Ég mundi styðja -hernaðaraðstoð NATO við Úkraínu- er þeirrar skoðunar að líklegra sé að slík aðstoð mundi leiða til friðar, en frekari ófriðar

Vandamálið sem blasir við -eins og mér virðist staðan- er sú að -uppreisnarmenn eru í sókn. Og viðbrögð þeirra benda ekki til þess, að þeir séu í "sáttahug." En OECD hefur kvartað yfir því, að uppreisnarmenn á síðustu fundum - hafi virst lítt áhugasamir um að ræða leiðir til að stöðva núverandi átök.

  1. Ef út í það er farið, er það ekki órökrétt afstaða, ef þeir telja að þeir séu líklegir til að vinna sigra á næstunni gagnvart stjórnarher Úkraínu.
  2. Sá sem telur sig vera að vinna, eða geta unnið - - sá vill ekki binda endi á átök.

Og þar kemur einmitt að punkti mínum, varðandi hugsanlega aðstoð NATO!

  • Að hún ætti að beinast að því, að klippa sem mest á -sóknarmátt uppreisnarmanna!
  • Svo þeir -aftur- missi trúna á að geta sigrað með hernaðarátökum.

T.d. hefur verið bent í umræðunni, á að -sendingar af skriðdreka-eldflaugum. Mundu gera framrás þ.s. skriðdrekar og aðrir bryndrekar eru notaðir, mun kostnaðarsamari fyrir þann, sem breitir slíkjum tækjum.

En þau eru gjarnan notuð -eðlilega er menn vilja brjótast í gegnum varnarlínur.

En þetta er þ.s. virðist einna helst rætt, að veita stjórnarher Úkraínu - varnarvopn af slíku tagi.

 

Þetta er auðvitað klassískt vandamál, að til þess að vilji skapist fyrir alvöru friðarviðræður, þarf gjarnan að hafa myndast - stríðsþreyta!

Með öðrum orðum, að báðir aðilar séu ca. jafn úrkula vonar um að geta sigrast á hinum. Meðan að annar hvor aðilinn, eða jafnvel báðir - telja að sigur sé mögulegur í gegnum beitingu vopna.

Sé nánast engin von um friðarsamkomulag.

  1. Megin mótbáran - - virðist óttinn að átök versni enn frekar, ef NATO fer að senda vopn til Úkraínu.
  2. Að það þróist nokkurs konar -tit for tat- þ.s. NATO og Rússland, sendi báðum aðilum vopn, og stríðsgæfan sveiflist til og frá, og stríðið smám saman magnist út um allt landið.
  • Veikleiki þessarar kenningar er sá, að stríðsátök geta einnig magnast, ef annar aðilinn er á undanhaldi - - en berst samt um hæl og hnakka frá vígi til vígis.
  • Ef sá aðili er stjórnarher Úkraínu - þá væri freystandi fyrir uppreisnarmenn, að láta kné fylgja kviði, ef þeir telja sig áfram geta unnið - - og láta þá ekki -endilega- staðar nem við landamæri Donetsk í Suðri og Vestri.
  • Þá gætu átök borist til S-Úkraínu. Eða jafnvel í Norður.
  • Þó svo að NATO sendi engin vopn.

Ef átök berast út fyrir Donetsk og Luhansk héröð með þeim hætti, mundi sennilega flóttamannastraumur magnast verulega.

  • Síðan er rétt að benda á, að Rússland er ekki nándar nærri eins sterkt, og Sovétríkin voru í Kalda-stríðinu.
  • Margt bendir til þess, að Rússland standi frammi fyrir mögulegu greiðsluþroti á árinu 2016, ef olíuverð haldast lág út það ár.
  • Punkturinn er sá - - að Rússland hafi sennilega ekki fjárhagslegt bolmagn, til þess að fara langt með -tit for tat- keppni við NATO - - > Ef stríðið þróaðist yfir í "proxy war" við Rússland.

Ef Rússland færi í slíka keppni í vopnasendingum - þá þarf að hafa í huga, að vopn og annað sem herir þurfa - > Er ekki ókeypis.

Stríð kostar peninga, þó svo að til séu drjúgar birgðir gamalla vopna, þá mundu þau ekki duga til, ef -NATO færi að senda nútímavopn- heldur yrði þá Rússland, að senda -nýrri og kostnaðarsamari vopnakerfi- til að sá her sem þeir væru að styðja héldist sem lengst samkeppnisfær.

  • Þetta er atriði vert að hafa í huga - - að NATO ætti við þessar aðstæður.
  • Að geta fremur auðveldlega - - unnið slíkt -tit for tat.

Það sem ég held að mundi gerast, er að Pútín mundi segja uppreisnarmönnum, að semja um frið við stjórnvöld í Kíev, er hann sægi að NATO væri full alvara með að mæta stuðningi Rússlands við uppreisnarmenn, með því sama!

Með vissum hætti er ég að segja, að það sé töluvert "blöff" í stefnu Pútíns þessa stundina, hann viti mæta vel að hann geti ekki unnið sigur, ef NATO beitir sér að fullu.

Hans markmið hafi alltaf verið, að ná eins langt og hann kemst.

Þegar hann sjái að hann komist ekki lengra, þá muni sjálfur beita sér fyrir viðræðum, og sjá til þess að þær skili árangri.

 

Niðurstaða

Ég er að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því, að Pútín hafi nánast alfarið fulla stjórn á rás atburða í A-Úkraínu. Tel það líklegra en ekki, þ.s. uppreisnarmenn eigi alla sína tilvist undir Pútín og stuðningi hans.

Að auki geri ég ráð fyrir því, að Pútín sé ekki "brjálaður" heldur "cold calculating." Hann sé allan tímann að leitast við að - - hagræða málefnum Úkraínu Rússlandi í hag.

Hans megináhersla virðist á að - - tryggja að Úkraína verði ekki meðlimur að NATO.

Svo virðist einnig að - - hann sé farinn að líta ESB aðild svipuðum augum og NATO aðild.

  • Á hinn bóginn, sé ég ekki að þegar kemur að íbúum Úkraínu, þar með talið íbúum A-Úkraínu. Að aðild að ESB og NATO væri sérstakt skaðræði fyrir þá.
  • En augljósa ábendingin er Þýskaland sjálft, sem bæði er NATO meðlimur og ESB meðlimur, en samt með mikil viðskipti við Rússland.
  • Með öðrum orðum, sé ég enga augljósa ástæðu þess, að hagsmunir íbúa A-Úkraínu skaðist við það, að landið sem heild mundi renna inn í - Vesturlönd.

Þetta snúist allt um sýn Pútíns, á það - - hvað sé slæmt fyrir Rússland.

Á hinn bóginn, er ég reyndar ósammála Pútín, að Rússlandi sé hætta búin af því, ef Úkraína rennur inn í ESB, og jafnvel NATO að auki.

  1. En Pútín virðist ákveðinn þeirrar skoðunar, að það þurfi allt að gera, til að forða NATO og ESB aðild Úkraínu.
  2. Þ.s. ég sé ekki að sú útkoma að landið lendi Vesturlandamegin, mundi skaða hagsmuni íbúa Úkraínu -burtséð frá því hvar þeir búa- þá lít ég svo á, að Pútín hafi búið þessa uppreisn til.
  3. Hún hefði ekki orðið, án hans afskipta - vil ég meina.
  4. Og hann geti endað hana, hvenær sem er.

Til þess að sannfæra Rússland, að einmitt að binda á hana endi.

Þurfi að -auka kostnað Rússland við það að styðja uppreisnarmenn áfram.

Það geri NATO með því, að senda vopn til stjórnarhers Úkraínu. Svo að Rússland sjái fljótlega sæng sína upp breidda.

Þá muni Pútin segja uppreisnarmönnum að semja aftur um vopnahlé. Og þá gæti Pútín birst sem "sáttasemjari" og látið sem að - friður hafi allan tímann verið hans áhersla.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta er allt að ganga upp og Ameríski herinn er fyrir löngu kominn til Mariupol og byrjaður að drepa uppreisnarmenn þarna, algjörlega reyndar gegn Minsk friðarsamkomulaginu, þú???


"Out Of My Face Please" - Why Are US Soldiers In Mariupol

US Special Forces in Mariupol? - Mish's Global Economic

American Soldiers Caught on Tape in Mariupol, Ukraine ...


Auðvita stóð aldrei til að fara eftir Minsk friðarsamkomulaginu og leyfa þessu fólki í Austurhluta Úkraínu að hafa fulltrúa og sjálfstjórnarsvæði, því að allt svoleiðis verða stjórnvöld í Úkraínu að svíkja algjörlega til þess að þóknast stjórnvöldum í Bandaríkjunum. En hvað þú villt senda NATO herinn inn á sjálfstjórnarsvæðið til þess að ganga frá þessu rússneskumælandi fólki þarna, ekki satt?       

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2015 kl. 10:21

2 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta er allt að ganga upp og Ameríski herinn er fyrir löngu kominn til Mariupol og byrjaður að drepa uppreisnarmenn þarna, algjörlega reyndar gegn Minsk friðarsamkomulaginu, þú???


"Out Of My Face Please" - Why Are US Soldiers In Mariupol

US Special Forces in Mariupol? - Mish's Global Economic

American Soldiers Caught on Tape in Mariupol, Ukraine ...


Auðvita stóð aldrei til að fara eftir Minsk friðarsamkomulaginu og leyfa þessu fólki í Austurhluta Úkraínu að hafa fulltrúa og sjálfstjórnarsvæði, því að allt svoleiðis verða stjórnvöld í Úkraínu að svíkja algjörlega til þess að þóknast stjórnvöldum í Bandaríkjunum. En hvað þú villt senda NATO herinn inn á sjálfstjórnarsvæðið til þess að ganga frá þessu rússneskumælandi fólki þarna, ekki satt?       

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2015 kl. 10:23

3 identicon

Á Neocone CNN fullyrti hann Obama að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi tekið þátt í valdaráni:

Obama admitted that the United States “had brokered a deal to transition power in Ukraine.”


“Obama’s statement is reiterating something that the world public opinion already knew — the US was involved in the coup of [ex-Ukrainian President] Viktor Yanukovych from the start. History shows us that the US has overthrown numerous governments in Latin America, Asia and Africa and replaced them with leaders that ruled with a fascist ideology that proved useful for Washington’s geopolitical interests,”  Timothy Alexander Guzman independent researcher and writer

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2015 kl. 17:06

4 Smámynd: Snorri Hansson

"Bara sprengja það í lag"

Þetta er kenningin sem hefur valdið því að Bandaríkin hafa tapað öllum sínum stríðum.

Þ.e.a.s. síðan þeir gjörsigruðu Grenada.

Snorri Hansson, 5.2.2015 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband