20.4.2015 | 12:24
Maðurinn sem -bjó ISIS til- óvænt drepinn í Írak í síðustu viku
Um er að ræða mann að nafni -Izzat Ibrahim al-Douri- sem var áður fyrr nátengdur Saddam nokkrum Hussain, einn af hans helstu innanbúðarmönnum. Blaðamenn Der Spiegel -eftir dauða hans- fengu í hendur gögn sem fundust í hans fórum, og þeir hafa skrifað á grundvelli þeirra ákaflega merkilega grein, en ef marka má þá afhjúpun, er eða var, al-Douri hvorki meira né minna en arkitektinn að baki ISIS: Secret Files Reveal the Structure of Islamic State
Þeir sem drápu hann þann 17. arpíl sl. í grennd við Tikrit, bersýnilega vissu ekki í fyrstu hvern þeir höfðu drepið - en hann var þá í för með sínum lífvörðum í bílalest, þeir voru allir drepnir ásamt honum sjálfum.
Það má sjálfsagt velta því fyrir sér, hvernig þeir sem drápu hann, barst njósn um það að þeir ættu að vera með fyrirsát - akkúrat á þessum stað. En það væri sjálfsagt dauðdagi í eðli þeirrar starfsemi sem -al-Douri- stundaði, ef hann hafi verið svikinn af innanbúðar mönnum.
En það þíðir væntanlega að einhver annar mun þá stjórna leynilögreglu - ISIS.
ISIS - virðist vera -terror ríki- Saddam Hussain í dularklæðum
Það hefur vakið athygli hve -ISIS- virðist þraut skipulagt. Það ætti ekki koma á óvart lengur. En al-Douri og samstarfsmenn, virðast einfaldlega hafa tekið það skipulag sem þeir þekktu - - þ.e. herleynilögreglu Saddam Hussain, sem hafi að mörgu leiti minnt á -Stasi- frá A-Þýskalandi. Og skipulagt hið nýja -Islamic state- í kringum hana.
al-Baghdadi hafi verið ráðinn, sem pólitískt og auðvitað trúarlegt andlit þess. En -ríkið- þurfti á nýrri hugmyndafræði að halda. Það hafi virst þeim vænlegast, að -beita trúnni fyrir vagn ríkisins- í stað þess sem áður var grundvöllur þess - þegar það nefndist Bath-flokkurinn, stjórnarflokkur Íraks í tíð Saddam Hussain; nokkurs konar arabísk þjóðernisstefna.
- Þeir skiptu um -isma.
- Að öðru leiti sé þetta sama fyrirbærið.
Svo er það snjallræðið, að ráða til -ríkisins- þá utanaðkomandi íslamista bardagamenn, sem þegar voru staddir í Írak - Sýrlandi og nágrannalöndum. Þjálfunarbúðir virðast hafa starfað á vegum -ríkisins- innan Írak frá 2012. Þó á þeim tíma - hafi ekki verið auglýst með nokkrum hætti, á hverra vegum þær þjálfunarbúðir voru.
- Með þessu hafi -ríkið- náð að skapa kjarna -harðsvíðaðra bardagamanna sem svifust einskis, og voru 100% tryggir og tilbúnir að gera hvað sem er, athugasemdalaust.
Síðan hafi snemma árs 2013 - hafi hafist "infiltration campaign" í Sýrlandi, þ.s. stór svæði þá voru á valdi margvíslegra smárra hópa, sem hver um sig voru óháðir, innbyrðir sundurlyndir.
Með öðrum orðum, hinar fullkomnu aðstæður fyrir -utanaðkomandi afl að taka yfir. Sem -ríkið- gerði á skömmum tíma - - lýsing í grein Der Spiegel.
- Ríkið sem slíkt - eins og önnur "totalitarian" ríki - hefur völd sem tilgang.
- Og auðvitað - útþenslu.
Trúin - er sem sagt, eitt af tækjum -ríkisins- ekki þ.s. endilega ræður.
Það notar margvísleg flr. tæki, eins og glæpahópa, og auðvitað -jihadista.
Kjarninn í því, sé eins og margir hafa grunað, foringjar úr fyrrum her Saddam Hussain, og eins og nú er afhjúpað, herleyniþjónustu Íraks Saddam Hussain.
- Sjálfsagt hlær Saddam Hussain í gröfinni.
Það sem í dag kallast -ISIS- beiti alltaf sömu aðferðunum, þ.e. "infiltration" og síðan, yfirtaka eftir að þeir eru búnir að kortleggja nákvæmlega hver fyrirstaðan er á því svæði, hverja akkúrat þarf að drepa eða múta eða hrekja á brott o.s.frv.
- Allar yfirtökur séu þrautskipulagðar.
- Sennilega var -terror ríki- Saddams Hussain, best skipulagða einræðis/alrærðisríkið í Mið-Austurlöndum, mjög líklega mun betur skipulagt heldur en t.d. ríki Sauda.
- Það sé þetta skipulag, sem hafi verið fært í endurnýjun lífdaga, í búningi - ISIS.
- Það sé mjög hættulegur kokteill sem fyrrum stjórnendur Íraks hafa skapað - í slagtogi við hættulega íslamista.
- Ég hef líkt baráttunni við -ISIS- við baráttuna við -heims kommúnismann- í Kalda Stríðinu.
- Mér virðist ég hafa verið nær sannleikanum en mig grunaði.
En það var einmitt einkenni kommúnista ríkja, að þau urðu öll -totalitarian- og án undantekninga var til staðar þetta -ríki- sem hafði í þjónustu sinni öfluga innri leyniþjónustu, og þjónaði valdaflokki, skipulagið snerist alltaf um að viðhalda ótta, það var njósnað um alla, enginn gat treyst því sem gegndi áhrifastöðu að ekki væri njósnað um viðkomandi, hvern sem er var unnt að handtaka fyrirvaralítið og taka af lífi eftir sýndarréttarhöld.
- Það var þetta fyrirkomulag - - sem mér fannt mig skynja þegar ég las um hegðan "ISIS."
- Der Spiegel - - staðfestir þetta!
Sjáið t.d. þessa umfjöllun frá okt. 2013: Islamic State - virðist notfæra sér frelsið í Túnis, til að útbreiða boðskap sinn og afla sér fylgismanna
- Terror ríki kommúnista, reyndist afskaplega hættulegur og erfiður andstæðingur í Kalda-Stríðinu.
- Terror ríki Saddams Hussain, nú þegar það hefur sveipað sig klæðum Íslam, þar með tekið upp -aðlaðandi hugmyndafræði- en það er mjög greinilegt að sú hugmynd sem þeir hafa sett fram, að stofna -íslamskt ríki- höfðar til margra í Mið-Austurlöndum, að auki rómantískra ungmenna sem eru af múslímsku foreldri.
- Þetta skynjaði ég, og líkti við -draumaríki kommúnismans- hvernig flokkar kommúnista boðuðu það draumaríki, og varð lengi vel merkilega vel ágengt í því, að höfða til ungmenna -sem voru óánægð af margvíslegum ástæðum með ríkjandi fyrirkomulag sem þau þekkja- og eru þá viðkvæm fyrir aðsteðjandi hugmyndafræði, sem boðar einmitt stóra breytingu, sem sú aðsteðjandi hugmyndafræði boði að sé lausn þeirra vandamála sem þau ungmenni skynja.
- Ungmenni sem vilja breyta heiminum - - virðast vera klassísk fórnarlömb hættulegrar hugmyndafræði. En greining á þeim hverjir það eru sem ganga ISIS á hönd af þeim fjölda ungmenna sem koma frá t.d. Evrópu. Sýna að það eru langt í frá endilega ungmenni frá fátækum heimilum - eða að þau séu illa upplýst eða illa menntuð. Það eru mörg dæmi einmitt um -háskóla stúdenta.
- Það minnir margt á kommúnisma tímabilið, nefnilega að hugmyndafræði kommúnista grasseraði einmitt í háskólunum - - þeir voru bestu útbreiðslustöðvar gjarnan kommúnisma í sínum löndum.
- Við skulum ekki halda að -ISIS- sé endilega bara að breyða sig út í gegnum -Moskur.
Niðurstaða
Afhjúpun Der Spiegel virðist útskýra tilkomu "ISIS" - og einnig hvað "ISIS" er. Það er óhætt að segja að sú umfjöllun varpi nýju ljósi á ákaflega heimskulega ákvörðun sem Bush forseti tók 2003. Er hann með -pennastriki- lagði her Íraks, sá sem barðist fyrir Saddam Hussain, niður. En þá gerði hann menn eins og -al Douri- atvinnulausa. Og þar með gerði þá að augljósum kjarna andstöðu - við hvern þann sem í framtíðinni mundi gera tilraun til þess að stjórna Írak. Án þeirra aðkomu.
Það virðist að þó svo að -her Saddams Hussain hafi formlega verið gerður atvinnulaus- hafi yfirmenn herleynilögreglu hans, viðhaldið þröngum kjarna þess skipulags sem til varð í tíð Saddams Hussain.
Því -valdaskipulagi- hafi síðan tekist að finna sér nýjan tilgang - þ.e. "Islamic State."
Og nú geti -terror ríkið- að nýju vaxið, nú í nafni "Islamic State."
Sveipað ljóma trúnnar, megi vera að hið -totalitarian- ríki sem Saddam Hussain hafði byggt upp í Írak með aðstoð manna eins og -al Douri- eigi eftir að ná mun meiri útbreiðslu, en það hafði möguleika til - - þegar Saddam Hussain var við völd, og önnur hugmyndafræði var höfð í forgrunni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 21.4.2015 kl. 01:14 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning