr í vikunni, var með eftirfarandi Facebook færslu:
"Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður leyfa. Verði kaupandinn erlendur, mun hann eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en hann vill auk þess taka arðinn úr landi í gjaldeyri. Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana."
Þetta er að sjálfsögðu allt rétt hjá Frosta - að erlendir aðilar munu kaupa þá til þess að hagnast á þeim, og að sjálfsögðu - - því hærra sem söluverðið verður því stífari verður að líkum hagnaðarkrafa þeirra sem kaupa.
Frosti áttar sig greinilega að EES-samningurinn kemur í veg fyrir að unnt sé að hindra kaup útlendinga á bönkunum tveim
Enda kom fram í viðtali við hann á þriðjudag sú hugmynd - - að Alþingi setti lög um að gera alla banka á landinu að svokölluðum "non profit" bönkum. Þetta væri auðvitað tæknilega mögulegt, og sennilega eina tæknilega færa leiðin til að draga úr þeim hagnaði sem nýir eigendur hugsanlega taka til sín úr Íslandsbanka og Arionbanka.
- Ég skal viðurkenna að ég þekki ekki almennilega hvernig "non profit" bankar virka.
En þetta fyrirbæri er til t.d. sums staðar í Bandaríkjunum.
Það eru samt ákveðnir gallar sem má vera að Frosti hafi ekki íhugað.
- Það þarf að hafa í huga, að ef -hagnaður- er þurrkaður nær alveg út í bankakerfinu hérlendis, þá auðvitað mundi söluverð Arionbanka og Íslandsbanka verða til mikilla muna lægra en annars.
- En það hefur komið fram í máli Sigmundar Davíðs, að ef söluverð á eignarhlut slitabúanna á bönkunum tveim - - er umfram þau viðmið sem gefin hafa verið upp, í samkomulagi við ríkið - > Þá fái ríkið til sín dágóðan slurk af þeim viðbótar hagnaði.
- Augljóst virðist - að ef þessi breyting yrði gerð á Ísl. lögum, þá mundi söluverð bankanna 2-ja fara mjög líklega undir þau viðmið, sem um hefur verið samið af hálfu ríkisins, við kröfuhafa Glitnis sáluga og Íslandsbanka sáluga.
- Punkturinn er sá, að það mundi líklega ónýta það samkomulag sem ríkið virðist þegar hafa gert við skilanefndirnar tvær, þar með við þá hópa kröfuhafa sem eiga kröfur í þau þrotabú.
Ekki veit ég nákvæmlega hvaða afleiðingar það hefði fyrir ríkið - - að ónýta það samkomulag.
En mig grunar þó, að það gæti sett þá lausn sem ríkisstjórnin sagði þjóðinni frá sl. mánudag í vanda - - en sú tímasetning tók örugglega tillit til þess að ríkið var þá þegar komið með samkomulags ramma við stóran hluta kröfuhafa.
En nú væri allt í einu - - samkomulag í uppnámi við þá hópa kröfuhafa sem tengjast þrotabúi Glitnis sáluga, og Íslandsbanka sáluga.
- M.ö.o. - - ríkið yrði örugglega að lágmarki, færa þá dagsetningu þegar 39% skattur á að leggjast á eignir þrotabúanna, sennilega um heilt ár.
- Þar með fresta haftalosun um ár.
En líklegt væri að kröfuhafahóparnir yrðu nokkuð pyrraðir - - enda mundu sjá fram á minni heimtur úr búunum tveim.
Það gæti því tekið nokkurn tíma, að ná fram nýju samkomulagi - - segjum að það verði í höfn innan árs héðan í frá - - þá væri komið afar óþægilega nærri þingkosningum.
- Það sem mig grunar í reynd sterklega, er að það samkomulag sem þegar liggur fyrir milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafahóps þess sem á Arionbanka og Íslandsbanka.
- Bindi í reynd hendur ríkisstjórnarinnar, og það sé afar ólíklegt að hún sé til í að taka þá áhættu að fórna því samkomulagi, með einungis 2 ár til kosninga.
Niðurstaða
Ég held að spurningin hvort að við íhugum hugmyndir Frosta Sigurjónssonar snúist um það hvort að við leggjum í það að ónýta það samkomulag er virðist liggja fyrir við þá kröfuhafahópa er eiga Arionbanka og Íslandsbanka.
Það stefnir í að ríkið fái mjög mikið fé út úr því samkomulagi er virðist liggja fyrir, þ.e. fé er nemur hundruðum milljarða króna.
Ég held að sá söluhagnaður sem kröfuhafarnir og auðvitað ríkið fær sinn skerf af, sé mikilvægur þáttur í því samkomulagi.
Ég sé því ekki fyrir mér það sem sennilega útkomu, að ríkið fylgi hugmyndum Frosta fram.
Þessir 2-bankar verða örugglega seldir hæstbjóðanda. Og þó forsætisráðherra hafi sagt mikilvæga spurningu hver kaupir - - þá sé það ekki á valdi hans að velja þá kaupendur.
Kröfuhafar vilja auðvitað fá sem mest fé út úr sölunni, svo það verður örugglega hæstbjóðandi í bæði skiptin - - sem þíðir alveg örugglega að í báðum tilvikum mun kaupandi leggja áherslu á að sækja sér sem mestan hagnað úr bönkunum tveim á nk. árum.
Og það mun örugglega hafa neikvæð áhrif á þróun gengis krónunnar, nákvæmlega eins og Frosti nefndi í sinni Facebook færslu - - hann hefði mátt koma þessum ótta sínum fyrr á framfæri!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 858795
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög áhugavert innlegg hjá þér, Einar Björn. Veistu hvort ríkisstjórnin hafi gert ráð fyrir stöðugleikaskatti þegar og ef erlendir aðilar kaupa þessa banka, og þegar og ef þessir bankar, Arion og Íslandsbanki, skila miklum hagnaði í nánustu framtíð, í eigu erlendra aðila, hvernig farið verður með arðinn úr landi? Verður hann skattlagður sérstaklega, með svona stöðugleikaskatti?
Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.6.2015 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning