Það virðist í vaxandi mæli líklegt að Evrópusambandið - klofni í afstöðu sinni til Úkraínudeilunnar

En yfirlýsing utanríkisráðherra Póllands vekur athygli mína - en hann sagði beinlínis, að ef Bandaríkin ákveða að hefja vopnasendingar til Úkraínu. Muni Pólland einnig gera allt í sínu valdi, til þess að aðstoða Úkraínumenn - - þá geri ég ráð fyrir, með vopnum.

Poland ready to back a US move to arm Ukraine

The United States is such a close ally to Poland . . . It is difficult for me to imagine a situation that if there is a question that is important for European security, we would not be supporting the United States,” - "Mr Siemoniak, who is also deputy prime minister of Poland, said in an interview." - “We are not afraid of co-operation with Ukraine in the military area.

  • "Britain’s defence minister Philip Hammond (has) said the UK was prepared to consider a broad range of future courses of action, should Washington change its course."

Obama sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Merkel - að hann hafi ekki enn formlega ákveðið að senda vopn til Úkraínu - - en það sé sannarlega í myndinni.

Obama, Keeps Military Aid Option Open

 

Augljós klofningur virðist vera að myndast!

Það áhugaverða er - að Pólland ásamt Eystrasaltlöndum, eru allra hörðust í stuðningi sínum við Úkraínu - - líklegt virðist að þegar á reyni, muni Bretland slást með í þann hóp.

Þetta verði hópur náinna bandamanna Bandaríkjanna - sem muni þá vinna náið með þeim í því að mæta aðgerðum Rússa í A-Úkrainu.

  • Að vopna Úkraínu - virðist þó vera "rautt strik" fyrir Merkel, og ekki síður samstarfsflokk hennar, þýska sósíaldemókrata.
  • Þ.e. sjálfsagt ekki ástæða til að efast um heiðarleika hennar afstöðu um það atriði.

Aftur á móti er ég viss um að hún hafi á röngu að standa, tek dæmi um "expert opinion":

In Bosnia we were told for a long time that we couldn’t arm because it would just lead to a much bigger conflict. Well when military pressure was applied the solution came much more quickly.” - “It’s a very finely balanced judgment, but if we don’t give weapons to the Ukrainians what is Putin’s reason to come to the negotiating table? Giving the Ukraine defensive weapons is leverage against him,” - - "Ian Kearns, director of the European Leadership Network and a former senior UK foreign policy adviser."

Ég get að auki - bent á átökin í Afganistan í loka kafla Kalda-Stríðsins. En þá spiluðu Vesturveldi með vel heppnuðum hætti þann leik - að vopna vopnaða andstöðu meðal ibúa Afganistan. Að lokum gáfust Sovétríkin upp á að halda uppi her þar.

  1. Eins og Ian Kearns segir - þá er "vopnun" form af þrýstingi.
  2. Þá verður her Úkraínu - betur fær um að verjast og berjast.
  3. Þó Rússland geti sannarlega, dælt enn meiri vopnum inn - þá væri ekkert til fyrirstöðu þá fyrir NATO -  að bæta í á móti, og þannig viðhalda þrýstingnum.
  4. NATO getur þess fyrir utan, sent hátækni vopn - - til þess að neyða Rússa til þess að senda sín bestu vopn á móti. Og þannig keyra upp kostnað Rússa enn frekar.
  • Rússland sé mun veikara í dag - en Sovétríkin voru á 9. áratugnum.
  • Rússland hafi því mun lakari getu - til þess að spila slíkan leik, til lengdar. Þ.e. minna úthald.

Þannig að ég met þ.s. algerlega færa leið - - að neyða Rússa til tilslakana við samningaborðið. Að vopna Úkraínuher - - breyta stríðinu þannig í "pattstöðu." Úr því að vera stríð á hreyfingu - - sem að mínu mati sé mun hættulegri staða, en pattstaða.

 

Niðurstaða

Það eru vísbendingar þess efnis, að Rússum sé að takast - að beita áhrifum innan einstakra aðildarríkja ESB og NATO. En vísbendingar hafa sést undanfarið á yfirlýsingum t.d. forseta Frakklands og forsætisráðherra Ítalíu - - sem hafa talað fyrir því að "milda aðgerðir gagnvart Rússlandi." Frekar en að - "herða þær."

Fjölmiðla átak Rússa virðist vera að - - skila hreint lýgilega góðum árangri. Sem sést m.a. í gríðarlegri áherslu stjv. í Moskvu, að byggja upp stöðina "Russia Today" eða "RT." En mér virðist ljóst, að í Kreml - sé litið á RT sem eitt allra mikilvægasta tæki rússneskra stjórnvalda. Það á þá að skiljast svo, að Pútín sé að beita -RT- vísvitandi fyrir sinn eigin vagn, til þess að dreifa sem víðast þeim skilningi sem stjórnvöld í Rússlandi halda á lofti.

Ég upplifi ákveðna samsvörun við átökin í kringum svokallaðar "meðaldrægar eldflaugar" á 9. áratugnum - en þá ákváðu Vesturveldi að setja upp sitt eigið kerfi sem svar við eldflaugakerfi Sovétríkjanna - "Pershing" flaugar. En þegar deilur um "Pershing" flaugarnar stóðu yfir innan aðildarríkja NATO - þá var á sama tíma í gangi mikil rimma á götum borga víða um Evrópu, þ.s. "svokallaðar friðarhreyfingar" fóru mikinn. Síðar meir -eftir fall Sovétríkjann- fundust skjöl í skjalasafni KGB sem sönnuðu að Sovétríkin höfðu stutt þær hreyfingar með fé.

Í dag, hafa borist fréttir af því, að flokkar lengst til hægri í pólitíska litrófinu í Evrópu t.d. Front Nationale - séu að fá fjárstyrki frá Kreml. Flokkar -sem flesti hverjir- hafa líst yfir stuðningi við Pútín í deilunni við Vesturveldi um Úkraínu.

Ég bendi á að Pútín var foringi í KGB í A-Þýskalandi þegar rimman stóð yfir um "meðaldrægu eldflaugarnar" - hann ætti því að vera mjög nákunnugur þeim aðferðum sem KGB beitti á þeim árum - - til þess að "sá afstöðu Sovétríkjanna meðal almennings á Vesturlöndum."

Höfum einnig í huga - - að þegar Pútín komst til valda, þá tók hann marga með sér úr KGB - inn í valdastéttina sem nú rýkir yfir Kreml.

  • Það ætti því ekki að vera neitt undarlegt, að aðferðirnar komi manni kunnuglega fyrir sjónir - - þær séu stærstum hluta þær sömu, fyrir utan að netið er að reynast þeim mun gagnlegra en þær leiðir til dreifingar á efni sem áður stóðu til boða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Þetta hljómar eins og argasta bull með að einn fjölmiðill (RT) sé að skila öllum þessum árangri, en hvað geta þá allir hinir fjölmiðlanir sagt sem eru styðja stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu, og eru að missa alla sína áhorfendur, svo og fylgjendur?

Þú ert kannski á því rétt eins og þessi stjórnvöld þarna í Bandaríkjunum, að Evrópa, svo og Íslandi eiga bara að vera gott tæki fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum, og bara alltaf taka undir allar skipanir frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum?      

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 13:04

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar . Af því við erum orðnir svo góðir kunningjar langar mig að deila með þér slóð á síðu sem gefur ágætis yfirlit yfir gang borgarastyrjaldarinnar í Úkrainu.

Það eru daglegar fréttir með videokorti sem lýsir því sem gerst hefur yfir daginn,sigrum og ósigrum.

Þú skalt ekkert vera að lesa bloggið hans af því að síðuhafinn er sennilega rússneskur og á það til að vera svolítið ósanngjarn gagvart Kiev.

En þessi kort hafa reynst mér býsna áreiðanleg,bæði þegar uppreisnarmönnum gekk vel og illa. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni meðan á viðræðunum stendur.Líklegt er að báðir aðilar reyni til hins ýtrasta að ná betri stöðu í lokin.

http://vineyardsaker.blogspot.com/

Kveðja Borgþór 

 

Borgþór Jónsson, 10.2.2015 kl. 21:44

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nema, að aðilarnir eru Úkraína vs. Rússland, ekki Úkraína vs. uppreisnarmenn - - annars er það rétt hjá þér að báðir aðilar muni leitast við að ná fram sem bestri stöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.2.2015 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband