23.5.2015 | 01:51
Ísrael gæti fljótlega neyðst til að -hernema Gazasvæðið
En Heims-bankinn, í skýrslu um ástandið á Gaza. Segir svæðið mjög nærri algeru hruni. Þar sé meir en 40% fullorðinna án atvinnu. Atvinnuleysi yngra fólks sé 60%.
Hamas hreyfingin, hafi ekki haft fé til að greiða starfsmönnum á sveitastjórnarstigi á Gaza svæðinu "laun" - - þannig sé þetta búið að stærstum hluta síðan að egypski herinn tók völdin í Egyptalandi, og steypti lýðræðislega kjörnum forseta "Bræðralags Múslima" sem var hlynnt Hamas.
- Á hinn bóginn, er stjórn al-Sisi herforingja, ákaflega andsnúin Hamas og öllu því sem beint eða óbeint tengist Bræðralaginu.
- Um leið og al-Sisi rændi völdum, þá skar hann á allar samgöngur við Gaza svæðið Egyptalandsmegin -þannig að viðskiptabannið á Gaza er í dag einnig starfandi Egyptalandsmegin landamæranna.
- Þetta olli straumhvörfum - - hefur leitt til þess að Hamas hreyfingin hefur ekki fjármagn til að reka borgaralega stjórnun Gaza svæðisins.
Gaza Strip Economy on Verge of Collapse, World Bank Says
Líklegasta útkoman virðist -algert hrun Gaza svæðisins
Þá meina ég -stjórnleysi. Og í kjölfar á hruni stjórnar Hamas á Gaza. Þá muni enn verri hópar en Hamas vaða uppi.
Ísrael muni ekki geta með nokkrum hætti -viðhaft taumhald á ástandinu.
- En þ.e. ákveðin kaldhæðni af því, að -Ísrael þarf í reynd á Hamas að halda.
- En stjórnun Hamas a.m.k. -tryggir að verri hópum en Hamas er haldið niðri.
- Ísrael getur a.m.k. -tímabundið samið frið við Hamas. Við róttækari hópa, væri enginn möguleiki að semja.
- Þannig að það getur mjög vel verið, að Ísrael ætti -eigin hagsmuna vegna- alvarlega íhuga að slaka töluvert á viðskiptabanninu við Gaza.
- Jafnvel þó að -Ísrael viti fullkomlega að það muni flýta fyrir því að Hamas nái sér aftur á strik.
Því að hrun Hamas -sennlega leiði fram enn verra öryggisástand á Gaza fyrir Ísrael.
- Það að Hamas hefur haldið niðri enn róttækari hópum.
- Hefur einnig þítt -að Ísrael hefur ekki sjálft þurft að stjórna Gaza svæði.
En útkoma algerrar upplausnar á Gaza svæði - - væri einmitt líkleg að leiða fram þá þörf.
- En þ.e. afar ólíklegt að nokkur annar mundi vilja taka að sér Gaza svæði við slíkar aðstæður -alls ekki Evrópa, og örugglega ekki heldur Bandaríkin.
- Tæknilega gæti PLO hreyfingin tekið Gaza svæði yfir -en hún mundi ekki gera Ísrael þann greiða; nema gegn einhverri stórri eftirgjöf Ísraels á Vesturbakkanum.
Ísrael getur þá staðið frammi fyrir -endanlegu hruni stefnu sinnar gagnvart Gaza.
Þ.e. algerlega augljóst -að herseta Ísraela mundi leiða fram stöðugt mannfall meðal ísraelskra hermanna er hersætu svæðið. Að auki yrði hún mjög kostnaðarsöm.
Svo mundi Ísrael fá yfir sig -fordæmingu heimsins, en stöðug átök hermanna og borgara svæðisins, mundi einnig viðhalda stöðugu mannfalli meðal borgara svæðisins.
Niðurstaða
Besta lausnin væri að sjálfsögðu sú, að Ísrael semdi við PLO um það að sú hreyfing mundi taka Gaza svæðið yfir. PLO er sennilega eini aðilinn sem væri fær um að stjórna svæðinu, í kjölfar hruns stjórnar Hamas þar -án þess að átökum þar fylgdi fordæming heimsins á Ísrael.
Augljóst -væri verðið sem PLO mundi vilja á móti í formi eftirgjafar Ísraela gagnvart -heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum- umtalsvert.
En mig grunar að sá valkostur -mundi til lengri tíma litið, vera sá valkostur er mundi valda Ísrael minnstu tjóni.
En því miður virðist ríkjandi afstaða innan Ísraels, sem og afstaða núverandi stjórnar -ekki líkleg til þess að leiða fram þá tiltölulega farsælu lausn.
Þannig að líklegar til mikilla muna virðist, að útkoman verði sennilega miklu mun verri -Ísrael gæti síðan í kjölfarið lent í verulega miklum vanda með vandann á Gaza. Og enginn utanaðkomandi hefði áhuga á að veita aðstoð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 858798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar Björn. Þessa athugun þín byggir á orðum mjög vafasams dansk hagfræðings, sem lítur á sig sem einhvers konar messías Palestínu efir að hann fékk svæðið sem aðalverkefni sitt árið 2013. Hamas er ekkert að hrynja. Hamas hefur undirdeildir og Hamas styður heils hugar ISIS. PLO og Hamss eru nú í nánu samstarfi.
Landsvæði, sem Egyptar telja enn vera sitt land, og þar sem öfgahópar velja stríð í stað þess að byggja upp landið og borga rafmangsreikninga sína eflist ekki með tillögum Lau Jørgensens.
Nú man ég ekki hve mikið Gaza fær í alls kyns aðstoð frá illa upplýstum umheiminum. Þeir peningar fara í vasa spillingarmaskínu Hamas. Það er gífurlegt fé í umferð á Gaza. En mismununin er líka gífurleg. Hamas-liðar taka fyrst og fremst til síns framtaks og neyslu. Eyðilegging Ísraelsríkis og útrýming gyðinga er takmark þeirra. Slíkt kostar Einar Björn! Ef Dani hjá Heimsbankanum ætlar að hjálpa til við það, tel ég líklegast að hann hverfi úr stöðu sinnu löngu áður en Gaza hrynji.
Mæli ég með því að þú og aðrir lesendur bloggs þíns googlið "Gaza Luxury" og skoðið það sem þar er að finna og einnig myndir. Eins mætti lesa þetta: http://www.mfa.gov.il/mfa/foreignpolicy/peace/humanitarian/pages/default.aspx
Ef þú telur upplýsingar Ísraels um aðstoð sína við Gaza áróður, líkt og sumir Íslendingar gera, þá vona ég ekki að þú takir niðurstöður Lau Jørgensens og tölur Hamas alvarlega.
Tölur þær sem Lau Jørgensen notar eru allar komnar frá Hamas. Tölur hafa aldrei verið sterka hlið þeirra samtaka.
Hvernig þú talar um að það sé hugsanlegt stjórnleysi fyrirsjáanlegt á Gaza, sýnir mér að þú álítir sjálfur að þar ríki einhvers konar Samfylkingarparadís sem sé haldið niðri af Ísrael. Nei, sannsleikurinn er sá, að Hamas stjórnar Gaza með harðri hendi og ofsóknum gegn þeim sem andmæla samtökunum og helstefnu þeirra.
Maður þarf ekki að vera spámaður til að vita að stríð muni aftur brjótast út á Gaza. Það verður ávallt markmið Hamas, sem nota börn, gamalt fólk og sjúka sem skildi sína í hernaðinum. "Frelsisbaráttan" er skilyrðislaus útrýming Ísraelsríkis og gyðinga. Erlendir stuðningsaðilar Hamas stefna að því sama. Það gengur engan veginn. Nasismanum og morðæði hans lauk árið 1945.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2015 kl. 05:01
Ég get ekki litið á ísraelska utanríkisráðuneyið sem hlutlausa upplýsingaveitu -Ísrael eftir allt saman getur ekki talist hlutlaus aðili í þessu samhengi, bendi á að ég tek ekki heldur mark á upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Rússlans varðandi mál í A-Úkraínu, og að sjálfsögðu mundi ekki heldur taka mark á utanríkisráðuneyti Úkraínu heldur-.
Fyrsta regla er alltaf -að nota ekki upplýsingar frá aðilum sem eru beinir þátttakendur í átökum.
Ég efa að hagfræðingurinn -sé það vitlaus, að byggja upplýsingar sínar eins og þú heldur fram eingöngu á gögnum frá Hamas, síðan eru þau gögn "augljóslega trúverðug" þ.e. þegar maður íhugar hvort upplýsingar geta staðist, þá getur maður beitt eigin hyggjuviti.
Þess vegna tek ég ályktun hagfræðingsins trúanlega.
Því að -higgjuvitssskoðun- mín sjálfs styður þá niðurstöðu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2015 kl. 13:21
Þú líkir Rússlandi við Ísrael en lepur upp tölur og upplýsingar sem Lau Jørgensen fær frá Hamas. Mér er skemmt, ef eitthvað er. Ég get verið sammála þér í ýmsum lausnum hér, en Ísraelsríki stjórnar ekki Gaza. Hamas hersetur Gaza. Ísrael afhenti Palestínumönnum Gaza. Ísrael getur vitaskuld hvorki sætt sig við áframhaldandi árásir frá Gaza, né við áróðurherferðir sem styrkja Hamas til áframhaldandi hryðjuverkastarfs.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2015 kl. 14:46
Nei Rússland er ekki eins og Zíonista- Racista -Terrorista ríkið Ísrael, og ekki með svona fjandsamlega og ógeðslega Zíonsta ríkisstjórn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 16:49
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 18:32
Vilhjálmur, þú mátt útskýra fyrir mér -af hverju þær tölur eru svo augljóslega ótrúverðugar? En maður á hvorki að gera ráð fyrir því að "aðilar alltaf ljúgi" né því "að þeir alltaf segi satt." Stundum þjónar sannleikurinn -markmiði aðila. Í þessu tilviki -tel ég það algerlega trúverðugt að ástandið á Gaza sé eins slæmt og þ.e. sagt vera. Enda eins og ég benti á -styður einföld rökhyggja að svo líklega sé.
Punkturinn er, að það stefnir grenilega í -hrun á Gaza.
Þegar að því hruni kemur, er það greinilega PLO sem mundi eiga besta möguleika á að stjórna því svæði.
En það gera þeir augljóslega ekki, nema -gegn einhverju samkomulagi við Ísrael, sem er nægilega hagstætt fyrir PLO, svo þau samtök séu tilbúin í að taka Gaza að sér.
Það ætti að vera algerlega augljóst -að þegar, ekki ef. Hrun verður á Gaza, þá muni -verri öfgahópar en Hamas þar vaða uppi. Og það verði algerlega vonlaust að ræða við nokkurn þeirra, eða semja við nokkurn þeirra.
Öryggisástandið verði slíkt - - að einhver muni verða að taka Gaza yfir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2015 kl. 02:46
Ekki það ég hafi neitt vit á þessu,en mér sýnist votta fyrir smá ofstæki á plakatinu sem Þorsteinn póstar.
Sérstaklega eru ummæli ungu konunnar skemmtileg sem vill ekki bara drepa Palestínumenn heldur mæður þeirra líka.
Mér sínist einhvern veginn að það gæti orðið vont fyrir Palestínumenn að vera stjórnað af þessu fólki,ef fólk skal kalla.
Borgþór Jónsson, 24.5.2015 kl. 15:34
Boggi, sammála þér í þetta sinn -segjum ekki að við getum aldrei verið sammála. En mér hefur einnit gjarnan virst áður votta fyrir ofstæki á þeim hlekkjum sem Þorsteinn póstar. Ekki bara í þetta sinn, og sannarlega í þetta sinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2015 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning