Umhverfisverndarmenn geta fagnað lægra olíuverði - því olíufélög virðast vera að seinka olíuleit í N-Íshafi

Helstu olíufélög heims, virðast annað af tvennu - hafa frestað áformum um olíuleit eða hætt við slík áform. Enda er olíuleit í N-Íshafinu ákaflega erfið vegna umhverfisaðstæðna, og því -kostnaðarsöm. Svo bætist auðvitað við -slagur við umhverfisverndarsamtök- sem virðast staðráðin í að koma í veg fyrir að leitað verði olíu í N-Íshafi.

  • Ég er þó 100% viss, að það sé ekki nokkur von til þess, að til lengri tíma litið, hafi þeir árangur sem erfiði.
  • Í besta falli muni aðgerðir þeirra fresta olíuleit í N-Íshafi - - af hálfu landa þ.s. lýðræði tíðkast. Sem mundi þíða, að olíufélög í Kína eða Rússlandi. Mundu þá starfa í staðinn -algerlega ótrufluð af slíkum þrýstingi.
  • Á endanum, mundu -Vestræn olíufélög- ná sínu fram, þegar ljóst verður að ekkert muni á endanum hindra leit fyrirtækja sem starfa innan lands, þ.s. engin von er til þess, að umhverfisverndarmenn geti beitt þrýstingi. Þá muni menn spyrja sig, hver væri tilgangur í því að hindra Vestræn fyrirtæki?

Takið eftir því hve -Rússland á stórt svæði- en Rússland, eftir að deilur við Vesturveldi hafa magnast - - virðist líklegt að leita samstarfs við kínv. olíufélög.

Þá auðvitað er ekki nokkur leið fyrir -umhverfisverndarsamtök- að hafa áhrif í gegnum þrýsting.

http://i.imgur.com/g0oQc.jpg

Oil companies put Arctic projects into deep freeze

Statoil Puts Arctic Exploration on Hold After Oil-Price Plunge

Shell determined to start Arctic oil drilling this summer

Shell - er eina stóra olíufélagið sem ætlar að halda ótrautt áfram, er með réttindi í lögsögu Bandaríkjanna.

Meira að segja "Rosneft" skv. Igor Sechin mun ekki bora neitt á þessu ári.

Í þá ákvörðun spila líklega einnig - refsiaðgerðir Vesturvelda.

Statoil - hefur gengið svo langt, að láta réttindi til könnunar-borana sem fyrirtækið átti við Grænland, lapsa - þ.e. falla dauð.

Og það hefur einnig ákveðið, að framkvæma engar tilraunaboranir langt í Norðri út frá ströndum Noregs - að sinni.

  • Varðandi ábendingu umhverfisverndarmanna, um 2°C markmiðið, er ég þeirrar skoðunar - að ekki sé krækibers séns í helvíti, að það náist.
  • Jafnvel þó að -Vestræn fyrirtæki- mundu ekki bora, þá mundi ekkert stoppa kínversk fyrirtæki eða Rússnesk, síðar meir.
  • Og mig grunar, að eftir einhver ár, þá dúkki upp indverskur áhugi, enda stefni það risaland í að vera með meiri hagvöxt á þessum áratug en Kína. Það þíðir að sjálfsögðu, gríðarlega aukningu í eftirspurn eftir olíuvörum frá Indlandi.

Þess vegna hallast ég meir og meir að því, að mannkyn - - stefni í aðlögun að hitun Jarðar.

Ekki að því að - hindra hana!

 

Mynd af dönskum rannsóknarborpalli v. Grænland!

http://www.dailygalaxy.com/.a/6a00d8341bf7f753ef01348670f96b970c-pi

Niðurstaða

Miðað við áhrif lágs olíuverðs á áætlanir fyrirtækja um leit og hugsanlega vinnslu á olíu úr N-Íshafi. Þá reikna ég með því, að umhverfisverndarmenn leggist þetta árið á bæn - - og biðji um "lágt olíuverð áfram."

Þó það get virst -öfugsnúið :)

En um leið og olíuverð fer upp að nýju - mun ekkert koma í veg fyrir að áætlanir olífélaga er starfa innan lögsögu Rússlands - - verði að veruleika. Pútin er búinn mjög rækilega að tryggja, að umhverfisverndarmenn eiga enga möguleika til þess - að trufla slík áform.

Á því svæði yrði þá -free for all- ástand sem á enda, hlyti að grafa undan tilraunum til þess, að hindra að Vestræn félög leiti olíu á svæðum sem tilheyra Vesturlöndum.

Það eina sem geti tafið áform Rússa, og hugsanlegs bandalags þeirra við Kína um vinnslu - sé að olíuverð haldist lágt sem lengst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 24
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 779
  • Frá upphafi: 856818

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband