4.6.2015 | 22:15
Ég er ekkert viss um -gjaldþrot- sé verri kosturinn fyrir Grikkland
Það var merkileg grein í FT-Alphaville hluta vefsíðu Financial Times: Why Greece might still choose to leave the euro.
En skv. þeirri greiningu er Grikkland í töluvert óvenjulegri aðstöðu:
- Megnið af skuldum gríska ríkisins eru nú í eigu - - útlendinga. Því skaðar -greiðsluþrot- fyrst og fremst erlenda eigendur skulda gríska ríkisins. Að auki ef gríska ríkið -velur þrot- þá fyrir bragðið, minnkar verulega fjárstreými úr landi. En ef Grikkland samþykkir -nýjustu úrslitakosti- þarf það að greiða nk. 30 ár eða svo, 3,5% af þjóðarframleiðslu ár hvert til eigenda krafna - - sem fyrst og fremst eru nú ríkissjóðir aðildarríkja ESB.
- Skuldir grískra fyrirtækja, eru stærstum hluta innan grískra banka, innan Grikklands, þ.e. 80% skulda grískra fyrirtækja - sem þíðir að ef þær eru færðar yfir í drögmur þá verða grísk fyrirtæki fyrir mjög óverulegu gengistjóni vegna -gengismisvægis. Það má jafnvel vera að þau -nettó græði á því- vegna þess að grísk fyrirtæki virðast varðveita hátt hlutfall sinna peninga í bönkum í öðrum Evrópulöndum - allt að 60% heildarinnistæðna fyrirtækja.
- Grískar fjölskyldur -virðast einnig hafa kosið að varðveita verulegt fé í erlendum bönkum- skv. greiningu sé fjármunaeign grískra fjölskylda erlendis, hærri en nemur skuldum grískra fjölskylda í erlendum bönkum. Það einnig þíðir - - að gríska fjölskyldur geta nettó grætt á gengismisvægi þegar eingöngu er horft á fjárhagslegar eignir vs. skuldir.
Þetta skapar það ástand - - að gríska ríkið hafi umtalsverða hvatningu til þess að kjósa gjaldþrot, frekar en að samþykkja - - kostnaðarsama greiðsluáætlun skv. -úrslitakostum kröfuhafa.
En ég sé enga augljósa ástæðu - af hverju útflutningur Grikkja ætti að skreppa saman, í kjölfar þrots - - sem þíði þá að í stað þess að blæða ár hvert 3,5% af þjóðarframleiðslu í formi gjaldeyris.
- Þá haldi Grikkland því fé eftir - - höfum einnig í huga að útflutningur Grikklands er einungis skv. tölum FT-Alphaville ca. 33% af þjóðarframleiðslu.
- Skv. tölum fyrir hrun 2010, var hann 23% - - síðan minnkar gríska hagkerfið um ca. 25% án þess að útflutningur skaðist. Sem leiði fram þessa aukningu hlutfalls útflutnings miðað við landsframleiðslu.
- Útflutningur Grikkja hafi m.ö.o. verið stöðugur þrátt fyrir kreppuna í landinu.
- Þ.e. líka rétt að hafa í huga að 33% hagkerfisins, þurfa þá að standa undir þessum 3,5% af þjóðarframleiðslu greiðslum nk. 30 ár. Þannig að þetta sé í reynd ákaflega þung greiðslubyrði.
- Í ljósi þess, sé afar ólíklegt að Grikkland hefði hvort sem er, nokkurt lánstraust yfir það tímabil. Þannig að ég sé það ekki endilega sem stóra -gagnröksemd- að gjaldþrots leiðin muni leiða fram -algert skort á lánstrausti.
Hvað segja fréttir af Grikklandi?
Ríkisstjórn Grikklands - virðist hafa ákveðið að slá saman öllum greiðslum sem AGS á inni hjá gríska ríkinu - saman í eina greiðslu fyrir mánaðamót júní:
Greece to delay IMF repayment as Tsipras faces backlash
Þetta hefur lyft brúnum - en Grikkland hefur rétt á að gera þetta skv. reglum AGS, þó að síðast sem slíkt hafi verið gert, hafi verið í tilviki Zambíu 1982.
- Þá þarf Grikkland að greiða 1,5 milljarð evra um nk. mánaðamót.
- Mér finnst þetta gersamlega réttlætanleg aðgerð - - hún hefur engin áhrif á stöðu annarra lána gríska ríkisins, þ.s. hún er ekki greiðsluþrot.
En síðan hefur vakið meiri athygli - - að Alexis Tsipras komst ekki á fund með kröfuhöfum sem halda átti föstudagskvöld, vegna uppreisnar innan eigin þingflokks. Hann varð því að vera í Aþenu, til að ræða við sinn eigin þingflokk:
Alexis Tsipras grounded by dissent from within Syriza
En ræða átti á þeim fundi - - nýja úrslitakosti kröfuhafa.
Þar er slakað á kröfu um greiðslur, úr 4,5% af þjóðarframleiðslu niður í 3,5% af þjóðarframleiðslu.
Á hinn bóginn - - er sú tilslökun sennilega ekki nægilega stór.
Á sama tíma, er krafa um - - tafarlausa lækkun lífeyrisgreiðsla í Grikklandi. Sem er mjög óvinsæl krafa innan flokks Tsipras.
Syriza flokkurinn - virðist eiginlega í uppreisn yfir þeim úrslitakostum:
Creditors agree bailout offer for Greece
Tsipras - - sennilega þarf ekki að svara þeim úrslitakostum alveg án tafar.
- Hann hefur keypt sér smá tíma, með því að - - notfæra sér rétt aðildarríkja AGS, til að fresta greiðslum til síðasta dags mánaðar.
Niðurstaða
Eins og ég útskýrði þá eru aðstæður á Grikklandi óvenjulega með þeim hætti - sem sennilega minnkar töluvert áhættu Grikklands af gjaldþrotsvalkostinum. Þó svo að Dragman mundi gengisfalla töluvert án nokkurs vafa - - þá vegi upp á móti því tjóni fyrir kjör á Grikklandi það að peningalegar eignir margra Grikkja erlendis munu þá aukast að verðgildi í samhengi Grikklands, þ.e. kaupmáttur þess sparnaðar varðveittur á erlendri grundu vex þá á móti minnkuðum kaupmætti launa.
Þetta slær þá nokkuð á það hrap kjara, sem launahrap vegna gengisfalls framkallar.
Grísk fyrirtæki auk þessa, ættu ekki að verða fyrir - nettó fjárhagslegu tjóni.
- Þetta geri gjaldþrot fyrir Grikkland - að meir aðlaðandi valkosti, en ætla mætti af umræðunni vítt og breitt.
Svo þarf þá Grikkland ekki að blæða úr landi í því tilviki 3,5% af þjóðarframleiðslu ár hvert í um 30 ár eða svo. Heldur því fé eftir heima í Grikklandi í staðinn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning