Benjamin Netanyahu var staddur í Washington á þriðjudag, og fékk að ávarpa bandaríska þingið. Þar varaði hann við samningum við Íran - sem staðið hafa nú yfir um töluverðan tíma.
Að sögn Netanyahu er engin leið að treysta því að Íran virði nokkra samninga. Ekkert minna dugi en að - gersamlega taka kjarnorkuprógramm Írana í sundu stykki fyrir stykki, flytja öll kjanakleyf efni frá Íran. Samt eigi að viðhalda refsiaðgerðum áfram, því að Íran - styðji Hesbollah og stjórnina í Damaskus.
Þetta var víst - í stuttu máli boðskapur Netanyahu á Bandaríkjaþingi!
Vandamálið við þetta er náttúrulega að, slík stefna mundi alveg örugglega leiða til stríðs við Íran. Og þ.e. einmitt það síðasta sem Vesturlönd þurfa á að halda!
- En það er ekki endilega það versta, því að kjarnorkuprógramm Írana er grafið inn í fjöll, svo djúpt á þeirra best vörðu stöðvar - að þær verða ekki eyðilagðar með venjulegum sprengjum.
- Það þíðir, að ekkert minna dugar heldur en - innrás. Tæknilega þarf það ekki að vera herseta, heldur mundi tæknilega duga að senda her inn - láta hann taka tiltekna mikilvæga staði. Halda þeim í nokkrar vikur - - síðan láta liðið hörfa.
Þetta er með öðrum orðum - - gersamlega snargalin stefna!
Um hvað eru þá Vesturlönd að semja við Íran?
- Íran hefur þegar samþykkt, að draga verulega mikið úr auðgun á Úran.
- Það verða til staðar eftirlitsmenn, sem fá að skoða staði. Fylgjast með því að samkomulagið sé virt.
- Miðað við útlínur er liggja fyrir, mundi skilvindum Írana fækka niður í að -tæknilega væri mögulegt fyrir Íran að búa til sprengju með 1-árs fyrirvara. Það sé talið ásættanlegur fyrirvari.
- Samningur mundi gilda í 10 ár.
- Íran fær verulegar tilslakanir á refsiaðgerðum - sem ætti að leiða til betri efnahags Írans. Og styrkja lýðræðisleg stjórnvöld í Íran.
Enn séu þættir óljósir - t.d. akkúrat hve hratt verður dregið úr refsiaðgerðum, og hve mikið.
Það ber enn eitthvað á milli, um það hve mikið úran Íran má geta auðgað per ár.
Sjá hve Íran er fjöllótt! Íran væri Afganistan, bara enn verra!
Það sem vinnst við þetta!
Það er ekki einungis það að losna við - hugsanlegt stríð. Heldur sá möguleiki að Íran verði í framtíðinni - vinveitt land Vesturveldum. En höfum í huga að samanborið við t.d. Saudi Arabíu er Íran miðja frjálslyndis. Þegar kosið er í Íran - virðast kjósendur hafa raunverulega valkosti. Þannig er íran t.d. verulega frjálsara heldur en Rússland Pútíns er í dag.
Batnandi samskipti Vesturvelda og Írans, gæti stuðlað að frekari eflingu lýðræðis þar. Og því að Íran smám saman verði að þeim kyndli lýðræðis í heimi Múslima. Sem Vesturveldi hafa verið að leita að um nokkurt skeið.
- Það auðvitað blasir við, að Íran gæti orðið miklu mun áhugaverðari bandamaður en Ísrael.
- Eftir allt saman, hefur Íran - - tvær strandlengur. Þ.e. ekki bara við Persaflóa. Heldur einnig við Kaspíahaf. Og þar er einnig olíu að finna!
Það sé því margt hugsanlega að vinna fyrir Vesturlönd.
Í því að feta friðsamlegu leiðina gagnvart Íran.
Niðurstaða
Það ætti að blasa við, að þegar Vesturlönd standa frammi fyrir þvi vali - þ.e. leið Netanyahu sem þíddi nær öruggt stríð við Íran. Eða þá leið sem Vesturlönd eru að gera tilraun með, að semja við Íran - - og a.m.k. standa frammi fyrir þeim möguleika að eiga friðsamleg og síðar batnandi samskipti við Íran. Þá virðist valið auðvelt - - að velja þá leið þ.s. friður er a.m.k. hugsanlegur, í stað þeirrar leiðar þ.s. stríð verður að teljast alveg öruggt!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 859322
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ráð "Evrópufræðingsins" eins og ég sé það: Bara að fórna gyðingunum enn eina ferðina fyrir olíuhagsmuni.
"Það auðvitað blasir við, að Íran gæti orðið miklu mun áhugaverðari bandamaður en Ísrael". Nei, það blasir einfaldlega alls ekki við.
Í landi, þar sem börnum er kennt að útrýma beri BNA og Ísrael, blasir ekkert við nema áframhaldandi hryðjverkaalda í boði Íran, ef hún er ekki í boði ÍSÍL. Ríki sem hefu 11. leyniþjónustur er ekki á leiðinni til að auka lýðræði.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.3.2015 kl. 06:41
http://iranhr.net/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.3.2015 kl. 06:55
"Í landi, þar sem börnum er kennt að útrýma beri BNA og Ísrael,...."
Hatur sem til staðar í Íran, er fullkomlega verðskuldað í ljósi forsögunnar er Bandaríkin, og Ísrael - - studdu stríð Saddam Hussain gegn Íran, yfir milljón manns létu lífið í því stríði. Merkilegt hvernig stuðningsmenn Ísraels líta á málið einhliða og kjósa alfarið að gleyma því hvað Vesturlönd gerðu Íran.
Ég er algerlega ósammála því, að sú leið sem Vesturlönd stefna að, samningar við Íran - - leiði af fullkomnu öryggi til þeirrar útkomu.
Þvert á móti tel ég þá leið, einu leiðina til að forða því, að Íran verði að óvina kjarnorkuveldi.
-------------------------------
Ég sé ekki hvað fjöldi leyniþjónusta kemur málinu við.
Bandaríkin hafa t.d. töluverðan fjölda leynistofnana.
Það var gerð mjög grimmileg árás á Íran á sínum tíma, þannig að Íran hefur mjög góð rök fyrir tortryggni, þ.e. því alfarið rökrétt að Íran leiti sér bandamanna þ.s. Íran þá finnur, ekki síst í formi þeirra hópa shíta um Mið-Austurlönd, sem þau geta stutt.
-------------------------------
Það kemur -að mínu viti- alls ekki til greina að fylgja kröfu Netanyahu, enda mundi sú krafa leiða fram stríð.
Því kjarnorkumannvirki Írana er mestu máli skipta - eru grafin undir fjöll. Þá þarf að ráðast inn með fjölmennan her.
Taktu eftir myndinni að ofan, að Íran - - er ákaflega fjöllótt. Þar er því gnægð af góðum varnarstöðvum. Íran að auki hefur fjölmennan her, sem hefur fínar varnarlínur að verja - og getur hörfað frá einni til þeirrar næstu.
Þetta er ekki eins og í Írak - þ.s. landið er láglent og mestu sléttlent frá ströndinni alla leið til Bagdad.
Og Íran er fjölmennt land - landið getur hvatt milljónir til vopna. Og mun það gera.
-------------------------------
Við erum því ekki bara að tala um olíudrauma eins og þú setur það fram; heldur stríð er mundi setja öll Mið-Austurlönd á annan endann.
Og ekki síst - - kljúfa heiminn að nýju í fylkingar. Því þú getur treyst því að Íran mun hafa bandamenn.
Svo má ekki gleyma því - að nýtt ólöglegt árásarstríð gegn öðru landi, mundi nær pottþétt "rjúfa samstöðu Vesturlanda."
-------------------------------
Ef Vesturlönd fara í stríð við Íran - - vegna hagsmuna Ísraels.
Og um leið - - fórna stórfellt sínum eigin hagsmunum.
Það gæti orðið af formlegu bandalagi Kína - Rússlands og Indlands. Sem suma andstæðinga Vesturvelda dreymir um.
Þ.e. afar heimskulegt, að segja þetta snúst um "olíuhagsmuni" þ.e. sennilega "smæsta ástæðan."
Ekkert af þessu þarf að verða!
Og líklega verður ekki, ef núverandi stefnu er fylgt fram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.3.2015 kl. 15:14
Sæll Einar
Ég tek undir þessa rökréttu greiningu þína.
Ógeðfellt hreðjatakið sem gyðingar virðast hafa á peningaöfl Bandaríkjanna eru ekki nýjar fréttir, en þetta síðasta útspil Netanyahu sýnir ákveðna örvæntingu.
Eins og við blasir, þá hefur Ísraelsmönnum tekist á undraskömmum tíma að fyrirgera samúð og stuðningi heimsins með framferði sínu öllu og uppskera því miður enn og aftur,aðeins hatur og fyrirlitningu.
Líklega gera þeir sér nú grein fyrir að tækifærið til að lifa í sátt og samlyndi við nágrana sína er endanlega runnið þeim úr greipum, svo að nú gildir aðeins gamla lumman: "Sigur eða dauði"
Jónatan Karlsson, 4.3.2015 kl. 21:32
Hatur sem til staðar í Íran, er fullkomlega verðskuldað í ljósi forsögunnar er Bandaríkin, og Ísrael - - studdu stríð Saddam Hussain gegn Íran, yfir milljón manns létu lífið í því stríði.
Einar Björn Bjarnason
Gerirðu þér grein fyrir því að réttlæting á hatri á heillri þjóð eða þjóðflokk - sama af hvaða tylliástæðu - gerir þig að rasista samkvæmt nánast samþykktri skilgreiningu á því hugtaki?
Það er svo sem ágætt að menn afhjúpi sig sjálfir í umræðunni, þá veit maður betur hvort maður eigi yfirhöfuð að taka mark á þeim.
Theódór Norðkvist, 6.3.2015 kl. 14:33
Hatur sem til staðar í Íran, er fullkomlega verðskuldað í ljósi forsögunnar er Bandaríkin, og Ísrael - - studdu stríð Saddam Hussain gegn Íran, yfir milljón manns létu lífið í því stríði. Einar Björn Bjarnason
Gerirðu þér grein fyrir því að réttlæting á hatri á heillri þjóð eða þjóðflokk - sama af hvaða tylliástæðu - gerir þig að rasista samkvæmt nánast samþykktri skilgreiningu á því hugtaki?
Það er svo sem ágætt að menn afhjúpi sig sjálfir í umræðunni, þá veit maður betur hvort maður eigi yfirhöfuð að taka mark á þeim.
Afsaka að sama athugasemdin birtist tvisvar, vildi gera inndrátt en gleymdi því í fyrra skiptið. Hina athugasemdina má mín vegna þurrka út.
Theódór Norðkvist, 6.3.2015 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning