10.6.2015 | 01:27
ISIS að færa út kvíarnar í Líbýu
ISIS hefur ekki einungis verið í sókn undanfarið í Sýrlandi og Írak, þ.s. ISIS hefur tekið sitt hvora borgina í sitt hverju landinu, og heldur sinni sókn síðan áfram í því framhaldi.
Nei, ISIS hefur einnig skotið rótum í Líbýu og er að því er best verður séð - - að notfæra sér "valdatóm" sem sennilega er til staðar í því landi, á svæðum sem völd þeirra fylkinga sem berjast um völdin í landinu eru veik.
Rétt er að muna, að innan Sýrlands - hefur ISIS elfst mjög mikið með þeim hætti, að ráðast að margvíslegum uppreisnarhópum, og taka yfir þau svæði sem hafa fallið uppreisnarhópum af margvíslegu tagi í hendur.
- Á hinn bóginn, hafa átakalínur í Sýrlandi verið miklu mun flóknari, því að fylkingar andstæðinga stjórnvalda í Damascus klofnuðu fljótlega í ákaflega marga tiltölulega smáa hópa.
- Sá klofningur uppreisnarinnar í Sýrlandi - - sennilega gerði ISIS auðvelt um verk. Þ.s. um var að ræða "marga smáa hópa" sem hver um sig vann ekki með öðrum hópum nema að litlu leiti; þannig að ISIS gat stundað þ.s kallað er "defeat in detail." Þ.e. ráða niðurlögum eins hóps, síðan þess næsta, svo koll af kolli.
- Á hinn bóginn eru átakalínur í Líbýu ekki þetta margbrotnar - - þó svo að hóparnir séu þar einnig margir.
- Þá hafa þeir myndað 2-meginfylkingar, þ.e. bandalög. Og þau bandalög berjast um völdin í landinu.
Þetta sennilega gerir Líbýu líklega að síður auðveldum stað fyrir ISIS.
En ISIS virðist samt vera að finna sér pláss - - á svæðum í miðju landinu. Sem sennilega liggja ca. mitt á milli átakalína.
ISIS Proves Its Persistence With Attacks in Libya and Iraq
Sjá á kortinu bæinn - - Surt þ.s. ISIS nú ræður
",,,the Islamic State captured a critical power plant along the coastal road westward from its stronghold in Surt toward Misurata." - "The loss was the second significant retreat in less than two weeks by the Misuratan militia..." - "...the capture of the power plant now means the Islamic State can threaten to cut off electricity to parts of the central and Western regions of the country."
- Þetta virðist vera taktík ISIS - - að ná valdi á einhverjum mikilvægum "strategic asset."
ISIS ræður nú svæðinu næst - Surt. Þar á meðal flugvelli þar í grennd, sem sé þó ónothæfur vegna skemmda. Svo nú þessu orkuveri.
Hersveitirnar frá -Misuratah- sem er kjarni uppreisnarinnar innan Líbýu, er ræður höfuðborginni og að lang mestu leiti - - Tripolitania svæðinu.
Meðan að hinn megin hópurinn, sem inniheldur leyfar hins "gamla stjórnarhers" og það þing sem er "alþjóðlega viðurkennt" sem situr í borginni Tobruk Austast í landinu, sá hópur virðis stórum hluta - ráða Cyrenaica svæðinu.
- En í miðjunni - - milli þeirra svæða er hvor fylkingin um sig ræður.
- Sé sennilega valdatóm - - sem ISIS hafi ákveðið að fylla.
ISIS virðist hafa kosið, að beita sér fyrst gegn -Misuratah- hópunum, þeirra árásir virðast hingað til ekki hafa dugað til að hrekja ISIS liða á brott - - sem þvert á móti virðast hafa sókt fram í humátt til Misuratah.
Vesturlönd virðast samt sem áður, sjá visst tækifæri í þessari rás atburða
M.ö.o. menn vonast eftir því, að unnt verði að láta megin fylkingarnar skilja - - að ISIS sé ógn við þær báðar, og ekki síst - framtíð landsins.
Þannig að hugsanlega verði unnt, að fá báðar fylkingar að samningaborði - um nýja tilraun til þess að binda endi á þeirra átök.
En sameiginlega eru fylkingarnar sjálfsagt nægilega sterkar. Til þess að stökkva ISIS á flótta. Meðan að ef átök þeirra halda áfram, þá viðhaldist svigrúmið - - sem ISIS notfæri sér, til þess að eflast og styrkja sín áhrif og yfirráð.
Enn sé ekki of seint, að stökkja ISIS á flótta, neyða ISIS undir yfirborðið innan Líbýu.
Niðurstaða
Bersýnilega hefur enginn áhuga á því að senda her til Líbýu. En ef tækist að fá megin fylkingarnar sem berjast um völdin í landinu til að slíðra sverðin. Og þess í stað til að beita sér gegn ISIS - - þá þarf ekki að fara að Líbýa verði ISIS að bráð.
En meðan að stríðið viðhelst, þá getur ISIS notfært sér átök fylkinganna til þess, að narta í yfirráðasvæði beggja - - meðan þær berjast sín á milli. Og smám saman verða sterkara á milli þeirra - - þangað til að hugsanlega ISIS gæti tekið yfir.
Þetta þarf ekki að gerast - ekki of seint enn að forða slíkri útkomu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Under the Obama administration, the U.S. took a leading role in a 2011 NATO operation to protect Libyans under attack from Muammar Gaddafi’s regime, an operation that led to its downfall.
Gaddafi had ruled Libya for 41 years, and his departure left a country riven by regional and tribal divisions, almost entirely devoid of the institutions of state, and ripe for exploitation by Islamist extremists.'"
http://cnsnews.com/news/article/patrick-goodenough/kerry-removal-saddam-gaddafi-not-blame-crises-iraq-libya
"ISIS hefur einnig skotið rótum í Líbýu og er að því er best verður séð - - að notfæra sér "valdatóm" sem sennilega er til staðar í því landi, á svæðum sem völd þeirra fylkinga sem berjast um völdin í landinu eru veik."
Ég hef í rauninni ekkert við það sem ofan standur að bæta. Bandaríkjamenn eyðilögðu Írak og þeir eyðilögðu Líbíu með aðstoð NATO. ISIS þakkar þeim kærlega fyrir.
Hörður Þórðarson, 10.6.2015 kl. 02:43
Þú fylgist með aþjóðamálunum, Einar Björn.:)
Það gerir líka einn í Kristnum stjórnmálasamtökum, í þessu nýja bloggi hér:
Líbýskar varaliðssveitir undirbúa sig fyrir átök við ISIS sem nálgast óðum borgina Misratat
Jón Valur Jensson, 10.6.2015 kl. 21:07
Hörður - - einn galli við þína afstöðu, er að þú virðist reikna með því, að ef Vesturlönd hefðu látið stríðsátökin innan Líbýu afskiptalaus, eftir að uppreisn gegn Gaddhafi var hafin - - > Að þá hefði öllu lokið og friður komist á. En augljóst varð gerð uppreisn vegna þess að stjórnin var óvinsæl af mörgum. Mjög líklegt er að Gaddhafi hefði beitt mjög mikilli hörku í tilraun sinni til að kveða uppreisnina niður - - > Punkturinn er sá, að við höfum orðið vitni að öðru dæmi frekar skömmu síðar þ.e. Sýrlandi þ.s. einmitt svipuð atburðarás hófst og uppreisn íbúa fór af stað. Og viti menn, stjórnin beitir ítrustu hörku til að bæla þá uppreisn niður - - tókst það?
Þ.s. ég er að segja - - er, að ég persónulega stórfellt efa að sú kenning sé rétt, að Gaddhafi hefði komið aftur á friði, með valdi.
En fólk hafi einmitt verið búið að fá nóg af áratuga langri stjórn hans.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.6.2015 kl. 23:37
Takk fyrir svarið, Einar. Hvernig skyldi standa á því að staðan þróaðist svona í Sýrlandi? Getur verið að það hafi verið vegna þess að Bandaríkjamenn grófu undan stjórninni þar og studdu glæpamenn á borð við ISIS?
Hörður Þórðarson, 11.6.2015 kl. 19:44
Hörður, ég er 100% viss að stjórnin í Sýrlandi þurfti enga aðstoð utanaðkomandi til þeirra hluta - - hún hafi sjálf staðið sig hreint með ágætum í því að koma öllu í háa loft.
Það er síðan - - eftir að ríkisstjórnin er búin að klúðra því sem hófst sem friðsöm fjöldamótmæli upp í vopnaða uppreisn stórs hluta landsmanna, ásamt þar með stórum hluta hars landsins - - > Að utanaðkomandi öfl fóru að skipta sér af málinu.
En stjórnin sjálf skapaði þær aðstæður - - en hún hefði getað algerlega forðast að mál færu í þennan farveg.
Ef hún hefði samið við mótmælendur þegar - - þetta voru götumótmæli en ekki vopnuð átök.
Og það hefði erið látið vera, að skjóta á mótmælin.
En valdahópurinn í kringum Assad - - virðist hafa valið að verja sín völd, en í staðinn virðast mál þróast svo að sennilega endar það með því að stjórnin tapar öllu. Er her hennar verður líklega undir fyrir rest.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.6.2015 kl. 23:22
Auðvitað er hægt að trúa áróðursmaskínu vesturveldanna og hafa þá sýn á hlutina sem þú hefur, Einar. Sjálfur er ég löngu hættur því.
McCain and his buddies say hi:
Hörður Þórðarson, 12.6.2015 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning