29.5.2015 | 23:10
Augljóslega verða sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga
Ef marka má yfirlýsingu formanns VR. - þá eru ákvæði í nýja kjarasamningnum, sem tryggja að ríkið getur ekki samið um hærri laun við aðra hópa; nema að ógilda hinn nýja kjarasamning sem undirritaður var á föstudag af hálfu fulltrúa VR, Starfsgreinasambandsins og 13 annarra félaga samtímis.
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
VR - Nýr kjarasamningur undirritaður
Skv. fréttum, hefur viðræðum við BHM verið slitið:
Allt í pattstöðu hjá BHM og ríkinu
Langt í land í kjaraviðræðum BHM
"Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði við fréttastofu Stöðvar tvö fyrir fundinn að samningar Flóabandalagsins, Starfsgreinasambandið og verslunarmanna í dag svari engan veginn þeirra kröfum."
- Mér virðist alveg augljóst - - ef við gerum ráð fyrir að Ólafía Rafnsdóttir fari ekki með fleypur, að ákvæði í hinum nýju samningum við VR og 14 önnur félög; feli það í sér að - - ef ríkið semur um rausnarlegri launahækkanir við aðra hópa þá sé samningurinn við VR og félögin 14 þar með úr gildi fallinn.
- Að þá sé alfarið útilokað, að BHM og hjúkrunarfræðingar - - geti þar með reiknað með því, að knýja fram -launahækkanir umfram þ.s. þeir samningar fela í sér.
Á hinn bóginn mun ríkið að sjálfsögðu bíða með að setja lög - þar til félagar í VR og hinum 14 félögunum, hafa greitt atkvæði um samninginn.
Á hinn bóginn, gerum ráð fyrir að þær atkvæðagreiðslur leiði til samþykkis, þá reikna ég að fljótlega í kjölfar þess að sú niðurstaða liggur fyrir - - þá muni ríkið setja lög á önnur útistandandi verkföll.
- Mun það leiða til - - flótta úr stéttum hjúkrunarfræðinga, og þeirra sem teljast til BHM?
Kannski, en hafandi í huga að samningar við hópa með samtals 75þ. félagsmenn eru í húfi, þá sé ég ekki að ríkið fórni þeim samningum - - þó svo að flótti verði úr störfum hjúkrunarfræðinga, og úr þeim störfum sem falla undir BHM.
Það er þá - - "Den til, den sorg."
Ef það verður, þá mun ríkið leita lausna - - ein fær leið, er að auglýsa þau störf á evópska efnahagssvæðinu.
Niðurstaða
Ég sannarlega á von á því að kjarasamningarnir muni leiða til verðbólgu - en hækkanir eru meðaltali sagðar um 10% á þessu ári til félagsmanna þeirra félaga sem samningarnir ná undir. Þ.e. töluvert yfir þeim viðmiðum sem Seðlabankinn gaf út þ.e. 3-4%. Og þ.e. yfir þeirri launahækkun er varð í tíð síðustu ríkisstjórnar, en þá dugði 6% launahækkun til að lyfta nokkuð upp verðbólgu.
Á hinn bóginn - - virðist allsherjarverkfalli og þeirri röskun er það hefði valdið, vera forðað.
Það hefði getað rústað verulega ferðamannasumrinu í ár, og þ.s. verra er - jafnvel getað valdið skaða á næsta ferðamannasumri. En hvekktir ferðamenn, hefðu ekki endilega treyst Íslandi strax.
- Vonandi verður ekki gengisfelling af völdum samninganna.
- Það getur verið að það sleppi - vegna þess að svo virðist að AGS lánið sé frá eftir mitt nk. ár.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning