Lét Pútín drepa andófsmanninn Boris Nementsov?

Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér, sérstaklega í ljósi þess að Boris Nementsov sjálfur sagði að hann óttaðist um líf sitt, og nánar tiltekið að hann óttaðist að Pútín hefði áform uppi að láta myrða hann: Fear Envelops Russia After Killing of Putin Critic Boris Nemtsov.

Margir munu líta á það sem sönnun að Boris Nementsov skuli hafa verið drepinn.

Vinir hans segja að hann hafi verið að vinna að rannsóknargreinargerð sem átti að birtast á næstunni - um þátttöku Rússlands í Úkraínu-stríðinu.

"Russians created a memorial to opposition leader Boris Y. Nemtsov on Saturday at the site of his death in central Moscow. A number of theories have begun to circulate on how he was killed. Credit Sergei Ilnitsky/European Pressphoto Agency."

 

Hvar morðið fór fram er áhugavert, á brú rétt við Rauða-torgið í miðborg Moskvu, með dómkirkju Sankti Basils í bakgrunni - sjá mynd.

"Investigators gathered near the body of Boris Nemtsov, an opposition leader and a former deputy prime minister, who was fatally shot in the back on Friday night near Red Square in Moscow. Credit Pavel Golovkin/Associated Press."

Það er erfitt að finna "táknrænni stað" fyrir slíkan glæp, frásögn vina Nementsovs er að hann hafi verið milli vonar og ótta um líf sitt dagana fyrir morðið."Mr. Nemtsov at an opposition rally last year. He was scheduled to lead a protest against the war in Ukraine this weekend. Credit Yuri Kochetkov/European Pressphoto Agency."

Pútín segist sjálfur ætla að stjórna glæparannsókninni

  1. Það finnst mér óneitanlega sérstakt - en ég spyr, mundi forsætisráðherra eða forseti Íslands taka að sér forsæti glæparannsóknar? Nei - alveg af og frá. Sama gildir í öllum vestrænum ríkjum, vegna þess að í vestrænum ríkjum er "3-skipting valds." Þar sem dómsvald, saksókn mála, og einnig rannsókn sakamála - er haldið utan við pólitík. Það að Pútín taki rannsókn sakamáls að sér - segir áhugaverða sögu um Rússland.
  2. Jákvæð túlkun á því væri að taka orð Pútíns "bókstaflega" en hann hefur í ræðu í kjölfar morðsins, fordæmt þann glæp og farið lofsamlegum orðum um Boris Nementsov kallað hann föðurlandsvin og sagt hann hafa verið einlægan í skoðunum sínum. Slík jákvæð túlkun mundi þá túlka þátttöku forseta Rússlands í glæparannsókn - sem hans vilja til að beita sér í því skyni að tryggja að hið sanna komi í ljós. Að hann sé með öðrum orðum, annt um að málið sé rannsakað með hraði, því morðið hafi komið við hann sjálfan. Svona Rússland vilji hann ekki.
  3. Á hinn bóginn, er einnig til staðar augljós neikvæð túlkun, en ef Pútín lét drepa Boris Nementsov, þá væri tilgangur Pútíns með þátttöku í dómsrannsókn allt annar en sá að tryggja að sá seki finnist - - þvert á móti væri þá tilgangurinn sá að tryggja að sá seki finnist ekki, því sá seki væri þá eftir allt saman hann sjálfur. Hans orð er hann fordæmdi morðið, og fór fögrum orðum um Nementsov - lístu þá ákaflega kaldrifjuðu hugarfari. Einstaklings er bæri enga virðingu fyrir mannslífi, og hagaði orðum sínum í tagt við það sem væri pólitískt hentugt hverju sinni.
  4. Ef maður heldur áfram með þá samsæriskenningu - þá kemur líklega fljótlega í ljós. Að morðið hafi verið framið af aðila sem tilheyrir skipulögðum glæpahópum í Moskvu eða nágrenni, eða jafnvel að tilraun verði gerð til þess að klína glæpnum á t.d. úkraínska þjóðernis ofsamenn - að tilgangur þeirra væri þá að sverta orðstír Rússlands.
  5. Ef það væru skipulögð glæpasamtök, sem yrðu tengd málinu, ef samsæriskenningunni er fram haldið, þá gæti það hugsast að stjórnvöld hafi fengið þau til þess, að samið hafi verið við gerandann, að sá taki á sig sök gegnt því að séð verði um fjölskyldu viðkomandi. Eða að sá verður drepinn, til að tryggja að hann segi ekki aðra sögu síðar - - og síðan séð um fjölskyldu hans. Eða jafnvel, sá verði drepinn - og fjölskylda hans hundsuð.

Ég get ekki sagt að ég viti hvort er réttara!

Á hinn bóginn, ef ég mundi tjá tilfinningu mína, þá held ég að ef Pútín hefði með engum hætti tengst málinu, þá hefði hann látið dómsrannsókn afskiptalausa.

Vegna þess ef stjórnvöld sjálf væru ekki sek, þá væri ekki líkur á að dómsrannsókn mundi geta beinst að þeim sjálfum. En það gætu sannarlega verið líkur á því, ef þau eru sek. Og rannsókn væri framkvæmd af hæfum einstaklingum.

Slík útkoma yrði þá umtalsverður álitshnekkir fyrir stjórnvöld Rússlands.

Jafmvel í því tilviki að morðið hafi verið framið af einum af stuðningshópum stjórnvalda í Moskvu, ekki með vilja Pútíns endilega, t.d. rússneskum þjóðernissinnum er tengjast stjórn Pútíns. Þá gæti tilgangur stjórnvalda að forða því að hið sanna leiðist fram, verið sá að forða álitshnekki. Eða því að hugsanlegur klofningur við slíkan þjóðernisofsahóp - ágerist frekar og veiki hugsanlega Kremlarstjórnina.

 

Niðurstaða

Mig grunar að hið sanna um það hver lét drepa Boris Nementsov, muni ekki birtast út úr niðurstöðu glæparannsóknar stjórnvalda í Kreml. Að hið sanna komi hugsanlega aldrei fram. Eða að það komi ekki fram. Nema að núverandi stjórnvöld falli í einhvers konar biltingaratburði og síðar í kjölfar á slíkum - verði gögn stjórnvalda aðgengileg. Eins og var um hríð í valdatíð Boris Jeltsín - en það voru nokkur ár eftir hrunið 1991 þegar skjöl KGB voru öllum aðgengileg. Þau fáu ár kom mjög margt merkilegt fram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er hann Gorbachev karlinn á því að Putin standi á bakvið morðið eins og allur áróður bandarískra neocone fjölmiðla gengur út á í dag, sjá hérna: 

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag

Former Russian President, Mikhail Gorbachev, has said that he believes the assassination of Boris Nemstov was an attempt to destabilise Russia – alluding to the assassination being a false flag event. - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.kwLQOd54.dpuf

Former Russian President, Mikhail Gorbachev, has said that he believes the assassination of Boris Nemstov was an attempt to destabilise Russia – alluding to the assassination being a false flag event. - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.kwLQOd54.dpuf

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag

- See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.kwLQOd54.dpuf

Former Russian President, Mikhail Gorbachev, has said that he believes the assassination of Boris Nemstov was an attempt to destabilise Russia – alluding to the assassination being a false flag event. - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.kwLQOd54.dpuf


http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.gbpl

Former Russian President, Mikhail Gorbachev, has said that he believes the assassination of Boris Nemstov was an attempt to destabilise Russia – alluding to the assassination being a false flag event. - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.kwLQOd54.dpuf

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.VfOhkI5z.dpuf

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.VfOhkI5z.dpuf

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.VfOhkI5z.dpuf

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag - See more at: http://yournewswire.com/mikhail-gorbachev-assassination-of-boris-nemstov-is-a-false-flag/#sthash.QEBCjE8U.VfOhkI5z.dpuf

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 20:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alltaf ákaflega sérstakar túlkanir á þessum vefjum sem þú hlekkjar á, ég tékkaði á þessum ummælum - réttu ummælin virðast vera á þann veg - - að Gorbachew telji tilgang morðsins vera að skapa glundroða í rússn. samfélagi, en hann viti ekki á hvers vegum þó sú morðárás var framkvæmd. 

http://rbth.co.uk/news/2015/02/28/gorbachev_nemtsov_murder_a_scheme_to_provoke_political_trouble_in_russia_44089.html

Hann ásakar enga tiltekna aðila.

Hann segir ekki þessi orð "false flag" eða orð sem þíðist "false flag."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.3.2015 kl. 01:25

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Jú, jú þetta sem að  Gorbachev karlinn sagði var, að þetta var greinilega gert til þess eins að skapa glundroða og ófirð gegn þá sytjandi stjórnvöldum, nú hvað þýðir þetta allt saman í sambandi við Hegelian Dialogue en nákvæmlega Problem, Reaction, Solution.

The Hegelian Dialectic is defined as a threefold process in which the ruling political elite create a specific problem or crisis, anticipating in advance the reaction that the population will have to the crisis, in turn conditioning the people that a change is required. When the population is properly conditioned, the desired agenda is then presented as the solution. However, the solution was never intended to solve the problem, but instead to serve as the basis for a new problem or to exacerbate the existing issue. 

Í þessu "False flag"- dæmi hérna, hver er Patsy eða fall guy annar en Putin karlinn?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 02:36

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Ruling political elite" er auðvitað Pútín og hans menn, Þorsteinn, ef þú vilt nota þetta módel, þannig að sú skýring að Pútín sé fórnarlamb gengur ekki upp ef þú vilt nota það.

Wilhelm Emilsson, 2.3.2015 kl. 07:24

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, hann sagði "glundroða og ófrið." Hann skilgreindi það ekki nánar, þ.e. sagði ekkert til um það að hverjum það væri beint. Eða hver hann taldi standa að baki þeirri tilraun.

Skv. módeli Hegels þá gæti það -eins og Wilhelm bendir á- vísað til "ruling elite" Rússlands, sem stendur að baki stjórnvöldum Rússlands. Að fyrir þeim vaki þá að notfæra sér "glundroða" í samfélaginu sér til hagsbótar með einhverjum hætti.

Bendi t.d. á að Nasistar stunduðu mikið slíka taktík - að sjálfir skapa ófrið, síðan kenna um einhverjum hópi innan samfélagsins sem þeim var í nöp við - frægasta sennan sennilega "Reichstag" eldurinn. Sem þeir síðan notuðu til átyllu til að handtaka gyðinga - vinstri sinna í samfélaginu talda andstæða stjv. Í kjölfarið kom svokölluð "krystalsnótt" þegar ofsóknir gegn gyðingum mögnuðust.

    • Ef maður notar "hegelsa" módelið og man eftir því hvernig nasistar hegðuðu sér í innanlands málum, ætti maður að spyrja sig - hverja ætla stjv. að gera að "blóraböggli"?

    • Og síðan ofsækja?

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 2.3.2015 kl. 11:03

    6 identicon

    Sæll Einar Björn
    Það er rétt hjá þér með að Nasistar notuðu þetta módel eins og t.d. fyrir innrásina inn í Pólland, svo og annað dæmi eins og þú nefnir varðandi hina svokölluð "krystalsnótt" og Reichstag bygginguna og kenndu öðrum um.

    En svo við tölum um annað dæmi eða morðið á John F. Kennedy og í sambandi við hvað sé Patsy/ Fall guy, þá var hann Lee Harvey Oswald karlinn gerður Patsy (eða Fall guy) eða gerður að blóraböggli og/eða kennt um að hafa drepið JFK, nú og þannig fór að Jacob Leon Rubenstein (Jack Ruby) skaut hinn hataða Lee Harvey Oswald.
    Það eru hins vegar fáir í Bandaríkjunum í dag sem trúa því að Lee Harvey Oswald hafi drepið John F. Kennedy forseta, og aðrir eru á því að ísrelsmenn hafi stað á bakvið þetta sérstaklega þar sem að hann Jacob Leon Rubenstein upplýsti að þetta var gert fyrir Ísrael. Nú aðrir eru á því að CIA og Mossad eiga að hafa staðið á bakvið þetta allt saman, og svo er til hópur ennþá í dag sem trúir því að Rússar hafi staðið á bakvið morðið á JFK, rétt eins og fjólmiðlarnir fjölluðu um strax eftir morðið á JFK.      

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 11:56

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Des. 2024
    S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (3.12.): 24
    • Sl. sólarhring: 53
    • Sl. viku: 779
    • Frá upphafi: 856818

    Annað

    • Innlit í dag: 23
    • Innlit sl. viku: 733
    • Gestir í dag: 23
    • IP-tölur í dag: 22

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband