Spurningin um sjálfstæði Skotlands -gæti aftur dúkkað upp

Sá atburður sem eðlilega mesta athygli vekur, er stórsigur Íhaldsflokksins. Sem vann öruggan meirihluta þingmanna. Getur því stjórnað sjálfur án atbeina annarra flokka.

Síðan má reikna með því, að ósigur Verkamannaflokksins hafi vakið -næst mesta athygli. En þ.e. eiginlega sá ósigur sem ætti að beina kastljósinu að næsta atriði.

Sem er gríðarlegur kosningasigur flokks þjóðernissinnaðra Skota. En skv. niðurstöðu kosninganna, þá hefur hann nú 56 af 59 þingsætum Skota á breska þinginu.

Ástæða ófara Verkamannaflokksins, er að sjálfsögðu -að hann tapaði öllum sínum þingmönnum er hann áður hafði í Skotlandi, yfir til flokks skoskra þjóðernissinna. Tap upp á 40 þingmenn, á móti vann hann nokkra í Englandi - - sem skilar heildarútkomu 26-töpuðum þingsætum.

Nicola Sturgeon núverandi formaður flokks skoskra þjóðernissinna

The look that says, I'm going to make your life hell

Ef marka má MailOnline, þá er hún eitilharður sjálfstæðissinni, sem ætlar sér að gera allt í sínu valdi -til að skaprauna Englendingum. Vegna þess að hún telur, að vaxandi -pyrringur- Englendinga gagnvart Skotum, þjóni markmiði sjálfsstæðissinna -sem er sjálfstætt Skotland.

  1. Það vekur athygli, að Verkamannaflokkurinn er áður hafði Skotland sem eitt sitt helsta vígi.
  2. Skuli missa alla sína þingmenn í Skotlandi.
  • En rétt er að muna, að Verkamannaflokkurinn, barðist gegn -sjálfstæðishugmyndinni- í kosningabaráttunni, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði fór fram.

Þ.e. því augljóslega áhugavert - að í þingkosningum árið eftir, refsi skoskir kjósendur Verkamannaflokknum, með þetta harkalegum hætti -að þurrka hann alveg út í Skotlandi.

Og það eru skoskir sjálfsstæðissinnar, sem fá öll þau þingsæti, sem Verkamannaflokkurinn tapaði.

Nicola Sturgeon, má því segja að sé -nokkurs konar "drottning Skota" þessa dagana. Með svo stóran meirihluta á þingi Skota að hún getur algerlega farið sínu fram.

 

Niðurstaða

Eitt virðist ljóst, að stórsigur skoskra sjálfsstæðissinna, þíðir að spurningunni um skoskt sjálfstæði -verður heldur betur haldið á lofti. Þó að ekki sé sennilega að vænta, nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Skota í bráð. Þá sé líklegt að flokkur þjóðernissinnaðra Skota muni gera allt í sínu valdi á breska þinginu -til þess að vekja áhuga á sjálfsstæðismálinu, auk þess að leitast við af fremsta megni. Að gera ríkisstjórn David Cameron lífið leitt.

Það má meira að segja vera, að sjálfsstæðissinnaðir Skotar muni veita ríkisstjórn Cameron, töluvert öflugari stjórnarandstöðu heldur en Verkamannaflokkurinn. Sem augljóst verður í sárum eftir stærsta tap sitt í 30 ár -þrátt fyrir að hafa verið heilt kjörtimabil í stjórnarandstöðu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband