ESB heimtar breytingar á samningi Rússlands og Ungverjalands um nýtt kjarnorkuver

EURATOM hafnaði hluta samningsins, þannig að um þann hluta samningsins þarf að semja að nýju við Rússland - ef samningurinn um kjarnorkuverið á að fást samþykktur af kjarnorkumálastofnun ESB. En þ.e. kvöð innan ESB um samþykki þeirrar stofnunar á samningum um ný kjarnorkuver!

EU blocks Hungary nuclear deal with Russia

Þetta að einhverju leiti minnir á það er "samkeppnisyfirvöld í ESB" lögðu stein í götu samnings Rússlands við Serbíu og Búlgaríu - um svokallaða "South Stream" leiðslu. Þar var einnig um "tæknilega mótbárur að ræða" þ.e. evrópsk samkeppnisyfirvöld heimtuðu, að GAZPROM heimilaði "keppinautum sínum" að samnýta leiðsluna sem GAZPROM hugðist standa allan straum af að leggja. Það var á grunni þess að GAZPROM væri leiðandi fyrirtæki á þeim mörkuðum.

  • Það hefur síðan verið hætti við "South Stream" verkefnið af hálfu Rússlands.

Það verður forvitnilega að vita, hvaða áhrif mótbárur EURATOM hafa á samkomulag Rússlands og Ungverjalands - um nýtt kjarnorkuver!

"Euratom refused to approve Hungary’s plans to import nuclear fuel exclusively from Russia."

Það fylgir ekki sögunni, akkúrat hvaða ástæður EURATOM nefnir fyrir því, að -beita neitunarvaldi- út á þetta atriði.

"The decision, details of which were kept secret, came at a meeting in Brussels last week of all 28 EU commissioners..."

Ástæðurnar með öðrum orðum hafa ekki verið gerðar opinberar!

"The result is to block the whole Paks II expansion. To revive it, Hungary would need to negotiate a new fuel contract or pursue legal action against the commission."

Það verður þá að koma í ljós - hvort að Rússar eru til í að sætta sig við það, að samningur um kjarnorkueldsneyti til nýja kjarnorkuversins, verði boðinn út á evr. efnahagssvæðinu?

En ef "Rosatom" fær ekki samning um að útvega eldsneyti til nk. 30 ára - þá væntanlega dregur úr hagnaði "Rosatom" af þeim samningi að reisa kjarnorkuver fyrir Ungverja.

  • Það er þó alls ekki unnt að slá því föstu að mótbárur EURATOM - dugi til að slá samkomulagið af - - eins og mótbárur evr. samkeppnisyfirvalda dugðu til þess að slá af "South Stream" gasleiðsluna er áður var fyrirhuguð.

 

Niðurstaða

Það er ekkert leyndarmál, að stofnanir ESB hafa haft áhyggjur af samningi Ungverjalands við Rússland, um nýtt kjarnorkuver - - en Ungverjaland þegar fær 60% af gasi og 80% af olíu frá Rússlandi.

Menn óttast með öðrum orðum, að Ungverjaland verði nokkurs konar "leppríki" Rússlands -þó það sé meðlimur að ESB. Þannig að Rússland geti beitt Unverjalandi fyrir sig - þegar Rússland vill trufla ákvarðanatöku innan ESB um eitthvert tiltekið málefni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 859316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband