6.6.2015 | 01:32
Ég sé ekki hvernig BHM og hjúkrunarfræðingar geta haft erindi sem erfiði í baráttu sinni við ríkið
Því jafnvel þó að hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og BHM - hefðu fullan sigur. Yrði sá sigur líklegast algerlega fyrrískur, mundi mjög sennilega ekki leiða fram þá kjarabót sem þeir hópar krefjast.
Málið er ákvæði kjarasamnings þess sem undirritaður var föstudag fyrir viku við 15 stéttafélög, samtals 75 þúsund meðlimi, sem virðist kveða á um - - að sá samningar sé ógildur ef ríkið semur um verulega hærri launahækkanir við aðra hópa.
Þetta var staðfest af formanni VR föstudaginn fyrir viku:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
- En með þessu er augljóst búið að stilla BHM og hjúkrunarfræðingum upp að vegg.
- En samtímis - ríkinu einnig.
Ég heyrði í viðtölum tekin á mótmælafundi sem haldinn var sl. föstudag, þá mótbáru - - að BHM og hjúkrunarfræðingar - - hafi sinn samningssrétt. Sem út af fyrir sig er rétt.
Nú erum við bara sprungin. Þetta gengur ekki lengur, segir Sigrún Bjarnadóttir geislafræðingur til margra ára...Ef við náum ekki okkar kröfum göngum við bara út. Við erum fanar að skoða Noreg þar sem margar okkar hafa starfað.....Við erum bara sprungin í raun eftir margra ára hræðilega mikla vinnu innan heilbrigðiskerfisins.
Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum...Ég er með norskt hjúkrunarleyfi. Ég er með stálpaða krakka þannig að ég get alveg farið á milli landa. Það eru mjög margir sem eru komnir með norskt hjúkrunarleyfi. Ég fer ekki til Noregs nema í neyð því ég vil vinna á Íslandi, en það eru takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér.
Báðir hóparnir - - hafa hafnað sambærilegum samningum við þá, sem félögin 15 gerðu föstudaginn fyrir viku, og sagt slíkan samning - - alls ekki mæta þeirra kröfum.
En samtímis - - þá fæ ég ekki betur séð en vissrar afneitunar gæti í þeirra herbúðum; þegar viðkomandi eru spurðir út í þá samninga sem félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum gerðu.
- En þessir hópar virðast tilbúnir til þess, að í raun og veru - - sprengja samninginn sem kláraður var föstudaginn fyrir viku.
- En ekkert annað kemur fram í þeirra svörum en, að þeim finnist ekki nein ástæða vera til þess - - að taka tillit til samnings félaganna 15 á almenna vinnumarkaðnum.
Þegar spurt er - - hvað á ríkiið að gera? Þá virðast svörin á þá leið, að það sé ekki þeirra vandamál.
Síðan er krafist - - samningsvilja af hálfu ríkisins, sem auðvitað þíðir kröfu um það - - að ríkið samþykki þeirra launakröfur - - > Sem augljóst eru umfram þá samninga sem almenni vinnumarkaðurinn gerði föstudaginn fyrir viku, fyrst að þeir samningar -að þeirra eigin sögn- eru ekki einu sinni nærri því að standat þær kröfur sem þeir hópar halda uppi.
Ég sé enga lausn á þessum vanda?
En augljóst - - mun almenni vinnumarkaðurinn, gera kröfu til sambærilegra hækkana. Ef ríkið samþykkir kröfu BHM og hjúkrunarfræðinga.
Sem mundi að sjálfsögðu - - leiða til mun meiri verðbólgu en annars blasir við, ef samningar þeir sem gerðir voru föstudaginn fyrir viku yrðu viðmið í staðinn.
- Ég held líka, að gengisfelling - - sé fullkomlega örugg, ef hjúkrunarfræðingar og BHM knýja kröfur sínar fram.
- Og síðan félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum, krefjast þess sama.
Sem auðvitað þíddi - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM - - næðu þeim kröfum fram, þá mundi það líklega ekki, alls ekki leiða til nærri því sambærilegrar aukningar kaupmáttar og nemur prósentu hækkun launa er þá mundi verða knúin fram umfram samninginn er náðist á almenna vinnumarkaðnum. Má meira að segja vera - - að tapið verði stærra en nemi þeirri prósentulauna-hækkunar-viðbót.
- Það mundi þíða, að sá brottflutningur úr landi, sem hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og flr. eru að hóta - - > Sé sennilega ekki mögulegt að forða.
- Þ.e. sá flótti - verði í báðum tilvikum, því sá aukni kaupmáttur sem þær stéttir heimta, muni nást fram í hvorugu tilvikinu - - > Því verðbólgan í kjölfar gengisfellingar tryggi það með sennilega fullkomnu öryggi ef þeir ná kröfum sínum fram.
Það leiði til þeirrar eðlilegu ályktunar.
Að ríkið eigi ekki valkost annan - en að hafna þeirra kröfum.
Og setja síðan lög á verkfall BHM, og hjúkrunarfræðinga sem og geislafræðinga.
Það verður þá að koma í ljós hve margir fara úr landi í kjölfarið, en eins og ég sagði - - er sennilega þegar of seint að forða því, að þeir óánægðustu í þessum tilteknu hópum, fari.
Niðurstaða
Vandi geislafræðinga - hjúkrunarfræðinga, og BHM félaga - - virðist viss skortur á þekkingu á grunn hagfræði. En það sé afar afar ósennilegt að þær kauphækkanir sem þeir hópar heimta, skili þeirri kaupmáttaraukningu sem þau félög fara fram á.
Vegna þess, að þá rjúfa félögin á almenna markaðinum, þegar sína samninga - og heimta sambærilegar hækkanir. Sú gagnkrafa, muni fullkomlega tryggja að - - > Að barátta geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga og BHM verði unnin fyrir gíg að þessu sinni a.m.k.
Því miður virðast þeir hópar hreinlega ekki átta sig á þessu.
Ég sé ekki að þó að ríkið mundi hugsanlega ganga að þeirra kröfum, að það væri líklegt til að forða þeim flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga og meðal félaga í BHM - - sem haldið er fram að sé annars yfirvofandi.
Því ef því ágæta fólki er alvara með það að fara - - ef þau geta ekki náð fram þeirri kjarabót sem þau fara fram á. Þá hljóti það fólk -hvort sem er að fara- þegar félögin 15 knýja fram sömu hækkanirnar og síðan verður án nokkurs vafa gengisfelling er eyðir stórum hluta eða jafnvel alveg, hugsanlega jafnvel gott betur, þeirri viðbótarhækkun.
Þannig að mér virðist - - rökrétt séð, ríkið ekki hafa neinn raunhæfan valkost annan, en að setja lög á verkföll geisflafræðinga, hjúkrunarfræðinga og BHM.
Síðan fara þá þeir sem fara vilja - - því verði sennilega ekki forðað héðan af.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2015 kl. 12:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning