Loftárásir Saudi Araba og bandamanna þeirra á Yemen virðast hafa haldið áfram yfir helgina

Skv. erlendri pressu, þá er staðan í Yemen flóknari en svo að hún snúist eingöngu um framrás svokallaðra Houthi manna sem er Shíta hópur, heldur hafi hluti valdastéttarinnar í landinu og mikikilvægur hluti herafla landsins - gengið í lið með sveitum Houthi manna.

Það skýri öra framrás sveita Houthi manna, og snöggt fall höfuðborgarinnar nánast að því er virðiast án bardaga - seint á sl. ári.

T.d. hafi flugher landsins gengið í lið með Houthi mönnum, og eitt fyrsta skotmark árása flugherja Saudi Araba og flóa Araba hafi verið stöðvar flughers landsins, sem líklega hafi verið eyðilagðar og sennilega einnig orrustuvélar þær sem flugher Yemen réð yfir.

Síðan hafi árásum einnig verið beint að stöðvum hers Yemen - og auðvitað framrásarsveitum þeirra sveita í her Yemen sem styðja nú Houthi menn, og þær hersveitir Houthi mann sem eru nú skv. nýjustu fréttum við útjaðar Aden borgar.

Sjóherir Saudi Arabíu og flóa Araba - virðast hafa sett hafnbann á Yemen.

Fréttir hafa að auki borist af átökum sveita Houthi manna og hers Saudi Arabíu á landamærum Yemen og Saudi Arabíu. Ekki enn vitað hvort að hafin sé atlaga Saudi arabíska hersins að sveitum Houthi manna í N-hluta Yemen. Þá meina ég innrás.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Uppreisnin sem hófst seint á sl. ári virðist mun víðtækari en fyrstu fréttir hafa bent til

Þaví sem má ekki gleyma, er að landið er klofið í ættbálka - og þeir deila innbyrðis. Deilur ráðandi ættbálka meðal Súnní meirihluta landsmanna - virðast a.m.k. að hluta til, að baki því að uppreisn Houthi menn hefur náð þeim gríðarlega árangri sem hún hefur náð síðan seint á sl. ári. Framrás herja undir stjórn stjórnarinnar í Sana - hefur verið hröð.

Það virðist bersýnilegt - - að Saudi Arabía sé að missa tökin á landinu.

En síðan á 9. áratugnum, hafa ríkisstjórnir landsins - - notið stuðnings Saudi Araba og Bandaríkjanna, og verið þeim hliðhollar.

Íranir styðja Houthi menn, samtímis er þó ekki neitt sem bendi til þess, að uppreisnin sé undir stjórn Írans - - þó að hún sé líklega að fá þeirra stuðning.

Yemen’s former president Ali Abdullah Saleh behind Houthis’ rise

Houthi Forces Move on Southern Yemen, Raising Specter of Regional Ground War

Ex-Yemeni Leader Urges Truce and Successor’s Ouster

Houthi rebels clash with Saudi troops on Yemen’s northern border

Það er augljós hætta á því - að ef sveitir Saudi Araba og flóa Araba leggja gersamlega í rúst her Yemen.

Að þá leiði það til -valdatóms- í landinu, og hugsanlega algerrar upplausnar í kjölfarið.

Það virðist hugsanlegt, að herir bandalags súnní Araba ríkja undir stjórn Saudi Arabíu - gerist formlegt hernáms lið í Yemen.

Það auðvitað gæti orðið þeim afar skeinuhætt þ.s. ef einhver man enn eftir áratugs löngu hernámi Ísraels hers á stórum hluta Lýbanon á 9. áratugnum - að þá óx upp svokallaður Hesbollah flokkur meðan að á því hernámi stóð, er naut stuðnings Írans.

Ég efa ekki, að Íranar mundu styðja öflugt skærustríð Houthi manna og hvers þess sem væri andvígur hernámi Saudi Araba og flóa Araba, kannski með stuðningi hers Egyptalands - en herstjórnin þar sem er fjármögnuð af Saudi Arabíu hefur lofað að senda lið til Yemen ef höfuð Saud fjölskyldunnar í Saudi Arabíu óskar þess.

Það mundi sennilega þíða langvarandi átök í landinu, og sem líklega yrðu mjög blóðug. Og munum að hreyfing Hesbollah varð til undir hernámi Ísraela og elfdist meðan á því stóð, hvað sem sveitir Ísraela rembdust við að brjóta þeirra sveitir á bak aftur - - hersveitir Arabaríkjanna gætu orðið fyrir svipaðri reynslu í Yemen, ef þær fara með málið þetta langt.

 

Niðurstaða

Mér virðist enn möguleiki á því að einhvers konar samkomulag verði í Yemen. Enda virðist mér ekki blasa við að það yrði góður valkostur fyrir Saudi Araba og þeirra bandamenn meðal Arabaríkja - að hernema landið. En ég sé vart með hvernig öðrum hætti þeir mundu geta tryggt valdastöðu Saudi Arabíu í landinu.

En þ.e. þ.s. þetta snýst um tel ég fullvíst, hvort landið er talið tilheyra yfirráðasvæði Saudi Arabíu, og bandamanna Saudi Arabíu.

Í 30 ár hefur Saudi Arabíu tekist að tryggja að stjórnvöld í Yemen séu vilhöll Saudi Arabíu. En sú uppreisn sem hófst á sl. ári í Yemen - - ógnar þeirri stöðu.

En ég efa að innrás og hernám muni til lengri tíma litið, stuðla að stuðningi íbúa Yemen við valdafjölskylduna í Saudi Arabíu, eða furstana sem ráða í Arabaríkjunum við Persla flóa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband