Grikkland virðist bjarga sér frá gjaldþroti í maí

Það auðvitað svarar ekki spurningum hvað gerist í júní - hvað þá júlí eða ágúst. En skv. fréttum hefur ríkisstjórn Grikklands fyrirskipað greiðslu á 750 milljón evra greiðslu til AGS sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn átti inni hjá grískum yfirvöldum í máí.

Greece orders IMF payment as eurogroup meets

 

Það skemmtilega kaldhæðna, er að gjaldþrotið getur komið þegar Seðlabanki Evrópu á stóra greiðslu inni hjá gríska ríkinu

En mér skilst að í júlí og ágúst - eigi Seðlabanki Evrópu inni greiðslur á skuldabréf samanlagt 6,7 milljarða evra. Miklu mun stærri upphæð m.ö.o. en greiðslurnar til AGS í apríl og maí.

Þeir mánuðir, geta verið -"crunch time."

Með vissum hætti má einnig segja, hafandi í huga að "ECB" er sameiginlega í eigu aðildarlandanna, að með hugsanlegu greiðsluþroti þá - -> Væri Grikkland að senda aðildarlöndunum fingurinn.

  • AGS á enn eftir að láta Grikki fá 7,2 ma.€ af seinna björgunarprógrammi Grikklands. Sem er lokagreiðsla, en prógrammið tekur formlega enda í júní.
  • Skv. því, þarf væntanlega fyrir miðjan júní að liggja fyrir samkomulag við Grikki og aðildarríkin, um það hvernig Grikkland mætir skilyrðum AGS - - svo AGS afhenti það fé í tæka tíð.

En skv. eigin reglum má AGS ekki afhenda þá lokagreiðslu - - ef þ.e. niðurstaða sérfræðinga AGS að gríska prógrammið gangi alveg örugglega pottþétt ekki upp.

Og án þessara peninga, er afar erfitt að sjá - - Grikkland ráða við greiðslurnar 2. í júlí og ágúst til Seðlabanka Evrópu.

 

Niðurstaða

Gríski harmleikurinn er bersýnilega ekki enn kominn á endapunkt. Enn einn mánuðurinn er að líða án þess að sá endapunktur hafi komið. En manni virðist samt ljóst - - að sá endapunktur sé mjög örugglega innan nk. sumars. Nema að eitthvað stórt breytist. Annað af tvennu, fullkomin uppgjöf grískra stjórnvalda. Eða að aðildarríkin veiti stóra eftirgjöf.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 287
  • Frá upphafi: 866409

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 267
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband