Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa - hefja formlegt stríð gegn skæruliða sveitum Houthi manna í Yemen

Ég velti fyrir mér nýverið hvort enn eitt -proxy- stríðið milli Írans og bandalagsríkja Saudi Arabíu væri við það að hefjast: Stríð Saudi Araba og Írana, um Yemen að hefjast?. En atburðir fimmtudagsins virðast staðfesta þann ótta - en þá gerði Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa, umfangsmiklar loftárásir á stöðvar Houthi manna í Yemen.

Hverjir eru Houthi menn? Þeir eru hópur að mörgu leiti sambærilegur við "Hesbollah" í Lýbanon, þ.e. samtök shíta í Yemen.

Seint á sl. ári hófu þeir framrás, sem leiddi til þess að Houthi menn hertóku höfuðborg landsins Sana, stökktu forseta þess á flótta - til Aden.

Sl. vikur hefur framrás Houthi manna haldið áfram, og hafa sveitir þeirra tekið flugvöll einungis 60 km. frá Aden. Sú borg gæti því fallið - þá og þegar.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Það sem bandamenn Saudi Arabíu eru að bregðast við, er yfirtaka bandamanna Írans á landinu Yemen - en það mundi væntanlega leiða til þess að Yemen hætti að vera bandalagsríki Saudi Arabíu, yrði þess í stað - vinveitt Íran!

Þetta sé því liður í -köldu stríði- Saudi Arabíu og Írans - sem skekur Mið-Austurlönd. Síðan borgarastríð skall á í Sýrlandi 2011, hafa þessi átök - tekið flug.

2013 bárust síðan átök yfir til Íraks - sem hefur seinni ár verið vinsamlegt Íran. Eiginlega á áhrifasvæði Írans.

  1. Þ.e. ekkert leyndarmál - að bandalagsríki Saudi-Arabíu, með stuðningi við margvíslega róttæka skæruliðahópa Súnní Íslam er berjast í Sýrlandi gegn stjórnvöldum í Damascus.
  2. Hafa verið að leitast við að veikja valdastöðu Írans - en Sýrland hefur um nokkurt skeið verið bandalagsríki Írans.
  3. Það auðvitað rann um mann grunur á sl. ári, er borgarastríðið barst síðan til Íraks - - þ.s. að Írak hefur einnig seinni ár verið hluti af -bandalagi Írans- að Saudi Arabía væri í leynd að styðja framrás ISIS - - en framrás ISIS hefur sannarlega ógnað stöðu Írans í Írak, og er viðvarandi ógn við stöðu Írans í Sýrlandi.
  • Með vissum hætti má því, líta á þ.s. svar Írans við leikjum Saudi Araba og flóa Araba gegn Íran í Sýrlandi og Írak - - að ógna valdastöðu Saudi Arabíu í Yemen.
  • Með því að styðja til valda þar, hóp vinveittan Íran.

Skv. þessari frétt, býðst Eyptaland til þess að senda her gegn Houthi mönnum:

Egypt Says It May Send Troops to Yemen to Fight Houthis

Saudi intervention adds heat to regional cold war

 

Bein hernaðaríhlutun andstæðinga Írans, er alveg ný stigmögnun!

En ég get ekki betur séð en að með -beinni hernaðaríhlutun flóa Araba og Saudi Arabíu- í átök við hóp í bandalagi við Íran. Þá skapist ný stigmögnun í átök öflugasta ríkis Súnníta, þ.e. Saudi Arabíu - megin ríki Shíta, þ.e. Íran.

En hingað til hafa flóa Arabar og Saudar látið sér nægja - að beita sér í gegnum 3-aðila. Þ.e. róttæka hópa sem til eru í að þiggja vopn og peninga, til að berjast.

  1. Á hinn bóginn - eins og framrás ISIS sýnir, fylgja því margvíslegar hættur, að styrkja róttæka hópa, byggja þá upp með peningum og vopnum.
  2. Einkum það vandamál, að slíkir hópar geta reynst erfiðir í taumi - og á endanum farið að spila sinn eigin leik. Það er þ.s. mig grunar að hafi gerst með "ISIS" - að upphaflega hafi sá aðili fengið stuðning þ.e. fé og vopn frá Saudi Aröbum og flóa Aröbum, en að á sl. ári hafi "ISIS" farið út fyrir handritið.
  3. Það getur verið ástæða þess, að Saudar og flóa Arabar kjósa nú - beina íhlutun.

Skv. fréttum er her Saudi Arabíu með vaxandi viðbúnað á landamærum við Yemen - - innrás hers Saudi Arabíu virðist því meira en hugsanleg.

Miðað við tilboð herforingjastjórnarinnar í Egyptalandi - sem fjármögnuð er af Saudi Arabíu. Þá gæti egypski herinn bæst við.

Þá vantar bara að íranski byltingavörðurinn blandi sér í málið, aðstoði Houthi menn - - til þess að stríðið fari að nálgast - > Bein átök milli herja þjóðanna.

 

Niðurstaða

Hætta á allsherjar átökum Saudi Arabíu, og sveita flóa Araba - - og herja Írans. Virðast fara hratt vaxandi. En formlegt stríð mundi sennilega vera með þáttöku Egypta, flóa Araba, og auðvitað Sauda. Megin-andstæðingur þeirra Íran, á bandamanna í Sýrlandi í formi ríkisstjórnarinnar í Damascus, hinu lýbanska Hesbollah, nú Houthi mönnum, og auðvitað Shítum í Írak.

Við erum því að tala um - trúarbragða stríð.

Raunverulega stórstyrrjöld í Mið-Austurlöndum.

Er getur skollið á að því er virðist, þá og þegar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 863639

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband