24.3.2015 | 22:27
Litlar 1.070 milljón í árslaun
Ég rakst þá frétt í FT að forstjóri Renault/Nissan væri að fá launahækkun, upp í litlar 7,2 milljón evra eða 1.070 milljón krónur í árlaun.
Sennilega hærra en hjá nokkrum íslenskum forstjóra.
En þ.e. þó líklega slatti með árslaun yfir 100 milljón.
Þetta minnir mann á klassísku deiluna um það hvort einhver geti verið þetta mikils virði. Hvað Carlos Ghosn varðar þá er rétt að halda á lofti að hann hefur gert Renault/Nissan að sannkölluðu stórveldi á sviði bifreiðaframleiðslu.
Hann varð fyrst forstjóri Renault 1996 en þá var Renault í fjárhagsvandræðum - Gosn framkvæmdi klassískar aðgerðir í formi kostnaðarlækkana, hann einnig endurskipulagði starfsemi fyrirtækisins - tókst að snúa við starfseminni á rúmu ári í smávægilegan hagnað. En síðan hefur Renault fyrirtækið -skilst mér- ekki verið rekið með tapi.
1999 tók hann afdrifaríka ákvörðun þegar Nissan fyrirtækið japanska rambaði á barmi gjaldþrots, og lét Renault kaupa ráðandi hluta eða 36,8%. Þetta var upphafið að sameiningarferli Nissan og Renault.
Þetta var hrein yfirtaka, og tók hann sjálfur yfir stjórn mála á Nissan í Japan. Var þar a.m.k. 2 ár við það verk að endurskipuleggja Nissan.
"When he joined the company, Nissan had a consolidated interest-bearing net automotive debt of more than $20 billion and only three of its 46 models sold in Japan were generating a profit."
Gosn hjó og hjó, axaði þ.s. skilaði tapi, seldi margt annað sem ekki tengdist beint bílaframleiðslu - er sagður hafa haft mjög umtalsverð áhrif á japanskan fyrirtækja kúltúr. Honum tókst að endurtaka verkið með Nissan sem hann vann með Renault - þ.e. að ná Nissan í hagnað á 12 mánuðum, síðan í góðan hagnað á 3.
Í dag er þetta 4-stærsta bílaframleislufyrirtæki í heimi, er framleiðir bifreiðar meira eða minna um allan heim - á t.d. AvtoVAZ sen framleiddi á árum áður Lada bifreiðar í Rússlandi. Nissan bílar eru að auki framleiddir í S-Ameríku og Indlandi, fyrir utan Evrópu og Bandaríkin, ásamt auðvitað Japan. Og auðvitað að Renault bifreiðar eru framleiddar í Evrópu.
- Þetta sé með öðrum orðum, raunverulegur afreksmaður.
- Sennilega er besta nýlega ákvörðun hans, framleiðsla Nissan Leaf og sambærilegra Renault bíla sbr. Renault Zoe og Renault Fluence, sem einnig eru rafbílar.
- Þessi framleiðsla skili hagnaði ólíkt mörgum fyrri tilraunum til að framleiða rafbíla fyrir almenning.
Renault Zoe rafbíll
Renault Fluence rafbíll
Í dag skilst mér að samruni framleiðslu Renault/Nissan sé komin það langt - að algerlega úrelt sé að tala um lélega Reanult og góða Nissan.
Framleiðsluaðferðir hafi verið gersamlega samræmdar - þeir nota sömu vélarnar, sömu undirvagnana, samnýta annað kram!
Sjá t.d. nýjustu jepplingana:
Renault Kadjar
Nissan Qashqai
Mér skilst að þeir séu svo líkir - að tæknilega sé unnt að framleiða þá á sömu framleiðslulínunni, þ.e. sami undirvagn, sömu vélar, sömu festipunktar fyrir hurðir - bretti - stuðara og annað; þannig að unnt sé að bolta mismundandi parta og annð verður Nissan en hitt Renault.
Það er þannig sem framleiðendurnir ná því að skila hagnaði í dag - - að lágmarka fjölda svokallaðra "platforms" sem íslenskast sennilega "undirvagn" - sem og véla enda afskaplega dýrt orðið að þróa þær skv. nýjustu mengunarkröfum - undirvagnar einnig feykilega dýrir vegna krafna um styrk í árekstrum og öryggi farþega, og auðvitað um þætti eins og aksturseiginlega og skort á hávaða innanborðs.
Svo að hámarks nýting náist út úr þeim gríðarlegu fjárfestingum sem liggja að baki nýrri vél eða nýjum undirvagni.
Niðurstaða
Ég sleppi því að ákveða formlega hvort Gosn á það skilið að fá rúman milljarð í árslaun. En segi þó að hann á há laun skilið frekar en margir aðrir. En hvað Renault/Nissan er í dag má nær algerlega færa á hans reikning.
Kv.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning