Spurning hvort að ríkisstjórn Grikklands er að undirbúa greiðsluþrot?

En ég sá eftirfarandi á vef Financial Times: Greece to pay pensions . . . for this month. En skv. fréttum er AGS lán frá fyrsta björgunarprógrammi Grikklands frá 2010-2012, á gjalddaga þann 9. apríl nk.

Skv. frétt FT er gríska ríkisstjórnin að rembast við að safna fé:

  1. "“Whatever needs to be paid will be paid on time — that means wages, pensions and the subsidy to IKA (Greece’s biggest health and social security fund),” Dimitris Mardas told the Financial Times." 
  2. "Mr Mardas could not give any assurances about a separate €450m payment to the International Monetary Fund due on April 9, which is overseen by a separate department within the ministry."
  1. "A new sense of alarm has surrounded Greece as several eurozone officials have come to the conclusion that the new government, led by the leftwing Syriza,..."
  2. "...does not have enough money to cover both the pension and IMF bills and could soon default."

Þegar þetta er tekið saman!

Dettur mér í hug, að Alexis Tsipras forsætisráðherra, hafi komist að þeirri niðurstöðu. Að hann geti lifað það af pólitískt séð - að gríska ríkið verði greiðsluþrota þann 9/4 nk. gagnvart erlendum skuldbindingum.

En að hann hafi komist samtímis að þeirri niðurstöðu, að hann geti ekki lifað það af í pólitískum skilningi, að ríkissjóður - - verði greiðsluþrota gagnvart innlendum skuldbindingum.

Svo kannski eru virkilega einungis örfáir dagar áður en gríska ríkið fer í þrot gagnvart útlöndum.

Þ.e. erfitt að sjá annað en að gríska ríkisstjórnin verði þá að - tafarlaust setja á fjármagnshöft.

Síðan að framkvæma gjaldmiðilsskipti!

Öllum bönkum og fjármálastofnunum yrði líklega að loka tímabundið - ekki seinna en þann 9/4. Og halda lokuðum, þar til gjaldmiðilsskipti hafa farið fram.

  • Síðan mætti líklega fljótt - heimila rafræn viðskipti með endurreista dr0gmu.
  • Þó verið geti að einhverja mánuði taki að prenta seðla og slá peninga, og koma þeim í umferð.

 

Niðurstaða

Ég á erfitt með að ímynda mér að ríkisstjórn Grikklands - geti bakkað. Ég meina að hún sé mjög líklega ekki með neitt blöff. Enda sé ég ekki hvernig stjórnarflokkarnir mundu geta átt nokkra pólitíska framtíð - - ef þeir gefa eftir í deilu sinni við meðlimaríki ESB.

Þeir muni frekar kjósa greiðsluþrot.

Það getur verið að stjórnendur aðildarríkja ESB eins og t.d. frú Merkel - átti sig ekki á því að ríkisstjórn Grikklands sé líklega ekki með neitt blöff.

  • En miðað við það hversu klaufalega ríkisstjórn Grikklands hefur höndlað samningaviðræður við aðildarríkin.
  • Þá getur verið full ástæða að óttast, að stjórnin klúðri a.m.k. að einhverju leiti rekstri Grikklands yfir það viðkvæma tímabil sem þá fer í hönd, ef engin greiðsla berst frá ríkisstjórn Grikklands til AGS þann 9/4 nk.

Sú ráðstöfun að verða greiðsluþrota - þarf ekki að leiða til efnahagslegs öngþveitis, en léleg stjórnun á viðkvæmu augnabliki sannarlega getur skapað slíkt öngþveiti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Skemmtilegar pælingar. Auðvitað vilja Grikkir ekki greiðsluþrot og Þýskaland ekki heldur. Fyrir okkur ESB sinna er það auðvitað ósigur ef Grikkir yrðu að slíta evrusamstarfinu, en lífið er dýnamískt og svo eru stjórnmálin líka og það verður bara að taka því sem að höndum ber. 

Gísli Ingvarsson, 28.3.2015 kl. 09:33

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hvort hún að undirbúa greiðsluþrot, því setningin er í viðtengingarhætti. Látum hann nú ekki deyja fyrr en í þýsku.

FORNLEIFUR, 28.3.2015 kl. 09:58

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við erum öll áhorfendur, og þ.e. auðvitað hugsanlegt að ríkisstjórn Grikklands sé með sjónarspil, liður í "game of chicken" sem gríska ríkið og aðildarríkin virðast vera að leika þessar vikurnar.

En ég óttast að aðildarríkin geri ráð fyrir að Tsipras guggni á síðasta augnabliki.

Meðan að Tsipras sé að reikna með því sama.

Útkoman ef hvorugur gefur eftir - leiði fram gjaldþrot og síðan brotthvarf Grikklands úr evru. Einhver þarf þá að veita eftirgjöf - mér virðist að ríkisstjórn Grikklands sé búinn að skapa sér þannig ástand innan grísks samhengis, að hún geti ekki bakkað og samtímis átt pólitíska framtíð i gísku samhengi.

Það sé alveg hugsanlegt að aðildarríkin vanmeti þann þátt!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.3.2015 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband