Viðræðuferli Íslands við ESB er sennilega ekki slitið

Ég vildi ekki vera of snöggur að tjá mig um mesta hitamál sl. viku, bréf utanríkisráðherra til ESB: 12.3.2015 - Ísland verði ekki lengur í hópi umsóknarríkja.

En mín reynsla er sú, að þ.e. mjög auðvelt að gera sig að fífli með því að tjá sig of fljótt.

Nú hef ég haft tíma til að lesa og heyra viðbrögð annarra, og þar með láta þau viðbrögð hafa áhrif á mína túlkun!

Minn skilningur -eftir vandlega íhugun- er sá að bréf utanríkisráðherra, sé í reynd -beiðni til Evópusambandsins, um að taka Ísland formlega af lista yfir ríki, sem ESB skilgreinir sem umsóknarríki.-

Bréfið sem slíkt, sé ekki -formleg slit á viðræðum- það tjái eindregna afstöðu ríkisstjórnarinnar, að Ísland skuli ekki eiga sína framtíð sem aðildarland ESB, og að hún hafi ekki í hyggju að hefja aðildarviðræður að nýju - - > Allt sem þegar lá fyrir.

Það nýja, sé sú beiðni/ósk til ESB sem felst í bréfinu, um - - > formleg viðræðuslit.

  • Það er hægt að túlka þ.s. visst veikleikamerki, að ríkisstjórnin láti það vera að láta Alþingi sjálft - formlega slíta viðræðuferli Íslands.
  • Óski þess í stað eftir því, að ESB sjálft það geri!
  • Það gefur ef til vill þá vísbendingu, að ríkisstjórnin óttist að hafa ekki þingmeirihluta fyrir ályktun um formleg viðræðuslit. Þannig að óvissa sé um vilja Alþingis - þar af leiðandi.
  • Það sé ef til vill, veikleikamerki hjá ríkisstjórninni, að hafa ekki farið í það ferli að nýju, að knýja í gegn nýja þingsályktun.

Þá auðvitað velti ég fyrir mér líkum þess, að stækkunarstjóri ESB, láti það eftir ríkisstjórn Íslands - formlegri ósk utanríkisráðherra - að taka Ísland af þeim lista. En þ.e. hans embætti sem -lagatæknilega- mundi óska eftir þeirri breytingu til Ráðherraráðs og svokallaðs Evrópuþings, að samþykkja að Ísland sé ekki lengur umsóknarland!

  1. Mig grunar sterklega, að viðbrögð stækkunarstjóra og embættis hans, verði á þann veg að bíða fram yfir kosningar á Íslandi 2017.
  2. Stækkunarstjórinn mun væntanlega veita því athygli, að ekki liggur fyrir ný þingsályktun. Að ríkisstjórnin valdi þessa aðferð í stað þess að láta aftur reyna á það hver vilji Alþingis er. Þessi óvissa um vilja Alþingis - gæti því orðið vatn á myllu þeirrar afstöðu, að láta vera að slíta viðræðuferlinu.
  3. Síðan hafa skoðanakannanir sýnt undanfarið heildarfylgi stjórnarflokkanna, vel neðan við þau mörk, sem leiða til -þingmeirihluta.- Líkur virðast um að, ef marka má kannanir undanfarna mánuði, að nýr meirihluti verði sennilega a.m.k. hlynntur viðræðum.
  4. Að auki mælist fylgi ríkisstjórnarinnar í öllum könnunum undanfarið, neðan við 40%.
  • Í ljósi þessara atriða. Finnst mér líklegra en ekki, að stækkunarstjóri ESB muni ekki leggja það til, að viðræðuferli við Ísland skulu formlega slitið, og Ísland þar með tekið af lista yfir lönd sem séu í viðræðuferli.
  • Það sé alls óvíst, að stækkunarstjóri eða embætti hans, svari formlega bréfi utanríkisráðherra -þó það mætti túlka þ.s. dónaskap- gæti verið að þeim aðilum virðist það vera sú leið sem skilar minnstri áhættu, að sýna engin viðbrögð, að svara engu.

 

Vonandi skannast skjalið vel inn!

Það kom best út að skanna skjölin inn sem myndir.

-------------------

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bref_utanrikis_0001.jpg

Eins og ég sagði, þá virðist þetta bréf vera - beiðni eða ósk um tiltekna lagatæknilega breytingu af hálfu ESB á stöðu landsins, eða með öðrum orðum, um viðræðuslit af hálfu ESB.

Skv. því, þá er það ekki rétt sem utanríkisráðherra fullyrðir, að þetta bréf leiði sjálfkrafa til viðræðuslita, þannig að Ísland geti ekki hafið aðildarviðræður að nýju, nema að hefja ferlið frá byrjunarreit.

  • Það sé háð viðbrögðum ESB hvort að bréfið leiði til viðræðuslita eða ekki!
  • Mig grunar að þau viðbrögð -eins og útskýrt að ofan- verði á þá leið, að bíða og sjá fram yfir nk. Alþingiskosningar 2017, í von um að næsti þingmeirihluti verði vinsamlegur aðildarviðræðum.
  • Í ljósi skoðanakannana, eins og ég bendi á, getur svo farið!
  • Þetta er líka í takt við hvernig ESB nálgast svokallaða "kreppu" þ.e. mikilvægum ákvörðunum er gjarnan frestað, vandamálum ýtt áfram! Í von um að þau leysist sjálfkrafa síðar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bref_utanrikis_0002.jpg

Takið eftir þessari málsgrein:

"Í ljósi framangreinds er það bjargföst afstaða ríkisstjórnarinnar að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB og lítur hún svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu."

Ég get ekki betur séð, en það sé algerlega skýrt af þessari málsgrein, að bréfið er -beiðni- þannig að það sem slíkt - - > Breyti ekki endilega stöðu Íslands gagnvart ESB.

Fyrst að ríkisstjórn Íslands -virðist ekki tibúin í að gera aðra tilraun til þess að koma í gegnum Alþingi "tillögu til þingsályktunar um viðræðuslit" sem mundi leiða til þess án nokkurs vafa að stofnanir ESB mundu líta svo á að viðræðum hafi verið slitið af Íslands hálfu!

Í ljósi aðferðar ríkisstjórnarinnar, sem sé augljóst að túlka sem veikleikamerki, að óska eftir því við ESB að sambandið slíti viðræðferli Íslands með formlegum hætti.

Sé það alfarið í valdi stofnana ESB, hvort farið sé eftir þeirri beiðni eða ekki.

Það sé því alls ekki -vonlaus- tilraun stjórnarandstöðunnar, að senda af sinni eigin hálfu bréf til að skýra sína afstöðu, og koma með eigin túlkun stöðu Íslands.

Sérstaklega í ljósi skoðanakannana undanfarið, sem benda til þess að líkur séu á að næsti þingmeirihluti Alþingis, verði hlynntur áframhaldandi aðildarviðræðum.

Þá -eins og ég sagði að ofan- grunar mig sterklega að stofnanir ESB muni láta vera af því að afnema stöðu Íslands sem umsóknarríki! Eða með öðrum orðum, láta vera að formlega slíta viðræðuferlinu, í von um að Alþingiskosningar 2017 leiði til þeirrar niðurstöðu að viðræðum verði framhaldið.

 

Niðurstaða

Hún er sú, að líklega leiði bréf utanríkisráðherra ekki til formlegra viðræðuslita. Stofnanir ESB muni humma af sé beiðni utanríkisráðherra, að þær slíti formlega viðræðuferlinu. Í von um að Alþingiskosningar 2017 leiði fram nýjan þingmeirihluta, sem sé áhugasamur um að halda viðræðum áfram. Það verði ekki farið að beiðni ríkisstjórnar Íslands!

Þannig að útkoman verði óbreytt!

  • Tek fram að ályktanir mínar eru alltaf mínar eigin, algerlega því á mína ábyrgð!

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 859315

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband