13.4.2015 | 00:05
Ég held að Hillary Clinton eigi ágæta möguleika á að verða næsti forseti Bandaríkjanna
Aðalmálið í fréttum í alþjóðafjölmiðlum á sunnudag, var tilkynning frú Clinton að hún stefndi á að verða frambjóðandi Demókrata flokksins fyrir nk. forsetakosningar í Bandaríkjunum, veturinn 2016.
Skv. fyrstu fréttum virðist hún hafa afskaplega örugga forystu á alla líklega keppinauta innan Demókrataflokksins.
Og að auki hefur hún í könnunum öflugt forskot á líklega keppinauta Repúblikana. Einu og hálfu ári fyrir kosningar - - segja þær niðurstöður kannana sjálfsagt lítið.
En forskot Hillary Clinton innan Demókrataflokksins virðist á hinn bóginn slíkt, að erfitt er að sjá hver getur ógnað þeirri stöðu.
Huge Head Start for Hillary Clinton
Sá möguleiki er til staðar að það verði - Clinton vs. Bush
En sumir reikna með því, að Jeb Bush, fylkisstjóri Florida. Muni loksins fara fram. Aðrar vonarstjörnur innan Repúblikana flokksins - virðast enn lengra til hægri. Þannig að Það gæti verið að þeir sem spá þessu - hafi eitthvað fyrir sér. Að Jeb Bush muni líta út sem tiltölulega hófsamur frambjóðandi - - hann er auðvitað með mjög þekkt nafn!
Hans galli er auðvitað - það "distaster" sem var forsetatíð bróður hans, forsetans sem ákvað að fara í stríð við Saddam Hussain, lagði hann af velli, en gersamlega klúðraði uppbyggingunni í Írak.
Að auki klúðraði hann fjárhagslegri stöðu alríkisstjórnarinnar - með þeirri stefnu að "auka ríkisútgjöld" samtímis því að hann "lækkaði skatta á ríka" sem bjó rökrétt séð til "stórfelldan ríkishalla."
Sá versnaði síðan - - eftir að hann fór í stríð í Írak, sem öfugt við þ.s. hann bjóst við endaði ekki fljótt, heldur varð ákaflega kostnaðarsamur myllusteinn.
Í dag búum við - við ISIS í Mið-Austurlöndum, og upplausn áframhaldandi í Írak, og Sýrlandi. Hrakleg efnahagsstjórnun hans, var síðan megin ástæða þeirrar skuldastöðu sem bandaríski alríkissjóðurinn var kominn í - þegar Obama tók við.
---------------------
Til samanburðar Clinton forseti þau ár sem hann rak alríkið - var hann með rekstrarafgang.
Það áhugaverða er auðvitað að hann viðhafði mun varfærnari stefnu þegar kom að alríkisútgjöldum - - en Bush.
Þannig að þau ár sem hann stjórnaði, voru skuldir alríkisins í lækkunarferli - - staða fjármála alríkisins með ágætum undir lok hans forsetaferils.
Það versta sem segja má um hans utanríkisstefnu, er að hann -brást ekki við þegar fjöldamorðin voru framin í Rúvanda- og - hann var seinn að bregðast við vandræðunum í fyrrum Júgóslavíu.
Á hinn bóginn, þá þegar Bandaríkin loks beittu sér, var með fremur skjótum hætti - bundinn endir á þau stríð.
- Hann á a.m.k. ekki nein þau afglöp sem komast nokkurs staðar nærri, afglapa hrinu Bush forseta, hins seinni.
- Ég á með öðrum orðum von á því, að forsagan verði Jeb Bush meiri fjötur um fót.
- Heldur en frú Clinton.
Kosturinn fyrir frú Clinton að lísa yfir framboði þetta snemma.
Er auðvitað að fá skítkastið sem fyrst fram - svo hún hafi nægan tíma til að svara því.
En ég á auðvitað einnig von á því að hennar framboð renni ljúflega í gegn, a.m.k. innan Demókrata flokksins.
Síðan eigi sjónir eftir að beinast að framboðs málum meðal Repúblikana - - það gæti eiginlega orðið vatn á myllu frú Clinton.
En líklega mun Jeb Bush þurfa að glíma við sér róttækari hægri menn. Sem þíðir væntanlega að hann mun þurfa að -hörfa til hægri- meðan hann glýmir við þá. Það ætti að skaffa frú Clinton slatta af vopnum til að bauna á hann síðar! Ef hann verður frambjóðandi Repúblikana - - sem mér finnst fremur sennilegt.
Ég ætla ekki formlega að spá Bush - vs. - Clinton.
En líkur á þeirri útkomu virðast fremur góðar.
Og ég á frekar en hitt von á að frú Clinton verði hlutskarpari fyrir rest.
Niðurstaða
Ég ætla að reikna með því að Repúblikanar séu svo lengi búnir að gera tilraun til að -ófrægja Clintonana- að flest þau vopn sem þeir geti varpað fram. Hafi þeir þegar notað - lítið sé eftir í því vopnabúri. Það þíði ekki að ekki verði lagt í ófræingarherferð. Að sjálfsögðu verður svo - - heldur að ég á ekki von á að þau vopn bíti sérlega vel.
Ef það verður Jeb Bush, þá held ég að hann hafi stærri myllustein um háls heldur en frú Clinton, þegar kemur að því að glíma við þá fortíð er tengist Bush nafninu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo að þú ert Hillarious Clinton fan, ummmmm No morð Clinton and No mörg Bush, please.
kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 00:14
Tók eftir að þú tókst ekki á við þau rök sem ég tíni til að ofan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.4.2015 kl. 12:06
Menn eru orðnir þreittir á Bush og Clinton, enda hafa hvorugur fjölskyldurnar gert nokkurn skapaðan hlut fyrir landa sína.
Þessar fjölskyldur hafa aðeins hugsað um afturendan á sjálfum sér.
Það geta allir komið með rök fyrir þeirri niðurstöðu sem þeir vilja, ég ættla að endurtaka sem komst illa á blað hér áður.
No more Clinton and No more Bush we WHO live in this country are sick and tired of these two families.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning