14.5.2015 | 00:06
Kim Jong-Un á að hafa látið taka af lífi varnarmálaráðherra sinn, með loftvarnarbyssu
Ef marka má fréttir, þá virðist - Kim Jong-Un - ástunda mun grófari aðferðir við aftökur en faðir hans, Kim Jon Il. Mér skilst að um sé að ræða vopn sem heiti - ZPU - sem sé "caliber 50" hríðskotaloftvarnarbyssa, fær um að skjóta allt að 600 skotum á mínútu, per hlaup.
Vopnið ofhitni þó hratt ef skotið sé á þeim krafti, 150 skot á mínútu per hlaup sé -eðlileg notkun. En hver veit -ef þú ert að taka einhvern af lífi, þá væri það sjálfsagt áhrifaríkt að nota -hámarks skotkraft.
Haft eftir sérfræðingi: "Bodies would be nearly pulverised", - "The gut-wrenching viciousness of such an act would make 'cruel and unusual punishment' sound like a gross understatement"
ZPU 0,5 two barrel
Auðvitað er engin leið að -vera algerlega viss um sannleiksgildi frásagnar S-kóreanskra fjölmiðla, en þ.e. til ein vísbending sem bendir til að þetta geti virkilega verið satt:
Guardian - Satellite images capture North Korea executions 'carried out with anti-aircraft guns'
- Það virðist hafa náðst mynd, af -sambærilegri uppsetningu- og á að hafa verið til staðar, þegar varnarmálaráðherra N-Kóreu skv. frétt, var tekinn af lífi.
- Gervihnattamyndir, sýna þó líklega ekki akkúrat það tilvik.
- En það styrki þann -orðróm- að aftakan hafi verið með þeim hætti.
Sjá nánar:
BBC - North Korea Defence Chief Hyon Yong-chol 'executed'
Guardian - Purges and political manoeuvres: how volatile is Kim Jong-un?
Hyon Yong Chol 64 ára
Það sem vekur athygli við þessa aftöku, er að Hyon Yong Chol var nánast eins nærri Kim Jong-Un og hugsast gat!
Samt, ef marka má fréttir, er hann tekinn af lífi -með litlum fyrirvara. Skv. greiningu BBC sem byggir á greiningu S-kóreanskra sérfræðinga.
Þá hafi Kim Jong-Un síðan hann komst til valda, að meðaltali -tekið af lífi per viku. Einn háttsettan embættismann.
Þ.s. vekur mína athygli við þetta, er að ef -svo menn úr innsta hring, geta risið svo hratt sem Hyon Yong Chol gerði, en það var Kim Jong-Un sjálfur -sem gerði hann að varnarmálaráðherra.
- Og síðan sé hann skotinn í tætlur með litlum fyrirvara.
- Þá gefi það til kynna -að hugsanlega sé enginn óhultur fyrir, "paranoya" æði Kim Jong-Un.
- Menn tala gjarnan um, að Kim Jong-Un -sé að leitast til við að, styrkja tök sín. En hafa ber í huga, að stjórn sem þessi - - sem byggir á valdaflokki er hefur verið við völd um áratugi.
- Innan þess flokks, sé valdakjarni -þröng elíta sem eigi landið. Sennilega ekki sérlega mikill fjöldi -áhrifamikilla fjölskylda.
Þá er hættan fyrir -Kim Jong-Un- einfaldlega sú, að ef -valdastétting verður sannfærð um, að -Kim Jong-Un- sé þeim persónulega of hættulegur.
Þá getur farið svo, að einfaldlega í því skyni að tryggja eigið persónulega öryggi þá sameinist -valdakjarninn- gegn Kim Jong-Un og skipuleggi plott fyrir einhverja rest, til að koma honum fyrir kattarnef.
- Þ.e. yfirleitt venjan í svona löndum, að þeir sem tilheyra -innsta kjarnanum. Fá aðra meðferð, ef þeir verða undir í valdabaráttu.
- En lægra settir aðilar, eða, þeir sem tilheyra minna áhrifamiklum ættum.
Kom Jon Il t.d., virðist ekki hafa -vanalega- tekið af lífi, einstaklinga úr þeim hópi.
Heldur hafi þeir, fengið að halda lífi, verið ýtt til hliðar -komið fyrir þ.s. þeir voru áhrifalausir, en lífs.
- En -Kim Jong-Un- hafi brotið þessa -óskráðu- reglu að því er virðist, að innsti kjarninn sé sæmilega öruggur.
- Það gæti leitt til þess, að á endanum myndist það plott gegn -Kim Jong-Un- sem hann sé allan tímann að leitast við að hindra að verði að veruleika.
Hann með ótta sínum, vegna þess -hve viðbrögð hans séu ýkt- þ.e. ofsafengin, skapi þær kringumstæður sem til þurfi, svo að sá ótti verði að veruleika.
Kim Jong-Un, gæti verið fífl, gæti orðið - - síðasti Kimminn.
Niðurstaða
Ef -Kim Jong-Un- verður drepinn á endanum kannski jafnvel ekki innan mjög langs tíma, af samsæri innan eigin flokks. Þá þarf það ekki að leiða endilega til hruns stjórnarinnar. Þ.s. eftir allt saman, sé það ekki endilega í slíku tilviki -vilji valdakjarnans að missa völdin.
Á hinn bóginn, gæti alveg farið svo, að -valdabarátta innan valdakjarnans yrði hörð í kjölfarið. Hjaðningavíg tíð þeirra á milli - - það gæti alveg hugsanlega gerst að slík innri valdabarátta eftir að valdakjarninn hefði losað sig við síðasta Kimmann.
Gæti grafið nægilega undan ríkinu, þ.e. valdaflokknum, til þess að stærri atburðarás breytinga - - gæti hugsanlega hafist. T.d. ef það yrði, valdarán af hálfu hersins.
- Samfélagið sjálft, sé sennilega of veikt -eftir langvarandi alræði til þess að bylting neðan frá sé líkleg.
- Nema að valdabarátta leiði til einhvers konar hruns innan frá fyrst.
Kína sennilega vill, að N-Kórea taki upp hið nútíma kínverska módel. Kína gæti mjög vel, öðlast tækifæri til þess -ef í gang mundi fara slík valdabarátta eftir -fráfall síðasta Kimmsins- til að koma til valda; einhverjum sem líklegur væri til að fylgja slíkri stefnu.
Að sjálfsögðu væri það stórfelld framför fyrir N-Kóreu, að færa sig yfir í kínverska módelið.
- Það má alveg vera, að S-Kórea hafi á sama tíma, einnig tækifæri til afskipta af svipuðu tagi.
- Þannig, að fráfall síðasta Kimmans, gæti opnað á margvíslega möguleika - - þó það sé með engum hætti öruggt - - > Að það leiddi til lýðfrjálsrar N-Kóreu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 523
- Frá upphafi: 860918
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 470
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning