Er Pútín að kaupa atkvæði Ungverjalands innan ESB?

Styrr stendur þessa dagana um gríðarlega kostnaðarsaman samning milli Ungverjalands og Rússlands, sem gengið var formlega frá í sl. viku er Pútín kom í opinbera heimsókn til landsins, þ.s. forsætisráðherra landsins Victor Orban tók við honum með kostum og kynjum - - > sá samningur er um nýtt kjarnorkuver.

Hungary-Russia nuclear power deal faces Brussels roadblock

http://eng.news.kremlin.ru/media/events/photos/big/41d4429e4f1e0a42107e.jpeg

Kjarnorkutækni, er ein af svokölluðum "legacy" þáttum frá dögum Kalda-stríðsins, en á tímum þess þróuðu Sovétríkin sín eigin -vatnskæld kjarnorkuver- og mér finnst afar, afar líklegt. Eða, ég geri ráð fyrir að sú tækni sem boðin er í dag til Ungverjalands, sé á grunni kjarnorkutækni "Sovétríkjanna" með einhverjum tæknilegum umbótum.

  • En mér finnst afar sennilegt að Rússland sé fært um að smíða slík kjarnorkuver, byggð á tæknilega uppfærðri sovéskri tækni.
  • Algerlega innan -Rúbblu svæðisins- þá meina ég, án þess að þurfa að kaupa hluta búnaðarins frá 3-löndum fyrir erlendan gjaldeyri.
  1. Þá sé ekkert mál fyrir Pútín, að lofa 80% fjármögnun á verkefninu - - og bjóða hagstæð "rúbblu" lán til Ungverjalands, til langs tíma - geri ég ráð fyrir.
  2. Hafið í huga, að rússneskir bankar eru allir í ríkiseigu í dag, þannig að það að taka stórt lán af Rússlandi, örugglega þíðir það nákvæmlega sama og að taka stórt lán af Kína þ.s. bankar eru einnig allir í ríkiseigu.
  3. Það er örugglega unnt að treysta því að það sama gildi um lán frá Rússlandi og lán frá Kína, að meðferð þeirra sé -meginhluta í hendi stjórnvalda. Þó þau séu "veitt af bönkum" þá sé ákvörðun um veitingu viðkomandi lána til "erlends lands" mjög sennilega tekin innan "stjórnkerfis landsins" ekki í reynd - innan þeirra banka er formlega veita þau lán.
  4. Það þíði, að með þessu - sé Victor Orban að veita Pútín "tak á Ungverjalandi." En ef síðar meir, ef koma stjórnvöld t.d. sbr. Úkrínu - - sem ekki sem vilja gera eitthvað sem Rússland metur gegn sínum hagsmunum; þá skapi slíkt risalán stjv. Rússlands tækifæri til þess að beita slík stjv. þrýstingi. Tja - sambærilegan við þann þrýsting sem Úkraína var beitt meðan Viktor Yanukovych var við völd, það bætist við það ástand - að rúmlega helmingur heildarviðskipta Ungverjalands er við Rússland. Sem þá bíður upp á þann möguleika að Rússland beiti sambærilegum þvingunum á slík framtíðar stjv. Unverjalands, sbr. viðskiptahótanir og hótanir tengd lánum, sem Viktor Yanukovych var beittur á sínum tíma - - til þess að fá hann að skipta um stefnu í mikilvægu atriði er sneri að utanríkismálum, þ.e. hvort ætti að semja við ESB eða nánari viðskiptatengsl við Rússland. Ég tel að það hafi verið sá þrýstingur sem hleypti af stað þeirri þjóðernis-sinnuðu bylgju innan Úkraínu er á endanum leiddi til falls Viktor Yanukovych.
  5. Victor Orban hefur þá stefnu, að vingast við Rússland - og efla frekar viðskipti við landið. Eins og fram kemur í frétt, þá þegar sér Rússland Ungverjalandi fyrir 80% af innfluttri olíu, og 60% af gasi. Með öðrum orðum, erum við þegar að tala um -vel yfir 50% heildar-orkunotkungar landsins sem Rússland veitir- og með því að reisa 1200MW kjarnorkuver -hafandi í huga Rússalánið- þá verði landið fyrir bragðið ef e-h er, enn háðara Rússlandi.

Það sem ég velti fyrir mér - er hvort að með þessu sé Pútín að kaupa atkvæði Ungverjalands innan stofnana ESB?

En mig grunar að lánið sé í Rúbblum, þó ég hafi ekki tékkað á því sérstaklega þ.s. það kom ekki fram í þessari frétt - þá er það alveg rökrétt hafandi í huga takmarkað magn af erlendum gjaldeyri í Rússlandi.

Að veita lán í Rúbbum -væri á hinn bóginn- alveg áhættulaust fyrir Rússland.

Og ef Unverjaland hefur næg Rússlandsviðskipti - getur Ungverjaland útvegað sér nægileg af Rúbblum.

Ef svo er, að Pútín með þessu tryggi sér atkvæði Unverjalands innan stofnana ESB, þegar mikilvæg mál fyrir Rússland eru til umfjöllunar í þeim stofnunum.

Þá snúast þessi viðskipti um miklu mun meira - en bara orkumál, eða viðskipti milli Ungverjalands og Rússlands.

  1. Þetta er þá þáttur "divide and rule" tilraun stjórnvalda Rússlands.
  2. Bein atlaga að því, að veikja getu ESB til þess að beita sér gegn rússneskum hagsmunum, ef þ.e. mat meirihluta aðildarríkja ESB, að Rússland sé að skaða hagsmuni V-Evrópu landa.

Eins og fram kemur í frétt - - eru samkeppnis yfirvöld í Evrópu að skoða málið.

Einnig er EURATOM að rannsaka gerninginn.

Báðar þessar ESB stofnanir þurfa að samþykkja gerninginn, en hvor um sig hefur vald til þess - að hafna honum.

En tæknilega væri unnt að breyta einhverju mikilvægu atriði í samningnum, og síðan leggja hann að nýju fram.

Ég hugsa að þær stofnanir -í ljósi hins stór pólitíska þátts- að það sé líklega ekki tilviljun að þessi samningur komi nú fram - - > Og að Rússland sé á sama tíma í deilu við ESB og meirihluta aðildarríkja ESB um Úkraínu - - > Að þær stofnanir líklega leiti að afsökun til þess að drepa þennan samning, á sama tíma eru þær bundnar af reglum og lögum ESB, og verða þá að finna því stað í þeim lögum og reglum, ef þær ætla að beita "neitunarvaldi." - - > Þá auðvitað hefur Ungverjaland þann möguleika að vísa málinu til Evrópudómstólsins, og einnig, gæti Rússland boðið nýjan samning um kjarnorkuverið með einhverju mikilvægu atriði breyttu.

Ég held það væri afskaplega barnaleg afstaða að líta svo á - að samningur Rússlands við Victor Orban um nýtt kjarnorkuver í Ungverjalandi, snúist eingöngu um orkumál innan Unverjalands.

Þetta sé þvert á móti sennilega stórpólitísku gerningur!

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur, þá grunar mig að miklu meira hangi á spýtunni þegar kemur að samningi Pútins við Orban forsætisráðherra Unverjalands, um smíði nýs risa-kjarnorkuvers í Ungverjalandi - - en bara orkumál innan Unverjalands. Það þurfi að hafa það samhengi í huga, sem er deila flestra aðildarríkja ESB við Rússland sem stendur yfir í dag. Mig grunar að með slíkri risafjárfestingu og líklega hagstæðum lánasamningi, sé Rússland beinlínis að tryggja sér atkvæði Ungverjalands innan stofnana ESB þegar kemur að málum sem varða Rússland. Þannig veiki Pútín getu ESB til þess að standa uppi í hárinu á Rússlandi, með því að tryggja sér -sennilega- neitunarvald Ungverjalands.

  • Ég hugsa samt að ef deilan við Rússland harðnar verulega til viðbótar.
  • Muni meirihluti aðildarríkja ESB, ekki láta neitunarvald Ungverjalands, stöðva sig.

Það muni þó leiða til þess - að ákvörðun um frekari aðgerðir gegn Rússlandi.

Gæti orðið að taka - utan við stofnanir ESB.

Eins og þegar Bretland beitti neitunarvaldi gegn svokölluðum "stöðugleika sáttmála" að þá fóru aðildarríkin á svig við neitunarvald Bretlands - - með því að stofna til þess sáttmála "utan við stofnanir ESB."

Það mundi samt auka verulega flækjustig ákvarðana um frekari refsiaðgerðir á Rússland - eða einhverjar aðrar aðgerðir gegn Rússlandi.

Ef í framtíðinni þurfi að standa í því að hrinda þeim í verk, með sambærilegum hætti, og til "stöðugleika sáttmálans" var stofnað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert svo dramatískur Einar.

Ástæðan fyrir að allir sem eru að byggja kjarnorkuver í dag kaupa rússnesk er að þau eru fullkomnustu orkuver sem þú getur fengið. Þeim fylgir líka fjármögnun og full þjónusta sem er örugglega kostur fyrir mörg ríki.

Fyrir utan ungverja eru líka finnar ,tyrkir,indverjar og iranir að kaupa slík ver,sennilega er ég að gleyma einhverjum.Engum dettur í hug að kaupa neitt annað ,nema einhverjar pólitískar ástæður liggi að baki.

Borgþór Jónsson, 25.2.2015 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband