Bandarískir fjárfestar virðast í vaxandi mæli blóðmjólka fyrirtækin af fjármagni

Þetta mátti lesa út úr áhugaverðri grein í Financial Times, eftir Edward Luce: US share buybacks loot the future.

En það virðist fara hratt vaxandi - að fyrirtæki kaupi aftur til baka hluti í eigu hluthafa, sem gjarnan virðist leiða til þess að -hluthafar enda með rýkulegan arð.

Þetta gerist í -umhverfi, þegar -arðsemi fyrirtækja, er almennt enn slök.

  • Mikið af þessu, virðist fjármagnað -með lántökum.

"A large chunk of the buybacks are funded by corporate bonds issued at historically low interest rates."

  • Svo virðist einnig dæmi um að fyrirtæki -selji eignir til að fjármagna slík endurkaup.

"...General Electric, which recently announced it would sell off its non-industrial businesses...Yet its disposals will in the first instance help fund a $50bn share buyback."

  • Á síðasta ári vörðu fyrirtæki á skrá hjá Standards&Poors 95% af sínum hagnaði i endurkaup.

"Last year, the S&P 500 companies spent 95 per cent of their operating margins on their own shares or in dividend payouts."

  • Miðað við upphaf þessa árs, gæti stefnt í að -endurkaup, fari upp í rúmlega 100% af hagnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum að meðaltali.

"To judge by the activity since January, buybacks are on course to exceed 100 per cent of profits in 2015."

 

Skv. þessu, þá streymir fjármagn út úr fyrirtækjum - og stefnir í að á þessu ári streymi meir út úr þeim, en inn í þau

Þannig að í stað þess, að fyrirtæki á markaðí - sæki sér fé til fjárfesta. Séu fjárfestar að sækja sér -nettó- fé til fyrirtækja.

Mér finnst það merkileg þróun, að nærri 100% af hagnaði fyrirtækja hafi á sl. ári verið greiddur úr - - til eigenda hluta.

Það þíðir að sjálfsögðu, að - - lítið af því fé sem til verður í fyrirtækinu, nýtist því til þess að fjármagna fjárfestingar, eða þá rannsóknir og þróun.

  1. Það má alveg velta því fyrir sér, hvort þessi þróun á sl. árum - - að sífellt hærra hlutfall hagnaðar, sé greiddur úr - - > Geti ekki a.m.k. að einhverju verulegu leiti, útskýrt af hverju hagvöxtur hefur verið tiltölulega lélegur seinni ár.
  2. En með því að taka til sín, svo hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja, eða á bilinu frá 90-100% eða jafnvel yfir 100%, þá er rökrétt að það dragi úr -nýungagyrni- fyrirtækja, þ.e. fjárfestingum í kostnaðarsama endurnýjun, eða rannsóknum, eða yfirtökum, eða stækkun umfangs rekstrar.
  • Það gæti einnig útskýrt a.m.k. að einhveru verulegu leiti, af hverju lífskjör hafa verið í stöðnun -seinni misseri í Bandaríkjunum.

En vöxtur fyrirtækja - og nýungagyrni þeirra, hafa verið sl. 100 ár eða svo, megin driffjöður hagvaxtar.

Og þar með, bættra lífskjara.

 

Það getur verið að ástæðan fyrir þessu, séu vaxandi áhrif fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli um að -ná til sín sem mestu fé úr fyrirtækjum

En það sé hugsanlegt að í dag, ráði slíkir sjóðir yfir það miklu hlutfalli heildar flæðandi fjármagns, sem flæði um markaðinn. Að þeir geti stjórnað hegðan fyrirtækja -meira að segja risa eins og General Electric.

 

Þess vegna dettur mér í hug sá möguleiki, að -hlutafélagamódelið gæti verið á leið á ruslahauga sögunnar

En -fjölskyldufyrirtækið- hefur ekkert horfið. Hlutafélagamódelið hefur verið ríkjandi sennilega sl. 100 ár eða svo. Án þess að fjölskyldufyrirtækjum hafi verið útrýmt.

Það áhugaverða ástand gæti skapast, vegna áhrifa fjárfestingasjóða -mig grunar að áhrif þeirra séu að baki þeirri þróun, að hlutafélög almennt í Bandar. séu að greiða út til hluthafa stöðugt vaxandi hlutfall hagnaðar.

  • Að fjölskyldufyrirtækið verði einfaldlega -skilvirkara form.
  • Vegna þess, að fjölskyldufyrirtækið verði betur hæft um að -ráða yfir sínu fjármagni.
  • Og þannig tryggja  -að nægileg fjármagn til innri vaxtar, og, til þess að fjármagna stækkun, og ekki síst -rannsóknir og þróun.

Áhrif fjárfestingasjóðanna, gæti þannig leitt til hnignunar hlutafélaga módelsins á nk. árum.

 

Niðurstaða

Hvað haldið þið, gæti það verið að framtíðin liggi í -fjölskyldufyrirtækinu? Vegna þess að tæknin geri það of auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila, að beita hlutafélög þrýstingi til þess að greiða út það hátt hlutfall hagnaðar til hluthafa - - að samkeppnishæfni hlutafélaga þar með skaðist til lengri tíma litið?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband