Der Spiegel tók viðtal við Alexander Zakharchenko, leiðtoga svokallaðs - Donetsk Peoples Republic

Mér virðist alls enginn vafi á því, að stjórnendur -svæða í uppreisn- í Donetsk, eru hættulegir öfgamenn. En það má tína nokkur atriði til - til að styðja slíka ályktun.

  1. En í fyrsta lag vek ég athygli á því að þeir skuli velja að nefna sitt -stjórnunarsvæði- "Peoples Republic" en kommúnistaríkin nefndu sig ávalt "alþýðulýðveldi."
  2. Í öðru lagi, þá nefnist þing þess hluta Donetsk héraðs, sem -uppreisnarmenn ráða- "Supreme Soviet." En til þess að menn skilji tenginguna, þá var það akkúrat nafnið á þingi "Sovétríkjanna sálugu." Það skemmtilega er, að NYtimes á sl. ári, tók viðtal við forseta þessa þings, og hann fór ekki leynt með að vera aðdáandi Sovétríkjanna sálugu: Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday
  3. Að auki, hefur NYtimes vakið athygli á öðru atriði -hvernig uppreisnarmenn eru að endurskrifa sögu Úkraínu- : Ukraine Separatists Rewrite History of 1930s Famine. Það virðist alveg ljóst - hvaða fyrirmyndarríkis þessir uppreisnarmenn horfa til. En t.d. í umfjöllun um -Stalínstímann- virðist fjallað mjög -ljósrauðum hætti- um uppbyggingu vísinda og tækni, alveg skautað framhjá -hreinsunum stalíns- sem drápu milljónir manna, og þegar fjallað er um -hungursneyðina- í Úkraínu, sem drap óþekktan fj. Úkraínumanna, a.m.k. meira en milljón - er talað um það sem hluta af atburðarás sem skók öll Sovétríkin, þó að engin hungursneyð hafi verið utan Úkraínu. Það er með öðrum orðum -allt neikvætt um Sovéttímann fjarlægt- það virðist ekki mega vera neitt neikvætt í sögunni sem börnunum er kennd, sem má tengja Rússlandi. Igor V. Kostenok - menntamálaráðherra uppreisnarmanna, er ekkert að fara í felur með það, að með hinum nýja sagnfræðitexta eigi að -þurrka út sérstaka úkraínska þjóðarvitund- og treysta bönd fólksins sem býr á svæðinu og Rússlands.
  4. Það má nefna eitt til, að fyrr á þessu ári var Der Spiegel með merkilegt viðtal við fyrrum varnarmálaráðherra uppreisnarmanna í Donetsk. Viðtalið tekið í Moskvu, og hann var ekkert feiminn - að viðurkenna eitt og annað, í örygginu í Moskvu: : The Man Who Started the War in Ukraine. "In eastern Ukraine, Strelkov handed down death sentences on his own, citing a World War II decree issued by the Soviets in the summer of 1941 following the German invasion." - - > Sem er ekkert annað en viðurkenning á skipulögðum morðum án dóms og laga, einmitt skv. fyrirmynd Stalíns. Annað atriði - "He is among those powers who believe that Putin is not acting decisively enough in eastern Ukraine..." - ""Why didn't we destroy the Ukrainian army back in September?" Strelkov asks." - - > Hverjir eru "við"? Ath. - hann er í Moskvu er hann segir þetta. Þetta hljómar sem bein viðurkenning á því að rússn. her hafi verið þarna á svæðinu.
  • Punkturinn er sá, að Sovétríkin stunduðu einmitt grimmt, að endurskrifa söguna.
  • Uppreisnarmenn, virðast bersýnilega vera, að byggja upp sitt sjálfsstjórnarsvæði, með Sövétríkin sálugu, sem fyrirmynd í einu og öllu.

Það er afar erfitt að ímyndar sér, að þessi maður raunverulega ráði!

Alexander Zakharchenko -'We Are Not Citizens of Ukraine'

En ef hann raunverulega ræður einhverju - virðast friðarlíkur engar með hann við stjórnvölinn.

  • Hann viðurkennir að hafa ekki - - dregið til baka "þungavopn" eins og vopnahléssamkomulag kveður á um.

Zakharchenko: ...And Kiev is not withdrawing its heavy weapons.

SPIEGEL: You haven't done so, either.

Zakharchenko: I can tell you why. If we withdraw our weapons and the other side fires at us, we have to respond. That's logical, isn't it? And that's why the heavy weapons are returning to their old positions.

  • Síðan viðurkennir hann að stríðið muni halda áfram, að hann hætti ekki - fyrr en hann ráði öllu héraðinu - en í dag ræður hann ca. helming þess.

SPIEGEL: So the war is continuing.

Zakharchenko: Because Kiev is illegally occupying part of our territory. We define "our territory" as the entire Donetsk region, within the borders that previously made it part of Ukraine.

SPIEGEL: It doesn't appear that you will be able to reach a political compromise with Kiev. President Petro Poroshenko describes the People's Republics of Donetsk and Luhansk as "occupied territory." You are now threatening to take over Mariupol and Kharkiv.

Zakharchenko: I have always said that the Donetsk People's Republic is comprised of the entire former Donetsk region. We see any part that is not in our hands yet as being illegally occupied. Kharkiv isn't part of that.

SPIEGEL: The borders of the old Donetsk region are still too far away for you.

Zakharchenko: What do you mean by far? It's only 120 kilometers.

SPIEGEL: How do you intend to capture this additional territory?

Zakharchenko: The faster, the better. And by peaceful means, if possible.

  • Það þarf vart að taka fram, að stórfellt ólíklegt er -að stjv. í Kíev samþykki að eftirláta restina af héraðinu, friðsamlega.
  • Skv. samkomulaginu á að halda kosningar í héraðinu öllu, ef marka má orð hans í restinni af viðtalinu virðist ljóst -að ómögulegt verði að skilgreina kjörskrá svo allir séu sammála.
  • Þá fara engar kosningar fram, sem sennilega hentar -kommúnistum.

Miðað við það að tíðni vopnahlésbrota far vaxandi - - eru vísbendingar um að stríðinu verði sennilega fram haldið að nýju á þessu vori.

En þau brot eru nærri borginni Kharkiv og borginni Mariupol. En taka seinni borgarinnar, mundi veita svæði uppeisnarmanna -hafnarborg.

En erfitt að sjá að sú borg verði tekin án mikils blóðbaðs. Vegna íbúasamsetningar er virðist ca. 50/50 rússn. og Úkraínumenn. Sjá mátti myndir sl. sumar - - er borgarar þeirrar borgar aðstoðuðu úkraínska herinn, við gerð varnarvíga.

------------------------

Svo nefnir Spiegel atriði sem ég hafði ekki heyrt um áður, þ.e. -vitnisburð rússn. hermanns sem viðurkenndi að hafa barist ásamt skriðdrekasveit sinni í A-Úkraínu.

Prófið sjálf netleit - "Dorzhi Batomunkuyev interview"

Hlekkur á viðtalið á rússnesku: explosive interview. Hlekkur á enska þýðinguEnglish.

Hlekkur á greiningu áhugaverðs nethóps á viðtalinu og upplýsingum sem þeim hefur tekist að verða sér úti um - til að styðja vitnisburð hermannsins: How These Adorable Puppies Exposed Russian Involvement in Ukraine. Mér finnst greining þeirra sannfærandi. gggg

------------------------

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður sagt, er merkileg sú hjörð öfgamanna sem ræður ríkjum í -Alþýðulýðveldi Donetsk. Spurning þó hve miklu þeir ráða í reynd -þ.s. rússn. stjv. augljóslega þurfa að halda svæðinu uppi með -fjárframlögum. Og borga því mjög sennilega laun þeirra allra, fyrir utan að útvega vopn.

Vanalega ef þ.e. svo að þú ert gersamlega háður einum aðila - - þá stjórnar sá aðili sem þú ert gersamlega háður, því hvað þú gerir.

Mér finnst þetta mál minna mig einna helst á aðgerð sem Ronald Reagan stóð fyrir á 9. áratugnum, er hann -stofnaði svokallaðar Contra sveitir. Hægri sinnaðir skæruliðar, er börðust þá gegn -vinstri sinnaðri stjórn Sandinista hreyfingarinnar í Nicaragua.

Það var alltaf alveg ljóst að ríkisstj. Bandar. bjó þá hreyfingu til - á hinn bóginn fóru bandar. stjv. aldrei sérlega leynt með það atriði. Þetta fór fram fyrir opnum tjöldum.

Í því felst ef til vill -meginmunurinn- að Pútín neitar að kannast við það að vera hinn raunverulegi stjórnandi -uppreisnarmanna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband