En ein af stóru ástæðunum fyrir gríðarlegri fylgisaukningu Pírata er örugglega hve ákveðnir Píratar hafa einatt verið í afstöðu sinnar til kröfunnar um - - aukið lýðræði. Þegar kemur að -auknu lýðræði- vilja þeir ganga mun lengra -en ég er sjálfur tilbúin til.
Niðurstöður könnunar Gallup
Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga
En ég get vel fallist á það að 65. gr. tillögu stjórnlagaráðs, nái fram að ganga -verði færð inn í núverandi stjórnarskrá - með þeirri breytingu að miðað verði við 15%:
-----------------------------
65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.
-----------------------------
- En þetta er það form -beins lýðræðis- sem mér líst vel á.
- Að veita þegnum landsins, stöðunvarvald á Alþingi, með beinum hætti -án atbeina forseta.
- Ég er aftur á móti -ekki tilbúinn að veita þegnum landsins með sama hætti, frumkvæðisvald - -en þ.e. ósamrýmanlegt við grunn regluna þingræði.
Ég hafna því 66. gr. tillögu Stjórnlagaráðs -Þó að ég sé til í að íhuga að þegnar landsins hafi -málsskotsrétt- þ.e. geti lagt fram -þingmál- en þá sé það alfarið á valdi Alþingis að hafna þeirri tillögu -einhliða.
Það þíðir, að ég annað af tvennu, hafna 66. gr. alfarið, eða til vara -legg til þá breytingu að ef Alþingi hafnar viðkomandi þingmáli, þá falli málið dautt -þannig að greinin veiti eingöngu -málsskotsrétt.
-----------------------------
66. gr.
Þingmál að frumkvæði kjósenda.
Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.
Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram
gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði, svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.
Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því
málið hefur verið afhent Alþingi.
-----------------------------
Ég mundi að auki leggja til þá breytingu við 67. gr. -hún væri færð inn í núverandi stjórnarskrá, að takmörkun sem snýr að -þjóðréttarskuldbindingum- verði afnumin. En ég lít svo á að ef e-h er, sé það þjóðinni sérlega mikilvægt að hafa stöðvunarvald um þjóðréttarlega gildandi skuldbindingar. Því slíkar skuldbindingar -geta bundið alla þjóðina um aldur of æfi. Það getur þess vegna, falið í sér -skuldsetningar skuldbindingu, sbr. Icesave.
-----------------------------
67. gr.
Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt
ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að
krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.
Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um
form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis, svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.
-----------------------------
Ég er að tala um -stjórnarskrárbreytingu - - ekki um samþykki -Tillögu Stjórnlagaráðs- sem heild.
En ég held að vel sé unnt að ná fram samstöðu um þessi tilteknu ákvæði - - þannig afnema þá ásökun frá þjóðfélaginu að Alþingi og nánar tiltekið ríkisstjórnarflokkarnir -standi á móti lýðræðinu.
- Mjög líklega verður að auki, þrýst á um að -eignaréttarákvæði tillögu Stjórnlagaráðs, verði að auki sett inn í stjórnarskrána.
- Það verður sjálfsagt ekki vikist undan því, að a.m.k. ræða breytingu á núverandi eignarréttarákvæði Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.
En ef tekið væri á öllum þessum atriðum - - þá ætti fylgissveifla Pírata að líða hjá.
Enda kem ég ekki auga á nokkur önnur stór mál sem þeir halda á lofti.
Niðurstaða
Stjórnarflokkarnir þurfa að átta sig á því að fylgissveifla Pírata er raunveruleg ógnun. Besta leiðin til þess að glíma við -ógn af þessu tagi. Er sögulega sú, að -stela þeim málum sem flokkur sem sækir fram fylgislega heldur hvað mest á lofti. Stjórnarflokkarnir eiga einfaldlega sjálfir -að standa fyrir ofangreindum lýðræðisumbótum.
Þá sofnar sú ásökun góðum svefni að þeir séu andlýðræðislegir.
Það ætti einnig að endurreisa -traust á þingræðinu- að veita almenningi stöðvunarvald skv. 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs.
En um leið og almenningur hefur stöðvunarvaldið með þannig formlegum hætti, þá hefur almenningur ekki lengur ástæðu til þess mikla vantrausts sem í dag virðist til staðar gagnvart Alþingi.
Með 15% viðmiði, ættu þjóðaratkvæðagreiðslur -ekkert að verða of tíðar. En hafandi í huga að í þau 3-skipti sem hefur verið með vel-heppnuðum hætti skorað á Forseta Íslands. Þá er 15% viðmið ekki of hátt!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2015 kl. 10:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það ætti að vera auðvelt mál fyrir stjórnarflokkana að gera það sama og Sjálfstæðisflokkurinn gerði þegar vinstri stjórn færði landhelgina út í 50 mílur eftir að Sjallar höfðu harðneitað að gera það.
Sjallar sneru við blaðinu og yfirbuðu vinstri flokkanna með því að heimta 200 mílna landhelgi!
Ástæðan fyrir því hvað þetta er auðvelt fyrir Frammara og Sjalla er sú að Framsóknarflokkurinn tók veturinn 2008-09 forystu í stjórnarskrármálinu, gerði áð að aðal skilyrði sínu fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Jóhönnu að stofnað yrði til stjórnlagaþings sem gerði nýja stjórnarskrá í samræmi við loforð landsfeðranna um að 1943-44.
Og í ljósi þess að fjöldi stjórnarskrárnefnda með þingmenn innanborðs hafði mistekist þetta í nær 70 ár kröfðust Framarar stjórnlagaþings.
Sjálfstæðismenn áttu síðan hugmyndina um sérstaka Þjóðfundi um málið.
En þessir flokkar notuðu fyrsta tækifæri sem gafst til að leggjast gegn eigin stefnu og munu greinilega halda því áfram fram í rauðan dauðann.
Ómar Ragnarsson, 2.5.2015 kl. 01:49
Nú verða menn að -þekkja sinn vitjunartíma- því að eins og ástandið í þjóðfélaginu stefnir - -> Eru fjölmenn götumótmæli að verða ískyggilega líkleg. En miðað við -vaxandi vísbendingar um allsherjarverkfall- sem ég hef reyndar óttast síðan ég frétti af samningum ríkisins við kennara á sl. ári. Þá verður hitinn örugglega mjög mikill í samfélaginu - - og lítið til viðbótar mundi þurfa út af að bregða. Til þess að kalla fram slík mótmæli.
-------------------
En umrótið getur orðið það alvarlegt. Að Ísland lendi í umtalsverðum efnahagssamdrætti þetta ár - - þá meina ég, að ferðamannavertíðin mundi geta beðið umtalsverðan hnekki. Að auki er hugsanleg afleiðing, að ferðamenn jafnvel afpanti fyrir nk. ár.
Við getum lent í því við Ísledingar að naga greininga sem við stijum á.
Ef allt fer í eitthvert bál og brand.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.5.2015 kl. 10:59
Einar ég lít ekki á fylgisaukningu Pírata sem ógn, heldur sem tækifæri til breytinga, og það er góð tilfinning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 13:26
Tækifæri eins er ógn annars. Það fer eftir -hver horfir á hlutinn. Fyrir ríkisstjórnarflokkana er það sennilegga rétt ályktað að sú fylgisaukning sé ógn. Fyrir almenning -má vera að sú fylgisaukning sé rétt skilin, sem tækifæri eins og þú gerir.
Þessari grein var beint að ríkisstjórnarflokkunum.
Og þeirri næstu er það einnig - - sjá færsluna frá því í dag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.5.2015 kl. 13:42
Kíki á hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2015 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning