6.2.2015 | 00:33
Umhverfisverndarmenn geta fagnað lægra olíuverði - því olíufélög virðast vera að seinka olíuleit í N-Íshafi
Helstu olíufélög heims, virðast annað af tvennu - hafa frestað áformum um olíuleit eða hætt við slík áform. Enda er olíuleit í N-Íshafinu ákaflega erfið vegna umhverfisaðstæðna, og því -kostnaðarsöm. Svo bætist auðvitað við -slagur við umhverfisverndarsamtök- sem virðast staðráðin í að koma í veg fyrir að leitað verði olíu í N-Íshafi.
- Ég er þó 100% viss, að það sé ekki nokkur von til þess, að til lengri tíma litið, hafi þeir árangur sem erfiði.
- Í besta falli muni aðgerðir þeirra fresta olíuleit í N-Íshafi - - af hálfu landa þ.s. lýðræði tíðkast. Sem mundi þíða, að olíufélög í Kína eða Rússlandi. Mundu þá starfa í staðinn -algerlega ótrufluð af slíkum þrýstingi.
- Á endanum, mundu -Vestræn olíufélög- ná sínu fram, þegar ljóst verður að ekkert muni á endanum hindra leit fyrirtækja sem starfa innan lands, þ.s. engin von er til þess, að umhverfisverndarmenn geti beitt þrýstingi. Þá muni menn spyrja sig, hver væri tilgangur í því að hindra Vestræn fyrirtæki?
Takið eftir því hve -Rússland á stórt svæði- en Rússland, eftir að deilur við Vesturveldi hafa magnast - - virðist líklegt að leita samstarfs við kínv. olíufélög.
Þá auðvitað er ekki nokkur leið fyrir -umhverfisverndarsamtök- að hafa áhrif í gegnum þrýsting.
Oil companies put Arctic projects into deep freeze
Statoil Puts Arctic Exploration on Hold After Oil-Price Plunge
Shell determined to start Arctic oil drilling this summer
Shell - er eina stóra olíufélagið sem ætlar að halda ótrautt áfram, er með réttindi í lögsögu Bandaríkjanna.
Meira að segja "Rosneft" skv. Igor Sechin mun ekki bora neitt á þessu ári.
Í þá ákvörðun spila líklega einnig - refsiaðgerðir Vesturvelda.
Statoil - hefur gengið svo langt, að láta réttindi til könnunar-borana sem fyrirtækið átti við Grænland, lapsa - þ.e. falla dauð.
Og það hefur einnig ákveðið, að framkvæma engar tilraunaboranir langt í Norðri út frá ströndum Noregs - að sinni.
- Varðandi ábendingu umhverfisverndarmanna, um 2°C markmiðið, er ég þeirrar skoðunar - að ekki sé krækibers séns í helvíti, að það náist.
- Jafnvel þó að -Vestræn fyrirtæki- mundu ekki bora, þá mundi ekkert stoppa kínversk fyrirtæki eða Rússnesk, síðar meir.
- Og mig grunar, að eftir einhver ár, þá dúkki upp indverskur áhugi, enda stefni það risaland í að vera með meiri hagvöxt á þessum áratug en Kína. Það þíðir að sjálfsögðu, gríðarlega aukningu í eftirspurn eftir olíuvörum frá Indlandi.
Þess vegna hallast ég meir og meir að því, að mannkyn - - stefni í aðlögun að hitun Jarðar.
Ekki að því að - hindra hana!
Mynd af dönskum rannsóknarborpalli v. Grænland!
Niðurstaða
Miðað við áhrif lágs olíuverðs á áætlanir fyrirtækja um leit og hugsanlega vinnslu á olíu úr N-Íshafi. Þá reikna ég með því, að umhverfisverndarmenn leggist þetta árið á bæn - - og biðji um "lágt olíuverð áfram."
Þó það get virst -öfugsnúið :)
En um leið og olíuverð fer upp að nýju - mun ekkert koma í veg fyrir að áætlanir olífélaga er starfa innan lögsögu Rússlands - - verði að veruleika. Pútin er búinn mjög rækilega að tryggja, að umhverfisverndarmenn eiga enga möguleika til þess - að trufla slík áform.
Á því svæði yrði þá -free for all- ástand sem á enda, hlyti að grafa undan tilraunum til þess, að hindra að Vestræn félög leiti olíu á svæðum sem tilheyra Vesturlöndum.
Það eina sem geti tafið áform Rússa, og hugsanlegs bandalags þeirra við Kína um vinnslu - sé að olíuverð haldist lágt sem lengst.
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 24
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 779
- Frá upphafi: 856818
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning