16.5.2015 | 00:42
ISIS virðist hafa unnið stórsigur í Írak, samtímis því að ISIS sækir fram innan Sýrlands
Skv. fréttum virðist ISIS hafa tekið borgina -Ramadi- höfuðborg svokallaðs Anbar héraðs. Skv. Wikipedia var skráð íbúatala Ramadi 483þ. 2004 -þeir geta verið verulega færri í dag. Eftir að ISIS hélt borginni í herkví mánuðum saman - - virðist líklegt að margir séu flúnir.
Isis drives Iraqi troops out of stronghold to strengthen its grip on Ramadi
ISIS Fighters Seize Government Headquarters in Ramadi, Iraq
"It would also mark a significant defeat for Iraqi forces, who had allied with several powerful Sunni tribes in a bid to defend Ramadi and stop Isis from taking control of the highways west to Syria and Jordan, as well as the water supply to southern Iraq which is regulated by a dam on the Euphrates river that runs through the city."
Mig grunar, að það sem fram kemur í rauðlitaða textanum að ofan sé lykilatriðið. Í landi sem er -eyðimörk- fyrir utan þau svæði sem eru vökvuð af hinum forn frægu ám -Efrat og Tígris.
Þá er að sjálfsögðu, það algert lykilatiði -að stjórna vatnsveitum.
- Ef marka má kortið þá rennur Efrat í gegnum Ramadi.
- Allt fyrir sunnan er neðan stíflu.
Þ.e. auðvitað samt sem áður, takmörkunum háð -hve miklu vatni er unnt að safna fyrir ofan stíflu, á við allar stíflur.
En það virðist blasa við, að sterkar líkur séu á að -ISIS- notfæri sér með einhverjum hætti samt sem áður, að stjórna flæði í gegnum stífluna sem liggur um borgina Ramadi.
Tæknilega, væri unnt að framkvæma stórfellt hryðjuverk -með því að safna vatni fyrst ofan stíflu, síðan að sprengja hana.
Á hinn bóginn - - hefur reynslan af ISIS hingað til verið sú - -> Að ISIS gjarnan velur að þvinga fé út úr andstæðingum, ef ISIS hefur aðstöðu til þess.
ISIS gæti því frekar valið, að pína stjv. í -Bagdad- til að greiða ISIS háar fjárhæðir, fyrir að -valda ekki truflunum á vatnsfæði.
En t.d. innan Sýrlands, hefur ISIS selt stjv. í Damascus olíu úr olíulindum undir stjórn ISIS. Velur m.ö.o. að þiggja peninga, væntanlega svo ISIS geti aflað frekari vopna.
Niðurstaða
Framrás ISIS nú í Írak og Sýrlandi samtímis. Sýnir að ISIS er langt langt í frá sigrað afl. Þó að loftárásir hafi valdið samtökunum tjóni. Og að íraskir Kúrdar með aðstoð Bandar. hafi tekist, að taka aftur til baka landsvæði sem ISIS hafði tekið af íröskum Kúrdum.
Þá virðist samt sem áður fátt benda til þess, að stjv. í Bagdad séu líkleg til að -vinna sigur á ISIS á næstunni. Frekar en hitt, virðist að Bagdad þurfi að leggja áherslu á að halda því sem stjv. í Bagdad enn stjórna.
ISIS virðist hafa -öruggt tak á þeim svæðum í Írak, og Sýrlandi -sem samtökin stjórna.
Þar með er yfirlýsing samtakanna um stofnun -ríkis- ekki án trúverðugleika. Þ.e. þau ráða yfir landi - þau eru fær um að þvinga íbúa þeirra svæða til að hlíða þeirra boðum og bönnum.
Þó það ríki sé ekki formlega viðurkennt af nokkrum. Þá virðast rök fyrir að tala um ríki.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 521
- Frá upphafi: 860916
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 468
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm...
Ég hef enn litla trú á þeim, þessum Daash/Isis/Isil/idiot-death-club. Þeim gekk alltof illa að berjast við konur og gamalmenni í Kobane, og svo áttu þeir í stór-erfiðleikum með Hamas.
Þeir hafa:
1: endalausa peninga, svo þeir geta keypt endalaust ammó.
2: endalaust hugrekki
3: algjörlega ónæmir fyrir mannfalli,
og:
4: vestrænir fjölmiðlar reka endalausan áróður þeim í hag. Af einhverjum ástæðum.
Það sem er að gerast þarna er ekki bara framrás einhvers ISIS. Þetta er allt Sunni gengi í írak eins og það leggur sig. Það gera 30% af heildarfjöldanum. Þetta gæti vel verið 2-300.000 manna lið. Allskyns ættbálkar og pakk sem við vitum ekkert um, að berjast í nafni ISIS, eða bara einfaldlega sagt vera ISIS vegna þess að fjölmiðlar nenna ekki að fara í sundurliðun á þeim.
Auðvitað gætu þeir vel lagt þetta undir sig.
En þegar þeir verða búnir að því byrja þeir að berjast innbyrðis, vegna þess að: ekki ISIS. Ekki samstæður hlutur.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.5.2015 kl. 21:42
Ég hugsa að "ISIS" geti ekki tekið svæðin sem eru meirihlutabyggð Shítum. En það má vel vera að þeir nái öllum Súnní meirihluta svæðunum í Írak -fyrir utan svæði Kúrda. Og geti síðan haldið þeim svæðum - sem eðlilega leiðir fram skiptingu Íraks.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.5.2015 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning