Getur Grikkland haldið sér innan evrunnar -þrátt fyrir gjaldþrot?

Ég velti þessu fyrir mér um daginn, þegar ég var staddur á -athugasemdakerfi- inni á erlendum miðli, þ.s. fram fóru um margt áhugaverðar umræður. En nú styttist ört til mánaðamóta -þó greiðsluþrot Grikklands líklega fari ekki fram endilega akkúrat á nk. mánaðamótum- þá mun það greiðsluþrot að öllu óbreittu, ef ekkert nýtt gerist, fara sennilega fram -innan fyrri helmings maí nk.

  1. Punkturinn er sá, að þó það geti tæknilega verið mögulegt fyrir Grikkland að halda sér um hríð innan evrunnar jafnvel við þær aðstæður - - en Martin Wolf nýlega hélt því fram að slíkt væri mögulegt, benti á að unnt væri að -setja bankakerfið á takmarkaða virkni- ég skil það þannig að féð mundi vera skammtað út úr þeim: Mythology that blocks progress in Greece
  2. Svo hélt hann því fram, og einnig Wolfgang Münchau í: Greek default necessary but Grexit is not -- að grísk stjv. geti gefið út -IOU's- svokölluð í evrum, til að mæta skammtíma fjármögnunarvanda.

Vandi er augljóslega sá, að einhver aðili þarf þá að kaupa þær -skuldaviðurkenningar- gríska ríkisins, í besta falli væru þær seldar á mjög verulegum afföllum, ef einhver kaupandi er til staðar.

Ef gríska bankakerfið væri sett á slika -takmarkaða virkni- til að forða allsherjar fjármagnsflótta - - þá virðist mér blasa við, að við slíka aðgerð mundi líklega skapast -verulegur fjármagnsskortur innan gríska hagkerfisins, sem sennilega hefði mjög umtalsverð lamandi áhrif á það:

  1. Fyrirtæki mundu ekki geta greitt laun, eða einungis hluta launa.
  2. Þau lentu í vandræðum með að greiða birgjum.
  3. Starfsmenn lentu í vandræðum með greiðslur af lánum.
  4. Þetta hefði að sjálfsögðu gríðarlega lamandi áhrif á eftirspurn innan gríska hagkerfisins.
  • Heildarútkoma - gríðarlegur samdráttur.

Síðan að sjálfsögðu, mundi -Seðlabanki Evrópu- þurfa að liðka fyrir viðskiptum með skuldaviðurkenningar grískra stjv. - - en án þess, gæti verið ónógt fjármagn til staðar fyrir þeim, virði þeirra þá orðið -nánast ekki neitt. Eiginlegri merkingu vart pappírsins virði. Þ.e. alls ekki víst að "ECB" væri til í slíkt. En án hans aðstoðar er hætt við því að -fjármagnsskortur innan gríska hagkerfisins bitni hratt einnig á getu gríska ríkisins til að selja slíkar sjálfsskuldaviðurkenningar, þannig að virði þeirra yrði hratt lítið sem ekki neitt. Að auki að lamandi áhrif ástandsins á gríska hagkerfið, mundu skaða hratt skatttekjur gríska ríkisins - - og búa til hratt stækkandi fjárhagslega holu hjá gríska ríkinu sjálfu. Gríska ríkið yrði þá að fara að bregðast við eins og atvinnulífið - þ.e. greiða fólki hluta af laumum, minnka starfsemi eins og það getur, þetta yrði mjög sennilega hratt lítt viðráðanlegt; gríska ríkið færi þá sjálft að magna samdráttinn í hagkerfinu.

  1. Mér virðist blasa við, að til muna skynsamlegra sé fyrir Grikkland, að yfirgefa evruna í þessu ástandi, enda -þarf þá gríska ríkið ekki að halda bönkunum á takmarkaðri virkni- getur hleypt þeim á fullan gang með -rafræn viðskipti- án tafar.
  2. Þannig að þá geta fyrirtæki haldið áfram að -greiða laun- nú í drögmum, þó það yrði sjálfsagt framanaf eingöngu -rafrænir- peningar. Tölur sem berast inn á reikning í einkabanka, síðan geta starfsmenn notað einkabankann sinn til að tryggja greiðslur af sinni hálfu af skuldbindingum -innan Grikklands, eða farið í banka til að greiða.
  3. Fyrirtæki geta þá a.m.k. greitt -innlendum byrgjum.
  • Ég sé ekki fyrir mér þau gríðarlega lamandi áhrif á gríska hagkerfið sem ella yrði.
  • Gríska ríkið gæti viðhaldið vanalegri starfsemi!

En þ.e. engin trygging fyrir því, að aðildarlöndin -mundu semja fljótlega- þó svo að gríska ríkið væri orðið gjaldþrota, ef það mundi rembast við að halda sér innan evrunnar.

Þannig að ef Grikkland reyndi að fylgja hugmyndum Wolf og Munchau, þá gæti samdrátturinn á þessu ári, meðan að bankakerfinu væri haldið í -frosti- svo það hrynji ekki gersamlega, leitt til gríðarlegs efnahags samdráttar á þessu ári og því samsvarandi aukningar atvinnuleysis.

Það er heldur enginn trygging, að þó svo að samkomulag mundi nást innan nokkurra mánaða, að gríska hagkerfið mundi rétta hratt við sér, eftir slíkt viðbótar efnahags áfall - þannig að samdrátturinn gæti lamað frekar greiðslugetu Grikklands, og sem sennilega mundi flækja ef eitthvað er -nauðasamninga við aðildarríkin.

Svo er ekki það síst, að með því að halda sér þannig innan evrunnar, og tryggja þau lamandi áhrif sem yrðu -við þessar tilteknu lamandi aðstæður- þá væri Grikkland sennilega umtalsvert að veikja sína samningsstöðu gagnvart aðildarríkjunum, eiginlega minnka líkur á hagstæðum samningum.

  • Þannig að ég tel þetta, afar slæma hugmynd, að gera slíka -örvæntingarfulla tilraun- og sannarlega væri hún örvæntingarfull, til að halda Grikklandi innan evrunnar þrátt fyrir greiðsluþrot.

 

Niðurstaða

Eg held það sé rétt hjá Munchau og Wolf að tæknilega mögulegt sé fyrir Grikkland að -yfirgefa ekki evruna strax- þegar gríska ríkið verður greiðsluþrota. Á hinn bóginn, virðist mér blasa við að efnahagslegar afleiðingar þess fyrir Grikkland, vegna þeirrar frystingar á virkni fjármálakerfisins sem yrði nauðsynleg - mundu valda gríska ríkinu, atvinnulífinu í Grikklandi, og ekki síst almenningi á Grikklandi -miklum búsifjum. Þannig að þetta gæti orðið eins og stundum er sakt í gríni -lækningin virkaði, en sjúklingurinn lést.

Ég held að til mikilla muna betri ákvörðun sé fyrir Grikkland við aðstæður greiðsluþrots, að skipta þegar yfir í drögmu. Því þannig lágmarkist neikvæð efnahagsáhrif af greiðsluþroti gríska ríkisins.

Það má meira að segja svo vera, að neikvæð efnahagsáhrif verði óveruleg, vs. að þau annars lami meira eða minna allt hagkerfið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband