Friðarsöluráðstefna virðist fyrirhuguð í Minsk höfuðborg Hvíta Rússlands nk. miðvikudag

Ég nota orðið "friðarsölu" vegna þess, að eftir því sem ég fæ best séð af fréttum, þá hafa Merkel og Hollande samþykkt - - að draga nýja vopnahléslínu. Sú muni innibera þau landsvæði sem uppreisnarmenn hafa náð á undanförnum dögum. Og á fundinum -alveg eins og á ráðstefnu í Munchen 1937 land var gefið eftir fyrir "frið"- skal Poroshenko forseti Úkraínu - beittur sameiginlegum þrýstingi -Frakka, Þjóðverja og Rússa. Að fallast á að gefa þessi landsvæði eftir, auk þess að Úkraínumenn mundu gefa eftir bæinn Debaltseve sem nú er umkringdur her uppreisnarmanna - - en þúsundir hermanna Úkraínuhers eru þar til varnar.

European powers to push ahead with Ukraine peace talks

Auk þessa, ætlar Merkel að fljúga til Washington á mánudag, þ.s. hún ætlar að fá Obama til þess - - að hafna öllum tillögum um að "senda vopn til Úkraínu."

Merkel to meet Obama over Ukraine

  1. Það væri gaman að vita, hvað Pútín sagði við Merkel - - en þ.e. eins og hann hafi hrætt líftóruna úr henni, sbr. þá umræðu frá henni og samráðherrum, þess efnis - - að senda vopn til Úkraínu væri án tilgangs vegna gríðarlegra yfirburða Rússlands í vopnum.
  2. En það stenst eiginlega einungis, ef Pútín hótaði - - fullri innrás ef vopnasendingar fara fram.
  3. En þá stæði Evrópa frammi fyrir svipaðri spurningu og haustið 1939, innrásinni í Pólland.

Ég virkilega hef ekki trúa á öðru en því, að Pútín mundi svara vopnasendingum - - með vopnasendingum, og hugsanlega einhverju frekara smygli á hermönnum til uppreisnarmanna.

Það væri einmitt - - tilgangurinn. Að neyða Rússland til þess - - > Að verja vaxandi fjármagni til þess að styðja uppreisnarmenn. Gera stríðið kostnaðarsamara fyrir Rússland.

En höfum í huga, að Rússland er í "veikri fjárhagslegri stöðu" eftir að verðlag á olíu hrundi um helming síðan í júní sl. Og það varð samsvarandi hrun i útflutningstekjum Rússa af olíu.

  1. Þó tæknilega eigi Rússland gnægt vopna - - þá getur NATO send nýleg vopnakerfi.
  2. Þannig neytt Rússland, til þess einnig að senda sín bestu vopnakerfi til uppreisnarmanna.
  3. Og Rússland á fyrst og fremst "ofgnótt af gömlum vopnum."
  4. Nýleg vopnakerfi - - þíddu raunveruleg peningaútgjöld.
  • Rússland hefði líklega ekki úthald í það að keppa við NATO með þeim hætti.

Með öðrum orðum - - NATO hafi fulla möguleika til þess að vinna sigur.

En stjórnmálamenn geta sannarlega ákveðið - - að láta Rússa vinna!

 

Ef Pútin gerði alvöru úr allsherjar innrás!

Þá væri það einnig - - svar. En þá væri komin krísa er væri ef eitthvað er - alvarlegri en Kúpudeilan.

En ef NATO mundi ekki bregðast við slíkum atburði, yrði NATO að algjöru atlægi. Þess yfirlýsing að vera - öryggiskerfi Evrópu. Stæði á berangri.

NATO hefði því eiginlega ekki annan valkost í slíkri stöðu, en þá - að einnig senda her inn í Úkraínu, til þess að mæta í stríðsátökum slíku rússnesku innrásarliði.

Það þíddi að sjálfsögðu - - formlegt stríð milli Rússlands og NATO.

Og ef það gerðist, á ég ekki von á því að hann beiti kjarnavopnum, meðan að átök eru utan landamæra Rússlands.

Ég sé alveg fyrir mér NATO komast upp með að sigrast á slíkri innrás, og hrekja hana til baka yfir landamærin til Rússlands. Innrás inn fyrir landamæri Rússlands, kæmi ekki til greina.

  • En ég á þó ekki von á því að Pútín gangi þetta langt!
  • Hann láti sér duga, keppni í vopnasendingum.

 

Niðurstaða

Ef NATO hefur vopnasendingar til Úkraínu - - þá tel ég að það stuðli að því að stríðið þróist yfir í "pattstöðu." Að mínu viti er það mun skárra, en það "hreyfanlega stríð" sem af gæti hlotist ef stjórnmálamenn Evrópu - - hindra vopnasendingar, af ástæðum skammsýni.

En stjórnmálamenn Evrópu í dag, virðast haldnir nákvæmlega sömu skammsýni og breski forsætisráðherrann Chamberlain og sá franski Le Blum 1937. Að kaupa frið fyrir land - - virkar ekki, því þá verðlaunar þú ofbeldismanninum fyrir ofbeldið.

Sá þakkar pent fyrir sig, og undirbýr síðan að taka stærri bita með hervaldi í næsta skipti. En það væri mjög sennileg afleiðing, að Pútín mundi tala fjálglega í nokkra daga um mikinn árangur af Minsk ráðstefnunni - - þ.s. menn mundu fallast í faðma broasandi á vör, fá myndir af sér teknar - - síðan nokkrum dögum eða vikum síðar, mundi herinn sem Pútín heldur uppi.

Hefja stríðið eina ferðina enn, og gera bæði Merkel og Hollande að atlægi. Og sennilega að auki, takast að láta Poroshenko líta veikan út eftir að hafa samþykkt - - að selja land fyrir svo skamman frið.

En Pútín gæti vel séð þ.s. tilgang í sjálfu sér - - að veikja Merkel og Hollande.

En það eru auðvitað þau sjálf, sem eru að láta teyma sig.

-----------------------------

  • En ég er frekar viss, að ásakanir Úkraínumanna þess, að þeir séu að berjast við rússneska hermenn, séu sannar.
  • Ég bendi á að sl. sumar þá fram til ca. júlí/ágúst voru uppreisnarmenn í "nauðvörn" og það virtist skammt að bíða - lokasigurs Úkraínuhers. Umsátur um borgiarnar Luhangsk og Donetsk var að hefjast.
  • En svo skyndilega streymdi nýtt herlið yfir landamærin, og allt í einu var Úkraínuher í nauðvörn, og þurfti að hörfa undan. Síðan þá, hefur það herlið sem Úkraínuher berst við - - verið vel vopnum búið. Og að auki virst vera betur þjálfað.
  • Langsamlega einfaldasta skýringin er sú, að rússn. herlið berjist nú undir merjum uppreisnarmanna - - en það skýrir fullkomlega þessi snöggu umskipti.
  • Og hitt, að herlið andstæðinga Úkraínuhers, hafi getu nú til þess að sækja fram "þó það sé fámennara" og hafa betur í bardögum.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Um hvað ertu að tala um hérna: "innibera þau landsvæði sem uppreisnarmenn hafa náð á undanförnum dögum", hvað með skv. Minsk friðarsamkomulaginu með aðskilnaðarsinnar áttu að fá sjálfstjórnarsvæði og fulltrúa skv. friðarsamkomulaginu, þú?

Bæði Merkel og Hollander vilja algjörlega fara og byggja allt eftir þessu Minsk friðarsamkomulag, og hérna af hverju ertu að reyna segja eitthvað annað, Einar Björn?

Það er einhver vitleysa í honum Poroshenko, með að þetta séu Rússneskir hermenn, þar sem að rússneskir hermenn ganga ALLS EKKI MEÐ VEGABRÉF Á SÉR þegar þeir gegna herskyldu, heldur bara skilríkjum.  

Ukrainian Commanding General admits there is no Russian invasion of Ukraine.

Ukraine Admits: ‘There Are No Russian Troops Fighting Against Us’ http://21stcenturywire.com/2015/01/30/ukraine-admits-there-are-no-russian-troops-fighting-against-us/  


NATO draslið er þegar komið til þeirra : "According to Donetsk People's Republic's forces, ammunition designed for NATO countries had been found in Ukraine." http://sputniknews.com/europe/20150203/1017703053.html#ixzz3RCPs75vm

"NATO is Already at War in Ukraine… and it is Losing" http://www.veteransnewsnow.com/2015/02/05/515074nato-is-already-at-war-in-ukraine-and-it-is-losing/

"Fabricated “Russian Invasion”: Big Lies Risk Confrontation with Russia" http://wakeupfromyourslumber.com/fabricated-russian-invasion-big-lies-risk-confrontation-russia/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 23:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Enginn her umbreytist á nokkrum klst. úr - illa þjálfuðum, illa vopnuðum, illa stjórnuðum, illa vopnuðum - - í vel þjálfaðan, vel vopnaðan, vel stjórnaðan.

Það einfaldlega stenst engin önnur skýring skoðun, en að á því augnabliki þegar vígsstaðan gerbreyttist á nokkrum klst. síð sl. sumars - - hafi verið augnablikið sem svokölluð uppreisn var formlega tekin yfir af Rússum.

Þeir hafa einfaldlega sent eigin hersveitir yfir - - en látið þær klæðast einkennisbúningum uppreisnarmanna.

Síðan heldur sá her áfram að herja á Úkraínumenn - - en leiðtogar uppreisnarmanna, koma fram - eins og hverjir aðrir leikarar, sem leika hlutverk.

Einhverjum uppreisnarmönnum, sé við og við, tjaldað frammi fyrir myndavélum til að gera "áróðursvídeó" fyrir netið, vel skipulagður áróður - - þ.s. þeir eru sagðir enn í aðal hlutverki - leiksýnin í boði Pútíns.

Mér virðist flest benda til þess að ásakanir Poroshenko séu einmitt sannar, að þeir séu að berjast við rússneskan her - hafi verið síðan síð sumars í fyrra.

---------------------

Uppreisnarmönnum hefur staðið til boða - síðan sl. sumar, samkomulag með tilboði um "sakaruppgjöf" - um þátttöku í samn. um endanlegt fyrirkomulag stjórnunar þeirra héraða - auk þess að það fól í sér að þær mættu stjórna þeim svæðum sem þeirra her hefur á sínu valdi í 3-ár. 

Áður en kosið yrði ný landstjórn - kosning sem þeir mundu fá að taka þátt í.

--------------------

Mjög rausnarlegt tilboð - - málið sé einfaldlega að það að þeim hafi ekki verið boðið allt þ.s. sanngjarnt og eðlilegt er, til þess að hætta átökum er einfaldlega ekki rétt.

Á hinn bóginn - - þá hentar það ekki þeim sem stjórnar leiksviðinu, Pútín - að átökin taki endi.

En ég tel nú, að hann ætli sér einfaldlega - - að ná eins miklu landi af Úkraínu með þessari aðferð, þ.e. "innrás í felum" - og hann getur.

Þannig, að ef verður skrifað undir samkomulag í Minsk - verði það fljótlega rofið eins og það fyrra, átök muni halda áfram - - og það verði fundin einhver átylla einhverjum vikum síðar. Til þess að hefja aðra sókn.

Svo auðvitað hefst "leikritið aftur" þ.s. Pútín og leikbrúður hans, segja þetta allt Kíev að kenna - - og halda því fram að þeim hafi verið nauðugur einn kostur, að fara með átökin á fulla ferð að nýju.

Það verður þá áhugavert að sjá, hvort að Merkel - - lætur fífla sig aftur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.2.2015 kl. 02:06

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Hvað með þá staðreynd, að Úkraínuhermenn vilja margir hverjir alls ekki berjast gegn þeirra eigin fólki þarna í Austurhluta Úkraínu, og/eða hvað þá kæra síg um alla þessa samninga sem  gerðir voru við olíufyrirtækin Shell, Chevron og Burisma Holdings um leit og vinnslu í Austurhluta Úkraínu?

Hverjum er ekki nákvæmlega sama um það þó að sonur Joe Biden varaforseta Bandaríkjanna og fyrirtæki hans fari algjörlega á hausinn, en hvað eiga þau Angela Merkel og Hollande að hugsa um olíufyrirtækið hans Burisma Holdings og bara allt algjörlega eftir höfðinu á stjórnvöldum þarna í Bandaríkjunum, eða hvað?

Ég held að Joe Biden, John McCain og stríðsbrjáliðuhundarnir hans megi bara vera fúlir og reiðir yfir þessu friðarsamkomulagi, svo og núna þessu sjálfstjórnarsvæði Austurhluta Úkraínu.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 11:37

4 identicon

"Mér virðist flest benda til þess að ásakanir Poroshenko séu einmitt sannar, að þeir séu að berjast við rússneskan her - hafi verið síðan síð sumars í fyrra."

Hann Poroshenko karlinn á ennþá eftir að sanna sitt mál með gefa upp bæði nöfn og ID- númer, þú? (sjá " Moscow demands copies of ‘Russian soldiers IDs’ shown in Munich" http://rt.com/news/230375-copies-ids-russian-soldiers/)

“the aim of the Americans is to start a war in Europe to push NATO to the Russian border."

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 13:32

5 identicon

  "The Ukrainian Government finally acknowledges that all of their previous claims (none of which were documented) that Russia has invaded Ukrainian territory, have been false. This is shocking! And it’s enormously important! The basis for all of Obama’s (and the EU’s) sanctions against Russia is fraudulent. Will The New York Times, the Washington Post, and the Wall Street Journal — and Bloomberg ‘News,’ and ‘Public’ Television, and National ‘Public’ Radio — announce this stunning fact, to the American people?

It would be just as likely as for the U.S. ‘news’ media to have acknowledged that they had stenographically ‘reported’ the Bush Administration’s lies that Saddam Hussein was building nuclear weapons and was supporting Al Qaeda. Some European Generals have known this all along: Former NATO Genral Kujat announced on German TV in October that he doesn’t believe the propaganda that the US and EU are conducting in regards to a Russian invasion of Ukraine.

They have the majority of the American public convinced that Russia invaded Ukraine. Nothing can be further form the truth. If Russia did invade Ukraine the war would have long been over. Russia doesn’t want Ukraine. It wants the US and EU to pay for it fascist Frankensteins Monster that they have put in place."(http://my.firedoglake.com/blog/2015/01/29/january-29th-ukrainian-commanding-general-admits-there-is-no-russian-invasion-of-ukraine/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband