7.6.2015 | 22:17
Nýtt dómsmál á stærð við Icesave framundan?
Nú skv. fréttum mánudags eru komnar frekari fréttir af útfærslu svokallaðs "stöðugleikaskatts" - en ef marka má orð Sigmundar Davíðs, þá virðist ríkisstjórnin ásamt Seðlabanka Íslands, ætla að standa fyrir tilraun til þess að - - setja kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna í aðstæður þ.s. þeir verða að velja milli 2-ja slæmra kosta.
- Vandi við að setja fram afarkosti - er auðvitað að hafa trúverðuga hótun.
- Þá er það góð spurning - hvort hótunin einmitt er trúverðug.
Skv. frétt RÚV er stöðugleikaskatturinn 39% og ef kemst allur til framkvæmda skilar 850 ma.kr. ekki 500 ma.kr. eins og DV sagði frá um daginn.
Þetta er slík upphæð - að ég sé ekki annan möguleika en þann, að hann hljóti að eiga að leggjast á allar eignir þrotabúanna; þ.e. einnig þær erlendis.
- Þá virðist hugmyndin vera sú, að setja fram svo kostnaðarsama hótun - - > Að kröfuhafar verði tilbúnir til að, afskrifa að mestu innlendar eignir sínar þ.e. fé fast hér.
- Í stað þess að sleppa við stöðugleikaskattinn.
- En þá er það auðvitað góð spurning - - hvort hótunin er trúverðug?
Vandamálið er, að ég er langt í frá 100% viss, að skattlagning eigna þrotabúanna á erlendri grundu, standist.
Ég að sjálfsögðu fullyrði hvorugt - að hún standist ekki, eða hún standist.
- Ég verð að segja eins og er, að ég er ekki viss að það standist.
Eins og fram kom í máli forsætisráðherra, er um að ræða heildarskafl að verðmæti 1.200ma.kr:
- ",,,krónueignir slitabúa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða..."
- "...kröfum slitabúanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða..."
- "...aflandskrónum í eigu erlendra aðila að fjárhæð 300 milljarða..."
Á sl. kjörtímabili, kom fram að umfang eigna þrotabúanna erlendis sé um 2.000ma.kr. - umreiknað í krónur. Sjálfsagt mundi stöðugleikaskattur skila töluverðum gjaldeyri fyrir bragðið - ef við gefum okkur að hann standist, og komi til framkvæmda.
- Þá kemur sú innkoma af gjaldeyri - á móti flæði fjármagns úr landinu, og sennilega fer a.m.k. langt með að dekka þann gjaldeyriskostnað, ef hann er ekki dekkaður alfarið.
- Þannig mundu þá erlendu eignir þrotabúanna, þá fjármagna losun hafta.
Það sennilega skýri yfirlýsingu fjármálaráðherra - - > Að það verði engin kollsteypa.
Segi enn, að þessi hótun virkar eingöngu ef hún er trúverðug - þ.e. standist.
En ég virkilega hef ekki hugmynd um hvort Ísland fær að komast upp með slíkan gerning.
En þ.e. ekki ósennilegt að kröfuhafar geri tilraun til þess, að fá lögbann sett á slíka aðgerð - - en þeir hafa nú fram til áramóta að hefja málsflutning á erlendri grundu, t.d. "krafa um frystingu þessara eigna erlendis" fyrir dómi.
En þ.e. einmitt veikleiki slíkrar aðgerðar, að eignirnar eru í öðrum löndum, þ.s. svigrúm er fyrir kröfuhafa að leita til dóms-yfirvalda í þeim löndum; og fyrirfram virðist mér engin leið að spá fyrir útkomu slíks hugsanlegs dómsmáls. Eins og ég sagði, væri það þá krafa um lögbann- eða um frystingu eignanna.
En ég þekki langt í frá nægilega t.d. enskan rétt til þess að dæma um líkur þess, að slík krafa fengist fram. Sama gildir um hollenska löggjöf.
- Ég treysti mér hvorki til þess að álykta að þessi hætta sé lítil eða óveruleg, né mikil eða veruleg.
- Ég efa að nokkur raunverulega viti það hér á landi.
- En ef aðgerðin gengur upp, þá sennilega mundi hún duga til að dekka að miklu leiti líklegt útstreymi fjár héðan.
- Þannig kollsteypu við haftalosun forðað.
- Og þ.s. þetta væri sennilega stærstum hluta gjaldeyrir, sem slíkur skattur næði að hala inn - - væri ekkert að því fyrir ríkið að hagnýta sér það fé. M.ö.o. "Win-Win" að öllu leiti fyrir Íslendinga, ef það gengur upp.
- Þetta væri því gersamlega "brilliant" ef aðgerðin gengur upp - - en ef kröfuhafar geta ónýtt þetta vopn, þá tja - stendur landið eftir án hótunar. Kröfuhafar með pálmann í höndum.
Útgönguskattur hefur önnur vandamál
Þ.e. að skattleggja það fé sem streymir úr landi, að vegna jafnræðisreglu ESB er gildir í gegnum ESB. Mundi þurfa að beita slíkum skatti í samræmi við þá reglu um jafnræði.
Þ.e. jafnt á fé í eigu innlendra aðila, líklega megin dráttum lífeyrissjóðanna, og í eigu kröfuhafa.
- Útgönguskattur yrði því að leggjast á það söfnunarfé sjóðanna, sem þeir mundu kjósa að flytja héðan - afleiðing sennilega einhver skerðing lífeyrisréttinda.
- Á sama tíma, mundi óhjákvæmilega ganga á gjaldeyrisforðann.
En ef skatturinn er nægilega hár, þá gengur kannski ekki mjög mikið á forðann, en að sama skapi - þá vex skaðinn fyrir lífeyrissjóðina eftir því sem skatt hlutfallið er hærra.
Svo ég skil alveg - að menn hafi verið að leita að leið, sem forðaði tjóni fyrir sjóðina.
En þ.e. ein leið til viðbótar til staðar
Hún er afar einföld - að ríkið borgi kröfuhafa út. Fyrst að AGS lánið verður búið á fyrra helming 2016. Og fyrst að önnur lán frá vinaþjóðum eru upp borguð.
- Þá getur ríkið alveg gert þetta, án þess að of mikil áhætta sé tekin.
- Megin kosturinn er sá - að engin lagaleg áhætta er til staðar.
- Ekkert erlent lögsagnarumdæmi, getur fundið að - frjálsum samningi milli stjórnvalda Íslands, og kröfuhafa - er ekki felur m.ö.o. í sér nokkra hina minnstu þvingun.
Þannig að ekki er nokkur áhætta á því að þessi leið virki ekki.
- Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því, að ísl. ríkið prútti við kröfuhafa um upphæðina.
- Það þíðir auðvitað, að ríkið yrði að hefja beina samninga við hina erlendu aðila.
Vegna þess að AGS lánið verður frá fyrir mitt ár 2016, og vinaþjóðalánin eru einnig frá; þá hefur ísl. ríkið fyrir bragðið mjög sennilega þar af leiðandi ágætt lánstraust.
- Lán ætti ekki að þurfa að vera neitt verulega dýrt, og það gæti verið til langs tíma.
- Og ef prúttið um upphæðina gengur vel, þá þarf það ekki verða neitt að ráði íþyngjandi fyrir þjóðarbúið.
Þetta er leið sem núverandi stjv. virðast hafa -fyrirfram hafnað.
Ítreka enn, að ég hef ekki minnstu hugmynd um það, hver áhætta af "skatti á allar eignir þrotabúanna væri."
En hann er a.m.k. augljóslega "óvenjuleg" aðferð.
- Það þíðir, að ef kröfuhafar geta fengið erlend dóms-yfirvöld á þá skoðun, að slíkur skattur sé brot á EES; þ.e. t.d. form af mismunun.
- Þá get ég alveg séð fyrir mér, að krafa um frystingu eigna geti náðst fram.
Um leið og þær hafa verið frystar skv. lögboði í því landi sem tilteknar eignir eða tiltekin eign er til staðar, þá þar með tekur hið erlenda stjv. yfir lögsögu með þeim eignum eða þeirri eign.
- Hvernig gætu þeir haldið því fram, að slíkur skattur væri mismunun?
Augljóst er, að "stöðugleikaskattur" ef um er að ræða skatt á eignir þrotabúanna, erlendar sem innlendar - - > Skilar langsamlega mestu fjármagni frá erlendum hluta eignasafnanna, því erlendi hluti eignasafnanna er miklu mun stærri að umfangi, og virðist því hafa þau áhrif að hlífa Íslendingum fyrir tjóni meðan það tjón sé flutt yfir á erlendu aðilana - því virðist mér þeir geta haft "case."
Það gæti einmitt verið bent á, að hann virðist vera hannaður til þess, að leggja kostnað af haftalosun á útlendinga, svo Íslendingar beri hann ekki, þetta er sjálfsögðu vísvitandi gert því skatturinn er hótun - - > En augljóst er, ef erlend eignasöfn þrotabúa bankanna eru skattlögð skv. 39% reglunni, þá mundi alík skattheimta á erlendu eignasöfnin skila það miklum gjaldeyri að sennilega dugar til að fjármagna haftalosun svo að Íslendingar losni við að fjármagna þá haftalosun sjálfir, að stærstum hluta eða jafnvel öllu leiti - en óþarfi er að gera ráð fyrir að allt fé kjósi að fara úr landi sem hugsanlega fara vill.
- Fyrirfram augljóst væri engin leið að vita hver niðurstaða dóms yrði.
- En við skulum segja, að ég hafi minna en 100% fullvissu að Ísland mundi vinna slíkt mál.
- En samtímis, þó svo að dómsmál mundi vinnast - gæti málarektstur umtalsvert tafið losun hafta, jafnvel framyfir kosningar vorið 2017
En ríkið mundi að sjálfsögðu -reikna ég með- berjast þá fyrir dómi erlendis, til að verjast ásókn kröfuhafa eða ella - gefa hótunina eftir, sem væri álitshnekkir.
Þ.e. ekki gott að segja hve mikil töf gæti verið af slíku máli, en töfin mundi færa losun hafta sifellt nær kosningunum 2017, því setja núverandi stjórnarflokka sjálfa undir þrísting.
Sem gæti alveg verið nægileg ástæða fyrir kröfuhafa, að velja að tefja eða þæfa málið.
Niðurstaða
Ég held að haftalosun með samkomulagi við kröfuhafa, þ.s. ríkið mundi taka langtímalán og samtímis prútta niður upphæðina sem kröfuhafar mundu fá til baka. Mundi geta skilað haftalosun mjög hratt á nk. ári - en eftir að AGS lánið er frá ættu lánskjör ríkisins vera orðin hreint ágæt.
Aftur á móti hefur áherslan verið mikil hér á landi í seinni tíð, á að "illmennavæða" kröfuhafa, sem sannarlega eru "vogunarsjóðir" að verulegu leiti.
- Menn líkja gjarnan vogunarsjóðum við -úlfa- markaðarins, en úlfar hafa sinn tilgang. Vogunarsjóðir kaupa eignir - oftast nær lélegar eignir þrotabúa, sem aðilar á markaði kjósa að losa sig við fyrir lítið.
- Svo selja þeir þær eignir, á hærra verði - - þannig séð er þetta því, hreinræktuð kaupmennska, að kaupa fyrir minna - selja fyrir meira.
- Ég sé ekki neinn jákvæðan tilgang í því, að líta á slíka starfsemi sem -glæpa/-illmennsku, fremur en önnur viðskipti sem snúast um að kaupa ódýrar og selja dýrar.
----------------
Eins og fréttir mánudagsins gefa til kinna, þá virðist ríkisstjórnin og Seðlabankinn ætla að knýja kröfuhafa þrotabúa föllnu bankanna - - til að sætta sig við afarkosti.
Með þeim hætti, kynna að til framkvæmda komi svokallaður stöðugleikaskattur sem fyrirfram er kynnt, að kosti þá 850ma.kr. Svo er gefinn frestur til áramóta fyrir þá, að semja um minna kostaðarsama lendingu.
Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð kröfuhafa, en þessir aðilar hafa færa lögfræðinga á sínum snærum - - minn grunur er að það geti farið að harður kjarni þeirra muni koma fram með gagnhótun.
Svara hótun stjórnvalda, með sinni eigin hótun. Það þarf þó ekki vera að hún komi fram strax, nema að þeir séu þegar búnir að skoða þann möguleika lögfræðilega í t.d. Bretlandi, hvort unnt sé að beita lögsókn á móti fyrir breskum rétti eða hollenskum, eða hvort tveggja.
Ef þeir eru þegar búnir að skoða það mál, þá getur verið að þeirra hótun, komi fljótt fram.
En ég er algerlega viss, að til staðar er lagaleg óvissa erlendis. En algerlega óviss um það, hver stærð þeirrar óvissu er.
Ef allt fer á versta veg, þá gæti ísl. ríkið lent í langvarandi og hugsanlega mjög kostnaðarsömum málaferlum við erlenda dómstóla.
Segjum, að ég virkilega vona að ótti minn sé ekki á rökum reistur! En umfang dómsmáls gæti verið á þann veg, að vera það stærsta mál sem stjórnvöld hafa rekið á erlendri grundu síðan Icesave var rekið fyrir EFTA dómstólnum.
Auðvitað má ekki útiloka þann möguleika að allt fari vel, að engin málaferli verði.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.6.2015 kl. 20:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða vitleysa. Föllnu bankarnir eru íslenskir lögaðilar og fjármunir í búum þeirra eru því eðli málsins samkvæmt "staðsettir" á Íslandi.
(Ef hægt er að tala um "staðsetningu" á einhverju sem er táknað með rafeindamynstri í tölvu sem gæti verið hvar sem er í heiminum.)
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2015 kl. 13:45
Þá ertu einmitt með lögtæknilegt atriði sem væntanlega verður svarað í framtíðinni. Bankarnir sjálfir eru -ísl. lögaðilar- en eignasöfn þeirra eru stærstum hluta á erlendri grundu. Mig grunar að svara verði óskað fyrir dómi erlendis - krafa um frystingu lögð fram. Það kemur í ljós hvað gerist.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.6.2015 kl. 13:58
Lögtæknilega skilgreiningin á hugtakinu "erlendar eignir" þýðir nefninlega alls ekki að þær eignir þurfi nauðsynlega að vera "staðsettar" erlendis, heldur geta þær allt eins verið staðsettar á Íslandi, en verið að nafnvirði (denomination) í erlendum gjaldeyri.
Stór hluti þessarra "erlendu" eigna eru nefninlega á gjaldeyrisreikningum í nýju bönkunum og seðlabankanum. Sjálfsagt er einhver hluti þeirra geymdur hjá erlendum bönkum líka, en það er ekki svo stór hluti að ekki sé hægt að halda eftir því sem er niðurkomið hér heima með stöðugleikaskatti.
Lögtæknilega lýtur "erlend eign" íslensks aðila, íslenskri lögsögu, en ekki erlendri. Það er lykilatriði.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2015 kl. 14:26
Ef ég man rétt þá er fallinn einn dómur fyrir nokkuð löngu síðan um erlendar eignir Glitnis í Frakklandi. Ég man reyndar ekki smáatriðin og gæti haft rangt fyrir mér með þetta en ef mig misminnir ekki þá komst dómsstóllinn að þeirri niðurstöðu að þessar eignir heyrðu undir íslenskt þrotabú og að ekki væri hægt að eiga við þær.
Benedikt Helgason, 8.6.2015 kl. 15:19
Augljóslega - ef um er að ræða fé á gjaldeyrisreikningi Seðlabanka, þá geta ísl. stjv. gert hvað sem þau vilja við þær eignir sem stenst ísl. lög, og fyrir ísl. dómi.
Á hinn bóginn eru ekki allar eignir í formi gjaldeyris í Seðlabanka. Heldur einnig fé varðveitt á reikningum erlendis - jafnvel óseldar eignir.
Ef kröfuhafar mundu reyna lögbann - þá væri það væntanlega á þeim grundvelli; að aðgerðir stjórnvalda væru brot á reglum EES, t.d. jafnræðisreglunni. Eða þessi skattur væri brog á reglum um frelsi fjármagnsflutninga.
Það gæti þá alveg hugsanlega gerst, ef erlendur dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu, að aðgerð stjv. hér sé "líklega brot á annarri hvorri grunnreglunni" að slíkt lögbann eða frysting fengist samþykkt.
------------------
Benedikt, varðandi dóm í Frakklandi, þ.e. þá spurning - hversu lík þau mál eru, hvort þau geta talist sambærileg.
Að sjálfsögðu ef hún gengur upp, hljómar þetta eins og óvintýri, að láta kröfuhafa borga fyrir losun hafta og samtímis lækka gjaldeyrisskuldir ísl. stjv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.6.2015 kl. 15:46
Það er rétt Einar. Það myndi ekki koma á óvart ef að hluti kröfuhafa myndi láta reyna á hvert einasta smáatriði fyrir dómstólum.
Benedikt Helgason, 8.6.2015 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning