Hvernig mundi Reykjavík plumma sig sem sjálfstætt ríki?

Þessi pæling er meir til gamans, en Hilmar Sigurðsson borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í svokölluðu -stjórnkerfis og lýðræðisráði- borgarinnar. Lagði fram tillögu um að - - Reykjavík segði sig úr lögum við Ísland; vegna þeirrar frekju sem hann telur Reykjavík vera beitta af Alþingi í ljósi atkvæðavægis sem sé borginni í óhag.

En um er að ræða reiði vegna meðferðar Samgöngunefndar Alþingis á tillögu um að færa skipulagsvald á -millilandaflugvöllum- til ríkisins.

Rétt að kanna hug borgarbúa til að stofna sjálfstætt borgríki

Í því ímyndaða tilviki að Reykjavík mundi komast upp með að segja sig úr lögum við Ísland

  1. Þá er hún auðvitað ekki lengur höfuðborg Íslands, þannig að stofnanir ríkisins allar með tölu, og ráðuneytin, Alþingi, Hæstiréttur - eiginlega allt á vegum ríkisins; flytur frá borginni - - t.d. til Kópavogs.
  2. Bjartsýnn einstaklingur benti mér á að í Reykjavík væri rekin öflug útgerðarfyrirtæki, á hinn bóginn - - sé ég ekki að þau mundu fá úthlutað nokkrum afla, þ.s. Ísland á miðin í kringum landið, Reykjavík á þá engin varðskip -en þau mundu færa sig t.d. til Kaupavogshafnar, enda í eigu ísl. ríkisins. Að sjálfsögðu mundu þá útgerðarfyrirtæki ekki fá úthlutað afla frá ísl. ríkinu - - og varðskipin mundu hindra skip frá Reykjavík í því að veiða. Útgerðarfyrirtækin og vinnslu, mundu þá flytja sig um set.
  3. Sami bjartsýni einstaklingur benti mér á að nær allir ferðamenn er koma til Íslands, koma við í Reykjavík - - en þ.e. að sjálfsögðu vegna þess að þ.s. Reykjavík er höfuðborg landsins er hún einnig samgöngumiðstöð landsins. Augljóslega yrði reist ný samgöngumiðstöð t.d. í Kópavogi. Ferðamenn mundu þá koma við þar við á leið sinni annað.
  4. Sennilega fer - - Háskóli Íslands að auki.
  • Við erum að tala um gríðarlega fækkun starfa í Reykjavík.
  • Sannarlega eru til staðar önnur fyrirtæki sbr. Íslensk Erfðagreining, Össur og einhver fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja - er hætta ekki endilega að reka sig frá borginni. Á hinn bóginn grunar mig að þau einnig mundu fara vegna hnignunar borgarinnar.
  • Mikið tekjuhrap yrði hjá borginni - vegna allra þeirra útvarstekna er hún mundi missa, þegar öll störfin sem ríkið veitir mundu hverfa, störfum vegna ferðamanna sennilega einnig fækka verulega, og útgerðafyrirtæki sem og vinnsla fara annað.
  • Borgin yrði sennilega gjaldþrota fremur fljótlega í kjölfarið.

Sú mynd sem ég er að draga upp - - er Detroit í Bandarikjunum.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/c7/Abandoned_Packard_Automobile_Factory_Detroit_200.jpg

Þ.e. gjaldþrota borg sem hefur misst helming sinna íbúa.

Þ.e. sú sýn sem ég er að draga upp utan um Reykjavík í þessu ímyndaða tilviki að hún gerðist sjálfstæð.

Þ.e. að eins og í Detroit hafi fasteignaverð hrunið vegna glataðra atvinnutækifæra -sem ekki sneru aftur- sem leiði til fólksflótta og þess, að heilu hverfin verði draugahverfi þ.s. enginn býr.

 

Niðurstaða

Hefur Reykjavík resktrargrundvöll sem sjálfstæð eining - - nei, algerlega af og frá.

Fólk í borgarstjórn er eitthvað haldið veruleikafyrringu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reykjavík er nú þegar að breytast í Detroit.  Alveg án þess að gerast eitthvert borgríki.

Þú getur athugað þetta sjálfur: þú þarft bara að rölta eftir hverfisgötunni, og skoða tómu húsin.  Og þú skalt velta fyrir þér af hverju þau eru auð.

Borgin hefur verið iðin við að fæla milli- og hálaunafólk út, til kópavogs, hafnarfjarðar og garðabæjar.  Fjölskildufólk með vinnu.  Og fyrirtæki líka.

Borgin vill flugvöllinn burt.  Það er meiriháttar iðnaðar og samgöngu-batterí.

Borgin á í einhverjum erfiðleikum með að reka SVR.  Og það er meira.

En þetta vill fólk... þetta kýs það.  Svo...það þarf að taka flugvöllinn af þeim.  Það er okkur hinum, sem erum ekki molbúar, fyrir bestu.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2015 kl. 00:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Borgríkið Reykjavík mundi vitanlega haf alþjóðlegan flugvöll í Reykjavík svo að túristarnur mundu hætta að fara til kef.tongue-out

Guðmundur Jónsson, 2.6.2015 kl. 09:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að blogga um þetta í gærkvöldi. Reykjavík myndi ekki eiga neinar orkulindir, því að þær eru allar eins og þær leggja síg í öðrum sveitarfélögum, líka fiskimiðin.

Sömu menn og eru haldnir borgríkis og mikilmennskuórum varðandi Reykjavík mega ekki heyra það nefnt að alþjóðaflugvöllur sé í landi borgarinnar, svo að ferðaþjónustan fer að miklu leyti líka frá borginni ef hún verður sjálfstætt ríki.  

Þess má geta að það eru fordæmi fyrir því að færa vald sveitarstjórna yfir í hendur ríkisins. Það var gert þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður, að vísu á stríðstímum.  

Ómar Ragnarsson, 2.6.2015 kl. 10:18

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef hluti Íslands, t.d. Reykjavík, yrði samkvæmt hefð og lögum að semja um hluti eins og eignarhlutfall Reykjavíkur á hafsvæði og afréttum. Sömuleiðis yrði kvóti ekki tekinn af útgerðum sem lögheimili hefðu í Reykjavík.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.6.2015 kl. 13:12

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Predikarinn - Cacoethes scribendi - Ég sé ekki hvaða hvatningu sjálfstæð Rvk. gæti beitt á Ísland í slíku tilviki, til þess að Ísl. heimilaði Rvk. aðild þ.e. samnýtingu auðlinda Íslands? Eða hvaða þrýstingi ætti Rvk. að beita Ísland? Það hefði ekkert sem ég fæ séð, varðskipin eru í eigu stjv. og þeim yrði siglt til næsta sveitarfélags með höfn t.d. Kópavogshafnar. Þar sem þau væru mjög vel staðsett til að hindra nokkur hugsanleg fiskiskip í eigu Rvk. í því að veiða úr kvóta á Íslandsmiðum.

Af hverju ætti Ísl. að láta þau rök hafa áhrif á sig, að Rvk. ætti rétt á hluta? Það einfaldlega þíddi, að restin af Íslandi þá hefði minna til skiptanna sín á milli.

    • Hver væri hefðin sem ætti að vísa til?

    • Hvaða lög?

    Engin hefð til á Íslandi svo ég viti til, né lög um skiptingu auðlynda landsins með öðrum landshluta - - er hefði líst sig sjálfstæðan allt í einu.

    Ég held virkilega að Rvk. fengi ekkert, þá meina ég - nákvæmlega ekkert af þeim auðlindum, stæði eftir slipp og snauð.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.6.2015 kl. 17:58

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ómar, takk frændi, alveg sammála því að þ.s. þessir einstaklingar eru svo óhressir með það að vera má að þeir séu pýndir til að halda Rvk. flugvelli; að þá væri meira í lagi mikil ósamkvæmni í því, ef þeir þá snarlega legðu ekki niður Rvk. flugvöll - - og væru þar með, án flugsamgangna við útlönd.

    En þeir geta ekki gert ráð fyrir því, að Ísland leyfði þeim samnýtingu á Kefló, eða að túristar frá Kefló leiti fyrst til Rvk. eins og verið hefur - - þ.s. Ísl. mundi bersýnilega reisa sér nýja samgöngumiðstöð t.d. í Kópavogi.

    Sem þá kannski mundi taka við hlutverki Rvk. sem höfuðborg, ef hún endaði þ.e. höfuðborgin hreinlega ekki í Keflavík.

    Sjálfsagt ekki svo óþægilegt fyrir útlendingana - að læra Keflavík í stað Reykjavík - - þægilega lík orð.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.6.2015 kl. 18:01

    7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    Einar

    Þú gleymir því að nú þegar eiga Reykvíkingar og lögaðilar þar sínar eignir og réttindi sem og búnir að vera íslenskir jafn lengi og aðrir.

    Ætlar þú t.d. að segja konunni þinni ef  hún ´tlar að skilja við þig að hún eigi þar með ekkiert, þú siglir bara í næsta bæ og hún heldur engu af sínu?

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.6.2015 kl. 18:08

    8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

    Ef Reykjavikurborg vill ekki flugvöll- heldur lóðir undir Auðmenn sem ekki borga skatta- lenda túristar annarstaðar- rútiferðir færast annað- ferðamenn fara annað- hvað gera Danir þá við öll Hótelin ????cool

    Erla Magna Alexandersdóttir, 2.6.2015 kl. 19:32

    9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

    Borgríkið Reykjavík myndi augljóslega ekki byggja afkomu sína á fiskveiði og landbúnaði. Það væri því ekkert því til fyrirstöðu fyrir borgina að ganga í Evrópusambandið og taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil sem breytir ýmsu fyrir fyrirtækjarekstur í alþjóðlegri samkeppni. Ferðamenn myndu koma til borgarinnar eftir sem áður enda sé ég ekki að miðbæir úthverfanna geti veitt mikla samkeppni. Ég er þó svo sem ekki að mæla með þessari hugmynd.

    Emil Hannes Valgeirsson, 2.6.2015 kl. 21:23

    10 identicon

    Kjánaleg umræða (alveg eins og þegar vestmaneyjingar hóta að sækja sjálfstæði) en ok, nokkur mótrök.

    1. Aðeins um helmingur ríkisstarfsmanna eru íbúar í Reykjavík og þeir sem búa þar eru líklegri til að vera á tekjulægri skalanum þar sem RVK er með hærra útsvar en meiri félagslega þjónustu en sum nágranna sveitarfélögin.

    Reykjavík skilar líka mikið af þeim fasteignagjöldum sem ríkið greiðir til annara sveitarfélaga í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga í dag 

    Þannig að jú það yrði sárt að ríkið færi með vinnuna annað en það er ekki heimsendir.

    2. Ísland mundi þurfa að semja um skiptingu lögsögunar þar sem það er það sem hafréttarsáttmáli sameinuðu þjóðana krefst að sé gert.

    3. Reykjavík á Orkuveitu reykjavíkur af stærstum hluta og selur um 2/3 hluta þjóðarinnar rafmagn og heitt vatn í dag. Ég ímynda mér að við munum græða smá pening af því á næstu árum.

    4. Reykvíkingar eru ekki á móti flugvellinum en við teljum þetta fyrirkomulag sem er í dag vera gagnslaust viðirni sem er þarna bara vegna þess að fáeinar hræður nenna ekki að keyra frá kef til rvk þau fáeinu skipti á ári sem þær þurfa að koma hingað. Það er frekar dýrt grín fyrir þetta landsvæði.

    Ef farið væri smá tilfærslu á flugbrautum og stækkanir þannig að rvk gæti verið alþjóðlegur flugvöllur sem tæki á móti A320 og 737 vélum án vandræða þá væri það flott og við fengjum tekjur af flugvellinum í staðin fyrir að byggja svæðið upp. Það bara fæst ekki gert þar sem þá væri rey í samkeppni við kef um farþega og ríkinu finnst það mikilvægara að kef sé félagsleg stofnun sem heldur uppi reykjanesi frekar en að hugsa um ferðamennina, hagkvæmni og almenna skynsemi.

    5. Þetta sem ríkið er að gera verður ekki ókeypis. Ef lög eru sett sem svipta reykjavík skipulagsvaldi yfir svæðinu þá mun borgin að öllum líkindum krefja ríkið um skaðabætur þar sem þetta er í raun eignarnám og landið þarna mun kosta ríkið milljarða.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 00:26

    11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    Elfar

    Reykjavíkurflugvöllur er aþjóðlegur flugvöllur. Stærstu þotur mega lenda og taka á loft. Undanatekning er vegna lendarviðmiðs flugbrauta að 747 má helst ekki taka á loft fullhlaðin og því er mælst til þess að fylla ekki eldsneytistankana þó má hún þannig vera með mesta frþegafjölda auk farangurs.

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.6.2015 kl. 00:58

    12 identicon

    Það að þær geti lent og tekið á loft þá þýðir það ekki að hann er nothæfur undir alþjóðlegt flug.

    Hér er listi sem sýnir lengdir flugbrauta á reykjavíkur flugvelli og lengdir flugbrauta sem vinsælli þotur fyrir millilandaflug þurfa þegar þær eru full hlaðnar. (Lista flest frá Airbus og Boing þótt 757 og A320 er það stæðsta sem maður mundi vilja sjá lenda hér).

    Flugbrautir Reykjavíkur flugvallar

    Braut Lengd (m)
    01/19 1.567
    06/24  960
    13/31 1.230

    Helstu flugvélar og lágmarks lengd flugbrauta fyrir fullhlaðnar vélar

    Vél Lengd brautar (m)
    737 1.600-3.000 (allar nema sérgerð vél fyrir stuttar brautir þurfa 2.000+)
    747 3.018-3.320
    757 1.981-2.377 (vélar Icelandair)
    777 2.440-3.380
    787 2.600-2.900
    A320 1.828-2.560 (vélar WoW)
    A330 2.580-2.770
    A340 2.990-3.100
    A350 2.830-3.090
    A380 2.950

    Eins og sést þá getur engin af þessum vélum tekið af stað full hlaðin af neinum af brautunum sem hefur náttúrulega áhrif á drægni vélana og hagkvæmni þess að starfrækja flugleið frá vellinum.

    Með því að flytja brautirnar aðeins til á núverandi lóð, bæta við fyllingu út í sjó og náttúrulega byggja betri flugstöð og bæta radar kerfið þá væri hægt að gera þetta að raunverulegum alþjóðavelli.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 17:59

    13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    Elfar.

    Þetta sem ég nefndi hafa menn úr alþjóðlegum viðmiðum og reglum. Breytir því ekki að Reykjavíkurflugvöllur er viðurkenndur sem alþjóðlegur flugvöllur og hafa allar þotur íslendinga lent þar og tekið á loft. Lítið mun af 747 lendingum á Íslandi, en þær mega lenda og taka á loft í Reykjavík bara ekki með fulla eldsneytistanka ef hún er full af farþegum og farangri.

    Hitt er rétt hjjá þér að sjálfsagður hlutur er að lengja brautirnar í suðu8r og vestur og suð-vestur til að ná öllum almennum viðmiðum sem flestum þykir vissara þó hitt sé ekki ólögmætt.

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.6.2015 kl. 19:35

    14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Emil Hannes Valgeirsson - - Hvernig getur það bætt upp að borgin tapi af öllum störfum sem ríkið heldur uppi? Auk þess að ríkið mundi byggja upp aðra ferðamannamiðstöð - og túristar því hætta að koma til Rvk. beint frá Kefló eins og er í dag. Óraunhæft að reikna með því að þeir túristar komi samt sem áður til Rvk.

      • Við erum að tala um - tap á a.m.k. helmingi starfa sem til staðar ery í Rvk.

      • Borgin yrði sennilega gjaldþrota í kjölfarið, sem ríki væri það þegar án tilli til -gríðarlegs tekjutaps- langt yfir viðmiðum ESB um hámarks skuldir þ.e. langt yfir 60% viðmiðinu.

      • En mér virðist greiðsluþrot eiginlega alveg óhjákvæmilegt - - vegna tekjuhruns er borgin yrði fyrir, við það að missa öll störf ríkisins og mikið af ferðamannastörfum að auki.

      Mér virðast hugmyndir þínar ekki raunhæfar.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.6.2015 kl. 01:40

      15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      "Predikarinn - Cacoethes scribendi ,  Einar

      Þú gleymir því að nú þegar eiga Reykvíkingar og lögaðilar þar sínar eignir og réttindi sem og búnir að vera íslenskir jafn lengi og aðrir.

      Ætlar þú t.d. að segja konunni þinni ef  hún ´tlar að skilja við þig að hún eigi þar með ekkiert, þú siglir bara í næsta bæ og hún heldur engu af sínu?"

      ---------------------

      Þú ert bersýnilega að misskilja hvernig hlutirnir virka. En um leið og Rvk. mundi lísa sig sjálfstætt ríki - væri íbúar Rvk. komnir með annað ríkisfang en ísl.

      Skv. ísl. lögum mega engir aðrir en Íslendingar veiða úr fiskistofnum v. Ísl.

      Það gilda sérstakar reglur um íbúa EES - - en Rvk. mundi með engum sjálfvirkum hætti teljast EES aðildarríki. Það væri ekki einungis sjálfvirkt með - - tollfrelsi gagnvart Íslandi, né hefðu íbúar Rvk. sjálfvirkt ferðafrelsi á milli, eða rétt til að halda eignum beggja vegna - - né til nokkurs hlutar, nema um það sé samið sérstaklega.

      T.d. er einungis borgurum EES aðildarríkja - - heimilt að eiga "land" á Íslandi eða fyrirtæki á Íslandi - - án þess að sækja um það sérstaka undanþágu. Þetta ætti allir vita sem muna eftir Nubo málinu.

      Engin af þessum réttindum - eru sjálfsögð.

      ----------------

      Ef Rvk. mundi slíta sig frá Íslandi - - og Ísl. vera sár óánægt með þá útkomu.

      Er ekkert sem sjálfstæð Rvk. hefði í höndunum, til að knýja Ísl. til þess að veita íbúum Rvk. - - sambærileg réttindi við þau réttindi sem íbúar EES aðildarríkja og þar með ESB hafa hér á Íslandi.

      En ef Rvk. - slítur sig frá Íslandi, án samkomulags um gagnkvæma viðurkenningu réttinda - - - > Þá einfaldlega eru þau réttindi ekki til staðar - punktur.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 6.6.2015 kl. 01:51

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (6.1.): 4
      • Sl. sólarhring: 19
      • Sl. viku: 883
      • Frá upphafi: 858736

      Annað

      • Innlit í dag: 4
      • Innlit sl. viku: 791
      • Gestir í dag: 3
      • IP-tölur í dag: 3

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband