Samningur Vesturvelda og Írans, sem virðist rétt handan við hornið, er líklegur til að draga úr spennu í Mið-Austurlöndum

Við verðum að muna forsögu deilna Írans og Vesturvelda. En þær hefjast í kjölfar írönsku byltingarinnar 1979, sem mögnuðust síðan frekar í tengslum við fræga gíslatöku er starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna voru teknir í gíslingu og það ástand varaði í um ár - - síðan studdu Vesturveldi Saddam Hussain í stríði hans gegn Íran. Það stríð hófst einungis nokkrum mánuðum eftir að byltingin fór fram, og var því hafið meðan að gísladeilan var enn í gangi.

  • Þessi mál hafa skilið eftir sig mikla biturð og tortryggni.
  • En gísladeilan leiddi til viðskiptabannsins sem síðan hefur verið viðhaldið.
  • Biturð Írana út af stuðningi Vesturvelda við "árásarstríð" Saddam Hussain - er skiljanleg. Enda er lauslega áætlað að allt að milljón manns samanlagt af beggja hálfu, hafi látið lífið. Mannfall Írana talið meira.

Í þessu samhengi tengjast einnig deilur Írana og Arabaríkjanna við Persaflóa, en þau einnig studdu árásarstríð - Saddam Hussain. Ætli það sé ekki óhætt að segja, að Íranar hafi ekki fyrirgefið flóa-aröbum allt fram á þennan dag.

En alla tíð síðan, hefur verið í bakgrunni leiksviðs Mið-Austurlanda, leynistríð Írans og Saudi Arabíu. En síðan stríðið í Sýrlandi hófst, virðist það leynistríð hafa farið stigmagnandi.

  1. En Sýrlandi er stjórnað af harðstjórn þjóðernisminnihluta alavíta sem eru af meiði Shia Íslam, sértrú þar innan.
  2. Í gegnum Sýrland og nú vinveitt stjv. Íran í Írak, hefur Íran aðgang að Hesbollah samtökum lýbanksra shíta, sem eru sterkari heldur en her Lýbanon.
  3. Á sl. ári, náði hópur sem talinn er vinveittur Íran, þjóðernishópur shíta í landinu Yemen á Suður landamærum Saudi Arabíu, yfirráðum yfir höfuðborg landsins.
  • Það hafa verið grunsemdir uppi, að Saudi Arabar hafi stutt a.m.k. framanaf - ISIS hreyfinguna. En vitað er að hún fær mikið fé frá Saudi-Arabíu. Eða hefur - þó það sé sagt frá koma frá margvíslegum sjálfstæðum aðilum. Þá geta slíkir vel verið "framhlið" fyrir leynilega fjármögnun á vegum stjv. Saudi Arabíu.
  • En vöxtur þeirrar hreyfingar, með því að ógna stjv. í Bagdad og stjv. í Damascus - virðist þar með, ógna -valdstöðu Írans í þeim sönu löndum.

Ég get sjálfsögðu ekki fullyrt þetta - en mér hefur fundist þetta a.m.k. "áhugaverð tilviljun." En framrás "ISIS" í Írak - hefur klárlega veikt möguleika Írans til að styðja við stjórnina í Damascus. Gert það að verkum t.d. að íraskir shítar sem voru farnir að streyma til Sýrlands til að taka þátt í Sýrlandsstríðinu - - þurfa í staðinn að verjast heima fyrir.

  • Þetta hefur hljómað á mig sem - tit for tat.

En punkturinn er sá - - að sú stigmögnun átaka er hefur virst í gangi.

Er augljóslega orðin - - verulega háskaleg.

Ein leiðin til að beinda endi á átök - - er klárlega samningaleiðin.

http://www.nickpapagopolos.com/wp-content/uploads/2012/07/Middle-East-map-CIA.jpg

Ég lít svo á að megin tilgangur samninga við Íran, sé að hindra að átök í Mið-Austurlöndum, milli fylkinga Súnní Íslam og Shia Íslam, þróist yfir í allsherjar Mið-Austurlandastríð

  1. Eins og ég skil niðurstöðu samninga milli Írans og Vesturvelda - er virðist við blasa.
  2. Þá hafa Vesturveldi bersýnilega gefið eftir - kröfuna að hindra það að Íran geti mögulega orðið kjarnorkuveldi.

Það er rökrétt niðurstaða, ef þ.e. ekki lengur aðal markmiðið að hindra að Íran geti þróað og smíðað kjarnavopn.

Heldur sé meginmarkmiðið orðið að, stöðva frekari stigmögnun átaka Shia Íslam og Sunny Íslam.

Ég er í reynd - ekki ósáttur við þá útkomu.

  1. Íranar virðast fá að halda milli 6-7.000 svokölluðum skilvindum, sem notaðar eru við auðgun á úrani.
  2. Sem gerir það tæknilega mögulegt að smíða kjarnasprengju á einu ári.
  3. Samningur gildi annað hvort í 10 ár eða 15.
  • Á móti fá Íranar, verulegar tilslakanir á viðskiptabanninu.

Það sem ég tel mikilvægast í þessu, er að fá - samvinnu Írana við það verk.

Að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. Binda endi á stríðin í Sýrlandi og Írak.

Það hlýtur eiginlega að vera hluti af pakkanum, samvinna við Íran - og í gegnum Vesturveldi, við Flóa-araba, við það verkefni - - að draga úr spennu.

  1. Rökrétt, ætti þessi samvinna - ásamt verulegri losun refsiaðgerða.
  2. Að bæta samskipti Írans og Vesturvelda.

Vonast er til þess, að við þetta - batni efnahagur Írans.

Og það leiði til þess, að núverandi þjóðkjörin stjv. Írans - styrkist af vinsældum. En þau eru talin, tiltölulega hófsöm.

http://miangin.persiangig.com/nostradamus/cheats/Iran-topographic-Map.gif

Vandamálið við Benjamin Netanyahu er líklega að hann áttar sig ekki á því, að hagsmunir Ísraels -eins og hann skilgreinir þá- eru ekki lengur í fyrsta sæti af mikilvægi

Eina hliðin sem hann skoðar, virðist vera möguleikinn að Íran verði kjarnaveldi. Hann og hægri menn á Bandar.þingi heimta - harðari refsiaðgerðir gegn Íran. Til að knýja fram frekari tilslakanir.

  1. En þ.s. þeir leiða hjá sér - er að samningsstaða Írans er alls ekki veik.
  2. Íran er eitt auðugasta olíuríki í heimi, sama hversu menn velta því lengi fyrir sér, þá skiptir það atriði miklu máli - - og verðmæti þeirra auðlynda fer ekki minnkandi.
  3. Menn geta verið vissir um, að Íran mun geta selt sína olíu áfram. Sama hve mikið refsiaðgerðir eru hertar.
  4. En augljósi valkostur Írans - - væri að halla sér að Kína. Ef valkosturinn, að vingast við Vesturlönd - - ekki til staðar. En Kína getur keypt olíu af Íran, utan við gjaldmiðla Vesturlanda.
  5. Síðan er rétt að benda á, að átök Vesturvelda við Rússland. Hafa líklega styrkt samningsstöðu Írans. Því að Íran blasir við sem valkostur við Rússland - - en umræða er í Evrópu að sækja gas til Kaspíahafs. Íran hefur strandlengju einnig við Kaspíahaf, og þ.e. því unnt að leggja leiðslu frá strönd Írans við Kaspíahaf - sækja gas til Túrkmenistan eins og Evrópumenn eru nú að tala um. Sigla síðan með það frá strönd Írans við Persaflóa. En að auki á Íran einnig að líkindum umtalsvert magn af gasi. Punkturinn - - tæknilega væri unnt að leysa gasvandamál Evrópu með því að kaupa gas í gegnum og af Íran - í staðinn.
  • Svo má ekki gleyma því, að Íranar lærðu af mistökum nágrannalanda sinna - og mikilvægir þættir kjarnorkuprógramms. Voru grafnir undir fjöll. Þar sem engin leið er að eyðileggja með loftárásum.
  • Skilvindur Írana eru t.d. í slíku neðanjarðarbyrgi - sem er gersamlega óhult fyrir lofthernaði.

Eina leiðin að eyðileggja kjarnorkuprógramm Írans - - væri innrás. Sem þíddi einmitt það allsherjar Mið-Austurlandastríð, sem Vesturlönd vilja forða.

Ég sé enga möguleika á að unnt sé að herða refsiaaðgerðir frekar, og þannig knýja fram frekari tilslakanir. Líklega mundu Íranir - frekar gefast upp á þessari samningatilraun.

Og velja - - Plan B.

 

Eini möguleikinn í stöðunni, fyrir Vesturlönd, að hafa áhrif á kjarnorkuprógrammið, liggi því einmitt í þeirri tilraun, að gera tilraun með friðsöm samskipti

Menn geta verið gersamlega vissir um, að Vesturlönd hafa ekki áhuga á því risastóra Mið-Austurlanda stríði, sem mundi leiðast fram - - ef gerð væri innrás í Íran.

  1. Það sem upp úr því hefðist, væri að Íran raunverulega yrði þá óvinur Vesturlanda.
  2. Og slíkt stríð, mundi líklega ekki koma í veg fyrir að Íran yrði kjarnorkuveldi. Heldur miklu mun frekar, afnema allan ágreining meðal Írana um sprengjuna. Þ.e. skapa þjóðarsamstöðu um að færa þær fórnir sem til þyrfti.
  3. Það má gera ráð fyrir, að í slíkri sviðsmynd - mundi Íran halla sér að Kína og Rússlandi, sem mundu selja Íran vopn og Kína er mundi kaupa olíu.

Í sviðsmyndinni - - friðsöm samskipti. Eða tilraun til slíkra.

Er a.m.k. möguleiki, að sú tilraun heppnist.

Og að Íran því verði ekki að óvinveittu kjarnorkuveldi.

En friðsöm samskipti gætu sannfært Írani um það, að þeir þurfi ekki á kjarnavopnum að halda, til að vera öruggir. En þ.e. öryggi gegn árásum eða innrásum, sem þjóðir gjarnan sækjast eftir - þegar þau vilja verða kjarnorkuveldi.

Hafandi í huga að Íran varð fyrir innrás, og hefur staðið undir ítrekuðum hótunum um árásir, þá er ekki endilega stórfurðulegt að Íranir hafi haft áhuga á sprengjunni.

 

Niðurstaða

Ég er bjartsýnn á að samningar Írana og Vesturvelda fari alla leið á leiðarenda. Mín ályktun byggist á því að það virðist stórfelldur hagur beggja aðila - þ.e. Vesturvelda og Írans. Að samningar komist alla leið á þann leiðarenda.

Það að Íran hefur sjálft ákveðið að semja - þíðir að líkindum að samningar við Vesturveldi séu "Plan A." Eða með öðrum orðum, sá valkostur sem Íran vill fremur.

En á sama tíma, sé samningsstaða Írans - - alls, alls ekki veik.

Útkoman virðist sýna að svo er - - fyrst að Vesturveldi virðast hafa gefið umtalsvert mikið eftir gagnvart Íran, þ.s. Íran virðist fá að halda getu til þess að tæknilega smíða kjarnavopn eitt stykki per ár.

Þeir sem segja þetta "óásættanlegt" virðast ekki átta sig á því, að Íran hefur líklega "valkost B" og það þíði - - að kröfur forsætisráðherra Ísraels, mundu ekki stuðla að því að minnka líkur þess að Íran verði að kjarnorkuveldi, heldur þvert á móti.

Eina leiðin sé að sannfæra Írani um að þeir þurfi ekki á sprengjunni að halda til að vera öruggir.

Það getur ekki gerst nema í gegnum leið friðsamlegra samskipta.

Allt annað, leiði til þess að Íran verði alveg örugglega kjarnorkuveldi, og því harkalegar sem farið yrði með Íran -- því óvinveittara slíkt yrði Íran.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband