24.4.2015 | 00:17
Amnesty International gagnrýnir stefnumörkun ESB í málefnum bátafólks á í Miðjarðarhafslöndum
Þetta má sjá á vef samtakanna: European Summit outcome: A face-saving not a life-saving operation. En ef marka má fréttir fjölmiðla, er ákvörðun leiðtoga aðildarlandanna í stíl við það hvernig aðildarlöndin taka á -krísum- þ.e. -samstaða næst um lægsta samnefnarann.-
- Enginn virðist hafa fengið fullkomlega þ.s. sá vildi: Migrant crisis
- Ef marka má fréttir, þá verður skipum fjölgað, sem taka þátt í björgun bátafólks á Miðjarðarhafi.
- Að auki verður varið a.m.k. 2-falt meira fjármagni til verkefnisins, en áður var fyrirhugað.
- Auk þess, að aðildarlönd metin undir miklu álagi af völdum flóttamannavanda, fá viðbótar aðstoð.
- En þeirri áætlun sem í gildi hefur verið á þessu ári, sé að öðru leiti fylgt áfram. Þ.e. skipin halda sér við núverandi - starfsáætlun. Með öðrum orðum, leitarsvæðið er ekki víkkað út - - eins og krafa var um.
- Að auki, fylgir samkomulaginu eingöngu samþykkt -um að taka við 5.000 flóttamönnum í ár: Most migrants who brave deadly sea crossing to Europe 'will be sent home'
- Sem þíðir væntanlega, að yfir 150.000 ef tekið er miða af sl. ári, verði sendir aftur til baka. Ekki virðist þó enn -fullmótað- hvert þeim verður vísað: EU summit to offer resettlement to only 5,000 refugees
- Athygli vekur - ný stefnumörkun, um að -eyðileggja báta í eigu smyglara- áður en þeir leggja út á haf.
- Ólíklegt virðist mér þó, að slík áætlun skili árangri.
Sú yfirlýsing, að stefna að því að leggja í atlögu við smyglarahringina í Líbýu, m.a. með því að eyðileggja báta í þeirra eigu - virðist ekki vera bindandi - viljayfirlýsing.
Stjórnvöld í Tripoli brugðust strax við:
Tripoli rejects military action to stem the flow of migrants
- En skv. yfirlýsingu stjórnarinnar í Tripoli - sem ekki er alþjóðlega viðurkennd, þá útiloka þau samvinnu við aðildarríki ESB - nema að aðildarríkin ræði við Tripoli fyrst.
- Þetta er út af fyrir sig - skiljanleg krafa. En setur aðildarríkin í vanda, því þau hafa fram að þessu -neitað samvinnu við Tripoli- þó þau hafi samtímis ekki tekið formlega afstöðu gegn þeim, í átökum þeirra við -stjórnvöld í Torbruk. En það eru 2-ríkisstjórnir í landinu, og 2-þing, sem keppa um réttinn til að stjórna landinu.
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu - - en ég á ákaflega erfitt með að trúa því, að aðildarlöndin séu tilbúin í beina þátttöku í stríðinu innan Líbýu.
En á sama tíma, virðist alveg ljóst - að árásir sjóherja aðildarlandanna eða flugherja aðildarlandanna, á strandsvæði innan Líbýu - geta leitt til til þess að aðildarlöndin blandist inn í átökin í Líbýu.
- Hver er hugsunin að baki málamiðlun aðildarlandanna - liggur bersýnilega ekki skýrt fyrir.
- Og kannski vita fulltrúar aðildarlöndanna sjálfir ekki akkúrat- hvað þeir eru að íhuga að gera.
Niðurstaða aðildarlandanna virðist þó sýna fram á eitt mikilvægt atriði - að harkan í innflytjendamálum er að vaxa.
En ef aðildarlöndin taka einungis við 5.000 - ákveða að hafna formlegri móttöku annarra flóttamanna; þá inniber sú stefnumörkun miklu mun harðari stefnu af hálfu ESB gagnvart bátafólkinu á Miðjarðarhafi en fram til þessa.
Niðurstaða
Það virðist stefna í stórfellt meiri hörku í málefnum flóttamanna sem koma á bátskriflum yfir Miðjarðarhaf frá N-Afríku af hálfu aðildarríkja ESB - en fram að þessu. Sennilega er sú aukna harka, af völdum vaxandi fylgis við flokka í aðildarríkjunum - sem sækja fylgi m.a. út á andstöðu við innflytjendur. Það virðist blasa við, að sú fylgisaukning -hægri sinnaðra jaðarflokka- sé farin að skila sér í greinilegum áhrifum á stefnumótun ESB í innflytjendamálum.
Það verður forvitnilegt mjög svo að fylgjast með því, hvað verður um þá stefnumörkun - að ráðast að smyglhringjum þeim sem starfa á strönd Líbýu, m.a. með því að skipulega eyðileggja báta í þeirra eigu, áður en þeir leggja út á haf.
Spurning hvað slík stefnumörkun þíðir, varðandi afsöðu aðildarlandanna til stríðandi fylkinga innan Líbýu. En fram til þessa, hefur ESB látið hjá líða - að taka formlega afstöðu um stuðning eða andsötðu við aðra hvora fylkinguna.
Áform aðildarríkjanna, hvað þetta varðar - virðast enn sem komið er fullkomlega óljós. Sennilega hafa þau sjálf ekki komist að samkomulagi sín á milli, um það hver sú hin nýja stefna skal vera.
Eitt er ljóst, að sú fylking sem ræður Tripoli, hafnar samvinnu - nema að rætt sé fyrst við stjórnendur þar, sem væntanlega felur í sér -kröfu um samráð og samvinnu.-
Virkilega eldfimt mál!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning