Kannanir benda nú til þess - að Marine Le Pen fái mest fylgi í 1-umferð forsetakosninga. Ef mótframbjóðendur hennar verða þeir "Sarkozy" og "Hollande."
Miðað við nýlegar fylgiskannanir - þá bendi margt til þess að "Hollande" nái ekki inn í 2-umferð. Þ.e. hann lendi í 3-sæti.
Sem þíðir að kosið yrði milli Sarkozy og Le Pen í 2-umferð.
Marine Le Pen lays out radical vision to govern France
Financial Times var með áhugavert viðtal við Marine Le Pen!
Marine áréttar stefnu sína - - að hætta í Evrunni. Segir að það mundi leiða til endaloka hennar. Hún blæs einnig á að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Frakkland.
"We are told it is going to be catastrophic that it will rain frogs, that the Seine will turn into a river of blood. It is the apocalypse, according to Barroso, Juncker and Co. There arent that many practical problems."
- "Leaving the euro would mean the end of the eurozone, she says, but it would allow France to boost exports with a weaker Franc."
- "Because nearly all public debt would be converted into the Franc, the overall burden would remain unchanged, she insists."
- " When asked about the risk that foreign investors, who hold about two-thirds of French sovereign debt, might refuse to roll over loans or demand higher interest rates, she replies: Of course there are issues but the benefits are much greater."
----------------------------
Hún telur stefnu Vesturlanda gegn Rússlandi - - alvarleg strategísk mistök. Hún afneitar því ekki, að Pútín -sé einræðisherra- en segir að Vesturlönd séu að hrekja Rússland á náðir Kínverja - - og Vesturlönd eigi eftir að sjá eftir því.
"Putin is most probably an authoritarian leader, but is it possible to govern Russia without being authoritarian? To reject Russia the way we do . . . is pushing Russia into the arms of China. And we will kick ourselves."
Hún telur að ESB hafi valdið krisunni í samskiptum við Rússland - - með því að gera sér ekki grein fyrir því, að Rússland mundi líta á tilboð ESB til Úkraínu sem "ógn."
Það má sannarlega lesa úr úr hennar næstu ummælum- - andstöðu við Bandaríkin.
- "She calls the US the most discredited power in the [Middle East] region and says it cannot be seen as a partner in the global struggle against jihadis.
- Instead, defeating the Islamic State of Iraq and the Levant, the group known as Isis, will only be achieved by involving Russia."
- "Ms Le Pen also wants a radical overhaul of French foreign policy in which relations with the regime of Syrian president Bashar al-Assad would be restored..."
Skv. þessu - þá mundi hún taka þann pól í hæðina, að leggjast á árarnar með Rússlandi, í stuðningi við stjórn Assads í Damaskus.
----------------------------
Það blasir við þegar maður heyrir hana tala um -efnahagsmál- að hún ætlar að endurreisa þjóðernis sinnaða efnahagsstefnu.
"Globalisation has brought more pain than happiness . . . the pendulum is swinging back. It is the nations time. It is the Fronts moment." - "I am not against Germany. I think Germany defends its interests. What I see is that France does not defend its interests."
Hún vill lágt gengi - til að auka útflutning. Ef út í þ.e. farið, sama stefna og Kína hefur fylgt
Það má lesa út úr ummælum hennar "verndarstefnu" sjónarmið - ef ég hugsa út í það, minna hugmyndir hennar um margt á það hvernig stefna Frakklands var á árum áður.
Þá er ég að vísa til þess tímabils - er "De Gaulle" var forseti Frakklands.
"De Gaulle" - var einnig mjög andsnúinn Bretlandi og Bandaríkjunum, t.d. beitti hann neitunarvaldi á inngöngu Bretlands í ESB - - meðan hann var forseti.
Þ.e. alls ekki nýtt í franskri þjóðernis sinnaðri hægri stefnu - - andstaða við "engilsaxa." Eins og þetta er gjarnan kallað, er Bretlandi og Bandaríkjunum er slengt saman.
- Hugmyndir um samstarf við Rússland, hljóma einnig töluvert líkar stefnu Frakklands á öldum áður.
- En stefna Frakklands -snerist alltaf um að efla Frakkland- og, Frakkland var alltaf í andstöðu við sérhvert það veldi, sem stjórnendur Frakklands töldu veikja stöðu Frakklands - - > Sem stjórnendur Frakklands fyrri alda litu alltaf á að ætti með réttu að vera "fremsta ríki V-Evrópu."
- Þannig mynduðu Frakkar bandalög gegn Habsborgurum, þegar veldi þeirra var talið ógna Frakklandi.
- síðar, þegar Bretar voru taldir helsta ógnin, þá reyndu þeir ítrekað að mynda bandalög gegn Bretum.
- Á miðri 19. öld kom tími er Rússland virtist stærsta ógnin, þá myndaði Frakkland stutt bandalag við Breta - og það sigraði í Krím-stríðinu.
- Svo eftir 1870, vinguðust Frakkar fyrst við - Rússa, gegn Þýskalandi. Þegar Þýskaland var megin ógnin.
Í því samhengi - er það rökrétt "frá gamallri franskri hugsun" að vingast við Rússland.
Í von um að veikja Þýskaland. Þar sem Þýskaland sé sannarlega í dag, valdamesta ríki V-Evrópu. Frakkland á öldum áður, sé ávalt í andstöðu við það land sem sé sterkast. Leitist við að veikja það með bandalögum.
Að einhverju marki, virðist Le Pen einnig sjá hugsanlegan vinskap við Rússland - - sem leið að öðru markmiði, að veikja Íslam!
Sannast sagna er ég þó 100% viss um, að bandalag við Rússland, um að styðja við stjórn Assad - - mundi ekki leiða til þess að róttækir íslamistar mundu verða sigraðir.
En þarna gæti þróast nýtt "Víetnam stríð" þ.e. engin leið -tel ég- sé að Assad sigri í einhverjum skilningi án beinnar aðstoðar - þá dugi vopn líklega ekki til. Heldur þurfi hermenn.
Slíkur her mundi líklega koma til með að verða fyrir alveg sambærilegum árásum, og her Ísraela varð fyrir er sá her í um áratug hersat stór svæði í Lýbanon.
Og slík herseta, mundi alveg örugglega einnig -stórefla róttækan íslamisma í Frakklandi sjálfu. Hafa alveg öfug áhrif!
Niðurstaða
Að mörgu leiti virðist mér stefna Le Pen viðsnúningur til fortíðar. En mér virðist stefna "Le Pen" í reynd ekki neitt róttækari en stefna hershöfðingjans fyrrverandi "De Gaulle" var á sínum tíma, er hann sat sem fyrsti forseti 5-lýðveldisins.
En svo þjóðernissinnuð stefna - bæði í efnahagsmálum, og í utanríkismálum. Mundi augljóslega skapa deilur.
Og það getur því verið alveg rétt hjá henni. Að slík stefna leiddi til endaloka ESB.
Þannig að þ.e. töluvert í húfi 2017 þegar kosið verður til forseta í Frakklandi. Þ.e. sjálf framtíð Evrópu - - hvorki meira né minna!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála "niðurstöðu" þinni. Forseta kosningar í Frakklandi verða afar spennandi.
Og afleiðingar þeirra að öllum líkindum skrautlegar.
En redda Bandaríkjamenn ekki þessu eins og öðru ?
Snorri Hansson, 7.3.2015 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning