Rússland hótar að beita neitunarvaldi -gegn hugmyndum innan Evrópusambandsins um hernaðaraðgerðir gegn þeim sem smygla fólki á bátum til Evrópu

Ég held að þessi hugmynd, að -ráðast á stöðvar smyglara á strönd Líbýu. Hafi hvort sem er verið -arfa slæm hugmynd. En augljósa hættan -er að Evrópa hefði getað blandast inn í stríðið innan Líbýu.

Ég held að maður geti vel -unað Pútín einum áróðurssigri.

Russia scuttles Brussels’ plan to destroy migrants boats

Einhverjir virðast halda -að bátafólkið séu Líbýumenn á flótta undan átökunum þar

Þvert á móti, virðist -bátafólkið flest hvert. Vera frá löndum Sunnan við Líbýu. Þ.e. bláfátækum Sahel löndum sbr. Níger, Chad, Mali og jafnvel -enn Sunnar.

Þau lönd hafa hingað til -misst af þeirri efnahagsuppbyggingu, sem þó er hafin í mörgum löndum í Afríku, sérstaklega þeim sem eru -Sunnan við miðbaug og Norðan við S-Afríku.

Í þeim löndum er -samt hröð mannfjölgun. Útkoman er -hratt vaxandi straumur af ungu fólki í leit að betra lífi í Evrópu. Því það veit, að möguleikarnir á mannsæmandi lífi. Eru nánast engir í þeirra heimalöndum.

  1. Mér skilst að bátarnir sem notaðir séu af smyglurunum. Séu gjarnan það ódýrir og lélegir. Að þeir kosta minna -heldur en heildar farið sem fæst greitt fyrir hverja ferð.
  2. Það þíðir, að jafnvel þó að Evrópa mundi ákveða að -sökkva smyglbátum undan ströndum Líbýu. Væntanlega -eftir að hafa bjargað fólkinu um borð frá drukkun.
  3. Þá mundi það ekki -skaða að verulegu ráði smyglarana. Sem samt mundu græða á hverri ferð samt sem áður.
  4. Ef e-h er, mundi slík aðferð sennilega vera greiðasemi við smyglhringina. Því ef flotar Evrópuþjóða, mundu stöðva bátana rétt við strönd Líbýu. Þá mundi einfaldlega bátsferðin verða minna hættuleg. Því sennilega -meir aðlaðandi aðferð fyrir fátækt fólk að reyna að komast til Evrópu.

 

Ég kem ekki auga á nokkra lausn á vandanum - nema kannski?

En líklega eru smyglhringirnir orðnir að drjúgri tekjulind fyrir marga í Líbýu. Í ástandi þegar væntanlega -heiðarleg starfsemi í landinu liggur mikið til niðri.

Það mundi ekki koma mér á óvart -að smyglhringir greiði báðum stríðsaðilum -mútufé- til að láta þá í friði. Þannig að smyglið sé þá báðum fylkingum -tekjulind.

  • Ég held að flest þetta fólk sé -skilríkjalaust.
  • Og að auki, að löndin sem það fólk kemur frá, séu líkleg að notfæra sér slíkt -til þess að neita að taka við því aftur. Ef ætti að senda það til baka til heimalands.
  • Að ætla að senda það til Líbýu -væri vart fær lausn. Í landi í upplausn borgarastríðs. Sem fyrir bragðið væri ólíklegt að geta -brauðfætt það fólk.
  1. Það mætti ímynda sér - að aðildarríki ESB. Mundu hefja samstarf við -báða stríðsaðila.
  2. En það væri vart praktísk nálgun, nema í samhengi tilrauna til að -binda endi á stríðið í landinu.

En sennilega er eina leiðin sú -að endir verði bundinn á það stríð.

Þ.s. augljóst er enginn áhugi í Evrópu að senda landher til Líbýu.

Yrði það að vera -einhverskonar sáttaleið að samkomulagi.

Kannski ættu aðildarríkin að íhuga alvarlega að beita sér með slíkum hætti - - þ.s. eftir allt saman, bera þau töluvert stóra ábyrgð á ástandinu innan Líbýu. Þ.s. að á sínum tíma, beittu aðildarríkin sér gegn Muammar Gaddhafi þegar uppreisn hófst þar í landi fyrir nokkrum árum. Aðstoðuðu uppreisnina til sigurs - - en eftir það hafa átök milli þeirra hópa sem tóku þátt í þeirri uppreisn. Leitt til þess upplausnar ástands sem þar er til staðar.

Og sennilega einmitt það upplausnar ástand -skapar þann jarðveg sem smyglararnir þurfa.

 

Niðurstaða

Ég held að nánast eina leiðin sem hugsanlega er fær, ef binda á endi á gríðarlegan straum flóttamanna í gegnum Líbýu -síðan á bátskænum til Evrópu. Að Evrópa beiti sér til þess, að binda endi á borgaraátök í Líbýu.

Mér er í sjálfu sér sama -hver lausnin akkúrat yrði, sem sátt næðist hugsanlega um.

En eins og mál eru nú að þróast, með eina ríkisstjórn í V-Líbýu og aðra í A-Líbýu. Þá gæti stefnt í klofnun landsins í 2-þjóðríki. Þ.e.svæði með miðju í Tripolitania svæðinu, og svæði með miðju á Cyrenaica svæðinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Hvaðan hefur þú þínar upplýsingar og sannanlegu staðfestu heimildir? Það kemur okkur öllum við, hvers konar áróðurstríð er í gangi í heiminum. Það bera allir ábyrgð á sínum orðum og gjörðum.

Flokksklíku-foringjar bak við tjöldin taka í raunveruleikanum ekki ábyrgð á orðum og gjörðum einstaklinga innan flokkanna.

Gerir þú þér grein fyrir þeirri gífurlegu ábyrgð sem þú berð, með pólitískum og óstaðfestum söguhönnunar-áróðurs"frétta"flutningi þínum?

Veist þú hvað er nákvæmlega í gangi í Rússlandi og ESB-ríkjunum?

Eða ert þú bara leigupenni sem ekki tekur ábyrgð á sannleiksgildi þinna skrifa?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband