30.4.2015 | 23:56
Verðþróun rúbblunnar á þessu ári - krystallar hraklega stjórnun Pútíns á Rússlandi
Sjálfsagt kemur þetta einhverjum á óvart -að ég haldi þessu fram. En til að halda staðreyndum á hreinu - - þá hefur rúbblan risið um 36% gagnvart Dollar síðan í febrúar. Það þíðir að Rúbblan hefur verið einn af þeim gjaldmiðlum sem staðið hefur sig hvað best á þessu ári.
- Á hinn bóginn, þá er rétt að benda á að 26. júní 2014 var Rrúbblan í 0,3 gagnvart Dollar, berum það við 0,01942 staða Rúbblunnar nú miðað við Dollar; þá fæst heildargengisfall upp á 35% - - heimild: XE Currency Charts (RUB/USD)
Skv. frétt Financial Times: Russian central bank cuts interest rates as rouble rallies
- Verðbólga 16,5% skv. nýlegri mælingu.
- Seðlabanki Rússlands, var að lækka stýrivexti í 12,5%.
- Reiknað er með efnahagssamdrætti milli 3-4% í ár.
Ris Rúbblunnar á þessu ári, virðist sennilega standa í samhengi við - - hækkun olíuverðs á þessu ári, en olíuverð hefur hækkað aftur í 66 Dollara fatið.
Lægst fór "Brent-Crude" rétt niður fyrir 50 Dollara.
The fast appreciation of the rouble that we saw, linked to the sharp upswing in the price of oil by 30 per cent thats over,
Það sem þetta sýnir fram á, er hve háð Rússland er olíuverði
Þetta minnir mann á þann tíma, þegar íslenska krónan sveiflaðist í takt við -fiskverð.
- En það blasir við, að stærstum hluta má útskýra lækkun gengis Rúbblunnar -sem mest varð rúmlega 50%.
- Með rúmlega 50% lækkun heimsverðs á olíu.
- Á þessu ári, hefur olíuverð - - rétt við sér í 66 Dollara eða ca. 30% miðað við lægstu stöðu.
- Og viti menn - - Rúbblan réttir við sér um 36%.
- Það getur bent til þess, að gengið hafi undirskotið aðeins.
Það búa ca. 144 milljón manns í Rússlandi.
- Þ.e. áhugaverður árangur - að svo stórt land sé enn með svo einhæft hagkerfi.
Það má sennilega fullkomlega útskýra - tímabil velmegunar sem hefur verið í Rússlandi um rúman áratug, sem margir eigna Pútín.
Með þróun olíuverðs - en það var lágt um tíma rétt áður en Pútín tók við, Rússland lenti í vandræðum með erlendar skuldir rétt fyrir 2000. Akkúrat þegar olíuverð fór snögglega niður.
Pútín hefur verið ríkjandi í Rússlandi öll ár þessarar aldar.
- Frá og með 2003 -varð olíuverð mjög hátt. En það ár hófst innrás Bandar. í Írak.
- Það hélst hátt, til júníloka ca. á sl. ári.
- Þetta er akkúrat það velmegunartímabil, sem eignað hefur verið Pútín.
Svo hvað gerði Pútín - - sem hefur verið svo gott?
Ég kem ekki auga á það!
Samanborið við Boris Yeltsin, á árum Yeltsin var Rússland einnig jafn háð olíu, en a.m.k. var verulegt frelsi í Rússlandi á þeim árum. Fólk þurfti ekki að hræðast að segja skoðanir sínar opinberlega, hvorki í ræðu né riti.
Ég eiginlega kem ekki auga á það - - hvað er betra í tíð Pútíns.
Það að Rússland er svo gríðarlega háð olíu, með sama hætti og áður - - er að sjálfsögðu gríðarlegur áfellisdómur yfir þeim manni sem stjórnað hefur Rússlandi, nægilega lengi til þess að unnt hefði verið að framkvæma miklar breytingar til batnaðar.
En þær breytingar virðast ekki hafa verið framkvæmdar.
- Þó að fyrirtæki sem voru -einkavædd gjarnan undir grunasamlegum kringumstæðum í tíð Yeltsin, hafi verið -tekin til baka.
- Þá fæ ég ekki séð, að betra hafi tekið við, Pútín virðist einfaldlega hafa -afhent þau til hans eigin einkavina, þ.e. þó þau séu -eign ríkisins- þá stjórna einkavinir hans þeim, sem þau væru þeirra eign. Þetta minnir dálítið á ráðdeild Robert Mugabe í Zimbabve, án gríns.
Þannig, að í stað -spylltra einkafyrirtækja.
Komu, jafn spillt eða jafnvel spilltari, ríkisfyrirtæki.
Það hve góðan aðgang þeir aðilar virðast hafa að -almannasjóðum- grunar mig, að í raun og veru, geri þeirra aðstöðu enn betri- til þess að ræna almenning.
- Ekkert hafi í raun og veru batnað.
- Meginbreytingin virðist vera, að landið sé aftur orðið -ófrjáls.
Niðurstaða
Ég held að sú lotning sem margir bera fyrir Pútín -sé stórfellt misskilin. Hann hafi í raun og veru gersamlega brugðist sinni þjóð sem leiðtogi. Eiginlega ef e-h er, sé hann verri leiðtogi en Yeltsin.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að lesa kolvitlaust í þetta Einar.
Atburðir síðustu mánaða sýna að Rússneska efnahagskerfið er miklu öflugra en menn höfðu gert ráð fyrir.
Lækkun á olíuverði var Rússum náttúrulega mikið áfall,en það var ekki það eina sem gerðist á þessum tíma.
Lokun lánamarkaða var aðgerð sem var mjög óþægileg fyrir hagkerfið og raunar aðgerð sem ein og sér hefði lagt efnahag flestra Evrópuríkja og Bandaríkjanna í rúst.
Þarna spilar náttúrlega mest inn í lág skuldastaða Rússlands og stór gjaldeyrisvarasjóður.
Lágar skuldir og mikið sparifé er ekki slök hagstjórn ,hvorki fyrir ríki eða heimili.
Það sem menn áttuðu sig ekki á hér er að þó að orka sé gríðarlega mikilvæg útflutningsgrein og skattstofn fyrir ríkið er orka ekki ráðandi í þjóðarframleiðslunni.
Til dæmis er hún minni áhrifavaldur í Rússneska hagkerfinu en því Norska,og reyndar flest öllum olíuríkjum.
Aðal vandamál Rússa er hvað hún er stór hluti af útflutningi.
Niðurfærsla Rússlands í ruslflokk á lánamörkuðum sem var einn liður í að taka niður hagkerfið og var eingöngu pólitísk aðgerð.
Allir sem ráða yfir tækni til að draga frá og leggja saman sjá strax að hættan á greiðsluþroti var nánast engin.
Rússland er í raun færara um að borga af skuldum sínum en nokkurt annað land í Evrópu að Þýskalandi undanskildu. 'I raun eru mjög fá ríki í Evrópu sem geta borgað af skuldum sínum yfirleitt.þau geta bara velt þeim árfram. Ríki sem eru með viðskiftahalla borga ekki af skuldum sínum ,eða hvað.
Þessi niðurfærsla hefur samt tilgang ,en hann er sá að koma í veg fyrir að flestir fjárfestingasjóðir geti fjárfest í Rússland.
Niðurfærslan miðaði því að því að stoppa þetta fjárstreymi en ekki að því að gefa upplýsingar um stöðuna ,sem er þó tilgangur þessara "greiningafyrirtækja" að þeirra sögn.
Þegar það var búið að koma þessu öllu fyrir með þessum hætti var gerð atlaga að rúblunni á fjármálamörkuðum með skortsölu og fleiri aðgerðum.
Þetta hefði sennilega getað tekist ef það hefði ekki einhver stoppað þetta af 16 desember á síðasta ári. Margir halda að þetta hafi verið Kínverjar,en ég hallast ekki síður að því að þetta hafi verið Evrópskir bankar sem sáu fram á hrun ef Rússland yrði ógjaldfært.Kannski hefur þettað veri hvoru tveggja.
Þennan dag töpuðu margir spákaupmenn miklum peningum ,þó það sé ekki mikið talað um það.
Það eru ekki mörg lönd sem hefðu komið út ur svona allsherjar árás með 17% verðbólgutopp ,sem er sennilega á niðurleið aftur og lægri skuldastöðu sem nemur 170 milljörðum dollara.
Á sama tíma lækkaði gjaldeyrissjóðurinn um 120 milljarða dollara. Einhvern hluta af þessari lækkun á gjaldeyrisvarasjóði má rekja til lækkunar Evru gagnvar dollar.
Staða núna er sú að fjárfestar sem eru ekki bundnir af mati "greiningarfyrirtækjanna" eru komnir að þeirri niðurstöðu að aðförin hafi mistekist og eru aftur farnir að fjárfesta í Rússlandi í vaxandi mæli.
Niðurstaðan er sú að áróðursherferðin hefur mistekist ,efnahagsárásin hefur mistekist og eina sem við getum gert er að bíða og sjá hvort glæpalýðurinn sem hefur stjórnað Bandaríkjunum síðustu ár grípur til hernaðaraðgerða sem er oftast lokaaðgerðin ef annað bregst.
Útlitið er ekki gott sem stendur ,þetta lið þrýstir nú mjög á að endurvekja borgarastyrjöldina í Úkrainu og sennilega tekst þeim það.
Mikið ríður því á að Putin haldi áfram að sýna stillingu ,en láti ekki eftir öflum í Moskvu sem vilja láta sverfa til stáls.
Borgþór Jónsson, 1.5.2015 kl. 11:15
Einar ,hvernig ferðu að því að ger greinarskil.?
Þó ég geri greinarskil þjappast þetta alltaf saman þegar ég sendi þetta og þetta verður svo ólæsilegt.
Borgþór Jónsson, 1.5.2015 kl. 11:21
Ég gleymdi illu heilli að skamma þig fyrir þessi orð: "Þetta minnir mann á þann tíma, þegar íslenska krónan sveiflaðist í takt við -fiskverð."
Krónan sveiflast mikið í takti við fiskverð og veiðimagn.
Munurinn er sá að afurðaverð og veiði hefur verið mjög stöðugt undanfarin ár,þess vegna eru litlar sveiflur.
Skemmtileg undantekning frá þessu er þegar stórauknar kolmunnaveiðar og vinnsla í dýrarii pakkningar hífði upp gengi krónunnar fyrir nokkrum árum.
50% lækkun á verðii sjávarafurða mundi höggva hressilega í gengi íslensku krónunnar,vertu viss.
Borgþór Jónsson, 1.5.2015 kl. 13:45
Bla, bla, bla - - gjaldeyrisstaða rússn. ríkisins er ekki -jákvæð- heldur -neikvæð.
Þetta hef ég útskýrt áður. Rússn. ríkið skulda heilt yfir -stærri upphæðir í gjaldeyri, en það á í gjaldeyrissvarasjóö.
En ríkisfyrirtæki skulda þær upphæðir að stærstum hluta. Sem falla á ríkið ef þau fyrirtæki geta ekki staðið við þær skuldbindingar.
Þ.e. þess vegna sem menn telja umtalverðar líkur á greiðslufalli rússn. ríkisins innan 2-ja ára. Þ.e. ef olíuverð helst áfram innan við 80 Dollara.
--------------------------
"Krónan sveiflast mikið í takti við fiskverð og veiðimagn."
Krónan sveiflast minna - - vegna þess að ólíkt Rússlandi þ.s. 70% gjaldeyristekna koma frá olíu/gasi þá hefur Ísland náð að lækka hlutfall gjaldeyristekna þær sem sjávarútvegur stendur undir - - niður í ca. 30%.
Það þíðir að Íslandi hefur tekist að ná fram betri dreifingu í uppsprettum gjaldeyristekna - heldur en Pútín hefur í Rússlandi.
Það áhugaverða er, að sú staða er ca. sú hin sama í dag og í tíð fyrri forseta Rússlands. Meðan að Ísland hefur jafnt og þétt verið að minnka hlutfall sjávarútvegs í gjaldeyristekjum sl. 20 ár og orðið vel ágengt.
Þetta er ekki -vegna þess að fiskverð hefur verið stöðugra.
Ísl. krónan er einfaldlega -ekki nærri eins háð fiskverðum og hún var áður. Meðan að Rúblan er enn jafn háð olíuverði og í tíð Yeltsin.
Efnahags uppbygging hans hafi gersamlega brugðist.
Þetta bitni á Rússm í dag.
Tími til að hann víki og einhver duglegri taki við.
Hann hefur verið nægilega lengi, til þess að fullreynt sé hvað hann afrekar. Sem sé nákvæmlega ekki neitt til þess að bæta aðstæður rússn. þjóðarinnar. En enn sé sama hraklega ástand heilsufars hennar og var í tíð Yeltsin. Enn sé grunnþjónusta eins léleg og var í hans tíð. Svona má lengi telja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2015 kl. 22:58
Nú skaltu hætta segja bla bla og fara yfir í smáatriðum hvernig gjaldþrot Rússlands á að bera að.Þú skuldar orðið skýringar á þessu
Afborganir Rússlands á þessu ári eru um 70 milljarðar dollara,flest bendir til að gjaldeyrisafgangur þeirra af vöruskiftum verði yfir 100 milljarða á þessu ári.
Gjaldeyris afgangur tveggja síðustu mánuða var 13 milljarðar dollara hvorn mánuð ,og ef það heldur svoleiðis áfram verðður afgangurinn meira en 160 milljarðar dollara,meira en tvöfaldar afborganirnar. Líklega verða einhverjar niðursveiflur,en afgangurinn gæti líka orðið meiri ef olíuverð hækkar.
Hvernig í ósköpunum á þetta að geta gerst. og nú dugir ekkert bla bla.
Ofan á þetta eru svo fjárfestar farnir að koma inn í landið með peninga af því að þeir eru loksins búnir að fatta að það er rétt sem ég er búinn að reyna segja þér í marga mánuði.
Það er engin hætta á að Rússland defaulti og hefur aldrei verið.
Nú skaltu útskýra fyrir lesendum þínum hvernig maður verður gjaldþrota þegar innkoman er 50 til 100% hærri en útgjöldin og maður á að auki digran sparnað.
Þetta er bara ein af þessum rugl greiningum sem eru á kreiki núna,af því að það langar marga ofsalega mikið til að þetta ríki verði gjaldþrota.
Það væri ekki vitlaust fyrir þig að reyna að lesa hagtölur landsins frekar en að styðjast við svona bull,þá sérðu þetta strax.
Ef þú skoðar þetta bara aðeins þá sérðu að þeir hafa tekið meira meira en 50 milljarða út úr rekstri til að borga niður skuldir á síðustu 9 mánuðum ,þrátt fyrir að vera í miðju gjaldeyrisstríði. Vel gert hjá þeim.
Að auki hafa þeir keyft hátt í 100 tonn af gulli á tímabilinu.
Ef til dæmis Frakkland mundi lenda í sömu stöðu mundu þeir þurfa að byrja á að vinna niður 3,8 milljarða viðskifta halla á mánuði og skera svo niður um 600 milljarða dollara á ári til að borga skuldir. Ofan á allt saman eiga þeir sáralítinn varasjóð.
Það er af því að efnahagur Frakklands er í kalda koli og ríkið skuldsett upp í rjáfur.Þeir þurftu meira að segja að fá skrifað hjá Rússum til að geta borgað þyrluskipin til baka,1,1 milljarð dollara.
Ég ætla ekki að ergja þig frekar með að skoða hvernig Ítalía ,Spánn ,Portugal eða Írland mundi koma út úr þessu.
Rússar eiga við nákvæmlega sömu vandamál að etja og öll fátæk ríki sem komast yfir stórar auðlyndir,gjaldmiðillinn verður of sterkur til að annar iðnaður geti þrifist.Þeir hafa samt höndlað þetta betur en flestar aðrar þjóðir og er það helst að þakka Kudrin ,fyrrverandi fjármálaráðherra sem sá til þess að olíufyrirtækin voru skattlögð undir drep og peningunum safnað í kistur.Þetta kom í veg fyrir að hagkerfið fuðraði alveg upp.Kudrin sagði síðan af sér vegna þess að honum fannst Putin bæta kjör almennings of hratt,hann vild safna meiru.
Þetta er eitthvað sem við könnumst ágætlega við,nema í okkar tilfelli var það því miður lánsfé sem fór svona með okkur.Þú manst væntanlega hvernig það fór.
Meira segja Saudar eru að brenna upp 2,5% af gjaldeyrisvarasjóði sínum á mánuði samkvæmt Bloomberg,meðan Rússar eru farnir að auka í sinn aftur.Þetta kemur í ljós í hagtölunum sem birtast í næsta mánuði.
Ég hugsa að þú getir ekki kennt þeim mikið.
Það er ljóst ,og búið að vera lengi að það eru að verða umskifti í efnahag heimsins og þungamiðjan er að færast austur eins og stundum er sagt.
Það sem okkur vantar á vesturlöndum eru almennilegir leiðtogar sem setjast niður og reyna að finna út hvernig hag okkar verður best borgið í þessu umróti.
Við höfum engin not fyrir þessa leiðtoga okkar sem hafa engin ráð nema að reyna að kúga og drepa þetta fólk sem er að reyna bæta kjör sín.
Þessi þróun er hafin fyrir nokkru og henni verður ekki snúið við.
Ég held að leið ofbeldis sé að verða fullreynd,það er búið að gjöreyða fjórum löndum í austurlöndum og norðurafríku og það fimmta er í meðferð núna að ógleymdri Úkrainu.
Og nú standa þessir vitleysingar gráir fyrir járnum á landamærum Rússlands með John Mccain og Viktoriu Nuland í broddi fylkingar. Það er mál að linni,áður en það verður of seint.
Borgþór Jónsson, 2.5.2015 kl. 02:24
Þakka þér fyrir þetta ágæta blogg Einar. Það kallaði fram alveg bráðgóðar og fræðandi athugasemdir Borgþórs.
Síðan kemur í ljós hvor hefur rétt fyrir sér !?
Hvort Obama tekst að knésetja fjárhag Rússa ? Eða hvor þetta verður enn eitt flopið hjá Bandaríkjamönnum.
Snorri Hansson, 7.5.2015 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning