26.3.2015 | 00:28
Aðildarþjóðir ESB virðast vísvitandi þrengja að möguleikum ríkisstjórnar Grikklands að forða greiðsluþroti
Þetta er auðvitað liður í -"hardball"- samningatækni sem samskiptin milli aðildarþjóðanna og grísku ríkisstjórnarinnar virðast hafa leiðst í. En nýjasta dæmið um þetta er 1,2 milljarðar evra í lausafé sem var staðsett í Seðlabanka Grikklands -í sérstökum sjóði- þar til fyrir skömmu. Þetta var afgangs fé af sjóði sem búinn var til skv. 2-björgun Grikklands, bankabjörgunarsjóður sem nýttur var til þess að "endurfjármagna" gríska bankakerfið fyrir ca. 2-árum síðan. Sá sjóður var upp á litlar 48 milljarða evra.
Bróðurparturinn af peningunum hafði verið nýttur.
Fyrir skömmu gaf -björgunarsjóður evrusvæðis- skipun um að færa þessa 1,2 milljarða aftur til baka - til þeirrar stofnunar.
Þannig að þetta fé er ekki lengur í Aþenu!
- Gríska ríkisstjórnin hafði aftur á móti vonast til þess að nýta þetta fé!
"The Greek government believes the funds were sent back to eurozone authorities in error"..."when, under pressure from Germany, finance ministers agreed all the remaining money in the bank rescue facility should be returned to the eurozones bailout fund."
"But on a conference call between deputy ministers from all 19 eurozone finance ministries, the Greek delegation was told on Wednesday that the 1.2bn was correctly returned and the cash would stay in the bailout fund, known as the European Financial Stability Facility."
- Skv. frétt Financial Times um málið - - getur verið að gríska ríkisstjórnin klári möguleika sína til þess að útvega nýtt fé fyrir 9. apríl nk.
- En þann dag er gjalddagi á láni frá AGS sem tilheyrir 1-björgun Grikklands, prógrammi er stóð frá 2010 til fyrri hl. árs 2012, þegar 2-björgun tók við eftir að hluti skulda gríska ríkisins voru afskrifaðar.
- Það yrði náttúrulega -saga til næsta bæjar- ef það yrði greiðsluþrot á láni frá AGS.
- En mér skilst að það eigi aldrei áður að hafa gerst, að land hafi orðið "default" á lán frá AGS.
Síðan er eins og það sé samtímis í gangi ágreiningur milli aðildarríkjanna og stofnana ESB, um það - hve hart á að ganga gegn Grikkjum.
En samtímis hefur Seðlabanki Evrópu tekið eftirfarandi ákvörðun - - >
"Meanwhile, the ECB raised the threshold of emergency loans the Bank of Greece can provide to the countrys banks by 1.5bn"
Nærri sömu upphæð!
En gríska ríkið hefur verið að láta grísku bankana kaupa skammtíma ríkisbréf - fyrir neyðarfé Seðlabanka Evrópu!
Sem er á afskaplega dökkgráu lagalegu svæði fyrir Seðlabanka Evrópu að umbera þ.s. það stendur í lögum um bankann að hann megi ekki fjármagna aðildarríkin.
- En milli aðildarþjóðanna og stofnana ESB - virðist tekist á um það, hvort óhætt sé að láta gríska rikið verða greiðsluþrota - - > Ef ríkisstj. Syriza bakkar ekki í því "game of chicken" sem nú er í gangi milli aðildarríkjanna og ríkisstjórnar Grikklands.
- En stofnanir ESB virðast meta hættuna sem fylgir slíku þroti meiri heldur en ríkisstjórnir aðildarríkja evrusvæðis.
Sem sjálfsagt skýri ákvörðun Seðlabanka Evrópu - að veita í raun og veru gríska ríkinu fjármögnun bakdyramegin!
Meðan að ríkisstjórnirnar hafa verið að sverfa að gríska ríkinu á framhliðinni.
Niðurstaða
Það virðist í gangi einhvers konar 3-leikur, þ.e. ekki bara milli aðildarríkja evrusvæðis og Grikklands, heldur virðast stofnanir ESB hafa aðra afstöðu heldur en ríkisstjórnir aðildarríkjanna.
Þó Seðlabanki Evrópu -lagatæknilega sé það ekki heimilt- virðist hann þó samt vera að halda gríska ríkinu á floti, svo það verði ekki greiðsluþrota - sem alveg örugglega þíðir að Grikkland verður þá án tafar að yfirgefa evruna.
Mig grunar að það sé ekki síst óttinn við fordæmið sem það mundi skapa - - að skapa þá útkomu að unnt sé að hætta í evrunni. Sem sé að leiða Seðlabanka Evrópu í þá óyndisstöðu, að vera í reynd - vísvitandi lögbrjótur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning