23.4.2015 | 01:08
Er 2°C markmiðið raunhæft? Er unnt að ætlast til þess að mannkyni, að það lagi neyslu sína á auðlindum að þörfum Jarðar?
Mig grunar mjög sterklega að svarið sé - Nei, við báðum spurningum. En eins og ég heyrði haft eftir vísindamanni þá þarf mannkyn að skilja eftir 2/3 hluta þekkts kolvetna eldsneytis - ósnert, ónotað - - ef 2°C markmiðið á að nást, og ákvörðun um orkusparnað þarf að taka innan mjög fárra ára. Síðan er það auðvitað -augljóst- að með batnandi efnahag þjóða, þá vex neysla mannkyns og því notkun mannkyns á auðlindum Jarðar.
- Gott er að muna, að svokölluð Vesturlönd, hafa sennilega ca. 1 milljarð íbúa Jarðar.
- Kína er eitt og sér, ca. álíka fjölmennt og öll vesturlönd til samans.
- Indland að auki, er það einnig.
- Svo býr rúmur milljarður manna ef allt er ca. talið saman í Afríku.
- 1,5 milljarður dreifist um restina af heiminum.
Vandinn er bersýnilega sá, að hraður efnahagsuppgangur er nú hjá milli 3,5-4 milljörðum Jarðarbúa.
Meðan að Vesturlönd, rúmur milljarður, hefur í dag mun hægari hagvöxt að jafnaði - sannarlega nýtir hlutfallslega mun meira af orku Jarðar og auðlindum.
En þegar notkun 3,5-4ma. manna vex á móti - tilraunum Vesturlanda til að -hægja á sinni auðlyndaneyslu- þá virðist það fjarstæður draumur að búast við því, að unnt sé að -minnka nýtingu mannskyns- hvað þá að -stöðva heildaraukningu nýtingar mannkyns.
- Krafan meðal almennings í hinum mjög svo fjölmennu löndum Asíu, og einnig í Afríku - um bætt kjör, aukna lífsnautn, og auðvitað - aukna neyslu; er mjög stíf, eins og búast má við - þannig að erfitt virðist að ímynda sér að unnt sé að bremsa þá kröfu af.
- Á sama tíma, á ég mjög erfitt með að sjá, að rúmur milljarður manna - geti svo mikið sparað í eigin neyslu - - að sá sparnaður haldi í horfinu heilt yfir.
Ályktanir virðst einfaldar - það mun hlýna mjög sennilega um meir en 2°C. Nýting kolvetna eldsneytis mun sennilega áfram vaxa. Sem og nýting annarra auðlinda Jarðar!
Gengur þá ekki á auðlindir Jarðar? Að sjálfsögðu - og líklega mun það valda vandræðum á endanum. Sem sennilega birtast í formi mjög djúprar kreppu.
- Síðan má auðvitað velta fyrir sér, afleiðingum þeirrar kreppu.
- En ég er á því, að þær afleiðingar verði ekki endilega þær afleiðingar, sem margir halda fram.
Ég held að best sé að nota söguleg dæmi:
Tímabilið í Evrópu frá 12. öld fram til um miðja 15. öld, var ákaflega merkilegur tími. Það bendir flest til þess - að heilt yfir hafi verið hagvöxtur það tímabil. Síðan hafi það endað á mjög djúpri kreppu í Evrópu.
Það áhugaverða við mannkyn, er að það virðist einna helst - móta sína hegðun í kreppu- eða krísuástandi.
Flestir ættu að vita - að eftir miða 15. öld, hófst siglingaútrás Evrópumanna, sem leiddi til svokallaðs nýlendutíma og drottnunar Vesturlanda á stórum hluta heimsins, sem hefur staðið fram á seinni ár. Ég tel að það sé alls engin tilviljun að sú siglingaútrás hafi hafist í alvarlegu kreppuástandi í Evrópu - það hafi einmitt verið kreppan sem rak Evrópumenn af stað.
- Ég á von á, að afleiðing þeirrar kreppu sem skella mun sennilega á Jarðarbúum, þegar raunverulegt tómahljóð fer að sjást á hráefnaauðlindum Jarðar, muni hafa sennilega sambærileg áhrif - - að leiða til útrásar.
- Evrópumenn leituðu nýrra landa - nýrra tækifæra - nýrra auðlinda - nýs auðs. Jarðarbúar muni nákvæmlega það sama gera. Ég er að sjálfsgöðu að tala um - útrás í nýtingu auðlinda þeirra pláneta og smástyrna sem finna má í Sólkerfinu utan við Jörðina.
- Mannkyn muni leita nýrra auðlinda, síðan hefja að nýju þann vöxt nýtingar sem mannkyn er orðið vant.
- Hafandi í huga að Sólkerfið er stórt - ættu þær auðlindir að endast a.m.k. í nokkrar aldir.
Fyrir þá sem ekki þekkja til -af hverju það var hagvöxtur í Evrópu frá 12. öld fram á miðja 15. öld - þá má rekja það til krossferðanna. Ég er að tala um hliðarafleiðingu þeirra en þegar Evrópumenn tóku botn Miðjarðarhafs - komust þeir í viðskiptatengsl þau sem arabakaupmenn höfðu aflað sér. En arabakaupmenn sigldu þá frá Persaflóa alla leið til Indlands, Kína og Indónesíu - ár hvert. Arabaverslun var ráðandi á Indlandshafi.
Þetta leiddi til -viðskiptaopnunar fyrir Evrópu- má tla um -verslunar- og -viðskiptatímabil. Fyrir utan þetta, bárust frá -Kína, merkilega nýungar. Púður - og - myllur, þ.e. vatnsmyllur og vindmyllur.
Púðrið orsakaði byltingu í vopnum. Myllurnar sköpuðu framleiðni-aukningu í landbúnaði. Sú framleiðnui-aukning leiddi til fólksfjölgunar. Sú fjölgun og þau blómlegu viðskipti er sköpuðust, leiddu til - stöðugrar aukningar velmegunar í Evrópu yfir það tímabil.
Hátindi náði þetta tímabil seint á 14. öld og fyrri hl. 15. aldar í svokallaðri - endurreisn á Ítalíu.
Kreppan skellur á - - þegar Tyrkjaveldi tekur botn Miðjarðarhafs. Tyrkjaveldi setti svo gríðarlega háa tolla á verslun Evrópumanna - - að afleiðingin varð efnahagshrun.
- Evrópumenn brugðust við -rányrkju- Tyrkja, með því að leita beinna siglingaleiða til Asíulanda.
- Það að Evrópumenn eignuðust nýlendur - var hliðarafurð. En tilgangur siglingatilraunanna var að finna leið framhjá einokun Múslima á verslun við Asíu. Þegar þá var komið við sögu, var vopnabúnaður Evrópumanna orðinn betri. Gátu því herskip Evrópumanna fremur auðveldlega - yfirtekið verslun araba á Indlandshafi. Þá auðvitað - - tapaði Tyrkjaveldi af gríðarlegum tekjum, er araba-viðskiptaveldið hrundi, og það endanlega.
- Síðan þá hafa arabalönd verið fátæk.
Hvað með rétt Jarðarbúa til að nýta pláneturnar og smástyrnin?
Því má ekki gleyma - að enginn býr þarna. Ef Jarðarbúar nýta ekki þau hráefni sem þar má finna, þá nýtast þau sennilega aldrei. Eftir milljarða ára mun síðan Sólin hvort sem er - leggja það mikið til í rúst. Svo þ.e. ekki eins og að, sú ákvörðun að nýta ekki mundi varðveita þær veraldir um alla tíð.
- En klárum við þá ekki einhverntíma auðlindir Sólkerfisins.
- Örugglega - en þá grunar mig, að mannkyn muni fara í enn eina útrásina. Eftir allt saman eru - önnur sólkerfi þarna úti.
Niðurstaða
Mín skoðun er að það sé ekki raunhæft að ætla mannkyni að stöðva -ofnýtingu- auðlinda Jarðar. Það virðist augljóslega rétt, að mannkyn á endanum mun nýta allt upp sem hér er að finna. Síðan tel ég að mannkyn láti þar ekki -staðar nem- heldur í framhaldinu hefjist á fullu nýting auðlinda Sólkerfisins utan Jarðar.
Við getum auðvitað velt fyrir okkur - réttmæti vs. óréttmæti.
En ég held í raun og veru, að ef mannkyn á að tryggja að það haldi áfram til lengri tíma litið - - þurfi það að nýta allt Sólkerfið.
Því að einungis með dreifingu mannkyns til annarra sólkerfa, verði framtíðar tilvist mannkyns tryggð.
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Því að einungis með dreifingu mannkyns til annarra sólkerfa, verði framtíðar tilvist mannkyns tryggð."
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að næsta sólkerfi við okkar er Alpha Centauri, 4,3 ljósár í burtu, og það tæki geimskutlu 165.000 ár að komast þangað eftir að hafa notast við 10.000 hreyfla hvern á eftir öðrum til að ná 1/100 af ljóshraða fyrir slíkt ferðalag. Nýting manna á auðlindum á öðrum plánetum í okkar sólkerfi mun varla nýtast heimsbyggðinni svo nokkru nemi einfaldlega vegna flutningskostnaðar og hversu fáir gætu nýtt slíkar auðlindir. Hvernig á að vera hægt að útvega nógu mikið hráefni til að smíða nógu mörg geimför til að flytja það hráefni sem unnið væri t.d. á Mars, ef við erum að ganga á auðlindir jarðar nú þegar? Svo ekki sé minnst á eldsneyti á slíkan flota.
Nei, svona vangaveltur eru meira draumórar en eitthvað annað og eiga lítið erindi í umræðu dagsins um loftslagsmál.
Fyrir utan annað, þá er ýmislegt vafasamt varðandi spár loftslagslíkana um 2° hækkun hitastigs á Celcius á þessari öld. Slík líkön hafa ekki reynst sannspá til þessa, og algjörlega óraunhæft að halda að núverandi spár séu eitthvað nákvæmari til lengri tíma litið.
Erlingur Alfreð Jónsson, 23.4.2015 kl. 10:04
Eigum við ekki að gera ráð fyrir að eftir 300 ár héðan í frá, þá verði geimferðatækni -Sólkerfisbúa- betri en sú er við réðum yfir á lokaáratugum 20. aldar? Ég hugsa að raunhæft sé að reikna með -tækni- sem geri -Sólkerfisbúum- mögulegt að koma geimförum upp í á bilinu 0,15C til 0,2C. Það ætti að þíða að ferðin tekur áratugi - ekki árhundruð eða árþúsund. Þ.e. rétt að það krefst gríðarlegrar orku að dreifa mannkyni um vetrarbrautina. Þess vegna auðvitað geri ég ráð fyrir því að mannkyn þurfi á endanum að gernýta allt þ.s. í sólkerfinu er að finna í formi hráefna og orku.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.4.2015 kl. 10:52
Ég held að þú sért með þetta Einar.
Bæði Bandaríkjamenn og Rússar eru að fikta með eitthvað sem heitir quantum mótor.
Ég hef ekki fundið mikið um þann bandaríska ,en sá rússneski er farinn að hreifast eitthvað,sýndist það samt vera hálf aumingjalegt.
Þegar þessir mótorar eru komnir í gagnið geta eldflaugar farið úr að geta lyft 5% af eigin þyngd upp í að lyfta 900% af eigin þyngd.
Hraðinn fer svo úr 18 km á sek á hefðbundinni eldflaug í um 1000 km á sek.
Ferð til Mars tekur þá 42 klst,en til tunnglsins rúmar þrjár.
Rússneski Mótorinn notar einhverskonar málmblöndu sem eldsneyti,en ég held að bandaríkjamenn stefni á að nota ekkert eldsneyti. Ekki spyrja mig.
sé þetta sett í þotu getum við ferðast á tæpum klukkutíma frá Evrópu til Bandaríkjanna.
Ástæðan fyrir að ferðin tekur svona langan tíma er að það þarf að hægja "rólega" niður og auka hraðann "rólega"
Þessa mótora verður líka hægt að setja í bíla,og þá kaupum við bíl með nokkur hundruð grömmum af eldsneyti og keyrum hann til æviloka,þar að segja ef það verða einhver ævilok þegar þar er komið sögu.
Borgþór Jónsson, 23.4.2015 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning