David Cameron virðist hafa skorið herafla Breta það mikið niður, að ólíklegt virðist að Bretland taki þátt í hernaðarævintýrum á næstunni

Þetta virðist -mikill niðurskurður- sumir tala um mesta minnkun herafla Bretlands síðan á fyrri hl. 4 áratugarins. Eitt það merkilegasta í þessu er -hve lítill breski flotinn er orðinn eða skv. frétt einungis 19 yfirborðsherskip. Það gerir hann t.d. að dverg miðað við þann flota sem Thathcer hafði til umráða. Þíðir að breski flotinn -gæti ekki endurtekið herför þá sem farin var, þegar breski herinn og flotinn, tók aftur Falklandseyjar á sínum tíma eftir innrás Argentínumanna.

Queen Elisabeth - er óneitanlega glæsilegt hátæknifley!

HMS Queen Elizabeth in Rosyth Dockyard MOD 45158230.jpg

  • Nýlega var tekið í notkun nýtt flugmóðurskip, Queen Elizabeth: Með svo fáum yfirborðs skipum, þá hefur breski flotinn einungis getu til að tryggja vernd eins flugmóðurskips úti á opnu hafi. Og Breski flotinn er með annað í smíðum, Prince of Wales.
  • En breski flotinn á ekki lengur -þær langfleygu eftirlitsvélar sem hann áður fyrr notaði, þ.e. Nimrod var tekin úr notkun í sparnaðarskyni, án þess að nýjar vélar væru keyptar. Þannig að þá á flotinn ekki lengur -vélar- sem geta sveimað yfir hafinu klukkustundum saman, og haft eftirlit í víðan hring um meginflotann. Þetta er augljós galli - ef beita á flotanum utan við það svæði sem flugvélar frá Bretlandseyjum sjálfum ná yfir.
  • Að auki, í sparnaðarskyni, voru Harrier flugsveitirnar lagðar niður, en það þíðir að flotinn á engar orrustuflugsveitir, þarf þá að þjálfa nýjar. Að auki á hann engar orrustuvélar, þarf að kaupa nýjar. Þá er babb, að framleiðsla þeirra véla sem fyrirhugað er að nota -er ekki hafin. Þetta skapar óneitanlega einstakt ástand í sögu breska flotans á seinni tímum.

Það sem blasir við, að þó svo að á endanum verði hinar sérhæfðu F35 vélar framleiddar, sem eiga að geta hafið sig á loft -lóðrétt- og lent aftur -lóðrétt- sem stendur til að nota; framleiddar.

Þá virðist þessi floti ekki hafa neina getu til að beita sér -utan N-Atlantshafssvæðisins, eða svæðisins nærri Bretlandseyjum.

Hann virðist orðinn að -hreinum- varnarflota.

Þ.e. alveg nýtt, að David Cameron -virðist vera að gefa upp á bátinn, þá getu sem Bretland hefur svo lengi viðhaldið, að geta beitt herafla sínum -langt utan eigin landamæra.

  • Annaðhvort þarf að fjölga yfirborðs skipum, svo að unnt sé að halda uppi 2-flotum með flugmóðurskipi sem kjarna.
  • Eða að nota þau til skiptis!

Svo er verið að rífast um endurnýjun - kjarnorkueldflaugakafbátaflota Breta. Sem er að komast til ára sinna, og mun kosta slatta að skipta um.

Sumir vilja meina, að fyrst að svo virðist stefni í að breski heraflinn verði fyrst og fremst, varnarherafli -sé engin ástæða lengur til að viðhalda kjarnorkueldflaugakafbátum.

  • En eins og nú er ástatt um heraflann, þá væri hann ekki heldur fær um að endurtaka þ.s. Tony Blair gerði, er hann sendi fjölmennan breskan her til innrásar í Írak.

Britain’s Drift From the Global Stage Becomes an Election Issue

Britain retreats

MPs urge review on cost of second aircraft carrier

 

Niðurstaða

Það sem er að auki áhugavert við Bretland -undanfarið- er að stóru málin sem voru að skekja þar, snerust um kosningarnar í Skotlandi um hugsanlegt sjálfstæði. Og síðan rifrildið innan Bretlands um Evrópusambandið.

Öryggismál - utanríkismál - meira að segja stríðið í A-Úkraínu; hafa ekki fengið nærri því sambærilegan sess í þjóðfélagsumræðunni.

Það sé með öðrum orðum -eins og að loksins hafi Bretland yfirgefið sína gömlu stórveldis drauma. Sé nú orðið að því sem Bretland raunverulega er -miðlungs veldi- í N-Evrópu.

Áhersla ríkisstjórnarinnar hefur verið á -viðskipti. Það er eins og að -hernaðarmáttur skipti núverandi ríkisstjórn mun minna máli en þær fyrri.

Það er áhugavert -að það sé ríkisstjórn undir forsæti Íhaldsflokksins, sem leiði þessa tilteknu stefnubreytingu -og síðan áhugavert að háværustu gagnrýnendur niðurskurðar heraflans séu þingmenn og leiðtogi Verkamannaflokksins.

Þ.e. af sem áður var!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hafa þeir mikið með herinn að gera?

1: ég man ekki í svipinn eftir neinni nýlendu sem þeir eiga eftir.  Sá sem á nýlendu *þarf* her.  Að ætla sér að leggja undir sig nýlendu núna væri ekki ómaksins virði.

2: hver ógnar þeim?  Þeim gæti vissulega dottið í hug að ógna einhverjum, en veit ekki um neinn sem raunverulega ógnar bretum.  Það voru bara við, og það var fyrir 1000 árum.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2015 kl. 21:57

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ásgrímur gleymdu ekki þorskastíðunum.

Ein hugsanleg skýring á þessu gæti verið að margir eru farnir að líta svo á að yfirborðsfloti sé orðinn úrelt fyrirbrigði.

Hann er í fyrsta lagi óhemju dýr lausn og í öðru lagi er líklega engin leið að verja hann ef kemur til átaka milli einhverra stórvelda

Ekki er langt síðan franskur kafbátur "skaut niður" bandarískt flugvélamóðurskip á heræfingu.

Bandarískk flugvélamóðurskip eru best vörðu skip í heimi og franskir kafbátar eru engan veginn fullkomnustu kafbátarnir í undirdjúpunum.

Margir telja að ef kemur til átaka milli stórra hervelda og beitt verði herþotum af móðurskipum ,þá hafi þær mjög líklega engan stað til að lenda að sendiför lokinni.

Bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn ráða yfir flaugum sem engin leið er að verjast og rússar eru væntanlega að bætast í þennan hóp.

Þessi skip hafa að sjálfsögðu hlutverki að gegna þegar er verið að ráðast á smáríki eins og við þekkjum,en það er spurning hvort það er hægt að réttlæta kostnaðinn.

Borgþór Jónsson, 28.4.2015 kl. 23:13

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Flotinn hefur alltaf verið -meginvarnarher- Bretlands. Ég sé það ekki breytast í bráð.

Þ.e. ekki rétt að franski flotinn ráði ekki yfir afar fullkomnum kafbátum. En þeir bestu, og þeir frönsku eru -með þeim bestu sem til eru- geta laumast nánast hvert sem er.

    • Það eru aftur á móti, eingöngu þróuðustu herveldin sem eiga það fullkomna kafbáta.

    Vegna þess að Bretland er eyja, þá þarf Bretland -fyrst og fremst flota, sem varnarlið.

    Flugmóðurskip eru mjög gagnleg, því þau veita flota sem þau eru hluti af, vernd úr lofti. Ég sé það ekki verða úrelt á nk. árum.

    Queen Elisabeth er örugglega búin allra bestu tækni sem völ er á. Þó bresku skipin séu -fá- þá a.m.k. eru þau, tæknilega fullkomin.

      • Þ.e. þó verulegur galli, að þeir lögðu af Nimrod þoturnar. Því þeirra megin hlutverk, var einmitt - kafbátaleit.

      Þ.e. miklu minna áhættusamt fyrir flugvél, að leita kafbáta - en fyrir skip. Og þær eru ekkert endilega lakari við það hlutverk.

      Þeir eiga eftir að sjá eftir því, að hafa -hent þeim- því að missir langfleygu kafbátaleitarvélanna, sem þó gamlar voru búnar nýlegri tækni - - takmarkar verulega notagildi þessa flota.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 28.4.2015 kl. 23:47

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband