26.5.2015 | 23:27
Rússnesk yfirvöld segjast hætt við kaup á tveim herskipum frá Frakklandi - Mistral Class "innrásarskip"
Frakkar voru afar mikið gagnrýndir fyrir að vilja ekki formlega hætta við söluna á 2-stk. Mistral-class amphibious assault ship - en það felst í eðli slíkra skipa. Að þau eru eingöngu árásarvopn þ.e. eru gerð til þess að flytja herlið upp að strönd annars lands, og um borð í þeim eru láðs og lagarfarartæki brynvarin er geta flutt það herlið beint upp á strönd.
Lykilatriðið liggur í stórri skutrennu sem skipin hafa!
Á þilfarinu sem er neðan við stóran Þyrlupall og þyrluþylfar, er unnt að koma fyrir margvíslegum hernaðartækjum, skv. Wikipedia: Mistral-class amphibious assault ship
- Á bilinu 450 - 900 hermenn. Fer eftir lengd siglingar á árásarstað.
- 40 skriðdrekar sambærilegir við M1 Abrahams. Rússn. drekar eru ívið minni, og þá hugsanlega geta þeir verið e-h fleiri.
- Eða allt að 70 bryndrekar af smærri gerð, t.d. til liðsflutninga.
- 4 stór láðs og lagar farartæki, til að flytja tækin eða hermennina á land.
- Ekki má gleyma 16 - 35 árásarþyrlur, fer eftir stærð.
Áður en deilan við Rússland um Úkraínu hófst, höfðu menn engar sérstakar áhyggjur af þessari sölu.
En þegar skyndilega Rússland hernam Krím-skaga, og var komið í alvarlega deilu við Úkraínu, sem m.a. fól í sér stuðning við hernaðarátök í A-Úkraínu, stuðning við her sem inniheldur stuðningsmenn Rússlands.
Þá auðvitað, breyttist afstaða manna til þessarar vopnasölu.
- Það virðist blasa við, að þessi skip væru mjög hentug til þess, að taka með árás frá sjó - - borgina Mariupol á strönd Asovshafs, svo uppreisnarsvæði í Donetsk hefði hafnarborg. Skv. rússneskum stjórnvöldum eru þau nú hætt við kaupin
Skv. rússneskum stjórnvöldum eru þau nú hætt við kaupin
En á sl. ári, frysti Hollande forseti -söluna. Þ.e. hindraði afhendingu fyrra skipsins, sem er tilbúið til afhendingar. Meðan að seinna skipið er enn í smíðum.
Það hefur ekkert virst sérdeilis líklegt -að skipin fengust afhent í náinni framtíð.
Russia no longer wants French-made Mistral helicopter carriers
Oleg Bochkaryov, deputy head of the Military Industrial Commission - Russia wont take them, its an accomplished fact, - Now theres only one discussion concerning the money sum that should be returned to Russia. - - Rússar vilja eðlilega fá féð til baka.
- Skv. sömu rússn. fjölmiðlum - þá muni Rússland stefna að því að smíða sambærileg skip.
Þ.e. að sjálfsögðu tæknilega mögulegt - en mun kosta líklega mun meira fé, en það hefði kosta Rússland ef kaupin á "Mistral Class" hefðu fengið að klárast.
En höfum í huga, að síðan -Kalda stríðinu- lauk hefur Rússland ekki smíðað stærri herskip, en þau sem teljast -destroyer- eða tundurspillir.
Þ.e. fremur ósennilegt, að Rússland geti hafið smíði margfalt stærri skipa, án þess að verja verulegum upphæðum til að - standsetja þau mannvirki þ.s. stærri skip voru smíðuð á árum áður. Þau mannvirki hafa líklega síðan lent í niðurníðslu.
Það mundi ekki koma mér á óvart, að sá heildarkostnaður -væri í umtalsverðu marfeldi samanborið við það ef kaupin á -Mistral Class- hefðu gengið fram.
- Þ.e. auðvitað ekkert ómögulegt -ef menn hafa nægilegt fjármagn.
- En einmitt við það atriði, má setja spurningamerki -hvort Rússland hafi hreinlega efni á því.
Niðurstaða
Dramað í kringum -Mistral Class- var hliðarsaga sem litla athygli fékk. En tilkoma þessara skipa hefði eflt mjög mikið getu rússneska flotans við Svartahaf, til að beita sér í átökum við aðrar þjóðir.
Niðurstaðan virðist sú, að Rússar fá ekki þessi skip.
Nú virðast Rússar og Frakkar að vera að prútta um það -hver endurgreiðslan á að vera, rússar heimta 1,1 milljarð evra, meðan að Frakkar skv. frétt rússn. fjölmiðla hafa boðið 785 milljón evra.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 858795
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru nefnd "assault vessels" og flokkast sem árásarvopn. En slík flokkun er ekki einhlít og herveldum allra tíma reynist auðvelt að skilgreina svona vopn sem varnarvopn. Rússar gera það með því að telja ESB-þróunina í Úkraínu ógn, sem þeir verði að verjast og benda á svona árásarvopn sem Vesturveldin búi yfir.
Dæmi um spil hervelda með árásar- og varnarvopn er þegar Frakkar og Bretar forðuðust að framleiða fjögurra hreyfla sprengjuflugvélar á þeim tíma sem þeirra her- og utanríkisstefna byggðist á því að verjast Þjóðverjum.
Óttast var að Þjóðverjar kynnu að líta á slíkt sem beina árásarógn og gætu þar með kennt Bretum og Frökkum um ögranir of farið sjálfir að framleiða fjögurra hreyfla vélar.
Hernaðaráætlun Þjóðverja gerði ráð fyrir að ekki þyrfti á langfleygum og stórvirkum sprengjuflugvélum að halda. Þeir gætu náð völdum yfir Evrópu án þeirra.
Annað kom á daginn. Skortur á slíkum flugvélum bitnaði á þeim þegar stríðið dróst á langinn.
Frakkar áttu ekki til neina áætlun um sókn inn í Þýskaland síðsumars 1939 og það gerði Þjóðverjum kleyft að taka Pólland á metttíma óáreittir.
Af þessu hafa herveldi lært, að svipuð lögmál gilda í stríði og í skák eða í íþróttum: Það verða að vera til staðar áætlanir í sókn og vörn og geta til að framkvæmt hvort tveggja.
Ómar Ragnarsson, 27.5.2015 kl. 15:17
Það getur verið heilmikið til í þessu, að það megi hugsa sér tilvist slíkra vopna, sem fælingu. Þeim sem standi ógn af þeirra tilvist, viti af því að mótaðilinn hafi eins og þú bentir á - - > Tæki til þess að bregðast við sérhverri árás, með gagnárás. Það geri þann aðila, tregari til þess að vera fyrstur til að ráðst fram. Er hann veit að mótaðilinn geti refsað strax á móti.
Fæling snýst einmitt um sálfræðilega þætti. Að skapa nægilega ógn, til þess að mótaðilinn - hugsi sig um tvisvar.
Á sama tíma, ef fæling á að virka - - má ekki vera of mikill getu munur milli herja viðkomandi aðila.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.5.2015 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning