Hvers vegna eru Bandaríkin að skora á ESB að semja um skuldir Grikklands?

Sjá frétt FT: US urges deal on Greek bailout.

"Jack Lew, US Treasury secretary" - “I don’t think that there should be casual talk about the kind of resolution that would end up leaving Greece in a place that is unstable or the EU in a place that is unstable,”

Eins og kemur fram, í ummælum fjármálaráðherra Bandaríkjanna - þá telur hann það geta verið varasamt að skilja Grikkland eftir í aðstæðum sem geta leitt til óstöðugleika.

En gæti meira verið að baki ótta Bandaríkjanna?

Lykilatriðið að baki mikilvægi Grikklands hefur alltaf verið "landfræðileg staðsetning Grikklands." En takið eftir því að Grikkland er við endann á sundunum sem skilja á milli -Eyjahafs- og -Svarta Hafs.-

  • Um miðja 19. öld var mikil barátta Frakklands og Breta - að forða því að Rússland næði að koma sér upp flotastöðvum við Miðjarðarhaf.

En ljóst þótti að þeir stefndu að því markmiði - með mikilli hernaðaruppbyggingu á Krím-skaga. Áætlun að ná valdi yfir -sundunum- þar á meðal "Istanbúl" eða "Konstantínópel" - - en hún hefði þá fengið að nýju gamla nafnið.

Á endanum, hófu Bretar og Frakkar stríð gegn Rússum, gerðu innrás í Krím-skaga, svokallað Krímstríð kringum 1850.

  • Í kjölfar Seinni Styrrjaldar, var mikil áhersla lögð á það af Bretum og Bandaríkjamönnum, að forða valdatöku kommúnista í Grikklandi.

En borgarastríð stóð yfir í Grikklandi stóran hluta af 6. áratugnum, hægri sinnuð stjórnvöld með stuðningi Breta og Bandaríkjamanna - - unnu á enda sigur.

En ljóst þykir að ef kommúnistar hefðu sigrað - - eru líkur á að "Sovétríkin" hefðu eignast flostastöðvar við Miðjarðarhaf. Búlgaría var þá í Varsjárbandalaginu.

 

Syrisa hefur hótað að óska eftir láni frá Rússlandi

Ímyndum okkur að það gerist - - að Rússland tryggi Grikklandi næga fjármögnun til þess að Grikkland forði sér frá ríkisþroti. Höfum í huga, að báðir núverandi stjórnarflokka, eru fremur vinsamlegir - - Rússlandi.

Ímyndum okkur í kjölfarið á þessu - - að Rússar bjóði Grikkjum að fjárfesta í Grikklandi, en t.d. hafa þeir samning við Sýrland um gasleit þar, og þeir hafa svipaðan samning við Kýpur. Þó ekki hafi neinar fréttir borist af framkvæmdum enn.

  • Eitt sem gæti freystað Rússa, væri að færa flotastöð sína í Sýrlandi, til Grikklands - - þ.s. mun meira öryggi væri, t.d. ekkert borgarastríð.
  • Það mundi að sjálfsögðu vera - fjárfesting.
  1. Ég bendi ykkur á, að Grikkland er grísk-kaþólskt eða öðru nafni tilheyrir svokallaðri réttrúnaðarkirkju.
  2. Það á einng við um Búlgaríu.
  3. Og að auki Serbíu.

Á 19. öld héldu Rússar á lofti svokölluðum "pan-slavisma" kenningu að "slavar ættu að vinna saman" - auðvitað undir handleiðslu Rússa og rússnesku kirkjunnar.

Þó að Grikkir séu ekki slavar, ekki heldur Búlgarar - - þá hafa þessi 3-lönd verið vinsamleg Rússlandi lengi nú - - vegna trúartengslanna.

  • Það sé því sennilega frekar en hitt -pólitískur leikur af Pútín- að setja sig upp sem verndara trúarinnar.

En það að sjálfsögðu höfðar ekki bara til trúaðra Rússa - heldur eykur það stuðning við hann, meðal áhangenda réttrúnaðarkirkjunnar í öðrum löndum.

  1. En mér dettur í hug sá tæknilega mögulegi leikur Rússa í kjölfarið, að efla samvinnu, Serbíu - Búlgaríu og Grikklands, ásamt Rússlandi.
  2. En beinn aðgangur að Grikklandi, ætti að auðvelda Rússum aðgang að þessu svæði öllu, og geta mjög svo stuðlað að stórauknum áhrifum þeirra - - um Balkanskaga allan.
  3. Saman ættu þau mjög auðveldlega að drottna yfir smálöndunum á milli, þ.e. ALbaníu, Kosovo og Makedóníu.
  • Reyndar ef maður hugsar út í það - - yrði staða Rúmeníu, afar veik.

Þannig að - Grikkland gæti verið lykill af stórfellt auknum áhrifum Rússlands á Balkanskaga og löndunum í kring.

  • Bandaríkin eru örugglega nægilega séð - - til að skilja slík grunnatriði.
  • En það má vera, að Evrópulönd séu ekki eins vel með á nótunum.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að áhyggjur Bandaríkjanna að aðstæðum á Grikklandi, stafi af ótta þeirra við þann hugsanlega möguleika. Að Grikkland halli sér að Rússlandi?

Bandaríkin geta -ef út í þ.e. farið- sjálfir tekið að sér að fjármagna Grikkland.

En líklega kjósa þeir frekar, að Evrópa sjái um það atriði.

Ef ég er ekki að vaða villur í hugleiðingum mínum, má væntanlega reikna með því á næstunni - að Bandaríkin auki verulega þrýsting sinn á Evrópu - - að bjóða Grikkjum hagstæðara samkomulag um skuldir Grikklands.

Svo að Grikkland velji áfram að halda sér við bandalag sitt við Vesturlönd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvaða þrýsting getur USA verið með á Evrópu?

Forseta USA tekur enginn erlend þjóð alvarlega.

Hvað erum við búinn að heyra oft "hingað og ekki lengra" og svo þegar farið er yfir Obama styrkið, þá eru það fjölmiðlar USA og demókratar sem reina að bjarga þessu fyrir horn, með því að segja "hann meinti ekki hingað og ekki lengra."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.2.2015 kl. 02:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er viss um að það er ekki rétt sú fullyrðing að erlendir þjóðarleiðtogar taki ekkert mark á Obama, þó að fullyrðing sé oft endurtekin á netmiðlum jafnvel í hægri sinnuðum fjölmiðlum -- er hún ekki endilega sönn fyrir það eitt að vera oft endurtekin.

Obama getur eðlilega ekki hótað Evrópu vegna Grikklands - - en hann getur rætt við þjóðarleiðtoga Evrópu og ráðherra, bent þeim á einfaldar staðreyndir, útskýrt fyrir þeim afleiðingar - sem leiðtogar Evrópu ef til vill eru ekki að skynja eða átta sig á.

Ef allt kemur fyrir ekki - gætu Bandaríkin tekið það mál í sínar hendur, þ.e. boðið Grikklandi fjármögnun ef það blasir við að Rússar eru virkilega að íhuga alvarlega að veita slíka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.2.2015 kl. 08:47

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig í ósköpunum á USA að geta boðið Grikkjum fjárhagsaðstoð, USA er með allt niður um sig í sínum eigin fjármálum, so to speak.

Það hefur sýnt sig undanfarin 6 ár að Obama er enginn fjármálasnillingur og fíflin sem hann hefur í fjármálaráðuneytinu eru ekkert skárri.

Þessi vangavelta þín Einar meikar engan sense, Angela Markel verður að leysa þessa Grikkja krísu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.2.2015 kl. 18:20

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sé ekki vandamálið - Grikkland er svo lítið að Bandaríkin munar ekkert um það, síðan hafna ég þinni lýsingu að Bandar. séu með allt niður um sig - þvert á móti tel ég stöðu Bandar. hreint með ágætum þegar kemur að fjárhagsmálum. Þegar efnahagsstaða landsins og líklegur framtíðar hagvaxtarstaða sé höfð í huga, og því tekjumöguleikar ríkissjóðs Bandar.

Lykilatriðin séu:

    • Framtíðar hagvaxtargeta Bandar. sé góð - miðað við þróað hagkerfi. Langt í frá fullnýtt.

    • Að Bandar. skuldi ekkert nema í eigin gjaldmiðli.

    • Sem þíðir að þau ráði því alfarið yfir sínum skuldum, þó þær séu í eigu einka-aðila mikið til.

    Það sé því ekki neinar umtalsverðar líkur á að sú skuldasetning hvort sem í nútíð eða framtíð - sligi ríkissjóð. Nema auðvitað - - að þingið í einhverju þrjóskukasti, ákveði að neita alríkinu um fjármögnun. En það væri þá pólitísk aðgerð, ekki efnahagsleg niðurstaða.

      • Síðan geti Bandar. keypt allt inn sem þau vanhagar um - í sama gjaldmiðli.

      Þvert á móti tel ég stöðu Bandar. - - öfundsverða. Er eiginlega hissa á þeim Bandar.mönnum - - sem virkilega sjá það ekki. Það sé að mínu viti - þráhyggjukennt, það umtal sumra að Bandar. séu í alvarlegum vanda. Umtal sem um sumt líkist umtali hér á Íslandi - - þ.s. sumir halda því fram að Ísland eigi enga möguleika nema með því að ganga í ESB. Þá vísa ég til þess bölsýnistóns sem einkenni þá skoðun, í Bandaríkjunum - - virðist það einkum "hægri menn" sem sjá um að halda á lofti bölsýniskenndri umræðu um stöðu eigin lands og framtíð.

        • Ég hef þvert á móti nákvæmlega engar áhyggjur af stöðu Bandar.

        • Einmitt vegna þess, að þau hafi það mikla framtíðar hagvaxtargetu, að ég samþykki ekki þar með þær sviðsmyndir, sem sumir hafa verið að teikna upp - um óhjákvæmileg skuldavandræði.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 11.2.2015 kl. 18:47

        5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

        Þú býrð ekki og greiðir ekki skatta í USA, en það geri ég. Þess vegna hef ég áhyggjur af fjárhagsstöðu USA, en þú þarft nákvæmlega ekkert að hafa áhyggjur af fjármálum USA, ekki þarft þú að greiða fyrir peningagjafir til Grikkja.

        Tæpar 19 trilljónir dollara í beinar skuldir og 130 trilljónir dollara í unfunded liabilities eru skuldir USA í dag sem synir ekki mikla hagvaxtagetu, nema síður sé.

        Þegar að það kemur að skuldadögunum hjá okkur hérna í USA, þá er ég vissum að það verður ekkert sótt um þitt samþykki til að losna undan skuldunum.

        Kveðja frá Houston

        Jóhann Kristinsson, 11.2.2015 kl. 23:11

        6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

        Ég ætti sennilega að senda þér smá sögu sem ég nota til að útskýra fyrir unglingum hér í USA, hvernig efnahagur virkar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld, fyrir unglingum hér í USA.

        Nei ég held að ég copy paste söguna svona eina síðu á hverjum degi.

        Stay tuned you do not want to miss this interesting story.

        Kveðja frá Houston

        Jóhann Kristinsson, 11.2.2015 kl. 23:35

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Jan. 2025
        S M Þ M F F L
              1 2 3 4
        5 6 7 8 9 10 11
        12 13 14 15 16 17 18
        19 20 21 22 23 24 25
        26 27 28 29 30 31  

        Eldri færslur

        2025

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (21.1.): 0
        • Sl. sólarhring: 4
        • Sl. viku: 35
        • Frá upphafi: 0

        Annað

        • Innlit í dag: 0
        • Innlit sl. viku: 34
        • Gestir í dag: 0
        • IP-tölur í dag: 0

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband