10.3.2015 | 00:41
Forseti Brasilíu virðist vísvitandi hafa logið að kjósendum
Ef einhver man, þá heitir forseti Brasilíu -Dilma Rousseff- fremur ömmuleg útlits. Hennar vandi er sá, að Brasilía er á leið inn í kreppu. Talið að samdráttur verði í ár á bilinu 0,7-1%. Á sama tíma mælist verðbólga nú 7% - sumir hagfræðingar spá 8%.
Ég fæ ekki betur séð en hún hafi logið að kjósendum!
En þ.e. ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún náði endurkjöri - - með mjög litlu atkvæðahlutfalli. Sigur mjög naumur, með öðrum orðum.
Þá nefndi hún ekki einu orði, að kreppa væri á næstunni. Kreppa var ekki til í hennar orðabók meðan kosningabaráttan stóð yfir.
Að auki, nefndi hún hvergi - - fyrirhugaðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir, m.a. sparnaður í formi velferðar útgjalda.
Heldur talaði hún um batnandi efnahag og velferð!
- En líklega hefði hún ekki náð kjöri, ef hún hefði sagt kjósendum sannleikann.
- Sl. sunnudag, ávarpaði hún þjóðina - og talaði á allt öðrum nótum, um þörf fyrir sparnað og ráðdeild, og kynntar voru aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla - aðgerðir lítt til vinsælda fallnar. Og viti menn, fjölmenn mótmæli spruttu upp í fjölda brasilískra borga.
- Svo bætist við, að hún er óheppin - - hneyksli er í gangi í tengslum við stærsta fyrirtæki landsins, "Petrobras" eða ríkisolíufélagið, en það virðist að það hafi greitt fjölda pólitíkusa mútur. A.m.k. einhverjir þeirra tengjast flokki forsetans. Ætli það megi ekki segja - að þetta auki á almenna óánægju með pólitíkusa landsins. Og geti verip hluti ástæðunnar, að almenningur brást þetta harkalega við ræðu forsetans.
Alvarleg kreppa?
Líklega ekki, Brasilía eins og Ísland - er auðlyndahagkerfi, þó um aðrar auðlyndir sé að ræða - einna helst útfluttar landbúnaðarafurðir svo sem kaffi, og olíu í seinni tíð.
Brasilía virðist ekki ætla verða meiriháttar iðnveldi. Hversu mikið sem Brassar rembast.
- Það sem er að gerast, er að verð fyrir útfluttar afurðir hafa lækkað.
- Það eins og á Íslandi - leiðir til verðlækkunar gjaldmiðilsins. Realið hefur fallið um nærri 15% síðan sl. áramót.
- Það leiðir eðlilega til - innflutnings á verðbólgu, þ.e. innfluttar vörur hækka.
- Að auki hefur ríkisstjórnin, hækkað gjöld, og þannig framleitt nokkuð af verðbólgunni sjálf.
Við könnumst við þetta allt hér!
Eins og Ísland, er Brasilía háð verðlagi á helstu útflutningsafurðum - hagkerfið fer upp þegar verðin hækka, niður þegar þau lækka.
Gjaldmiðillinn styrkist þegar verðin fara upp, fellur er þau lækka.
- Þegar menn halda því fram að óstöðugleiki Ísland, sé einhver einstakur hlutur.
- Þá er gott að bera Ísland við--önnur lönd sem eru auðlyndahagkerfi eins og Ísland.
- Þ.e. mun vitrænni samanburður, en að bera Ísl. við lönd, sem ekki eru auðlyndahagkerfi - jafnvel þó þau eigi að vera sögulega skildari okkur.
Niðurstaða
Ísland er ekki eina óstöðuga landið í heiminum. En margir halda því fram, að óstöðugleiki landsins - sé eingöngu vegna efnahagslegrar óstjórnar. En ef maður skoðar lönd - víðar en þessi dæmigerðu Evrópulönd. Þá er unnt að finna dæmi um alveg sambærilegan óstöðugleika og Ísland reglulega gengur í gegnum.
Þá þarf ekki að finna einhver vanþróuð 3-heims lönd!
Ég hef trú á að Brasilía komist í gegnum þessa kreppu. Eins og Ísland nær alltaf sér á strik aftur, ef það hefur skollið á timabundin kreppa vegna - fallandi verða.
En auðlynda hagkerfi eðlilega eru háð hagsveiflunni í þeirra helstu útflutningslöndum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning