10.4.2015 | 01:03
Kínverjar að "smíða" tvær eyjar í S-Kínahafi, til þess að tryggja yfirráð sín þar - þvert gegn vilja nágrannaríkja
Þetta hljómar nett absúrd, en Kínverjar eru virkilega að -smíða- tvær eyjar í S-Kínahafi. Að því er best verður séð, í þeim tilgangi að -tryggja- yfirráð þeirra á S-Kínahafi.
Til þess að átta sig á því - af hverju hegðan Kína er ósanngjörn.
Er best að skoða staðsetningu Spratly eyja á S-Kínahafi!
Miðað við reglur Hafréttarsáttmálans, er erfitt að sjá -rök- fyrir eignarhaldi Kína á því hafsvæði, og nánar tiltekið þeim smáskerjum og boðum, sem nefndar eru Spratly eyjar.
- En þið getið séð sjálf á kortinu - að þær eru næstar Filipseyjum og Indónesíu.
- Sem því hafa augljós landgrunnsréttindi, miðað við reglur Hafréttarsáttmálans.
- Kína aftur á móti, er það strand-land sem lengst er í burtu frá Spratly eyjum. Af þeim löndum sem deila um réttindi við Spratly eyjar.
Fyrst er mynd sem birtist á vef Janes-Defence:
China building airstrip-capable island on Fiery Cross Reef
Eins og kemur fram í frásögn sem hlekkjað er á, þá er Kína að reisa eyju á þessu tiltekna rifi, sem stefnir í að vera nægileg að lengd til að unnt sé að reisa þar ca. 3km. flugbraut, sem þíðir að þar mundu geta lent eða tekið á loft stórar vélar - eða orrustuþotur.
Að auki, sé verið að gera -skipalægi- fært um að vera aðstaða fyrir herskip.
- Þetta lítur því út fyrir að vera fyrirhuguð her- og flotastöð.
Mynd af hinni eyjunni sem Kína er að smíða, má sjá á vef NYTimes:
Piling Sand in a Disputed Sea, China Literally Gains Ground
Á gerfihnattamyndinni má greinilega sjá fjölda kínverskra skipa, við það verk að dæla upp sandi - til þess að dæla honum upp á rifið þ.s. smíði eyjunnar fer fram.
Á milli þessara tveggja eyja eru rúmlega 300km.
Smíði eyjar 2-virðist einungis hafa hafist í janúar á þessu ári. En það má vel vera, að þarna eigi einnig að verða fyrir rest - flugvöllur og herskipalægi.
Nálgun Kína á deilur við nágrannalönd sín er forvitnileg!
En þetta er ekki eina umdeilda "hafsvæðið" eða eini umdeildi "eyjaklasinn."
En í öll skiptin er framkoma Kína akkúrat sú hin sama! Það er, það er ekki boðið upp á viðræður, heldur leggur Kína fram -kröfur- einhliða. Og skv. talsmönnum Kína er réttur Kína í öll skiptin -óvéfengjanlegur- eða hafinn yfir vafa.
Ég verð að segja, að mér finnst nálgun Kína á deilur við sín nágrannalönd, ruddaleg.
Í tilviki deilna um -Spratly- eyjar, þá er alveg ljóst að Kína er með þessum tilburðum að smíða 2-eyjar, kannski fleiri síðar. Að slá eign sinni formlega á þetta hafsvæði.
Og ætlar sér algerlega að hundsa vilja og mótmæli sinna nágrannalanda.
Þ.e. bersýnilegt, að Kína gerir ráð fyrir því, að engin þeirra þjóða - þori að bjóða Kína birginn, en þær þjóðir ráða yfir herskipum - og þær gætu skipað þeim að skjóta á þau skip sem eru að smíða þessar eyjar. Sem þíddi auðvitað stríð á hafinu þarna.
Kína virðist einfaldlega vera að beita svokölluðum -rétti hins sterka- gagnvart þeim sem eru smærri, og veikari.
- En það áhugaverðasta við þetta, eru ef til vill þær spurningar sem vakna - um líklega hegðan Kína í framtíðinni, þegar Kína líklega verður að -ofurveldi.
- En það ætti að vekja a.m.k. einhvern ugg, að Kína sé með þessum hætti svo bersýnilega tilbúið til þess, að -hirða með valdi- þ.s. það vill eignast.
- Það leiðir hugann að þeim möguleika, að ef Kína verður líklega sterkara í framtíðinni, þá gæti kínverskum stjv. dottið í hug - að taka stærri skref af sambærilegu tagi.
En eins og þekkt er, sögulega hafa vaxandi veldi - gjarnan beitt herstyrk sínum til þess, að taka yfir auðlyndir og landsvæði sem aðrir veikari ráða yfir.
Það gerðu Vestrænar þjóðir sannarlega á sínum veldis-tíma. Er ástæða að ætla að Kína hegði sér með öðrum hætti, þegar það blasir við - að hið stóra tækifæri er að renna upp?
En sögulega séð hefur Kína ekki verið friðsamt land, fremur en önnur stórveldi, en ef maður kafar lengra aftur í sögu Kína en bara 200 ár, þá sést því stað að í hvert sinn sem veldi Kína vex - - færir það veldi sitt út með hervaldi.
Þ.e. rétt að Kína hefur ekki lagt undir sig lönd í fjarlægum heimsálfum - á hinn bóginn, bendi ég á að það gerði Evrópa ekki heldur-fyrr en Evrópa réð yfir þeirri tækni sem til þurfti.
Kína bersýnilega mun ráða yfir slíkri tækni, ég sé ekki endilega augljósa ástæðu að ætla, að Kína verði minna -aggressívt- en gömlu nýlendu veldin voru.
Niðurstaða
Þó að hegðan Kína gagnvart grönnum sínum, hafi ekki valdið hernaðarátökum enn. Virðist mér að sá möguleiki sé sannarlega til staðar. En hvernig Kína er að slá eign sinni á svæði þ.s. margir trúa að séu til staðar verðmætar auðlindir rétt undir hafsbotninum. Mun án efa -hvetja nágranna Kína til þess að efla sína flota og heri. Að auki er það vel hugsanlegt, að útkoman verði -bandalagamyndun gegn Kína af hálfu þeirra landa. En þ.e. rökrétt viðbragð -veikari landa- sem hvert um sig á enga möguleika, að bindast samtökum gegn því -sterka- landi sem þau smærri og veikari lönd, upplifa sem vaxandi ógn. Kína gæti með framferði sínu í S-Kínahafi. Leitt fram slíkt bandalag - - sem alveg hugsanlega gæti verið nægilega sterkt til þess að ógna þeirri stöðu sem Kína virðist svo augljóslega vera að skapa þarna á S-Kínahafi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning