6.2.2015 | 22:51
Örvæntingarfull tilraun Merkel og Hollande, að ræða við Pútín í Moskvu, virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði
Ef má marka fréttir, þá segir talsmaður Kremlverja að viðræður leiðtoganna 3-ja hafi verið gagnlegar. En skv. fréttum, þá er Pútín að fara fram á að - - > Ný vopnahléslína verði dregin upp, þannig að uppreisnarmenn haldi þeim svæðum sem þeir hafa tekið á undanförnum dögum.
Auk þess, að þeir mundu fá til sín bæ - Debaltseve - þ.s. þúsundir hermanna úkrínuhers eru nú umkringdir liðsafla uppreisnarmanna.
Ef marka má talsmann úkraínskra stjórnvalda, en Merkel og Hollande ræddu fyrst við Poroshenko, áður en þau flugu til Moskvu - - þá voru Merkel og Hollande einungis að ræða það að framfylgja samkomulaginu frá -Minsk- í september sl.
Skv. fréttum munu Pútín, Merkel og Hollande - - eiga símafund á sunnudag.
"German Chancellor Angela Merkel (R), French President Francois Hollande (C) and Russia's President Vladimir Putin arrive for a meeting on resolving the Ukraine crisis at the Kremlin in Moscow February 6, 2015."
Merkel, Hollande end Moscow talks without word of peace deal
Ukraine Insists Any Pact With Russia Must Adhere to Terms of September Accord
Það sem rekur eftir Merkel og Hollande, er að skv. fréttum munu bandarísk stjórnvöld ákveða í nk. viku - - hvort vopnasendingar verða hafnar til Úkraínuhers
Þá væri stríðið orðið að - - "proxy war."
Það eru lengi búnar að vera miklar líkur á þeirri þróun - - en þ.e. augljóst ekki í samræmi við hagsmuni NATO landa - - > Að frekari svæði innan Úkraínu, komist á vald Rússlands. En að "uppreisnarmenn" nái landsvæði, sé sennilega það sama og að það sé undir rússneskum yfirráðum.
- Hættan við þetta er augljóslega sú - - > Að sætta sig við það, að -annað land geti hernumið landsvæði sem tilheyrir öðru landi- og komist upp með það.
- Þetta gerðu menn auðvitað á öldum áður, og því má ekki gleyma, að síðast þegar lönd höguðu sé með þessum hætti í Evrópu, var það á 4-áratugnum. Það leiddi á enda til 2-Heimsstyrrjaldarinnar.
- En það eru vísbendingar þess, að Pútín sé með það markmið - - að leggja til atlögu við, sjálft skipulag Evrópu síðan eftir að Kalda-Stríðinu lauk. En hann hefur sagt það skipulag - - atlögu að hagsmunum Rússlands. Og ekki síst, hefur verið haft eftir honum, að lok Kalda-Stríðsins og hrun Sovétríkjanna, hafi verið eitt mesta áfall allrar sögu Rússlands.
- Þessi tegund af hugsun nefnist "Revanchism."
- Þegar leiðtogi stórveldis eða fyrrum stórveldis - - leitast við að endurreisa fyrri yfirráðastöðu yfir landsvæðum, sem ríki viðkomandi hafði áður glatað.
Í þessu samhengi, eru tillögur Pútíns - - bersýnilega ekki sérdeilis áhugaverðar, en flest bendir til þess að -uppreisnarmenn sjálfir hafi rofið Minsk-vopnahléið og hafið sókn gegn stjórnarher Kíev stjórnarinnar- þannig að ef ný vopnahléslína væri dregin, þá væri uppreisnarmönnum þar með, verðlaunað fyrir fyrra vopnahlésrof.
Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að þeir mundu síðan aftur síðar, rjúfa nýja vopnahléið - í von um að verða aftur verðlaunaðir með sama hætti.
Í reynd sýnist mörgum, að Pútín sé þarna -lævíslega að leitast við að tryggja hin nýju yfirráð- hyggist á frekari landvinninga líklega síðar.
--------------------
Eins og Biden hafi bent á - - hafi ekkert vopnahlé hingað til haldið.
Hann benti síðan á, að í nk. viku - - verði formleg ákvörðun tekin í Washington, um hugsanlegar vopnasendingar.
Ég hallast að því - - að líkurnar séu góðar á því, að þær hefjist í næstu viku.
Niðurstaða
Úkraínustríðið er líklega við það að þróast yfir í "Proxy-War" þ.s. bæði stórveldin, Bandaríking og Eússland, senda vopn til síns hvors hersins - - augljóst þíðir þetta að styrjöldin er við það -sennilega- að stigmagnast upp í mun stærri átök en áður.
Bendi á að í Debaltseve - geta nú farist fleiri, en hingað til í allri styrjöldinni fram að þessu. En það eru þúsundir úkraínskra hermanna umkringdir - - þeir gætu allir verið vegnir.
Það geti síðan orðið forsmekkurinn að því sem síðan við taki. Tölur yfir mannfall, verði í hundruðum per orrustu, og undir lok þessa árs gætu - tugir þúsunda verið fallnir.
Flóttamenn gætu verið orðnir 2-3 milljónir, hæglega.
- Þetta verði í reynd - bein styrrjöld milli NATO og Rússlands, háð af þeim sem fá vopn.
Að sjálfsögðu verða þá - - refsiaðgerðir hertar.
En þ.e. óvíst að - - það verði án klofnings innan ESB.
- Ég held samt, að það sé skárra - - að NATO styðji Úkraínumenn, því þá sé sennilegra að stríðið þróist yfir í - pattstöðu.
- Annars gætu uppreisnarmenn -studdir af rússn. vopnasendingum- sigrast á her Úkraínu, sem gæti dreift stríðinu víðar um Úkraínu.
- Ef stríðið helst í pattstöðu í Luhansk og Donetsk héröðum, þá a.m.k. er eyðilegging eingöngu á þeim svæðum, og mannfall.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn
Auðvita áttu "uppreisnarmenn" í Austurhlutanum að stand algjörlega kurrir eins og myndastyttur og láta drepa sig þarna, þegar að sjórnarherrinn rést á þá svona algjörlega gegn Minsk friðarasamkomulaginu, ekki satt? Því að auðvita má þetta fólk alls ekki hafa fulltrúa og sjálfstjórnarsvæði þarna, ekki rétt?
Nú hvað kemur til að Angela Merkel og Francois Hollande fóru til Rússlands, eða af hverju eru þau ekki í liði með stjórnvöldum Obama, John Karry í því þá að magna frekari átök og stríð þarna í Úkraínu?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 23:42
Við fáum sennilega aldrei að vita hverjir hófu bardagana aftur.
Ég held að Úkrainuher vanti ekki vopn ,heldur menn sem vilja berjast.
Mórallinn í hernum er algerlega í molum af því að fæstir þeirra vilja heija þetta stríð og eina markmið þeirra er að sleppa lifandi úr átökunum.
Það virðast fá Evrópuríki vera hlynnt því að senda vopn til Úkrainu,sennilega ekki nema Bretland ,Pólland og Balkanríkin.
Staðan virðist vera sú að helmingurinn af sérsveitum Úkrainuhers sé lokaður inni,en hinn helmingurinn fastur við Lughansk.
Þó að her geti varist lengi í svona umsátri,raunar eins lengi og hann hefur skotfæri og mat,er mjög erfitt að brjótast út án aðstoðar.
Þeir hafa þegar gert eina tilraun sem mistókst. Þjóðverjar voru snillingar í þessu og kölluðu þetta ígulvirki.
Hvort bandaríkjamenn fara að senda vopn inn í Úkrainu í óþökk Evrópurikjanna er ekki gott að segja,hinsvegar virðist þeim vera mikið í mun að stríðið haldi áfram.
Einhvarsstaðar sá ég þá kenningu að þeir haldi aftur af sér með vopnasendingar af því að þeir óttast að uppreisnarmenn (lesist lýðræðissinnar) komist yfir vopnin.
Þeir vilji því ekki senda vopn nema mannskapur fylgi,allavega ekki nýjustu tækni.
Mér sýnist að þetta stríð sé einhvernveginn að flosna upp. Það er ekki hægt að halda úti almennilegu stríði nema það sé einhver áhugi á því.
Áróðursstríðið gengur líka illa.Ekki nema þeir allra hörðustu trúa því lengur að MH 17 hafi verið skotin niður af uppreisnarmönnum og það verður sífellt erfiðara fyrir Poroshenko að telja mönnum trú um að það sé 9000 manna rússneskur her á svæðinu með 500 skriðdreka sem er í senn ósýnilegur og það drepst aldrei neinn af þeim.
Það verður að hafa í huga að þetta svæði er töluvert minna en suðurkjördæmi og að mestu leyti slétt,nánast engar mishæðir eða skógar.Víglínan sjálf er svo auðvitað miklu minni sennilega ca 15x200 km.
Það gerir að meðaltali 2,5 Rússneska skriðdreka á hvern KM og eru þá ótaldir skriðdrekar heimamanna sem hljóta að vera einhverjir.Þetta gæti verið stæðsta skriðdrekaorusta síðan Kursk.
Ég mundi auðveldlega treysta mér til að finna traktorinn í Ármótaseli á tiltölulega skömmum tíma á svona svæði, hvað þá 500 70 tonna skriðdreka ásamt fylgdarliði.
Borgþór Jónsson, 8.2.2015 kl. 02:21
Mér finnst alltaf merkilegt þegar fólk styður lönd sem eru á móti lýðræði og móti lýðréttindum almennt.
Að kalla uppreisnarmenn - lýðræðisinna, er ljótur brandari.
Þ.e. ekkert nýtt að Úkraínuher sé í molum, en það voru uppreisnarmenn einnig - - alveg fram til Júlí á sl. ári. Er allt í einu, gátu þeir snúið úr "nauðvörn" í sókn.
Þ.e. afskaplega grunsamlegt, hvernig uppreisnarmenn gátu að því er virðist, breyst úr "tötraliði" sem var á hröðu undanhaldi - skammt virtist í endalok uppreisnar.
Þetta að sjálfsögðu stenst ekki - - og gerir að fullkomnu atlægi þá sem enn halda því fram - - > Að þessi her sé skipaður megin hluta, uppreisnarmönnum.
En þetta gengur ekki upp, nema annað af tvennu sé satt:
1 - virðist til muna líklegra. Því að uppreisnin hafði ekki staðið nema í örfáa mánuði.
Það tekur a.m.k. 1-ár að ná lágmarksþjálfun. Lengri tíma eða 2-ár að þjálfra nýja hermenn svo vel sé.
Þetta herlið, virðist betur þjálfað en her Úkraínu. Það bendir afskapleg sterklega til þess að þetta virkilega sé rússneskur her.
Það bendi flest til þess, að stríðið sé eins og ég lýsti því - - rússn. innrás í dularklæðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.2.2015 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning