Forseti Brasilíu virðist vísvitandi hafa logið að kjósendum

Ef einhver man, þá heitir forseti Brasilíu -Dilma Rousseff- fremur ömmuleg útlits. Hennar vandi er sá, að Brasilía er á leið inn í kreppu. Talið að samdráttur verði í ár á bilinu 0,7-1%. Á sama tíma mælist verðbólga nú 7% - sumir hagfræðingar spá 8%.

http://blogs-images.forbes.com/chriswright/files/2014/10/dilma-rousseff.jpg

Ég fæ ekki betur séð en hún hafi logið að kjósendum!

En þ.e. ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún náði endurkjöri - - með mjög litlu atkvæðahlutfalli. Sigur mjög naumur, með öðrum orðum.

Þá nefndi hún ekki einu orði, að kreppa væri á næstunni. Kreppa var ekki til í hennar orðabók meðan kosningabaráttan stóð yfir.

Að auki, nefndi hún hvergi - - fyrirhugaðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir, m.a. sparnaður í formi velferðar útgjalda.

Heldur talaði hún um batnandi efnahag og velferð!

  1. En líklega hefði hún ekki náð kjöri, ef hún hefði sagt kjósendum sannleikann.
  2. Sl. sunnudag, ávarpaði hún þjóðina - og talaði á allt öðrum nótum, um þörf fyrir sparnað og ráðdeild, og kynntar voru aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla - aðgerðir lítt til vinsælda fallnar. Og viti menn, fjölmenn mótmæli spruttu upp í fjölda brasilískra borga.
  3. Svo bætist við, að hún er óheppin - - hneyksli er í gangi í tengslum við stærsta fyrirtæki landsins, "Petrobras" eða ríkisolíufélagið, en það virðist að það hafi greitt fjölda pólitíkusa mútur. A.m.k. einhverjir þeirra tengjast flokki forsetans. Ætli það megi ekki segja - að þetta auki á almenna óánægju með pólitíkusa landsins. Og geti verip hluti ástæðunnar, að almenningur brást þetta harkalega við ræðu forsetans.

 

Alvarleg kreppa?

Líklega ekki, Brasilía eins og Ísland - er auðlyndahagkerfi, þó um aðrar auðlyndir sé að ræða - einna helst útfluttar landbúnaðarafurðir svo sem kaffi, og olíu í seinni tíð.

Brasilía virðist ekki ætla verða meiriháttar iðnveldi. Hversu mikið sem Brassar rembast.

  1. Það sem er að gerast, er að verð fyrir útfluttar afurðir hafa lækkað.
  2. Það eins og á Íslandi - leiðir til verðlækkunar gjaldmiðilsins. Realið hefur fallið um nærri 15% síðan sl. áramót.
  3. Það leiðir eðlilega til - innflutnings á verðbólgu, þ.e. innfluttar vörur hækka.
  4. Að auki hefur ríkisstjórnin, hækkað gjöld, og þannig framleitt nokkuð af verðbólgunni sjálf.

Við könnumst við þetta allt hér!

Eins og Ísland, er Brasilía háð verðlagi á helstu útflutningsafurðum - hagkerfið fer upp þegar verðin hækka, niður þegar þau lækka.

Gjaldmiðillinn styrkist þegar verðin fara upp, fellur er þau lækka.

  • Þegar menn halda því fram að óstöðugleiki Ísland, sé einhver einstakur hlutur.
  • Þá er gott að bera Ísland við--önnur lönd sem eru auðlyndahagkerfi eins og Ísland.
  • Þ.e. mun vitrænni samanburður, en að bera Ísl. við lönd, sem ekki eru auðlyndahagkerfi - jafnvel þó þau eigi að vera sögulega skildari okkur.

 

Niðurstaða

Ísland er ekki eina óstöðuga landið í heiminum. En margir halda því fram, að óstöðugleiki landsins - sé eingöngu vegna efnahagslegrar óstjórnar. En ef maður skoðar lönd - víðar en þessi dæmigerðu Evrópulönd. Þá er unnt að finna dæmi um alveg sambærilegan óstöðugleika og Ísland reglulega gengur í gegnum.

Þá þarf ekki að finna einhver vanþróuð 3-heims lönd!

Ég hef trú á að Brasilía komist í gegnum þessa kreppu. Eins og Ísland nær alltaf sér á strik aftur, ef það hefur skollið á timabundin kreppa vegna - fallandi verða.

En auðlynda hagkerfi eðlilega eru háð hagsveiflunni í þeirra helstu útflutningslöndum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 859319

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband