Danir eru í forvitnilegri stöðu með sína tengingu við evru, eftir að Svissland hætti að tengja svissneska Frankann

Það er rétt að muna, að Danir hafa haldið krónunni sinni fast-tengdri við -þýska markið og síðan evruna- í 30 ár. Það stafar af því að Danmörk fúnkerar nánast sem hluti af hagkerfi Þýskalands.

En eftir að Sviss afskrifaði sína tengingu við Evruna, viku áður en Seðlabanki Evrópu hóf stóra prentunaraðgerð.

Þá hefur tenging dönsku krónunnar lent undir miklu meiri þrýstingi en áður.

Danish activism expands monetary policy

  1. Til þess að enginn sé í nokkrum vafa, þá ef Danir gefast upp á tengingunni, þá mun gengi dönsku krónunnar rísa gagnvart evrunni.
  2. En prentunaraðgerð Seðlabanka Evrópu, hefur einmitt þau áhrif - að stuðla að gengislækkun evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
  3. Ef danska krónan hækkaði -verulega- miðað við evru, sem hún líklega mundi gera. Yrði það mikið áfall fyrir -danska hagkerfið. Því að danskar vörur yrðu þá verulega dýrari til -meginkaupenda danskra vara- sem eru -sennilega einna helst- Þjóðverjar.
  4. Þetta gæti stuðlað að, samdrætti í Danmörku og atvinnuleysi - og að auki mjög líklega, verðhjöðnun. En líklega mundu kaupendur á evrusvæði draga úr kaupum á dönskum vörum.
  • Tæknilega gæti Danmörk, endurtekið þá -verðhjöðnunarleið- sem S-Evrópa hefur verið knúin til að feta, þ.e. að -lækka laun í Danmörku sérstaklega hjá framleiðendum danskra vara- svo að þeir -framleiðendur- mundu geta lækkað vörurnar á móts við gengishækkunina. Og þannig haldið markaðshlutdeild.
  • En það mundi að sjálfsögðu þá, leiða yfir Danmörku verulega mikla verðhjöðnun.
  • Sem gæti verið hættulegt fyrir "marga" sem skulda í dönskum krónum. En þess ber að gæta að danskir húsnæðiseigendur eru þeir skuldsettustu í ESB.

Þetta auðvitað setur í samhengi það - hve Seðlabanki Danmerkur er til í að ganga langt.

Til þess að verja nú tenginguna, þrátt fyrir að "ECB" hafi hafið prentun.

"On Tuesday, the Danish central bank revealed it had spent DKr106.5bn ($16.4bn) in defending the peg in January..." - "Although January’s purchases swelled its foreign-exchange reserves to a record DKr564bn, that is only about 30 per cent of Denmark’s GDP compared with about 80 per cent of Swiss GDP for the SNB’s balance sheet."

Akkúrat - danski Seðlabankinn -fyrir utan -0,5 vexti á innlánsreikningum sínum- hefur keypt mikið magn af evrum.

Og hann virðist enn geta viðhaldið kaupum um nokkurt skeið, hafandi í huga að Seðlabannki Sviss gafst upp - - er evrueign nam ca. 80% af þjóðarframleiðslu Sviss.

Á hinn bóginn, ef danski Seðlabankinn þarf að kaupa áfram svipað magn og í janúar - mundi eignarhlutfall miðað við þjóðarframleiðslu fara í liðlega 40% eftir 2 mánuði.

Annan hvern mánuð mundi það hlutfall hækka liðlega 10% af þjóðarframleiðslu.

  • Og Seðlabanki Evrópu - - hefur lofað að prenta í 2-ár.
  • Og ekki síst, að prenta áfram að 2-árum liðnum, ef verðbólgumarkmið er ekki enn í augsýn.
  • Miðað við þetta, væri eignarhlutfall danska Seðlabankans orðið 80-90% af þjóðarframleiðslu, eftir - - 10 mánuði eða þar um bil.
  • Skv. því, virðist mér full ástæða til að efast um að danski Seðlabankinn, geti varið gengi krónunnar við evru - - gegn prentun "ECB."

Spurningin er þá, hvernig stórir aðilar innan Danmerkur bregðast við - - t.d. lífeyrissjóðir. En hafa ber í huga, að þegar Seðlabanki Sviss hætti við tengingu Frankans, þá gaf hann enga aðvörun heldur tilkynnti að óvænt - sem þíddi að mjög margir á markaði voru gripnir með buxurnar á hælunum - margir töpuðu miklu fé. Dönsku sjóðirnir, gætu ákveðið að líkur séu á því að danski Seðlabankinn taki svipaða ákvörðun innan við ár héðan í frá, og að sjóðirnir bregðist því við því ástandi, og verji sína hagsmuni - - með því að "kaupa krónur."

Það mundi auðvitað leiða til þess - - að danski Seðlabankinn yrði að auka kaupin og það verulega. Sem líklega mundi leiða það fram sem sjóðirnir óttast. Að tengingin bresti.

 

Niðurstaða

Samanborið við okkur er vandi Dana lúxus vandi, þ.e. að hér er enn mikið fé fast í landinu að baki hafta. Ljóst að kostnaður við haftalosun er mjög mikill.

Fyrir bragðið - finnst mér merkilegt að læknar og kennarar hafi verið að gera langtíma kjarasamninga. En það virðist nánast fela í sér það veðmál þeirra stétta - - að höftin séu ekki á leið niður á þessu kjörtímabili.

Kannski er það rétt hjá þeim.

--------------------

Mig grunar að danski Seðlabankinn muni verða undir fyrir rest, með sama hætti og Seðlabanki Sviss á endanum gafst upp við það verkefni, að verja gengi Frankans við evruna.

Þegar "ECB" hefur hafið prentun, sé einfaldlega við of sterkt afl að eiga - Seðlabanki Danmerkur geti einfaldlega ekki til lengdar keppt við getu "ECB" til að prenta evrur, og því til að stuðla að frekari lækkun gengis hennar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband